Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JLlV iútlönd stuttar fréttir Harka í dósastríðinu Danir hafa ekkert gefiö eftir í dósastríöinu svokallaða viö Evr- ópusambandið þótt málarekstur 1 standi nú yfir vegna þess. Danir ; banna sölu á öli í dósum og það vilja ráðamenn í Brussel ekki sætta sig við. § Auken gagnrýndur Svend Auken, umhverfisráð- herra Danmerkur, sætir gagn- rýni forráða- manna sveitar- félaga fyrir að ætla að þvinga sveitarfélögin til að safna saman pappír til endurbrúks frá heimilum landsins. Sveitarfélögin segja að núverandi söfnunarmiðstöðvar gangi vel en landsfeðumir segja að heimasöfnun sé tryggasta leið- in til endurvinnslu. Olíufræði í skóla Færeyskur skóli ætlar að bjóða nemendum sínum valnámskeið í olíufræðum í haust og hafa átta nemendur skráð sig, að sögn fær- eyska blaðsins Sosialurin. Miklar vonir eru bundnar við að olía finnist á færeyska landgrunninu. Læknanemar kvarta Sjötíu prósent af 135 lækna- nemum í Óðinsvéum féllu á prófi sem þeir gengust undir fyrir sumarleyfi. í kvörtunarbréfí segja læknanemamir að fjöldi spurninga hafi verið úr efni sem þeir áttu ekki að lesa. Syntu til flotastöðvar Tveir kjarnorkuandstæöingar voru handteknir í fyrrinótt eftir að þeir syntu inn í breska flota- stöð í Skotlandi til að mála víg- orð á Trident kjarnorkukafbát. Fellibylur Óveðurssvæði sem var á ferð norður eftir Mexíkóflóa stöðvaðist í gær og óttuðust veðurfræðingar á Miami að úr yrði öflugur fellibylur. Vill skjóta lausn Augusto Pinochet, fyrmm ein- ræðisherra í Chile, hefur falið mönnum sín- I ^ ' ><*^» ’—■ stofufangelsi á Englandi, vill komast heim. Kona flóttamanns upp Saksóknari i Ohioríki í • bandaríkjunum hefur fyrirskipað að lík eiginkonu læknisins Sam i Sheppards verði grafið upp og j rannsakað. Sakfélling Sheppards 1 varð tilefni sjónvarpsþátta og | kvikmyndar. Hann var sýknaður eftir dauöa sinn. Stærsti banki heims Þrír japanskir bankar mynduðu í gær bandalag en með því verður samsteypa þeirra stærsti banki í heimi. Eignir bankanna þriggja, fndustrial Bank of Japan, Fuji Bank og Dai-tchi Kangyo Bank, verða alls 1,3 trilljóna dollara virði. Næst- stærsti banki heims verður eftir samrunann þýski bankinn Deutsche Bank sá þriðji stærsti UBS í Sviss. Japanska bankakerfið hefur verið í nokkrum vandræðum síðustu árin en hafði tögl og hagldir í útlánum fyrir 10 ámm þegar bankinn stóð að baki meira en þriðjungi allra stórra útlána í heiminum. Síðustu fimm árin hafa verið sérstaklega erflð og hefur efnahagslægðin í Japan haft þar mikil áhrif. Japönsk dagblöð bentu á að stárfsmönnum í bönkum Japans hefði fjölgað óeðlilega mikið á undanfömum árum en nýja banka- samsteypan ætlar að fækka bönkum um 6.000 og útibúum um 150. Mannskæðasti jarðskjálfti í Tyrklandi á öldinni: Fórnarlömbin lögð í fjöldagrafir Nú er óttast að allt að 40.000 hafi látist í jaröskjálftanum sem reið yfir Tyrkland í vikunni. Þá eru að minnsta kosti 45.000 slasaðir, margir alvarlega. Ef rétt reynist þá er þetta mannskæðasti jarðskjálftinn á svæð- inu á þessari öld. Björgunarmenn, meðal annars frá