Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 21. AGUST 1999 Til hamingju með afmælið 22. ágúst 85 ára Þorbjörn Jónsson, Grjótá, Fljótshlíðarhreppi. 80 ára Sveinn Cecil Jónsson, Hornbrekku, Ólafsfirði. 75 ára Páll Jónsson, Seftjörn 2, Selfossi. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Skipagötu 14, ísafirði. 70 ára Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyðarflrði. 60 ára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Vorsabæjarhjáleigu, Gaulverjabæjarhreppi. Guðbjörg og eiginmaður hennar, Ingimar Ottósson bóndi, taka á móti gestum í félagsheimilinu Félagslundi eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Jón Andrésson, Lónabraut 22, Vopnafjarðarhreppi. Lovísa Gunnarsdóttir, Furugrund 2, Kópavogi. Margrét Jónasdóttir, Hverfisgötu 16, Siglufirði. 50 ára Dagný Helgadóttir, Leifsgötu 14, Reykjavík. Ingveldur Gísladóttir, Fellsmúla 2, Reykjavík. Jónas Traustason, Furagrand 18, Kópavogi. Kristinn Guðmundur Garðarsson, Nestúni 17, Rangárvhreppi. Ragnhildur Skjaldardóttir, Álfheimum 72, Reykjavík. Sigurjón Már Pétursson, Skútahrauni 4, Skútustaðahreppi. Össur Sigurður Stefánsson, Hofslundi 2, Garðabæ. 40 ára Anna Arnardóttir, Sunnubraut 16, Akranesi. Bergþór Morthens, Selvogsgötu 19, Hafnarfirði. Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir, Jöklafold 26, Reykjavík. Kristján Pétur Ásmundsson, Ásgarði 6, Reykjavík. Þröstur K. Sveinbjörnsson, Smyrilshólum 4, Reykjavík. _______ ■ ; '' Qfmæli 55 Þórarinn Eldjárn Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Ásvallagötu 12, Reykjavík, er fimmtugur í dag, sunnudaginn 22. ágúst. Þórarinn fagnar einnig á árinu rithöfundarafmæli þar sem aldarfjóröungur er liðinn síðan fyrsta bók hans, Kvæði, kom út. Fyrr á árinu kom út ljóðabókin Ydd til að fagna þessum timamótum og einnig kemur út bókin Sagnabelgur þar sem allar þekktustu smásögur Þórarins eru samankomnar. Starfsferill Þórarinn fæddist í Reykjavík 22.8. 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, stundaði nám í bókmenntafræði og heimspeki við háskólann í Lundi 1969-72, var í námi í íslensku við HÍ 1972-73, í bókmenntafræði við háskólann í Lundi 1973-75 og lauk fil. kand. prófi þaðan 1975. Þórarinn samdi og hafði umsjón með hinum vinsælu útvarpsþáttum, Útvarpi Matthildi, ásamt Davíð Oddssyni og Hrafni Gunnlaugssyni sumrin 1971-74. Komið hafa út eftir Þórarin bækurnar Kvæði, 1.-3. útgáfa, 1974 (4. útg. 1979); Disneyrímur, 1978 (2. útgáfa 1980); Erindi, ljóð, 1979; Ofsögum sagt, smásögur, 1.-2. útg. 1981; Jólasveinaheimilið: vettvangskönnun, 1982; Kyrr kjör, skáldsaga, 1983; Ydd, ljóð, 1984; Margsaga, smásögur, 1985; Ómunatíð, leikrit Nemendaleikhúsið), 1987, og Skuggabox, skáldsaga, 1988, Hin háfleyga moldvarpa, ljóðabók, útg 1991, Ort, ljóðabók, útg. 1991, og Óðfluga, barnaljóð, útg. 1991; Ó fyrir framan, smásögur, 1992; Heimskringla, bamaljóð, 1992; Litarím, barnaljóð, 1992; Ég man; 480 glefsur úr gamalli nútíð, 1994; Brotahöfuð, skáldsaga, 1996; Halastjama, bamaljóð, 1997; Sérðu það sem ég sé, smásögur, 1998. Þá er Þórarinn einnig meðhöfundur í eftirtöldum leikverkum: Ég vil auðga mitt land (Þjóðleikhúsið), 1974; Grettir (Leikfélag Rvíkur), 1981; Skornir skammtar (Leikfélag Rvíkur), 1981. Þórarinn hefur sent frá sér fjölrnargar þýðingar: Sven Wernström: Félagi Jesús, 1978; Sven Wernström: Leikhúsmorðið, 1978; Sven Wernström: Þrælarnir, 1979; Göran Tunström: Jólaóratoría, 1984; Pam Gems: Piaf, söngleikur (Leikfélag Akureyrar), 1986, og Göran Tunström: Síamstvibuamir Sjang og Eng (Leikfélag Rvíkur), 1989, og Þjófurinn, 1990. Þórarinn hefur einnig hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar. Hann hefur setið í stjórn Rithöfundasambandsins frá 1986. