Þjóðviljinn - 17.01.1985, Síða 24

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Síða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 17. janúar 1985 13. tölublað 50. árgangur Bíldudalur Málaferli í uppsiglingu Sjómenn leita aðstoðar Sjómannasambandsins. Skelvinnslan hefur brotið lög Verðlagsráðs sjávarútvegsins meðþvíað setja upp einkamat á hörpuskelfiski Sjómenn þeir á Bíldudal sem eiga í stríði við Rækjuver hf. þar gengu á fund Óskars Vigfús- sonar forseta Sjómannasam- bands íslands í gær og sýndu hon- um gögn varðandi deilumálið. Óskar sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að eftir þeim gögnum að dæma teldi hann að lög hefðu verið brotin á sjómönn- unum. Því væri ljóst að ef Rækju- ver hf. á Bíldudal ekki leiðrétti hlut sjómanna væri ekki um ann- að að ræða en leita til dómstóla. Óskar sagði að í skjóli einok- unar væri Rækjuver hf. að níðast á sjómönnum og fremdi lögbrot. Það fælist í því að eftir að opinber matsmaður, á vegum Ferskfisk- mats sjávarafurða, væri búinn að meta skelina, væri Rækjuver hf. með sinn eigin matsmann og greiddi sjómönnum eftir hans mati, sem alltaf er verra og athæf- ið ólöglegt. í lögum Verðlagsráðs segir að fari skuli eftir mati mats- manns Ferskfiskmatsins og það eitt ræður að sjálfsögðu. Þá sagði Óskar Vigfússon að Rækjuver hf. skákaði í skjóli al- gerrar einokunar og væri hann með í höndunum bréf frá Rækju- veri hf. til skipstjóra á einum bátnum frá Bfldudal, sem er síð- an 1982, þar sem Rækjuver hf. segðist ekki kaupa skelfisk af honum, þar sem það gæti fengið skelfisk á lægra verði en hann seldi. Þessi maður átti engra úr- kosta völ, þetta er eina fyrirtækið á staðnum. - S.dór. Ágœti tóbaksins Alger della Ástralski lœknirinn á mála hjá tóbaksframleiðendum Grcin eftir ástralska lækninn William Whitby, sem Þjóðviljinn birti á heilsíðu á dögunum þar sem því er haldið fram að tóbak sé allra meina bót og alls ekki sá skaðvaldur sem margir vilja meina, hefur vakið mikið umtal og athygli. „Niðurstöður þessa læknis stinga mjög í stúf við mikinn meiri hluta þeirrar læknisfræði- þekkingar sem við búum yfir. Það sem hann gerist sekur um er að tína út þær greinar sem styðja hans málstað án alls samhengis við annað. Sumar þær greinar sem hann vitnar til eru mjög vondar rannsóknir sem ekki er hægt að draga neinar beinar nið- urstöður af“, sagði Sigurður Árnason sérfræðingur í krabba- meinslækningum á Landspítalan- um er Þjóðviljinn bar undir hann grein ástralska læknisins. „Þessi maður er þekktur fyrir sín skrif fyrir tóbaksframleiðend- ur og hefur verið orðaður við að vera á mála hjá þeim þó það hafi ekki verið sannað“, sagði Sigurð- ur. „Það er vitað að tóbaksfram- leiðendur hafa á sínum snærum menn, jafnvel menntaða lækna, sem hafa það verkefni að svara greinum sem birtast um skaðsemi reykinga í blöðum. Það eru nán- ast alltaf sömu mennirnir sem skrifa á móti þessum greinum", sagði Sigurður Árnason. -*g Noregur Sæöisbanki fyrir lax Auðveldar kynbótastarf Fimm manna nefnd í Noregi vinnur nú að því að stofna sæðis- banka fyrir lax. Er meiningin að safna svili úr laxi í öllum norsku laxveiðiánum. Telja þeir það einu öruggu leiðina til þess að halda laxastofninum hreinum í framtíðinni. Þetta verður ekki kostnaðarsamt því hægt verður að nýta sem geymslustaði þá sæð- isbanka, sem fyrir eru. Með dj úp- frystingu á svilum