Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Orkukóngar að völdum Sjaldan áöur hefur komiö upp annað eins stórmál og afhjúpun Finnboga Jónssonar verk- fræðings og fulltrúa alþingis í stjórn Landsvirkj- unar á umframfjárfestingu uppá miljaröa króna í virkjunum. Þeir sem fylgst hafa með þróun orku- mála á íslandi allt frá því stóriöja komst fyrst á dagskrá hafa oft furðað sig á sinnuleysi alþingis og stjórnvalda þegar verið er að taka stórar ákvarðanir um fjárfestingar í virkjunum. Hér í Þjóðviljanum hefur oftsinnis verið bent á þetta og ýmsir fulltrúar Alþýðubandalagsins hafa bent fyrr og síðar á samhengið milli orkuspáa, erlendrar stóriðju og virkjana í landinu. Þannig varaði Sigurður Thoroddsen fulltrúi í stjórn Landsvirkjunar 1965-69 við afleiðingum ál- samningsins fyrsta, sem m.a. gæti þýtt offjár- festingu í virkjunum. Það gerðu menn á sama tíma einsog Magnús Kjartansson og Sigurjón Rist einnig. Það er rétt við þessi tímamót að halda nöfnum þessara efasemdarmanna á lofti, því svo sannarlega höfðu þeir rétt fyrir sér eins- og nú hefur komið fram. Afhjúpanir Finnboga, 'sem fram komu í greinargerð til stjórnarmanna Landsvirkjunar og síðartil þingflokka á alþingi, sanna svo ekki verður um villst að Landsvirkjun hefur látið efna til framkvæmda sem þýða 750 gígawatta um- framorku sem svarar til yfir 4 miljarða króna offjárfestingar. Þessi framleiðslasvarartil meira en helmings orkuþarfar almenningsveitna frá Landsvirkjun. Einungis vaxtakostnaðurinn af offjárfestingunni er um hálfur miljarður á ári. Og þetta þýðir að um 10% af erlendum lánum þjóð- arinnar hafa verið tekin til að fjármagna þessa orku sem er einungis umframframleiðsla. í Þjóðviljagrein í gær, kallar Hörður Berg- mann ákvörðunarvaldið Orkuvaldið sem ráðið hafi lögum og lofum á undanförnum árum. Segja mætti að liðinn áratugur sé áratugur hins bráðláta orkuveldis í landinu. Þjóðviljinn hefur áður gert það að umtalsefni að ákvarðanir sem i bæði eru stefnumarkandi og kosta þjóðarbúið miljarða króna hlaupa í gegn á alþingi án þess að valda okkurri teljandi umræðu og umfjöllun. Þetta orkuhneyksli sýnir okkur fram á ægilegar veilur í ákvörðunarvaldinu. í fyrsta lagi að ríkis- valdið hefur ekki nægjanlegt eftirlit með sér- fræðinga- og orkukóngaveldinu í kringumi stjórnarformann Landsvirkjunar. Alþingi íslend- inga hefur einnig brugðist þeirri eftirlitsskyldu sem almenningur hlýtur að krefjast að hin virðu- lega stofnun gegni. Hafa ber í huga að afleiðingar þessarar stefnumörkunar, að taka miljarða króna í er- lendum lánum til að reisa orkuver sem enginn kaupandi er að, eru ekki einungis þær að er- lendum auðhringum er boðið uppá að um- gangast íslensk stórnvöld einsog bananalýð- veldi. Þjóðin blæðir fyrir erlendar lántökur vegna þessa. Ekki nóg með það, - með því að framleiða fyrst orku, sem enginn gæti keypt nema erlendir auðhringar á spottprís, er verið að gjörbreyta efnahagslífinu í landinu. Smám saman verða fleiri orkukaupendur æ stærri þátt- ur í efnahagslífinu - en undirstöðuatvinnuveg- irnir þarafleiðandi léttvægari að sama skapi. Þannig mætti segja að framtíð íslensks efna- hagslífs hafi ekki verið mörkuð af alþingi, sam- tökum launafólks eða samtökum núverandi atvinnugreina, heldur af valdamiklum orkuk- óngum við stjórnvölinn. -óg KUPPT 0G SKORIÐ Jafnari en aðrir í sjónvarpsumræðum um fjöl- miðla og ný útvarpslög á þriðju- dagskvöld gerðu þær Sigríður Dúna og Vilborg Harðardóttir harða hríð að hugmyndum Ragn- hiidar Helgadóttur um frelsi. Og eins og búast mátti við var menntamálaráðherra ekki á þeim buxum að taka í mál að ræða þau sérréttindi og mögulega einokun sem fjársterk samsteypa gæti sölsað undir sig í fjölmiðlun. Henni kom slíkt ekki við: öll dýr- in (þegnarnir) voru jafnrétthá í fljölmiðlamálum og það gerði ekkert til þótt sum væru jafnari en önnur í krafti samtvinnunar auðvalds og pólitísks valds (Ind- riði, Davíð Oddsson, Árvakur, Mogginn og SÍS). Hjá ráðherra var frelsið í því fólgið að velja um rás eða bylgju. Þá finnur hver það sem hann vill. Basta. Magn og valkostir Þetta hljómar ekki illa. En, eins og Eiður Guðnason benti á í umræðuþætti þessum, þá er eng- inn kominn til með að segja að hinn frjálsi leikur markaðsa- flanna með útvarp tryggi þá fjöl- breytni sem allir telja sig á höttum eftir. Ef tíu poppstöðvar, sagði hann, starfa á Reykjavíkur- svæðinu, og spila sömu 70-80 lög- in á miili auglýsinga, þá get ég ekki sagt að valfrelsi mitt sem hlustanda hafi aukist. Magn er ekki fjölbreytni. Eins og reyndar hver og