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 26.8.1972 Unni Ólafsdóttur, f. 1.5. 1952, veðurfræðingi. Foreldrar Unnar eru Ólafur Pálsson, verkfræðingur í Reykjavík, og kona hans, Anna Sigríður Björnsdóttir tónlistar- kennari. Synir Þórarins og Unnar era Kristján, f. 16.6. 1972, gítarleikari; Ólafur, f. 1.7. 1975, d. 13,11, 1998; Úlfur, tónlistarmaður og verslunarmaður, f. 3.9. 1976; Ari, f. 5.9. 1981, menntaskólanemi; og Halldór, f. 15.5. 1991, grunnskólanemi. Systkini Þórarins eru Ólöf, f. 3.7. 1947, ritstjóri og þýðandi í Reykjavík, gift Stefáni Emi Stefánssyni arkitekt og eiga þau tvo syni; Sigrún, f. 3.5. 1954, myndlistarmaður og rithöfundur í Reykjavík, gift Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og eiga þau þrjú böm; Ingólfur Árni, f. 13.8. 1960, tannlæknir á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Erlingsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. Foreldrar Þórarins: Kristján Eldjárn Þórarinsson, þjóðminjavörður og forseti íslands, og kona hans, Halldóra Kristín Ingólfsdóttir. Ætt Kristján var sonur Þórarins Eldjárns, b. á Tjörn, Kristjánssonar Eldjárn, prests á Tjöm, Þórarinssonar, prófasts í Vatnsfirði, Kristjánssonar, prests á Stærra- Árskógi, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Móðir Þórarins Eldjárns var Petrína Hjörleifsdóttir, prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttorms- sonar, prófasts á Hofi í Vopnafirði, Þorsteinssonar. Móðir Hjörleifs var Oddný Guttormsdóttir, sýslumanns á Skeggjastöðum, Hjörleifssonar. Móðir Petrínu var Guðlaug Björnsdóttir, prests í Kirkjubæ í Tungu, Vigfússonar, og konu hans, Önnu Stefánsdóttur. Móðir Kristjáns á Tjörn var Ingibjörg Helgadóttir, alþingismanns í Vogi, Helgasonar, og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Móðir Kristjáns Eldjárns forseta var Sigrún Sigurhjartardóttir, b. Á Urðum í Svarfaðardal, Jóhannes- sonar. Móðir Sigrúnar var Soffla Jónsdóttir, b. á Litlu-Laugum, Þorgrímssonar. Móðir Jóns var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helgasonar, ættfóður Hraunkotsættarinnar. Móðir Soffiu var Elín Halldórsdóttir, b. í Vallakoti, Jónssonar, og konu hans, Dórotheu Nikulásdóttur Buch, beykis á Húsavík, ættföður Buchsættarinnar. Halldóra er dóttir Ingólfs, framkvæmdastjóra á ísafirði, Árnasonar, verslunarmanns á ísafirði, Árnasonar, b. í Holti í Fróðárhreppi, Elíassonar, b. á Kleif á Árskógsströnd, Friðrikssonar, b. á Hálsi í Svarfaðardal, Magnússonar, b. á Grísá, Tómassonar, bróður Tómasar á Hvassafelli, ættföður Hvassafellsættarinnar, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Ingólfs var Halldóra Ólafsdóttir, b. í Ósi í Bolungarvík, Gissurarsonar og konu hans, Kristínar Pálsdóttur, b. í Ósi, Halldórssonar, b. í Neðri-Arnardal, Pálssonar. Móðir Halldóru var Ólöf, f. á Fossá á Barðaströnd, dóttir Jónasar Guðmundssonar og Petrínu Helgu Einarsdóttur. Andlát Dagbjartur Hannesson bóndi, Gljúfurárholti, Ölfusi, lést á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 19. ágúst. Tapað/fundið Olympus super zoom 800 mynda- vél í svartri myndavélatösku tapað- ist í Reykjavík i lok júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 568-3395. Fundarlaun í boði. Þórarinn Eldjárn. Heimsmeistaramót yngri spilara 1999: Italir sigruðu með yfirburðum idge Heimsmeistaramóti yngri spilara, sem haldið var í Florida dagana 9.