íslandi, hafa streymt til Tyrklands til að aðstoða við björgunarstarf. Aðstæður til björgunarstarfa eru erfiðar, bæði vegna mikilla hita og þess að mikO hætta er talin á að ýmsir sjúkdómar geti gosið upp. Björgunarmenn starfa með grímur þvi fregnir hafa borist af því að kólera hafi komið upp á sum- um svæðum suðaustur af ístanbúl. Vonir manna um að fmna fólk á lífi minnka stöðugt en björgunarsérfræð- ingar segja, í ljósi reynslunnar, að möguleiki sé að flnna fólk á lífi þang- að tfl á mánudag eða þriðjudag. Hins vegar setja miklir hitar strik í reikn- inginn og fólk getur látist úr hita eða vatnsskorti. Nú þegar hafa um 2.000 erlendir björgunarmenn með 150 hunda og ýmsan sérhæfðan búnað komið tO landsins auk þess sem um 940 mOljarða króna fjárhagsaðstoð hefur þegar borist. Talið er að um tvær miOjónir Tyrkja hafi sofið á götum úti í nótt vegna þess að sérfræðingar í Tyrk- landi og víðar hafa spáð því að von gæti verið á öðrum skjálfta innan skamms. Fólk tekur enga áhættu á að grafast í húsarústum og er afar hrætt við eftirskjáifta. Sérfræðingar hafa í dag og í gær reynt að róa fólk og segja að hættan sé að líða hjá. MikO reiði ríkir meðal fólks sem beinist að stjómvöldum vegna slæ- legra viðbragða við jarðskjálftanum. FóOt telur að mun meiri ráðstafanir hefði átt að gera tO að hús hryndu síður ef til skjálfta kæmi. TO að minnka hættu á sjúkdóm- um vinnur fjöldi manna að því að grafa fjöldagrafir. í borginni Adapaz- ari, sem varð einna verst úti, vom 936 manns lagðir i fjöldagröf í gær. Myndir vom teknar af hinum látnu tO að síðar væri hægt að bera kennsl á þá. Reuter o.fl. Tyrkneskur maður reynir að lyfta steypubrotum og ná líki ungrar stúllku úr rústum í bænum Korfez, um 100 km frá Istanbul. Símamynd Reuter Dómur í Thule-málinu féll í gær: Skaðabætur til Grænlendinga Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, lýsti yfir ánægju sinni í gær með að danska ríkið skyldi vera dæmt tO að greiða skaðabætur vegna nauðung- arflutninga íbúa Thule árið 1953. Fólkið var flutt burt frá heimkynn- um sínum þegar ákveðið var að gera þar flugstöð fyrir bandaríska herinn. „Ég er mjög ánægður, þetta era virkOega góðar fréttir," sagði Motz- feldt þegar hann heyrði niðurstööur Eystri-Landsréttar í Kaupmanna- höfn í gær. Thulefólkið fékk sameiginlegar bætur upp á um fimm miOjónir ís- lenskra króna fyrir glötuð veiðirétt- indi á flugvaOarstæðinu. Þá vora hverjum og einum hinna 598 fyrram íbúa í Thule, sem höföuðu mál á hendur danska forsætisráðuneyt- inu, dæmdar bætur. Þeir sem vora á aldrinum fjögurra tO átján ára þegar þeir voru reknir af heimOum sínum fengu sem svarar 150 þúsund ísl. krónum en þeir sem voru eldri en átján ára fengu 250 þús. Lögmaður Thule-búanna sagðist reikna með að málinu yrði áfrýjað til hæstaréttar tO að reyna að knýja fram hærri skaðabætur. Lögmaður danska ríkisins hafði í gær ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum yrði áfrýjað. Þá vissi hann heldur ekki hvenær hann myndi ræða niðurstöðuna við Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 10991,38 llblHJ 11000. .. 