Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 23
IÞROTTIR Kœrumál Val dæmdur sigur! Handbolti Enn FH-sigur FH-ingar tryggðu stöðu sína á toppi 1. dcildar en möguleikar Víkinga á meistaratign urðu að engu í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Leikur lið- anna var allan tímann mjög íjörugur og það var ekki fyrr en á lokamínút- unum að úrslitin réðust, í lokin mun- aði tveimur mörkum á liðunum, 24- 22, FH í hag. Víkingar voru öllu betri í byrjun, komust fljótlega í 5-2 og stuttu fyrir hlé voru þeir yfir 11-8. Síðustu mínút- ur hálfleiksins voru hinsvegar eign FH sem náði eins marks forskoti fyrir hlé. Haraldur Ragnarsson átti stórleik í marki FH hann lokaði markinu og fieytti liði sínu í gegn um erfiða kafla. Kristján Arason, Þorgils Öttar og Jón E. Ragnarsson áttu einnig mjög góð- an leik. Tveir leikmenn liðsins fengu að sjá rauða spjaldið í leiknum. Þeir Hans Guðmundsson og Guðjón Guð- mundsson. FH-ingar voru allt annað en hressir með dómgæsluna sem fór nokkuð úr böndunum í síðari hálf- leiknum. Mörk FH: Hans Guðmundsson 5, Jón E., Þorgils Ó. og Guðjón Árnason 4, Krist- ján A. 4 (2v), Valgarð Valgarðsson, Guðj- ón Guðmundsson og Sigþór Jóhannesson 1. Mörk Víkings: Þorbergur Aðalsteins- son 8 (2v), Viggó Sigurðsson 5 (1 v), Hilmar og Guðmundur 3, Kari Þráinsson 2, Steinar Birgison 1. - Frosti. Stórbikarinn Oruggt hjá Juventus Juventus vann nokkuð öruggan sigur á Liverpool, 2-0, í keppninni um Stórbikar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Ju- ventus í Torino á ftalíu og tókst að klára leikinn þrátt fyrir fannfergið þar suðurfrá. Zbigniew Boniek skoraði bæði mörkin, það fyrra uppúr hroðalegri rangstöðu. Inná milli fékk Liverpool sitt eina umtalsverða færi, John Wark virtist þá vera felldur í vítateig Ju- ventus en ekkert var dæmt. - ab/-VS Handbolti Próttur úr 11-10 í 24-11 og vannÞór 27-15 Þróttarar skoruðu ÞRETTÁN mörg gegn EINU á fyrstu 18 mínútum síðari hálfleiksins gegn Þórurum frá Vestmannaeyju í Laugardalshöllinni í gærkvöldi! Þeir breyttu stöðunni úr 11-10 í hléi í 24-11 þegar 12 mínútur voru eftir og lokastaðan í leiknum varð síðan 27-15, yfirburðasigur Þróttar. Furðuleg þróun í leiknum því eftir að staðan hafði verið 5-0 fyrir Þrótt um miðjan fyrri hálfleik tóku Þórarar mikinn kipp og voru rétt bún- ir að jafna fyrir hlé. Lið Þórara var hvorki fugl né fisk- ur, nema seinna korter fyrri hálfleiks, og Þróttarar bókstaflega léku sér að þeim. Voru farnir að reyna ýmsar kúnstir á lokamínútunum. Páll Ólafs- son og Sverrir Sverrisson voru í aðal- hlutverkum ásamt Guðmundi Jóns- syni markverði sem varði 19 skot Þór- ara. Sigmar Þröstur markvörður var yfirburðamaður f liði Þórs sem hefði lent tíu mörkum undir í fyrri hálfleik ef hans hefði ekki notið við. Mörk Þróttar: Páll 8(3v), Sverrir 8, Lárus Lárusson 4, Birgir Sigurðsson 3, Gísli Ósk- arsson 2 (1v), Helgi Helgason 1 og Bergur Bergsson 1. Mörk Þórs: Herbert Þorleifsson 5(1 v), Sigbjðrn Óskarsson 2, Stefán Guðmunds- son 2, Sigurður Friðriksson 1 (v), Elías Bjarnhóðinsson 1, SteinarTómasson 1 