Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 7
FIB „Félagsmenn eru vel á verði u Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB: Verulegur árangur í vegamálum. Menn á móti óhóflegum salt- austri. Neytendaþjónustan mikið notuð. Yfir 80 mál á mánuði til lögfræðinga félagsins vegna deilna um bifreiðaviðskipti. Aukin svik við minnkandi kaupmátt Félag íslenskra bifreiða- eigenda var stofnað árið 1932. Stofnfélagar voru 100 en nú eru félagsmenn orðnir hátt á ellefta þúsund. Félagið rekur umfangsmikla starfsemi og þjónustu fyrir félagsmenn og tókum við framkvæmdastjóra þess, Jónas Bjarnason, tali og báðum hann að skýra okkur frá því í hverju helsta starf- semin væri fólgin og hver væru helstu hagsmunamál fé- lagsins um þessar mundir. „Starfsemi FÍB má skipta í tvo meginþætti. Almenna þjónustu sem öllum bifreiðaeigendum kemur til góða og sérstök þjón- usta sem eingöngu er bundin við félagsmenn. Almenna þjónustan snýr að tryggingar-, vega-, skatta- og umferðarmálum ásamt fjarskipta- og ferðamálum. í öllum þessum málaflokkum hef- ur FÍB náð töluverðum árangri. Tekist hefur að fá lækkaða eða fellda niður ýmsa skatta á bif- reiðaeigendur en sú skattalækk- luni sem félagið hefur náð fram á Undanförnum árum er metin á bilinu 3000-4000 krónur á bifreið árlega á núgildandi verðlagi. í vegamálum hefur náðst veru- legur árangur þannig að á síðustu fjórum árum hefur bundið slitlag verið lagt á alls 555 km. Beinn sparnaður bifreiðaeigenda vegna þeirra 163 km af bundnu slitlagi sem lagt var 1984 er yfir 40 milj- ónir króna og þá á eftir að taka til viðbótar sparnað ríkisins. En lagning bundins slitlags á fjöl- förnum leiðum er einhver arð- samasta fjárfesting þjóðfélags- ins. Mikil hækkun tryggingariðgjalda yfirvofandi FÍB hefur haft mikil afskipti af tryggingamálum allt frá stofnun. Raunin er sú, að þrátt fyrir að flestir telji bifreiðatryggingar hérlendis æði háar þá hafa þær hækkað minna en önnur sambærileg þjónusta í landinu undanfarin 16-18 ár. Iðgjöld á- byrgðartrygginga hækkuðu um 10% á liðnu ári en nú er ljóst vegna verðlagsþróunar, að mikl- ar hækkanir eru yfirvofandi í vor. Við munum fylgjast með og beita okkur af hörku í málinu. Sú sérstaka þjónusta sem ein- göngu er fyrir félagsmenn, er til dæmis lögfræðiráðgjöf bæði hér í Reykjavík og á Akureyri. Tækni- þjónusta og tækniráðgjöf, vega- þjónusta, ferðaþjónusta (innlend og erlend) fjárskiptaráðgjöf, út- vegun varahluta og margt fleira. Auk þess gefur félagið út tímarit- ið ÖkuÞór, sem kemur út 4-6 sinnum á ári.“ Telur þú að FÍB sé í dag virk hagsmunasamtök? „Já, það myndi ég hiklaust telja. Lögum samkvæmt var mikið breytt á landsþingi 1983 og þá var m.a. tekin upp kjördæm- askipting í deildastarfi í stað 16 umdæma áður og tryggt að a.m.k. einn stjórnarmaður komi úr hverju kjördæmi. Á því ári sem nú er nýliðið hefur þessi breyting reynst ákaflega vel. Áður var of mikið stýrt í smá- einingum. Við héldum góða félagsfundi víða um land á liðnu ári og munum halda því áfram á þessu ári og það vekur ánægju í starfi sem þessu, að finna hversu virkt félagið er út um allt land, en ekki bara hér * á stór- Reykj avíkursvæðinu. Bensínið og saltausturinn Þá