Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JLlV * < fréttir________________________ Sinnaskipti umhverfisráðherra varðandi Fljótsdalsvirkjun: Verðum að vernda hálendið - sagði Siv Friðleifsdóttir fyrir flokksþing Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttir hefur skipt um skoðun á umhverfismati fyrir Fljótsdalsvirkjun frá því hún varð umhverfisráðherra. í heilsíðuviðtali við Morgunblaðið 19. nóvember 1998, eftir að hún hafði ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns flokksins gegn Finni Ingólfssyni, sagði hún við Morgunblaðið, að- spurð um afstöðu sína til umhverf- ismála, málefna hálendisins, virkj- ana og stóriðju: „Okkur er öllum að verða betur Ijóst hvað hálendið er dýrmætt. Við erum í hópi útvalinna þjóða hvað óspillta náttúru varðar. Ég tel að við verðurm að vernda há- lendið, sem og aðrar náttúruperlur landsins. Ég útiloka þó ekki frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana, en við verðum að fara með gát. Það er von mín að Landsvirkjun taki frum- kvæði í því að láta umhverfisathug- anir sínar fara í sama ferli og lög- formlegt umhverfismat. Landsvirkj- un hefur í dag virkjanaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun en það leyfi var gefið út áður en lög um umhverfis- mat voru samþykkt. Það er mitt sjónarmið að náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi bestu tæki, s.s. umhverfismat, til að dæma um áhrif framkvæmda." Ólafur Magnússon, fyrrv. formað- ur umhverfissamtakanna Sól í Hvalfirði og frambjóðandi á lista Framsóknarflokksins í Reykjanes- Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. kjördæmi í alþingskosningunum í vor, stendur fast á því að Siv Frið- leifsdóttir hafi á kjördæmisþingi í aðdraganda síðasta flokksþings flokksins stutt það markmið um- hverflssinna innan flokksins í kjör- dæminu um að flytja tillögu um um- hverfismat fyrir Fljótsdalsvirkjun á flokksþinginu. Hún hafi jafnframt lýst því sem sérstöku fagnaðarefni að tillaga um það kæmi úr hennar eigin kjördæmi, Reykjaneskjör- dæmi. I samtali við DV í gær sagði Siv, aðspurð um það mál, að hún hefði aldrei skipt um skoðun varðandi Ólafur Magnússon, fv. formaður Sólar í Hvalfirði. umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun frá því á kjördæmisþinginu og síðan flokksþinginu. Ólafur Magnússon hafi ekki verið á kjördæmisþinginu þar sem hann hafi legið veikur með- an á því stóð og því ekki í aðstöðu til að fullyrða um afstöðu hennar. „Siv lýgur“ „Siv er ekki bergnumin af virð- ingu fyrir sannleikanum. Hún lýg- ur,“ sagði Ólafur Magnússon, vara- maður í miðstjórn Framsóknar- flokksins og talsmaður þeirra sam- flokksmanna umhverfisráðherra sem kreíjast umhverfismats á Fljótsdalsvirkjun. Eins og greint var frá í DV í gær neitar umhverfis- ráðherra því að hafa minnst á Fljótsdalsvirkjun á kjördæmisráði Framsóknarflokksins á Reykjanesi síðastliðið haust og hafi að því 250 vitni. „Ég hef hins vegar að því 15 vitni að Siv lofaði stuðningi við að fram kæmi tillaga um umhverfismat á undirbúningsfundi sem haldinn var i Kópavogi fyrir fundinn í kjördæm- isráðinu,“ sagði Ólafur. „Því miður var ég veikur í rúm- inu og komst því ekki á umræddan fund. Ég hafði hins vegar tekið þátt í undirbúningi hans og meðan á honum stóð hringdi ég í Siv og spurði hana hvernig þessari tillögu hefði reitt af. Þá sagði hún mér það að Hjálmar Árnason hefði ekki stutt hana og verið á móti því að tillaga, þar sem Fljótsdalsvirkjun yrði sér- staklega nefnd, færi í gegn. Því hefði hún verið felld út í lokatextan- um sem samþykktur var á kjör- dæmisþinginu," segir Ólafur við DV. Ólafur Magnússon segist ætla að halda áfram baráttunni fyrir lög- formlegu umhverfismati á Fljóts- dalsvirkjun. Hann varð þekktur sem baráttumaður í samtökunum Sól í Hvalfirði en starfar annars í Osta- og smjörsölunni. -SÁ 10 ára drengur lenti í hundi sem hafði glefsað í annað barn á síðasta ári: Krefjast aflífunar hunds sem beit barn Forráðamenn 10 ára drengs í Kópavogi hafa farið fram á það hjá lögreglu að hundur við Hjallaveg verði aflífaður í kjölfar þess að hann beit drenginn í handlegg og glefsaði í buxur hans á miðvikudag. Sauma þurfti fimm spor í handlegg drengsins. Heilbrigðisyfirvöld í Kópavogi eru með málið í vinnslu. Drengurinn, Adam Ósk- arsson, var með föður sín- um i vinnu við Hjallaveg á miðvikudag þegar hann hugðist stytta sér leið yfir skurð í götunni þar sem framkvæmdir standa yfir. Hann fór inn á lóð þar sem hundurinn er skráður og var bundinn. Hundurinn beit hann skyndilega í handlegginn og reyndi svo að bíta hann