Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 18
18 Ijðjeygarðshornið LAUGARDAGUR 21. AGUST 1999 Hentistefna í nýjum hæðum Framsóknarflokkurinn er fyrrver- andi bændaflokkur sem lengdi líf- daga sína ótrúlega vegna lánleysis og landlægrar áhrifafælni vinstri manna og óvenju opinskárrar henti- stefnu sem gerð var ódauðleg með Biblíutilvitnun helsta endurreisnar- manns tlokksins, Ólafs Jóhannesson- ar: Ræða þín sé jájá, neinei. Hvað stefnu í orði varðar er Fram- sóknarflokkurinn þannig einatt óljós og opinn - við getum sótt þangaö ailt sem hugurinn gimist, svo lengi sem ráðamenn þar fá að fara sínu fram í sínum ráðum, óbundnir af loðnum loforðum sínum. Það skýrasta sem framsóknarmenn hafa komist i stefnumörkun sinni var á sjöunda áratugnum þegar þeim hömruðu á því að þjóðin yrði að fara „hina leið- ina“. Þannig hefur máiflutningur fram- sóknarmanna í gegnum tíðina verið í skásta falli skemmtilegt bull, enda flokkur sem fyrir löngu hefur glatað öðrum tilverugrundvelli en að vera vettvangur þeirra sem vilja völd vald- anna vegna og peninganna sem þeim fylgja. Fyrir síðustu kosningar náði málflutningurinn svo enn nýjum tindum þegar frambjóðendur flokks- ins fullvissuðu kjósendur ábúðar- miklir um það að þeir væru andvígir eiturlyflum. Sá stjómmálamaður á hins vegar enn eftir að láta að sér kveða sem styður eiturlyfjaneyslu ungs fólks. Hentistefna þarf ekki að vera slæm: sennilega er hún meiri kost- ur á stjórnmálamanni en frámunaleg stefnufesta - að minnsta kosti ef stefnan er röng. Og maður væntir ákveðinnar hentistefiiu frá framsóknarmönn- um, þeim hef- ur næstum því tekist að gera hana að dyggð, þykja praktískir fyrir vikið. En þó að maður búist þannig við þvi að orð séu einatt ódýr sem ber- ast úr þeirri áttinni og „þetta sé nú ekki þannig meint“ yfir- leitt, þá verð- ur það að segjast alveg eins og er að fyrir kemur að mann set- ur hljóðan andspænis vingulshætti framsóknar- manna. Kúvending Sivjar Frið- leifsdóttur í málefnum Eyjabakka er slik að orð eins og hentistefiia eða tækifærismennska ná naumast að tjá það hversu mjög ráðherrann hefúr þar forsmáð málefni til að svala metnaði. Það er sama hvað hún segir, sama hvemig hún snýr sér, sama hvernig hún reynir að klóra sig út úr því: hún er uppvís að því að hafa sagt eitt einn daginn þegar það hentaði henni í valdabröltinu - og annað næsta dag sem hentaði betur á framabrautinni. Hún er uppvís að því að tala tungum tveim og sitt með hvorri. Hún er uppvís aö því að meina ekkert með því sem hún segir - fram- ganga hennar hefúr ekki sýnt að hún hafi aðra sannfæringu í póh- tík en að svala metnaði sínum. Hún þóttist ekki einu sinni hafa áhuga á umhverfismálum þegar hún tók við þeim málaflokki en talaði því meira um að sér bæri ráðherradómurinn sem þing- manni Reykjaness og sem konu. Eða hvemig á maður að túlka þá afhjúpun sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn þriðju- dag? Þar er fyrst vitnað til ummæla Sivjar í Morgunblaðssamtali fyrir tíu mánuðum þegar hún atti kappi við Finn Ingólfsson um varaformennsku í Framsóknarflokknum og leitaði full- tingis umhverfisverndarsinna í flokknum. Þá sagði hún: „Ég tel að við verð- um að vernda hálendið, sem og aðrar náttúruperlur landsins (...) Það er von mín, að Landsvirkjun taki frumkvæði í því að láta umhverfisathuganir sín- ar fara í sama ferli og lögformlegt um- hverflsmat. Landsvirkjun hefur í dag virkjanaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun en það leyfi var gefið út áður en lög um umhverfismat voru samþykkt. Það er mitt almenna sjónarmið að náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi beztu tæki, s.s. umhverfismat, til að dæma um ----------------------- áhrif fram- kvæmda.“ Þetta sagði hún þá. Nú er eins og það sé einhver allt önnur mann- eskja sem fer á Eyjabakka til að kíkja á þá en segist ekki hafa verið neitt „bergnumin" af hrifningu og fer í framhaldi af þvi að tala eins og deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu um að færa verði fómir - sem sé að atvinnutækifærin eigi að njóta vafans. Það er eins og spumingin hafi alltaf verið um persónulegan smekk ráðherrans hveiju sinni, þetta sé svipað og að velta vöngum yfir nýjum skóm: æ nei annars, mér finnst þeir ljótir... Guðmundur Andri Thorsson Það er þjóðamauðsyn að Siv Frið- leifsdóttir fari að kynna sér umhverf- ismál - og það er höfuðnauðsyn fyrir hana sjálfa, ætli hún sér að vera lengi í pólitík. Eitt af því