einn veit sem hefur haft nasasjón af fjölda- framleiðslu á kábojmyndum, Dallas-þáttum og poppmúsík. Okkar hlutur Það var líka í sjónvarpsumræð- unni komið inn á eitt af því sem mestu varðar á tíma mikilla breytinga á möguleikum fjöl- miðlunar. Hvað verður um ís- lenska dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp, um íslenska menn- ingarviðleitni í þessum fjölmiðl- um? Meira að segja í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins var rætt um það á dögunum, að mesti vandi sjálfstæðrar íslenskrar til- veru væri sú holskefla engilsax- neskra fjölmiðlaáhrifa sem nú riði yfir landið. Og spurt er: ætla menn að bregðast með einhverj- um hætti við þeim háska? Gefa ný útvarpslög einhverja raun- hæfa möguleika til þess? Eða ætla menn bara að loka augunum, brosa og biðja guð að hjálpa sér? Spyr sá sem ekki veit. Að minnsta kosti var ekki mikið á tilsvörum Ragnhildar Helgadótt- ur um þessi mál að græða. Hún ætlaði að reyna að fá eitthvert fé í kvikmyndasjóð ef vel viðraði hjá Albert. Það varallt ogsumt. Hún sagði sem svo, að það væri ekkert ljótt að láta menn græða á auglýs- ingaútvarpi og -sjónvarpi - þeir mundu barasta nota peningana til að efla íslenska menningu, ráða íslenska listamenn til verka, á kvikmyndamönnum verkefni og þar fram eftir götum. Fáránlegt Ég geri ráð fyrir því að það hafi verið hlegið kuldalega um land allt þegar þessi sæla mynd var upp dregin. Því allir vita ofurvel að menn eins og Ragnar í Smára, sem notaði smjörlikisgróða til að efla list og menningu, eru fullkomin undantekning í þessu þjóðfélagi, einskonar „happ í mannlegu félagi“. Það varð líka fljótlega ljóst, að Ragnhildur Helgadóttir hafði næsta litla trú á þessari kenningu sinni. Enda er líkindareikningur í þessu dæmi næsta einfaldur. Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur bæði afnotagjöld og miklar auglýsingatekjur og samt er það eins og menn vita svo blankt, að það treystir sér ekki nema ör- sjaldan til að taka upp svosem einn lítinn íslenskan leikþátt, hvað þá meir. Ekki nema von að fáum detti það í alvöru í hug að efnilegir kabalkóngar og popp- útvarpsjarlar úr einkageiranum muni hafa ráð eða vilja til að taka einvher siík verkefni að sér. Huggunin eina Nei, ráðherrann hafði bersýni- lega ekki mikla trúa á blessun hins nýja frelsis fyrir íslenska menningu. Hún fann þó eina smugu gleðilega, eina huggun harmi gegn fyrir íslenskt lista- fólk. Það gat fengið vinnu við að búa til auglýsingar. Og vitið þið bara?, sagði Ragnhildur, það er hægt að gera auglýsingar svo úr garði að þær séu eiginlega lista- verk. Eitthvað á þá leið mæltist henni. Einsog þar segir: gjafir eru yð- ur gefnar. Fagra nýja veröld Við stöndum við anddyri Fögru nýju veraldar, sem þegar er farin að taka á sig form í hinum listrænu lúxusdraumum bflasala og happdrætta. í þeim heimi munu dansarar og leikarar, tón- skáld, filmarar og skáld eiga sæla sambúð við alfrjálsa landsmenn um skúripúlverballettinn, kar- amellukómedíuna, gosóperuna, bílaævintýrið, brunatrygginga- harmleikinn og ofan úr skýjum berst mildur og upphafinn kór- söngur um stefið: Komdu með til Ibiza. Liðið verður allt komið í mikla og góða þjálfum þegar svo kemur að því, sem mestu skiptir: að spólunum góðu sem Davíð og borgarstjórnaríhaldið mun panta hjá sínum frjálsa og óháða fjöl- miðlarisa fyrir næstu kosningar og dreifa um kerfi hins sama. Og spólunni mun nafn gefið og hún mun heita Borgin mín, mín. Og eins og skáldið sagði: Þá rennur upp gullöld og gleðitíð.... DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- ofl prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. FramkvBfndestjóri: Guörún Guömundsdóttir. Skrtfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Augtýsingastjófl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingsr: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guómundsdóttir. Afgrei&siustjóri: ÐaJdur Jónasson. Afgrsi&sis: Ðára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sknsvsrsla: Ásdís Kristinsdóttir, Slgriöur Kristjánsdóttir. Húsmss&ur: Bergljót Guðjónsdóttir, Óiöf Húnfjörð. Innhskntumsnn: Brynjóifur VilhjáJmsson, Óiafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgrel&sla, auglýalngar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setnlng: Prsntsml&ja Þjóövlljans hf. Prsntun: Blaöaprent hf. Varö í Isusssðki: 30 kr. 8unnudagsvsr6: 35 kr. Askrfftarvsrö á mánuöi: 300 kr. ' 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUfNN Miðvikudagur 16. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.