og hrognum verður auðveldara að vinna að kynbótum. Að því verður stefnt, að rækta upp stofn, sem gefur stærstu laxana. - mhg. Sigirður Árnason krabbameinslæknir: Ástralski maðurinn þekktur af skrifum sínum fyrir tóbaksframleiðendur. Mynd Bolungarvík Leynifundur um ratsjár- málið Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar: neitar að gefa bœjarstjórn upplýsingar umfundinn Varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins átti leynilegan fund með fjórum bæjarstjórnar- mönnum og sparisjóðsstjóranum á Bolungarvík í maí síðastliðnum til þess að ræða fyrirhugaðar hernaðarframkvæmdir í Stiga- hliðarfjalli fyrir ofan Bolungar- vík. Fundurinn var haldinn á Isa- firði. Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar á Bolungarvík, sem sat fundinn, neitaði að gera bæjarstjórn grein fyrir efni fund- arins þegar um var beðið í ág- ústmánuði á þeirri forsendu að hann hefði setið fundinn sem „áhugamaður og stuðningsmað- ur um varnarsamstarf vestrænna þjóða“ en ekki sem fulltrúi bæjar- stjórnar. Sverrir Haukur Gunnlaugsson hefur hins vegar staðfest að fund- ur þessi var kostaður af utanríkis- ráðuneytinu, en fundinn sátu einnig fulltrúar Landhelgisgæsl- unnar og Pósts og síma, sem og fulltrúar ratsjárnefndar. „Ég fæ ekki skilið hvernig utanríkisráðuneytið getur rétt- lætt það að standa straum af kostnaðarsömum fundi „áhuga- manna um vestræna samvinnu“ á ísafirði, sem er að auki haldinn með leynd“, sagði Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi á Bol- ungarvík í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. _ ó|g> Reykjavíkurborg Þyngrí skattur - meira fé Aukiðfé tilflestra framkvœmda ífjárhagsáœtlun sem borgarstjórn tekur tilfyrri umrœðu ídag. Fjárhagur rúmur vegna aukinnar skattheimtu, lítillar verðbólgu og kjaraskerðingar Idag fer fram í borgarstjórn fyrri umræða um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar 1985. Fjárhagur borgarinnar er rýmri en oftast áður og virðast meginá- stæður annarsvegar aukin skatt- heimta gegnum hitaveitu og raf- magnsveitu, hinsvegar verðlags- og launamál árið 1984. Allir framkvæmdaliðir áætlun- arinnar hækka og sumir verulega. Til dæmis er gert ráð fyrir 60 milljónum til byggingar borgar- leikhúss í stað 15 milljóna í fyrra. Athygli vekur að framlag til BUR lækkar, er 40 milljónir í stað 60 í fyrra, þótt menn áætli að útgerð- in verði rekin með talsverðu tapi á þessu ári. Einnig er haldið áfram að draga saman byggingar verkamannabústaða. Lítil verðbólga á síðasta ári olli því að borginni nýttust betur út- svörin, - en fólk er jafnframt lengur að vinna fyrir þeim en áður. Þá hafa kjaraskerðingar stjórnvalda komið Reykjavíkur- borg vel, þarsem launakostnaður er mjög stór hluti af útgjöldum við rekstur og framkvæmdir. Fjárhagur borgarinnar hefur einnig batnað drjúgum við að hækka hita og rafmagn við borg- arbúa. Frá 1982 hefur skatt- heimta borgarinnar hjá hita- og rafveitu hérumbil þrefaldast. Skuldastaða borgarsjóðs er nú betri en oft áður. Féð hefur verið notað til að borga upp sumar skuldir, og í fjárhagsáætluninni lækka afborganir lána frá því sem áður var. Styrkir borgarinnar til fé- lagasamtaka eru yfirleitt ákveðn- ir milli umræðna í borgarstjórn, og þá mun einnig gengið frá áætl- unum um aukið mannahald við framkvæmdir eða rekstur. - m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.