sem hún kynni þá að átta sig á er að umhverfismat snýst ekki um eitthvert huglægt „feg- --------------- urðarmat", Þaö er eins og spurning'in hafi alltaf verið um persónulegan smekk ráöherrans hverju sinni, þetta sé svipaö og aö velta vöngum yfir nýj- um skóm: œ nei annars, mér finnst þeir Ijótir... snýst ekki um það hvað henni „finnst" um eitt eða annað, held- ur snýst það um lífríkið. Það snýst um jafn- ___________________ vægi í náttúr- unni. Það snýst um framtíð landsins. Það snýst um að einhveijir aðrir en verkfræðingar séu fengnir til að meta áhrif stórkost- legra framkvæmda á landið - til dæmis náttúrufræðingar. Á endan- um snýst það því um framtíð þjóðar- innar, lífvænlega byggð, blákalda praktíska hiuti. Sjálf þarf Siv að fara að læra að segja ekki ailtaf jájá við félaga sína í ríkisstjóm. Hún þarf líka að læra að segja neinei. dagur í lífi Sesselja Jónsdóttir segir fró hafnardtígum í Þorlákshtífn: Taugaveiklaður bæjarstjóri Á laugardagsmorgnum borðum við mæðgurnar osta, Ritzkex og vínber í morgunmat og þessi var engin undantekning frá þeirri venju því strax eftir hefðbundið helgarhnoð í rúminu með dætrum mínum og manninum var ráðist á ostana. Þaö var svo upp úr hádegi sem fjölskyldan fór niður á höfn enda mikið um að vera - hafnar- dagar í Þorlákshöfn. Satt að segja leist mér ekkert á rigninguna en það var óþarfi að hafa áhyggjur af veðrinu því um leið og formaður hafnarstjórnar setti hátíðina byrj- aði sólin að skína og gerði það all- an daginn. Það var sannkölluð bryggjustemning á hafnarsvæð- inu; harmonikkuleikur og humar- sala, bryggjuhlaup og dorgveiði og gestum boðið upp á ljúffengan salt- fisk. Viðbragðsfljótur eigin- maður Það að vera bæjarstjóri, mamma tveggja smábarna og eiginkona elskulegs manns fer afar vel sam- an en þegar bæjarstjórinn sinnir embættisverkum á sama tíma og mamman er á fjölskylduskemmt- un með dæturnar er eins gott að eiginmaðurinn sé viðbragðsfljótur. Atgangurinn í skvísunum var slík- ur að ég óttaðist að þær myndu ekki linna látum fyrr en önnur þeirra eða báðar steyptu sér ofan í ker fullt af lifandi sjávar- fískum eða tækju á rás eftir kæj- anum. Það var þvi taugaveiklað- ur bæjarstjóri á harðahlaupum á eftir afkvæmum sínum sem landbúnaðarráðherra og þing- menn Suðurlands hittu fyrir þennan dag. Eitt af embættisverkum mín- um á hafnardögum var að taka fyrstu skóflustunguna að nýju tollvöruhúsi sem senn rís á hafnarbakkanum. Umferð um höfnina er mikil og í stöðugum vexti. Það er því orðið að- kallandi að byggja upp þjónustu í kringum vöruflutningana enda portúgalskt skip í höfn á þriggja vikna fresti . Við skóflustung- una naut ég aðstoðar unga fólks- ins í bænum sem þótti reyndar ekki mikið til koma og spurði einn guttinn hvort ég gæti virki- lega ekki gert þetta sjálf. Lúðra- sveitin lék og allir voru í hátíð- arskapi. Um miðjan dag lagðist varð- skipið Ægir að bryggju og ung- lingahljómsveitin Tikka hélt tónleika sem því miður hvorug dóttirin kunni að meta því önn- ur hélt fyrir eyrun og hin sagði bara „úffúff'. Strákarnir eru samt alvöruhljómsveitargæjar, bæði með rótara og bílstjóra, og margar stelpur dilluðu sér á planinu í takt við músíkina. Klæddu sig úr hverri spjör... Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ölfusi, segir frá atganginum f kringum hafnardag- ana í Þorlákshöfn. Hún segir að sá bæjarstjóri sem landbúnaðarráðherra og þing- menn Suðurlands hittu fyrir þennan dag hafi verið taugaveiklaður og á harðahlaup- um á eftir afkvæmum sínum. Um kvöldið lá leiðin niður í Skötubót, sem er sandfjaran okkar, en þar var kveiktur varðeldur í blíðunni. Yngstu bömin hlupu berfætt í flcéðar- málinu og þau eldri klæddu sig úr hverri spjör og böðuðu sig í sjónum. Fullorðna fólkið var með bros á vör og allir tóku hressilega undir í fjölda- söngnum. Flugeldum var skot- ið á loft og hestamenn komu ríðandi eftir fjörunni. Þetta var rómantískt ágústkvöld sem verður lengi í minnum haft. Það var margt góðra gesta sem heimsótti okkur hjónin þennan dag og þar á meðal foreldrar mínir og tengdafor- eldrar sem búsettir eru á höf- uðborgarsvæðinu. Einhvern veginn er það nú svo að fólk- inu mínu finnst lengra úr bænum austur til Þorláks- hafnar en í bæinn frá Þorláks- höfn og fyrst ég fékk það til að koma austur þótt hvorki væru jólin né merkisafmæli þá er ekki seinna vænna fyrir bæj- arstjórann en að drífa í bygg- ingu elliheimilisins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.