-18. ágúst, lauk með stórsigri ítala sem sigruðu Bandaríkjamenn með 261-186 í 96 spila úrslitaleik. ítalir unnu allar lotumar nema eina og sigurinn var því aldrei í hættu. Nýju heimsmeistararnir eru Biondo, Intonti, d¥Avossa, Mallard og Rinaldi var fyrirliði án spila- mennsku. Furio og Stelio DiBello voru einnig í liðinu en spiluðu ekki nægan fjölda spila til þess að vera gjaldgengir til verðlauna. Danir, sem höfðu titil að verja, höfnuðu í þriðja sæti. Við skulum skoða eitt spil frá úr- slitaleiknum. ....... 4 KD1095 N/Allir *»A109842 ♦3 * 7 * 842 *KD53 ♦ . * A109643 ♦ A73 *G76 ♦ AK106 * KG5 Með Intonti og Biondo í n-s og Willenken og Greco í a-v, þá gengu sagnir á þessa leið í opna salnum: Norður Austur Suður Vestur 2 ** pass 2 G pass 3 * pass 4 ** dobl pass pass pass Umsjón Stefán Guðjohnsen Að m. k. 9 spil í hálitum, 5-4 eða 4-5 og 5-10 HP. Dobl GrecoYs var frekar vafa- samt og svo átti hann útspilið að auki. Hann spilaði út laufaás og skipti í spaða. Sagnhafi drap heima og lét hjartasexuna róa. Þegar hún hélt, lagði hann upp, fimm unnir og 990. En það var heldur ekki gott hjá Bandaríkjamönnunum i lokaða salnum. Þar sátu n-s Carmichael og Wooldridge en a-v DYAvossa og Mallardi. Sagnir þróuðust töluvert á annan veg: Norður Austur Suður Vestur 1 * 3 tíglar pass pass 3 * pass 3 G pass 4 ♦ pass 5 ♦ dobl pass pass 6 G dobl pass pass pass Vestur spilaði út hjartakóng og þar með varð þessi vonlausa slemma einn niður. Það var 15 impa sveifla til Ítalíu. Stefán Guðjohnsen Tilkynningar Dómkirkjan og Fríkirkjan. í tilefni menningarnætur: Helgistund Dóm- kirkju og Fríkirkju haldin í Fríkirkj- unni kl. 23.15. Anna S. Helgadóttir, Hörður Bragason o.fl. flytja létta tón- list. Kári Þormar, organisti leikur á orgelið fyrir athöfnina. Prestar sr. Jakob Á. Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Lars Andersson frá Svíþjóð leikur. í tilefni menningarnætur: Þjóðlaga- guðsþjónusta á Hallgrímstorgi kl. 18. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Tónleik- ar í kirkjunni kl. 20. Mótettukór Hall- grímskirkju, Hörður Áskelsson o.fl. Kirkjan opin til kl. 23.30. Á sunnudaginn verða svo orgeltón- leikar í kirkjunni og mun Lars And- ersson einnig spila þá. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há- degi á mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Laugarneskirkja. Morgunbænir á mánudag kl. 6.45. 12 spora hópur mánudag kl. 20. Minjasafnið á Akureyri. Nýjar sýn- ingar. Minjasafnið verður opið sam- kvæmt venju um helgina. Þar hafa verið settar upp nýjar og glæsilegar sýnignar. Annarsvegar sýninguna Gersemar, fornir kirkjugripir og hins vegar sýninguna Eyjafjörður frá önd- verður. Þess má geta að fyrr nefnda sýningin stendur aðeins til áramóta. Sportbílasýning B&L. Um helgina verður haldin sportbílasýning í B&L. Opið verður frá 10-16 laugard. og 12-16 sunnud. Félag eldri borgara, Ásgarði. Dans- leikur í Ásgarði á sunnudagskvöld kl. 20. Caprí Tríó leikur fyrir dansi, allir velkomnir. Brids í Ásgarði á mánu- dag kl. 13. N V A S * G6 *. * DG987542 * D82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.