Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 5
Bretland Kolanámuvericlallið getur staðið lengi enn Reynt að kaupa námumenn til hlýðni Kemur til orkuskorts á nœstunni? - Hik verklýðshreyfingarinnar - Víðtcek gagnrýni á járnfrúna Verkfall breskra kola- námumanna er orðið eitt það harðasta og lengsta sem sögur fara af: það hef- ur nú staðið í meira en tíu mánuði og ekki bólar á samkomulagi enn. Það er líka mikið í húfi: Um leið og námamenn berjast gegn þeim áformum ríkisstjórnar Ihaldsins að loka 20 námum og svipta þar með um 20 þúsundir námamanna at- vinnu, vilja foringjar þeirra gjarna að átökin þýddu um leið mikinn pólitískan ósigur fyrir Margaret Thatc- her og hennar lið. Og járn- frúin svonefnda virðist að sínu leyti reiðubúin til gífur- legs stríðskostnaðar ef henni tækist að sýna fram á að hún geti stjórnað landinu í trássi við náma- menn og reyndar verk- lýðshreyfinguna alla. Sem fyrr segir eru margar spár misvísandi uppi um úrslit þessa mikla verkfalls. Gæti eins verið að Margaret Thatcher og Arthur Scargill, foringi námamanna, biðu bæði nokkurn ósigur áður en lýkur. Það hefur frá upphafi verkfalls Kuldinn sverfur mjög að auralitlum verkfallsfjölskyldum: Margir snapa kolamylsnu í eldinn af úrgangshaugum rétt eins og í kreppunni upp úr 1930. veikt mjög stöðu NUM, Lands- sambands kolanámumanna, að ekki náðist allsherjarsamstaða um að leggja í verkfall til að koma í veg fyrir að um 20 námum yrði lokað. Nú er svo komið, að af um 180 þúsundum meðlima námu- mannasambandsins, eru um 120 þúsundir enn í verkfalli. Stjórn Thatchers treystir bersýnilega á það, að hægt verði að fá námu- menn smám saman til að gefast' upp. Til dæmis var þeim heitið drjúgum jólabónus sem sneru til vinnu fyrir jól, og nú er þeim heitið þúsund skattfríum pund- um fyrir fyrstu fjórar vikurnar í vinnu, sem snúa aftur til nám- anna. Talið er að gylliboð af þessu tagi hafi fengið allt að fimmtán þúsund námamenn tíl að snúa aftur til vinnu undanfarn- ar vikur. En þó að svo mjög sé farið að sverfa að námumannafjöl- skyldum að tilboð af þessu tagi hljóti mörgum að sýnast einkar freistandi, þá hefur þessi aðferð hvergi nærri skilað þeim árangri sem íhaldsstjórnin vonaðist til. Samstaðan er enn mjög sterk hjá drjúgum meirihluta verkfalls- manna. Og frá þeim námum sem unnið er í kemur nú aðeins um það bil fjórðungur af því kola- magni sem venjulega er framleitt í Bretlandi. Kolabirgðir og orkuþörf Það er svo hálfgert ríkis- leyndarmál hve miklar kola- birgðir eru til í landinu, enda ráða þær miklu um framvindu verk- fallsins. Peter Walkers orkuráð- herra hélt því fram í nýársboð- skap sínum, fyrir skömmu að kol- abirgðir yrðu nógar allt það ár sem nú er að hefjast, og gæti verkfallið þess vegna staðið í eitt ár enn. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að kynda raforkuver í auknurn mæli með olíu - nú er um það bil helmingur rafmagns í landinu framleiddar með kolum, en áður en verkfall hófst stóðu kol undir urn það bil 80% rafork- uframleiðslunnar. Kjarnorku- verin ganga af fullum krafti og framleiða 14% raforkunnar. Það gæti svo gert verulegt strik í reikninginn ef kuldakast það, sem nú gengur yt'ir álfuna helst lengi - venjulega þarf um 600 Framhald á bls. 6 Ríkar námur eiga að hjálpa þeim fátækari Námamenn telja að íhaldið ætli að losa sig við lítt arðbœrar kolanám ur og selja svo þœr bestu einkaframtakinu Það er ekki um það að ræða, hvor hefur betur Arthur Scar- gill eða Margaret Thatcher. Spurt er hvort ekki eigi að vera samstaða miili þeirra sem vinna í ríkum námum og þeirra sem vinna í erfiðum námum sem gefa ekki eins mikið af sér, og hvort stjórnvöld vilja taka mið af því að við erum hver öðrum háðir.... Eitthvað á þá leið segir námu- maðurinn Bill í grein sem fyrir skemmstu birtist í breska blaðinu Guardian. Bill vinnur í Hickleton í Yorkshire. Þar þarf 1400 menn til að vinna miljón lestir af kolum á ári. Þetta er einhver dýpsta náman þar um slóðir og afar heitt niðri í henni. í nýlegri námu við Selby þarf hinsvegar ekki nema 2200 menn til að vinna tíu miljón- ir smálesta af kolum á ári. Verkfallsbrjótur gengur til vinnu undir öflugri lögregluvernd: Stjórnin og Kola- ráðið reyna að tefla verkamönnum gegn verkamönnum... Hagfræði Kolaraðsins Ef að þessi munur á að ráða kolavinnslunni, hvert eiga allir þessir námamenn að fara? spyr Bill. Kolaráðið breska hefur reiknað það út, að í Hickleton kosti 123 pund að framleiða hvert tonn af kolum og þar með sé sú náma einna óarðbærust allra og því eigi að loka henni. Bill mót- lætir þessu. Eins og flestir náma- menn er hann mikill sérfræðingur í sinni eigin námu. Þessi deila byrjaði ekki í gær, segir hann. Hann rifjar upp það, sem hefur verið að gerast í Hackleton und- anfarin átta ár: ekkert hefur verið gert fyrir námuna, hinsvegar hef- ur námamönnum verið fækkað jafntog þétt. Billsegirað stjórnin hafi gert námuna óarðbæra til þess að loka henni. Námamennirnir eru þeirrar skoðunar, að það sé stefna Kola- ráðsins, sem stýrir hinuin þjóð- nýttu kolanámum landsins, og íhaldsstjórnarinnar að loka „vondum“ námum en selja síðan góðar námur eins og Selby einka- aðilum. Það sem stjórnin kallar hag- stjórn er brot á því sem náma- menn telja siðgæði. Þær siðferði- legu forsendur sem Thatcher- stefnan gefur sér eru þeim hreinn viðbjóður. Námamenn hafa kyn- slóðum saman unnið við erfiðar og oft hættulegar aðstæður neð- anjarðar, og sú reynsla hefur gert þann skilning sjálfsagðan þeirra á meðal, að mennirnir séu hver öðrum háðir í lífi sínu. Þeir hafa ekkert gott að segja um hagræna sérgæsku einstaklinga. Þeir eru lítið hrifnir af afkastabónus vegna þess að hann „teflir mönnum hverjum gegn öðrum". Og sem fyrr segir: Bill og félagar hans telja það sjálfsagt að ríkari námur hjálpi þeim erfiðari, að koladæmið sé allt hugsað sem heild... áb endursagði eftir Guardian. UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Fimmtudagur 17. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.