held ég að bensínmálið á liðnu sumri hafi sannað öflugt starf okkar. Þar var tekist á um verðmyndun á bifreiðabensíni, gæðamál og „bætiefni". Það mál er nú á lokastigi. Síðastliðið vor beittum við okkur einnig mjög þegar auknar álögur á bifreiða- eigendur voru til umræðu hjá valdhöfum. Það varð m.a. til þess að fallið var frá viðbótarbensín- gjaldi og nýjum þungaskatti. Upp á síðkastið höfum við verið að taka fyrir saltausturinn á göt- urnar og höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá bifreiðaeigendum við þeirri umræðu og fjöldi nýrra félaga hefur bæst í hópinn í kjöl- farið. Menn eru greinilega mjög á móti óhóflegum saltaustri. Það er ljóst, að það tapast hundruð milj- ón króna á hverju ári vegna ótím- abærrar ryðmyndunar í bflum vegna saltsins. Það er mikill styrkur af því í starfinu að vita að félagsmenn eru mjög vel á verði og láta til sín heyra þegar þörf er á. Ég er þeirrar skoðunar, að félagið hafi starfað með prýði að hagsmuna- gæslu bifreiðaeigenda gegnum tíðina og muni í framtíðinni gera stóra hluti. Við höfum endur- tekið bent á, í samskiptum vð stjórnvöld að hámarkssköttun á bifreiðar og rekstrarvörur til þeirra sé þegar náð og sýnt fram á varhugaverðar afleiðingar of- sköttunar. Þessi skattlagning bitnar ekki hvað síst á heimilun- um, efnalitlu ungu fólki sem er að koma sér upp húsnæði og fötlu- ðum, sem aðeins geta stundað vinnu sína með hjálp bifreiðar- innar. Bifreiðin er orðin ríkur þáttur í daglegu lífi flestra borg- ara. Það er löngu liðin tíð að bifr- eiðin sé munaður og skattlagning á bifreiðar og rekstrarvörur til þeirra lendi aðallega á efnamestu þegnum þjóðfélagsins." Hver eru helstu baráttumálin hjá ykkur núna og á næstunni? „Eins og ég gat um áðan, þá er nú unnið að könnun á saltdreif- ingu hér í höfuðborginni. Þá eru það tryggingamálin. Það er aðal- lega tvennt, væntanleg hækkun iðgjalda og sakarskipting í tjón- Slæmu ökumennirnir Eru tryggingaiðgjöldin ekki há hér vegna þess hve mikið er um tjón í umferðinni? „Ábyrgðartrygging er út af fyrir sig ekki há hér miðað við hin Norðurlöndin, hinsvegar hefur sjálfsábyrgðin hér nokkur áhrif. A Norðurlöndunum er víðst hvar mun meiri samkeppni. Þar sem samkeppnin ríkir leita fyrirtækin sífellt að möguleikum til þess að lækka iðgjöldin og sýna betri rekstur. Hér á landi er mjög stór hluti bifreiðaeigenda sem aldrei lendir í tjóni og greiðir full ið- gjöld. Ástæðan fyrir því eru slæmu ökumennirnir. Þó svo að sjöfaldur munur sé á hæsta og lægsta iðgjaldi þá er vandinn sá að hæstu refsiiðgjöld innheimtast ekki þar eð menn leita annarra Jónas Bjarnason: Nýtt skipulag FÍB hefur skilað sér í mun virkara og öflugra starfi. leiða og skrá bifreiðina á aðra fjölskyldumeðlimi. Á þessum málum þarf að finna lausn, sem með öðrum myndi lækka gjöld þeirra sem nú greiða of há iðgjöld að okkar mati. Það má líka geta þess, að nú er að Ijúka endurskoðun umferðar- laganna og við lítum björtum augum til þeirra mála, t.d. hvað varðar ökuferilsskrá og tjónaskrá ökutækja. Svik í bíla- viðskiptum aukast er kreppir að Þið eruð með töluverða neytendaþjónustu á ykkar snær- um. Er hún mikið notuð af félags- mönnum? „Hún er mikið notuð og snar