Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 Fjármálaeftirlitið afhendir DV ekki lífeyrissjóðabréfin: Bréfamálið fýrir dómstóla - óskar frestunar á réttaráhrifum „Við höfum ákveðið að óska eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðar- ins þannig að við getum borið mál- ið undir dómstóla. Það er hins veg- ar úrskurðarnefndarinnar að ákveða hvort við getum farið þessa leið,“ sagði Páll H. Pálsson, for- stööumaður Fjármálaeftirlitsins, við DV í kjölfar úrskurðar Úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. I þeim úrskurði var Fjármálaeftirlit- inu gert að afhenda DV bréf sem far- ið höfðu milli stofnunarinnar og tveggja lífeyrissjóða. DV barst tilkynning frá Fjármála- eftirlitinu í gær, stílaða á Jón Birgi Pétursson blaðamann, þar sem seg- ir eftirfarandi: „Eins og yður er kunnugt um hefur Úrskuröarnefnd um upplýsingamál kveðið upp úr- skurð þar sem Fjármálaeftirlitinu er gert að veita yður aðgang að til- teknum bréfaskriftum stofnunar- innar og tveggja lífeyrissjóða. í kjölfar úrskurðarins hefur Fjármálaeftirlitið tekið fyrr- greinda niðurstöðu til umfjöllunar. Það er niðurstaða stofnunarinnar að rétt sé að bera málið undir dóm- stóla. Fjármálaeftirlitið hefur með hliðsjón af framansögðu óskað eft- ir því við úrskurðanefndina að hún fresti réttaráhrifum úrskurð- arins, sbr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að mati Fjármálaeftirlitsins er Páll Stefánsson. Páll Stefánsson látinn Páll Stefánsson, fyrrum auglýs- ingastjóri DV, er látinn. Páll fæddist í Reykjavík árið 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ árið 1961. Hann var sölufulltrúi hjá 0. Johnson og Kaaber hf. og starfaði á vegum Sjálfstæðis- flokksins. Hann varð auglýsinga- og sölustjóri Vísis árið 1977 og auglýsinga- og sölustjóri DV eftir sameiningu Vísis og Dagblaðsins allt til ársins 1997. Eftir það starf- aði Páll hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar og hjá Ingvari Helgasyni. Páll sat í stjórn Heimdallar, var einn af frumkvöðlum stofnunar SÁÁ og starfaði með Lionsklúbbi Bessastaðahrepps. Eftirlifandi kona Páls er Anna Guðnadóttir. Þau eignuðust tvö börn, Guðnýju Ólafiu og Stefán. Starfsfélagar Páls hjá Frjálsri fjölmiðlun minnast góðs vinar og starfsbróöur og þeir og stjóm fyr- irtækisins senda Önnu, bömun- um og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. það nauðsynlegt fyrir stofnunina og aðila sem undir eftirlit hennar heyra að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvemig túlka beri ákvæði upplýsingalaga og ákvæði laga um þagnarskyldu starfs- manna stofnunarinnar. Mikilvægt er fyrir starfsemi og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, svo og starf- semi eftirlitsskyldra aðila, að mörk upplýsingagjafar til almennings séu skýr og afdráttarlaus, enda er meöferð trúnaðarupplýsinga grundvöllur farsællar starfsemi Seinkanir hafa orðið á flugi Flugleiða frá því á miðvikudag sem rekja má til bilunar í tveimur flugvélum félagsins. Að sögn Margrétar Hauksdóttir hjá upp- lýsingadeild Flugleiða var bilun í annarri vélinni ekki stórvægileg en mun meiri í Boeing 757 vél. Alls hefur um 36 flugvélum seinkað frá því á mið- Fjármálaeftirlitsins." Enn fremur segir að í frétt DV af málinu hinn 18. ágúst sl. sé fullyrt að Fjármálaeftirlitið hafi gert al- varlegar