Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 29
DV LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 29 :#//í -k Sannkölluð íslendinganýlenda íTulsa í Bandaríkjunum: 105 karlmenn að læra flugvirkjun / bœnum Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum er aö rísa íslend- inganýlenda. Ekki vegna þess ad svo margir íslendingar hafi flust þangaö búferlum heldur vegna þess hversu margir eru þar viö nám. Alls eru ríf- lega 100 íslenskir karlmenn, flestir á þrítugsaldrinum, við flugvirkjanám í bœnum og veróur þaö aó teljast gott hlutfall af tvö þúsund nemend- um Spartan School of Aeronautics. Flestir eru okkar menn af Suöurnesj- unum, enda flugáhugi þar mikill vegna nálœgóar við Keflavíkurflug- völl. Annars koma nemendurnir úr flestum landshornum. íslendingar hafa lengi veriö vió þennan skóla en líklega aldrei fleiri en nú. Á meðal nemenda frá íslandi eru bræðurnir Daníel og Mikael David. Þeir eru reyndar ekki af Suðumesj- unum heldur uppaldir í Hafnarfirði. Faðir þeirra er bandarískur her- maður en móðirin íslensk. Hún er Elísabet Brand, íþróttakennari i Garðabæ. Hún heimsótti syni sína í sumar og útvegaði okkur meðfylgj- andi myndir. í stuttu samtali við helgarblaðið sagði hún að heim- sóknin til Tulsa hefði verið afar fróðleg en hún fékk að kynnast húsakynnum og aðstöðu skólans af eigin raun. „Þetta er greinilega mjög góður skóli og strangt eftirlit er haft með viðveru nemenda. Ég sá ekki betur en að íslendingunum gengi vel og þeir væru vel liðnir. Þeir væm heldm- varla að taka svona marga inn nema að hafa góða reynslu af þeim,“ sagði Elísabet. Menn verða að standa sig Við slógum á þráðinn til Daníels og fengum hann til að segja okkur frá skólanum og lífinu í Tulsa. Hann sagði íslendingum yfirleitt ganga vel í náminu. „íslendingarnir hafa það orð á sér að vera duglegir í náminu. Enda er varla annað hægt þegar maður er kominn svona langt í burtu. Þá þurfa menn bara að standa sig. Skiljanlega vekur það athygli hve við erum margir hérna,“ sagði Dan- íel en að sjálfsögðu eru Bandaríkja- menn fjölmennastir í skólanum. Nokkrir koma frá Kóreu, Japan og Austurlöndum nær en íslendingar eru einu Evrópubúamir. Allir þurfa að taka stöðupróf í ensku og stærðfræði til að fá inn- göngu í skólann. Skilyrðin em ekki önnur nema hvað „flugdeilan" þarf helst að vera til staðar. Daníel sagði flesta íslendingana hafa komið ná- lægt fluginu á einn eða annan hátt. Daníel og Mikael fóm á sama tíma til náms í Tulsa eftir að sá sið- arnefndi hafði bent stóra bróður á skólann. Aðspurður af hverju þeir hefðu slegið til sagði Daníel það hafa ráðið nokkru að faðir þeirra var flugvirki. Daníel var búinn að prófa bæði rafvirkjun og matreiðslu en hvoragt höfðaði til hans. „Mér leist ekki á að elda ofan í einhvem annan en mig.“ Námið í Tulsa tekur eitt og hálft ár en þeir bræður ákváðu að hafa hraðan á og skráðu sig bæði í dag- 5mS(i!IS55 Mikael David í stjórnklefa F14 þotunnar. Þetta er sama vélin og var notuð í kvikmynd- inni Top Gun með Tom Cruise. Daníel David ásamt dóttur sinni að sýna henni húsakynni skólans. Fyrir aftan þau er F14 orrustuþota sem nemendur skólans fá að „fikta" við. íslensku flugvirkjanemarnir halda hópinn og hér slaka nokkrir þeirra á í frí- mínútum fyrir utan skólann. Myndir Elisabet Brand Alls eru um 2 þúsund nemendur í Spartan School of Aeronautics, þar af ríf- lega 100 íslendingar. Virtur skóli Spartan School of Aerunautics er virtur skóli með langa hefð. Hann fagnar 70 ára afmæli á þessu ári. Að sögn Daníels er ekki búið að til- kynna hvernig hátiðarhöldin fara fram. Þó hefur heyrst að væntanleg- ur sé frægur flugmaður til að halda fyrirlestur, Chuck Eager, sá er rauf hljóðmúrinn fyrstur manna. Hann komst nýlega í fréttir fyrir að rjúfa hljóðmúrinn rétt áður en hann fór á eftirlaun, nákvæmlega 50 árum eftir að hann braut blað í sögu flugsins. skellti á hann. Við héldum að þetta myndi duga en maðurinn hélt áfram að tala á tröppunum í nokkr- ar mínútur. Þetta er oft með ólík- indum," sagði Daníel og taldi enga hættu á að trúboðamir næðu ís- lendingunum úr þjóðkirkjunni. Fram undan er jólahátíðin og fá flugvirkjanemarnir þriggja vikna frí. Daníel sagðist reikna með að margir kæmu í jólafrí til íslands. Hann taldi þó líklegt að jólunum hjá sér yrði fagnað í Tulsa þar sem heimkoma og námslok væra áætluð í febrúar. -bjb og kvöldskóla. „Þetta hefur verið rosalega strembið. í þrjá mánuði vorum við í skólanum frá hálfátta á morgnana til rúmlega ellefu á kvöldin. Eftir þennan tíma var heil- inn tómur, maður gat ekki hugsað almennilega. En þetta hafðist og við klárum námið þremur mánuðum fyrr,“ sagði Daníel sem vonast til að koma til Islands í febrúar á næsta ári og fá vinnu sem flugvirki. Hann sagði eftirspurnina eftir flugvirkj- um ekki vera mikla á Islandi en í Bandaríkjunum og víðar væri alltaf verið að leita að þeim. Þannig koma fulltrúar bandarískra flugfélaga reglulega í skólann til að finna flug- virkja framtíðarinnar. Bræðurnir eru báðir með konur og böm með sér í Tulsa. Daníel sagði það ágætt að vera þarna með börn, þó væri öryggistilfinningin ekki eins mikil og að ala upp börn á íslandi. Auglýsingar í fjölmiðlum eftir týndum börnum væru algeng- ar og því þyrftu börnin alltaf að vera í augsýn. Kirkja á hverju horni Um 800 þúsund manns búa í Tulsa og nágrenni. Daníel sagði þetta samfélag vera svolítið sér- stakt. Þannig væra kirkjur á hverju götuhomi og trúboðar úti um allt. „Það er alltaf verið að banka upp á og bjóða hitt og þetta. Einn var héma um daginn, flutti langa þulu um mikilvægi Jesú og bauð okkur bæklinga. Við sögðumst ekki hafa en hann lét ekki segjast. Á endanum gafst ég upp, sagði hon- um að og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.