þáttur í daglegri starfsemi félags- ins. Árið 1983 leituðu t.d. til okk- ar tæplega 10% allra þeirra sem höfðu átt í bílaviðskiptum það árið með minni eða stærri vanda- mál. Um 2/3 þessara mála var leystur gegnum síma eða eftir viðtal hjá lögfræðingum okkar en 1/3 eða um 1000 mál komu til frekari umfjöllunar og af- greiðslu. Það gerir yfir 80 mál á mánuði til jafnaðar og til að geta sinnt þessu betur fengum við lögfræðing til starfa fyrir félagið norður á Akureyri, en á Eyja- fjarðarsvæðinu einu eigum við yfir 800 félagsmenn. Lögfræðiráðgjöfin er félags- mönnum okkar að öllu að kostn- aðarlausu. Það er greinilegt að þörf á þjónustu af þessu tagi virð- ist alltaf aukast þegar kaupmátt- urinn minnkar eins og gerst hefur nú síðustu ár. Það er sárt til þess að horfa þegar menn hafa tekið til hliðar allt sitt sparifé og sett sér þröngar lífsskorður vegna bíla- kaupa sem síðan eru eintóm svik.“ Ber meira á því að menn séu hlunnfarnir í bílaviðskiptum við þær aðstæður sem nú ríkja? „Já það virðist einmitt fylgja þessum tímum. Það er rétt að minna á það að á vegum okkar og Bflgreinasambandsins starfar sérstakur tækni- og sáttamaður sem sker úr ágreiningi sem upp kann að koma varðandi viðskipti með nýjar bifreiðar og verkstæð- isþjónustu. Til þessa sáttamanns geta allir bifreiðaeigendur leitað og í gegnum árin hefur verið nokkuð jöfn og þétt afgreiðsla á slíkum málum. Þess má einnig geta, að með vorinu kemur út sérstakur bæk- lingur í samstarfi FÍB og Bfl- greinasambandsins varðandi kaup á notuðum bifreiðum. Þar er sérstaklega tekið á fjármála- þættinum, víxlum og öðrum slík- um viðskiptum sem margir hafa brennt sig illilega á. Þessi bæk- lingur kemur í staðinn fyrir annan eldri sem orðinn er úr sér genginn. Það er mjög mikil þörf á slíkum bæklingi, sérstaklega fyrir þá sem eru í fyrsta sinn að standa í bflaviðskiptum", sagði Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri Fé- lags ísienskra bifreiðaeigenda. -•g- Meðalbíllinn kostar 150 þús. á ári Samkvæmt nýjustu útreikningum FIB nú í upphafi árs nema útgjöld vegna eignar og reksturs meðal- fólksbifreiðarinnar á einu ári miðað við núvirði nær 120 þús. kr. séu eknir 10 þús. km og ríflega 180 þús. kr. ef eknir eru 20 þús. km á ári. Hér á eftir kemur nánari sundurliðin á breytilegum og föstum kostnaði við rekstur meðalbifreiðarinnar: Breytilegur kostnaöur 10.000 km/ári kr/km 15.000 km/ári kr/km 20.000 km/ári kr/km 1. Benzín 25.900 2.59 38.850 2.59 51.800 2.59 2. Smurning 1.470 0.15 2.205 0.15 2.937 0.15 3. Hjólbarðar (vetrar) 3.824 0.38 5.736 0.38 7.647 0.38 4. Varahlutir 15.918 1.59 25.468 1.70 35.019 1.75 5. Viðgerðir 6.611 0.66 10.611 0.71 14.590 0.73 Breytilegur kostn. samt. 53.723 5.37 82.800 5.53 111.993 5.60 Fastur kostnaður: 1. Abyrgðartrygging 8.455 0.84 8.455 0.56 8.455 0.42 2. Húftrygging 6.664 0.67 6.664 0.44 6.664 0.33 3. Afskriftir 31.987 3.20 31.987 2.13 31.987 1.60 4. Vextir 13.450 1.34 13.450 0.90 13.450 0.67 5. Ýmislegt, þ.m.t. bifreiðask. 5.181 0.52 6.665 0.44 7.531 0.38 Fastur kostn. samt. 65.737 6.57 67.221 4.47 68.087 3.40 Kostnaður alls: 119.460 11.94 150.021 10.00 180.080 9.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.