athugasemdir við um- rædda lifeyrissjóði. Af þessu tilefni vilji það taka fram að stofnunin hafl ekki tekið afstöðu í þeirri at- hugun sem hafi orðið tilefni þessa máls og hafi því ekki beint neinum athugasemdum til þeirra sem at- hugunin beinist að. „Það er gert ráð fyrir því í upplýs- ingalögum að hægt sé að biðja um vikudagssiðdegi og þangað til seint í gærkvöld. Seinkunin er mismikil - allt frá hálftíma upp í sex klukkustundir. Að jafnaði eru um 140 farþegar í hverri vél. Seinkunin hefur því komið niður á um 5 þúsund ferðamönnum. "Áætlun Flugleiða er sett upp þannig að Keflavík er tengistöð og því verður frestun á réttaráhrifum,“ sagði Ei- ríkur Tómasson, formaður Úrskurð- amefndar um upplýsingamál. „Ef stjórnvaldið fær umbeðinn frest þá er því skylt að bera málið strax und- ir dómstóla." Eiríkur kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið þar sem úrskurðar- nefnd hefði enn ekki borist ósk fjár- málaráðuneytisins um ofangreind- an frest. Hann sagðist búast við að úrskurðarnefndin tæki málið til af- geiðslu fljótlega eftir helgina. -JSS/HLH ein seinkun til þess að fleiri vélum seinkar. Þvi miður eru enn mörg flug sem verða fyrir áhrifúm vegna seinkun- arinnar. Við reynum að ná til þeirra sem eiga bókuð flug og ef það tekst ekki þá bjóðum við upp á skoðunarferðir og höfúm t.d. farið í Bláa lónið með far- þega,“ sagði Margrét i gærkvöld. -hb Farþegar bíða eftir að sein Flugleiðavél farl í loftið. DV-mynd Arnheiður Um 5000 ferdamenn í seinkunum Ný menningarstarfsemi í Iðnó eins árs: 40 þúsund gestir í Iðnó „Eftir þetta fyrsta starfsár er ljóst að Iðnó hefur fest sig í sessi sem al- hliða menningarhús. Það höfðar til allra aldurshópa; þeirra eldri sem þekkja það frá fyrri tíð og til ungs fólks sem, eins og þeim eldri, líður vel í húsinu og kunna að meta það sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Karl Pétur Jónsson, stjómarformaður rekstrarfélags Iðnós, gamla leikhúss- ins við Tjömina í Reykjavik. Fjölbreytt menningarstarfsemi, án allra opinberra styrkja, hefur verið í Iðnó síðan það var tekið á ný í notkun fyrir um það bil ári eftir gagngerar endur- bætur á húsinu. Endurbæturnar fólust m.a. í því að færa Iðnó til þess horfs sem Karl Pétur Jóns- það var í upphafi. son, stjórnarfor- Karl Pétur segir maður rekstrar- að um 40 þúsund félags Iðnós. gestir hafi komið á leiksýningar og aðra viðburði sem verið hafa i húsinu á þessu fyrsta starfsári. Aðspurður þakkar hann þennan góða árangur frábæru listafólki og kappsfullum og hugmyndaríkum stjómendum húss- ins. Þá bjóði sjálft húsið upp á fjöl- breytta nýtingu. Það sé t.d. auðvelt að vera með veitingastarfsemi og leik- hús í gangi samtímis í því en jafn- framt auðvelt að breyta út af því með skömmum fyrirvara. -SÁ Átakamikil sjópróf í hjólabátamálinu: Réttindalaus skipsstjórnandi Föstudagurinn þrettándi ágúst reyndist örlagaríkur fyrir aðstand- endur siglinga frá Vík í Mýrdal eft- ir aö vélarbilun kom upp í öðram af tveimur bátum útgerðarinnar, Far- sæli, sem siglir ásamt Fengsæli með ferðamenn. í sjóprófum á Selfossi á fímmtudag, sem er í raun rannsókn- araðili, var enginn dómur kveðinn upp og verður reyndar ekki um slíkt að ræða nema ákæra verði gef- in út. Engin teikn era á lofti um slikt. í prófunum kom fram að annar skipstjórnenda, þ.e. sá sem var á vélarvana