líka í fótinn en drengnum tókst að víkja sér í burtu. Farið var með Adam á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Málið var kært til lögreglu og verður það síðan sent heil- brigðisyfirvöldum. Sigurborg Daða- dóttir hjá Heil- brigðiseftirliti Kópavogs sagði við DV að um- rædd- gert að setja múl á dýrið; samkvæmt samþykkt um hundahald. Ákvæði hundasam- þykkta eru hins vegar skýr. Hafi hundur bit- ið mann getur tjón- þoli, sem í þessu til- felli eru foreldrar fyrir hönd drengs- ins, krafist þess að hundur verði aflíf- aður telji þeir hann hættulegan. Eigendur hunds- ins hafa þann hund- ur hefði glefs- að í bam á síðasta ári. Þá hefði eigend- um verið Sárið eftir hundskjaftinn er Ijótt að sjá. andmæla- rétt að geta far- ið fram á að fagaðili meti at- ferli dýrsins. Eftir það ákveða heilbrigðis- yfirvöld hvort aflifa jkuli það. Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur það tíðkast hér á höfuðborgar- svæðinu á undanfórn- um misser- um, afdrátt- arlítið, að verði hund- ar vísir að því að bíta fólk eru þeir í lang- flestum til- fellum af- lífaðir fari tjónþolar fram á slikt. -Ótt Sauma þurfti fimm spor í handlegg Adams Óskarssonar eftir að DV-mynd Teitur frVPF’.V LögganíSéð og heyrt Yfirstjórn lögreglunnar mun nú vera að íhuga hvort hún grípur til aðgerða vegna nýútkomins tölublaðs tímarits- (ins Séð og heyrt. Þar er viðtal við þrjá handboltamenn á Akureyri, þá Sverri Bjömsson, Hall- dór Sigfússon og Leó Örn Þorleifsson, sem starfa allir í lögreglunni á Akureyri. Á mynd sem fylgir greininni má sjá þessa þrjá lögreglu- menn handijatla kylfu og handjárn en mjög strangar reglur gilda innan lögreglunn- Íar um meðferð þessara hluta. Á mynd- j inni mundar einn drengjanna kylfuna 'gegn þjálfara sínum meðan hinir tveir handjárna þjálfarann og er sagt að yfir- manni lögreglunnar á Akureyri, Daní- el Guðjónssyni, sé ekki skemmt. Rothögg ÍElstu menn á þingi muna ekki eftir því að nokkur ráðherra hafi byrjað fer- il sinn með sömu ósköpum og Siv Friðleifsdóttir. Eins og frægt er orðið hefur ráðherradómurinn valdið algjör- um sinnaskiptum hjá henni í sambandi við af- stöðuna til umhverfis- : mats fyrir Fljótsdals- virkjun. Ekki verður sagt að stuðnings- mönnmn Finns Ing- ólfssonar hafi leiðst þær hremmingar sem i .umhverfisráðherrann hefur komið sér í. En þeim varð þó ekki um sel þegar Ólafur Magnússon, fyrrum formaður |Sólar í Hvalfirði, gaf ráðherranum það ;sem á boxaramáli nefnist „knock-out“ eftir að Siv hafði haldið því fram að jjhún hefði ekki breytt um skoðun um að sökkva Eyjabökkum enda ekki berg- j numin af þeim. Ólafur upplýsti nefni- llega í sjónvarpi að á kjördæmisþingi í IDigranesi til undirbúnings flokksþingi Framsóknar hefði Siv ekki bara lýst sérstökum stuðningi við umhverflsmat heldur fagnað að tillaga um það kæmi j einmitt úr hennar eigin kjördæmi... Áhugi á Hjörleifi Hinn sólbrúni háskólaprófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson iskfifar opna grein í Morgunblaðið í |gær þar sem hann beinir þeirri fyrir- spurn til Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra hvort Jón Ólafsson hafi greitt í kosningasjóð listans. Hannesi virðist heitt í hamsi og veður úr einu í annaö og spyr m.a. að því hvort Ingibjörg hafi haldið veislur fyrir Jón í Höfða. Það sem kemur mest á óvart er skyndilegur áhugi Hannesar á manni Ingibjargar, Iljiirleifl Sveinbjörnssyni, því Hann- ges hefur áhuga á því að vita hvort Ingi- ! björg og Hjörleifur eiginmaður hennar myndu komast af með 79 þúsund á jmánuði og hvort eiginmaðurinn sé á fullum launum hjá Jóni Ólafssyni en Hjörleifur er yfirþýðandi hjá íslenska .útvarpsfélaginu... Ég málaði hana Erfingjar Nínu Tryggvadóttur heit- linnar héldu sýningu í Reykjavík á j verkum myndlistarkonunnar fyrir um Aratug þar sem margt var um manninn. Myndirnar á sýningunni komu úr dán- arbúi Ninu en hún var mikill vinur annars j listamanns, Valtýs Pét- urssonar, sem var | æinmitt viðstaddur sýn- iinguna. Valtýr gekk ; um og heilsaði fólki eins og honum einum er lagið en nam svo skyndi- lega staðar við olíumálverk í abstrakt- stfl sem merkt var með upphafsstöfum | Nínu og sagði: „Þessi mynd er ekki eft- ir Nínu, ég málaði þessa mynd!“ Flestir Ígestanna störðu á Valtý en síðar kom í ljós að þeir sem héldu sýninguna höfðu Itekið allar myndir sem fundust heima hjá Nínu að henni látinni og merkt þær henni. Ekki er vitað hvar umrædd mynd eftir Nínu og Valtý er í dag... Umsjón: Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is ■wsia———MIM—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.