og Böðvar Bergþórsson 1. -VS England Naumt hjá Leicester Norwich áfram Wallace í Sunderland Fyrir luktum dyrum á Highfíeld Road í Coventry náði 1. deildarlið Leicester að merja sigur á utandeilda- liði Burton Albion, 1-0, í ensku bikar- keppninni í knattspyrnu í gærdag. Leicester hafði unnið Burton 6-1 en leikinn þurfti að leika að nýju þar sem markvörður Burton rotaðist er áhorf- andi kastaði í hann aðskotahlut. Leikurinn í gær var jafn og harður en Paul Ramsey skoraði sigurmark Leicester strax á 4. mínút. Highfíeld Road er upphitaður og því hægt að leika þar þrátt fyrir vetrarríki. Norwich er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur í Grimsby. Norwich var miklu betra og John Deehan skoraði sigurmarkið á 22. mínútu eftir sendingu frá Mark Barham. Sunderland keypti í gær Skotann Ian Wallace, fyrrum leikmann Nott- ingham Forest, frá franska 1. deildarliðinu Brest á 50 þúsund pund í gær. Wallace hefur ekki komist í lið Brest að undanförnu. Þá hefur WBA orðið fyrir miklu áfalli - Alistair Ro- bertson var í gær dæmdur í tveggja leikja bann og Steve Hunt meiddist á æfingu í frostinu í fyrradag og leikur ekki með liðinu á næstunni. _ ab/VS Handbolti Mark- varslan best KR vann Breiðablik 22-18 Það lifír fátt minnisstætt úr leik Breiðabliks og KR í Digranesinu í gærkvöldi. Byrjunin var jöfn og hörkubarátta í fyrri hálfleik en KR leiddi 10-9 í hléi. KR-ingar náðu síðan 4-5 marka forskoti í seinni hálfleik og Blikar ógnuðu þeim aldrei verulega. Lokatölur urðu 22-18, öruggur KR- sigur. Markvarslan í leiknum var ljósasti punkturinn, Guðmundur Hrafnkels- son hjá Breiðabliki og Jens Einarsson hjá KR vörðu báðir mjög vel. Krist- ján Halldórsson lék vel hjá Blikun- um, sem og Jakob Jónsson hjá KR. Leikurinn var ekki góður, mikið um mistök á báða bóga og brottrekstrar fjölmargir. Gamla kempan Andrés Bridde, fyrrum Framari, lék þarna sinn fyrsta leik með Breiðabliki í vet- ur en annar gamall Framari, Björgvin Björgvinsson, stýrði liðinu í fyrsta skipti - í stað Þorsteins Jóhannes- sonar sem var rekinn úr þjálfarastöð- unni nú á dögunum. Mörk KR: Jakob 8, Ólafur Lárusson 4, Páll Björgvinsson 4, Haukur Geirmunds- son 4, Jóhannes Stefánsson 2. Mörk Breiðabliks: Kristján H. 6, Björn Jónsson 5, Aðalsteinn Jónsson 3, Brynjar Björnsson 2, Andrés Bridde 1 og Jón Þórir Jónsson 1. -gsm/VS Þessa skemmtilegu seríu tók -eik af Páli Scheving leikmanni Þórs Vestmannaeyjum sem hér skorar gegn Þrótti í 1. deildinni í gærkvöldi. Hann og félagar hans flugu þó til Eyja með 12 marka tap á bakinu. Sigurður Leyfið fengið Sigurður Jónsson er loks búinn að fá atvinnuleyfí sem knatt- spyrnumaður í Englandi og getur því farið að leika með 1. deildar- liðinu Sheffíeld Wednesday. Hann hefur beðið í sex vikur, eða frá því í byrjun desember. Búast má við að Sigurður byrji með varaliðinu. Sheff. Wed. hefur gengið frábærlega að undanförnu og er í slagnum um toppsæti 1. deiidarinnar. -VS Handbolti -1. deild Sjö í röð Valurúr 11-12 í 18-12 og vann Tíu mínútna kafli um miðjan seinni hálfleik gerði útum leik Stjörnunnar