bátnum, Farsæli, var réttindalaus og ekki með skip- stjórnarréttindi. Var deilt um hvort heimildir hefðu verið fyrir hendi um siglingar á bátunum með farþega. Fram kom fyrir dóminum af hálfu Harðar Erlingssonar, full- trúa ferðaskrifstofunnar sem sá um ferðina, og Dana úr hópi ferða- mannanna að farþegamir hefðu verið hræddir og afar uggandi um öryggi sitt. Mjög deildar meiningar era um hvort réttilega hafi verið staðið að .málum, t.d. með hliðsjón af við- brögðum gagnvart neyðarástandi þegar vélarbilunin varð. Það var Siglingamálastofnun ís- lands sem lagði fram formlega beiðni um sjópróf til Héraðsdóms Suðurlands. Beiðni ferðaskrifstof- unnar barst hins vegar eftir að málsmeðferðin hófst. -Ótt stuttar fréttir Vildi ekki Guðjón Guðjón Þórðar- son, landshðsþjálf- ari í knattspymu, var orðaður við þjálfarastöðu hjá norska úrvals- deildarliðinu Strömsgodset en íslenskur leikmaður i liðinu vildi ekki fá hann og kom í veg fyrir ráðningu hans. íslenskir leikmenn hjá norska liðinu Vikrng eru hins vegar sagðir ólmir í að fá landsliðs- þjálfarann sinn til liðsins. Bylgjan greindi frá. Bændur fá lyf Kartöflubændur í Rangárvalla- og Ámessýslu fá síðdegis eða í kvöld í hendur lyf gegn kart- öflumyglu sem gert hefur vart við sig í görðum þeirra. RÚV greindi Hannes krefst svara Hannes Hólm- steinn Gissurar- son varpar fram fjóram spurn- ingum til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í ^ Morgunblaðinu | í dag og krefst þess að hún geri I grein fyrir tengslum R-listans við | Jón Ólafsson. Eftirspurn eftir DeCode Framboð á bréfum í DeCode hef- í ur farið minnkandi að undanfómu og hefur það valdið hækkandi í gengi bréfa í fyrirtækinu. Gengi bréfa félagsins nú er á bil- : inu 20-20,5. Viðskiptavefúr Vísis | greindi frá. Stóriðja á Austurland? Textavarpið greindi frá því að : bandarískt fjárfestingarfélag vilji reisa kisilmálmverksmiðju á Aust- fjörðum. Sömuleiðis hefur fyrirtækið áhuga á því að j reisa tvær úrvinnsluverksmiðjur. HBIækkaði Viöskipti á Verðbréfaþingi | námu alls 401 milljón króna í gær p og námu viðskipti með hlutabréf j 106 milljónum. Mest viðskipti með hlutabréf einstakra félaga vora j með bréf Granda fyrir 18 milljónir j króna og FBA fyrir 16 milljónir. j Mest lækkun varð á bréfúm Har- j aldar Böðvarssonar eða 13,5 pró- í sent. Viðskiptavefúr Vísis greindi l frá. Fá ekki veiðileyfi íslensku togaramir, sem eru á ■j veiðum samkvæmt Smugusamn- í ingnum við Norðmenn og Rússa, j era að hætta veiðum þar sem þeir { era að verða búnir með norska 1 hluta kvótans en fá ekki veiðileyfi ; hjá Rússum, þrátt fyrir sámnrng- | inn. Bylgjan greindi frá. Arnar seldur? Vangaveltur r eru komnar upp um að Amai' | Gunnlaugsson, knattspymumað- j ur hjá Leicester í j ensku A-deild- ‘i inni, sé á fórum ; til B-deildar liðs- j ins Birmingham City. Sagt var frá j því á fréitavefnum Teamtalk í gær 5 að Birmingham hefði sýnt áhuga á að fá Amar til liðs við sig. Ófrjóar vegna klamidíu Milli 70 og 80 konur verða ófrjóar hér á landi á hverju ári j vegna kynsjúkdómsins klamdid- íu. Yfir 1400 einstaklingar sýkj- j ast hér á landi árlega af sjúk- j dómnum. Álíka margar konur f og karlar sýkjast og getur fölk borið í sér sjúkdóminn árum j saman án þess aö verða við hann í vart. RÚV greindi frá. -ÞA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.