Þjóðviljinn - 17.01.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Page 10
f BILAR Viðhald og eftirlit Ráðleggingar um rafgeyma Þrátt fyrir ótrúlegt blíðviðri nú í upphafi árs skyldu hvorki gróðurræktendur né bíl- eigendur freistast til að trúa því að vorið sé komið. Sjálf- sagt en vonandi ekki munu einhver kuldaköstin ganga yfir áður en lóan kemur syngjandi yfir flóann. Einn vandinn sem hrjáir marg- an ökumanninn á frostköldum morgni er erfið gangsetning og á lélegur rafgeymir þar oftast sök. Því er mikilvægt að huga vel að ástandi geymisins yfir vetrartím- ann. Mattlitlir geymar Margir bílar, einkum þeir jap- önsku, hafa verið fluttir hingað inn með rafgeyma sem naumast duga í mestu frosthörkum til gangsetningar. Um leið og loft- hiti er kominn undir frostmark minnkar máttur geymisins ótrú- lega mikið og í miklum frost- hörkum getur hann jafnvel afsýr- ast og frosið á honum. Gott ráð er ef menn finna að geymirinn er máttlítill, að hella heitu vatni eða leggja heita tusku yfir hann. Bíða síðan í mínútu eða svo og prófa síðan aftur að gangsetja. Stráx við aukinn hita á geymirinn að taka við sér. Áður fyrr var mikið um að gamlir og þreyttir geymar væru endurbættir en nú er sú tíð liðin undir lok því geymar eru orðnir heilsteyptir og hreinlega skipt um þá eins og hverja aðra pakka- vöru. Geymar eru frekar dýrir, kosta að meðaltali 1500-2000 kr. í fólksbíla og því er mikilvægt að menn hugsi vel um geyminn svo hann endist sem lengst. Hreinlæti boðorð númer eitt Fyrsta og annað boðorðið við umönnun geymis er að halda honum hreinum við pólana. Best er að gera það með því að þvo pólana og tengin með volgu vatni með svolitlum matarsóda í og síð- an má smyrja með dálítilli koppa- feiti þegar búið er að tengja. Varist að skafa tengingar með skrúfjárni eða hníf, notið þess í stað fínan vatnspappír. Munið lika að geymirinn er viðkvæmur fyrir höggum og hristingi. Það þarf ekki að minna neinn á það að fylgjast reglulega með því að INII5SAN CHERRY Góð blanda af hagsýni og skemmtun. NISSAN CHERRY fer ekki bara vel með þá sem sitja í framsætunum. í CHERRY eru öryggisbelti fyrir fimm og farþegarnir í aftursætinu sitja líka þægilega og hafa gott rými, Auðvitað er CHERRY með framhjóladrifi og hæð undir lægsta punkt er 17,5 cm. Bensíneyðslan er aðeins 4,7 I á hundraðið á 90 km/klst. og þó eru hestöfl þessarar stórskemmtilegu vélar 84. Engum bíl í verðflokki NISSAN CHERRY fylgja jafnmargir aukahlutir. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að NISSAN er mest seldi japanski bíllinn í Evrópu. Verð frá kr. 327.000. 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé bíllinn greiddur upp innan mánaðar. Tökum flesta notaða bila upp í nýja. Muniðbílasýningar okkar allar helgar kl. 14- 17. fljóti vel yfir sellurnar og ef bæta þarf vatni á geyminn þá má alls ekki nota annað en hreint vatn. Farið varlega því sýran er hættu- leg og getur bæði brennt skinn og föt. Látið hlaða upp geyminn Ef bíll er tekinn úr umferð í einhvern tíma þá takið ávallt + skautið úr sambandi og aftengið þannig geyminn. Að öðrum kosti er hætta á að rafmagnið leiði út af honum. Ef ljós gleymast á bflnum eða geymirinn tæmist á annan hátt þá látið hlaða geyminn og mæla hann upp en varist að taka þá áhættu að ætla að hlaða hann upp á keyrslu. Geymirinn verður aldrei samur á eftir. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu -- BÍLARYOVÖRNhf Skeifunni 17 Q 81390 INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. LAA/DVE£AJtHF SMIEMlMzGI 66, KÓPAVOGI, S. 91-76600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.