10500 10000 9000 Dow Jonos A M J 400 300 200 ■ 100 | 0 I $/t A «0.5 London fi/Wi OUw 5500 5000 4000 / 6118,0 FT-SE 100 V M J 3j 2000 1500 **fcj*^**> 1000 1360 500 0 Vt a M J J Frankfurt 6000 4000 <mi» 2000 DAX-40 A M J J 18093,97 170 HH 160 150 140 130 NWl<H A M J J Bensín 95 okt. M Bensín 98 okt. 200 2 180 170 /K 160 150 140 11" 1.0 $/t A M Hong Kong 20000 | 15000 : 10000 5000 Hang Seng A M J J Hráolía 25 20 S <* 15 S 10 ' : 5 0 */ » tunnaA 2145 J Bush hefur ekki notað dóp síðustu 25 árin George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, segist ekki hafa neytt ólöglegra fikniefiia siðustu tutt- ugu og fimm árin. Hann neitar hins vegar að segja hvað hann hafi gert fyrir þann tíma. „Ég er búinn að segja allt sem ég ætla að segja um for- tíðina,“ sagði hann við bandaríska blaöið Dallas Morning News í gær. Spumingar um meinta flkni- efnaneyslu Bush hafa hundelt hann á kosningaferðalögum hans um Bandarikin. Bush þyk- ir sigurstranglegastur í kapp- hlaupinu um forsetatilnefhingu repúblikanaflokksins. Ofan- greint svar hans er hið afdráttar- lausasta til þessa. „Mér varð á í messunni fyrir meira en tuttugu árum og ég hef lært af þeim mistökum," sagði Bush. Þar vísaði hann til drykkjuskapar og partístands á yngri áram. Dularfullur dauðdagi Breska lögreglan rannsakar nú dauða manns í flughernum fyrir tæpum fimmtiu árum. Því er haldið fram að maðurinn hafl látist í tilraunum stjómvalda meö eiturgasið sarín, hið sama og varö ellefu manns að bana í árás í jarðlestakerfi Tokyo árið | 1995. Fullyrt er að hinn látni, Ron- ald Maddison, og aðrir hermenn hafi verið blekktir til að taka þátt í tilrauninni á árinu 1953. 1 Þeir munu hafa talið að tilraun- in miðaði að þvi að finna lækn- 1 ingu við kvefi. Maður að nafni Gordon Bell r: fullyrðir þetta og segist sjálfur hafa tekið þátt í svipuðum til- raunum án þess að vita út á hvað þær gengu í raun. Ef full- yrðingar Bells reynast réttar gæti breska varnarmálaráðu- neytið átt ákæra yfir höfði sér. 1 Viíl Sameinuð Afríkuríki Gaddafi Libíuforseti hefur hvatt til stofnunar Sameinuðu þjóða Afríku og stofnun eins gjaldmiðils fyrir alla álfuna. I viðtali við franska blaðið Le Figaro sagði f hann að tími | væri kominn fyrir þjóðir Afríku að | henda riffiun- um og vinna að friði og velsæld. | leggja yrði vegi j svo tengja mætti rikin norðan í Sahara-eyðimerkurinnar við þau sem era sunnan hennar. Hann sagði að og jámbrautir Bankamönnum sagt upp Tveimur háttsettum starfs- | mönnum The Bank of New York j hefur verið sagt upp störfum í tengslum við rannsókn á pen- j ingaþvætti rússnesku mafiunn- 1 ar. Starfsmennimir verða frá störfum meðan bandaríska al- ríkislögreglan rannsakar pen- ; ingaþvætti mafiunnar á millj- örðum Bandaríkjadala sem fram hefur farið um reikninga í | nefndum banka. Rannsóknin hófst eftir ábendingu frá bresk- : um stjómvöldum en annar mannanna er talinn hafa unnið í útibúi bankans í London. Haft er eftir lögregluyfirvöldum | vestra að þetta sé stærsta mál tengt peningaþvætti sem rann- sakað hafi verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.