og Vals í Digranesinu í gærkvöldi. Stjarnan var yfir, 12-11, en þá gerðu Valsmenn sjö mörk í röð - komust í 18-12 og unnu síðan 24-19. . Landsliðsmarkverðirnir Einar Þor- larðarson og Brynjar Kvaran voru í pörkustuði og lokuðu t.d. mörkunum alveg fyrstu 5 mínúturnar. Valur var 8-6 yfir í hálfleik og hafði frumkvæðið þar til Stjarnan komst í 12-11. Þá kom kaflinn umræddi, vörn Vals var sterk á meðan allt fór í baklás hjá Garðbæ- ingum og þeir gerðu sig seka um fljót- færni í sókn sem leiddi til fjölda hraðaupphlaupa Valsmanna. Einar var bestur hjá Val ásamt Valdimar Grímssyni og Júlíusi Jón- assyni. Þorbjörn Jensson kom fyrst inná snemma í seinni hálfleik og lék mjög vel. Brynjar var í aðalhlutverki hjá Stjörnunni og varði 16 skot. Hannes Leifsson og hornamaðurinn skemmtilegi Sigurjón Guðmundsson átti jóðan dag. ! Mörk Vals: Valdimar 6 (lv), Júlíus 6, Þorbjörn J. 4, Geir Sveinsson 4, Jón Pétur Jónsson 2 og Jakob Sig- urðsson 2. Mörk Stjörnunnar: Hannes 6, Guðmundur Þórðarson 5 (5v), Sigur- jón 3, Eyjólfur Bragason 3 og Magn- ús Teitsson 2. - gsm/VS Þrettán gegn einu! ÍR-ingum, sem leika í 4. deildinni í knattspyrnu, hefur hlotnast góður liðsstyrkur. Bragi Björnsson, sem lék 13 af 18 leikjum Fram í 1. deildinni sl. suntar, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í ÍR. Það ætti að koma í stað- inn fyrir brotthvarf markakóngs deildakeppninnar sl. tvö ár, Tryggva Gunnarssonar, sem mun leika með KA í 2. deildinni næsta sumar. _vs Víkingur með leikheimildfrá HSIog áfrýjar til dómstóls ISI. Vitnað til Garðarsmálsins Dómstóll HSÍ dæmdi í gær Valsmönnum sigur í viður- eigninni gegn Víkingi í 1. deild karla í handknattleik en Vals- menn töpuðu leiknum 19-15. Valsmenn kærðu á þeim forsend- um að Svavar Magnússon væri ólöglegur með liði Víkings. Dómstóllinn vítti einnig Handknattleikssambandið fyrir að veita Víkingum Ieikheimild Svavari til handa og er þetta nokkuð sérstætt mál. Svavar lék einn leik með Gróttu í Reykjanesmótinu í haust en hafði síðan félagaskipti yfir í Víking. Nokkur vafi lék á hvort hann teldist löglegur þar sem hann hafði leikið með Gróttu á keppnistímabilinu en HSÍ gaf Víkingum leikheimild og var hann notaður í framhaldi af því. Víkingar hafa áfrýjað dómnum til dómstóls ÍSÍ og benda á hlið- stætt mál sem kom upp í knatt- spyrnunni árið 1983. Þá hafði Garðar Jónsson leikið með í A í Litlu bikarkeppninni um vorið en gekk síðan yfir í Skallgrím og hóf að leika með liðinu eftir einn mánuð, en tvo þarf til þegar leik- maður hefur leikið með öðru liði á keppnistímabilinu í knattspyrn- unni. í handknattleiknum má leikmaður hins vegar aðeins leika með einu liði á keppnistímabil- inu. í Garðarsmálinu dæmdi dómstóll ÍSÍ Skallgrími og Garð- ari í hag eftir að dómstóll KSÍ hafði úrskurðað hann ólöglegan - og spurningin nú er því sú hvort komist verði að samskonar niður- stöðu í þessu máli - hvort dóm- stóll ÍSI líti á Reykjanesmótið sem æfingamót eins og Litlu bik- arkeppnina í knattspyrnu. -VS Bragi í ÍR! Fimmtudagur 17. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.