Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 '*0ikhús Leikstjórinn, Viðar Eggertsson, Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Nýtt leikár að hefjast: Frankie og Johnny í Iðnó - gamanleikur um samskipti karls og kcnu sem gefið hafa upp vonina Senn líður að hausti og leikhúsin því að hefja æfingar á fyrstu verk- um leikársins. í Iðnó eru hafnar æf- ingar á Frankie og Johnny, súrsæt- um gamanleik eftir Terence McNally en verk hans hafa verið sýnd um allan heim. Meðal þeirra er Master Class sem sýnt var hér fyrir nokkrum árum. Frankie og Johnny kannast marg- ir við því verkið hefur verið fest á filmu með þeim A1 Pacino og Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki. Verkið fjallar um einmana sálir, karl og konu, sem hafa látið reka á reiðanum í Iífinu og hittast þegar konan fær sér vinnu á grillhúsi þar sem hann stendur við steikarpönn- una. Það verður varla sagt að þar kvikni gagnkvæm ást við fyrstu sýn en smám saman fléttast örlög þeirra saman á óvæntan og gamansaman hátt, þrátt fyrir varnir, uppgjöf og vonleysi í lífinu. Leikurinn hefst á því að þau Frankie og Johnny eru saman í rúminu í fyrsta sinn eftir að hafa unnið saman í nokkrar vikur. Frankie bíður þess að Johnny komi sér í spjarirnar og hypji sig svo hún geti snúið sér að sínu helsta áhuga- máli: horfa á sjónvarp og borða ís. En Johnny er meira en lítið málgef- inn maður og hefur aðrar hugmynd- ir. Hann er þess fullviss að hann elski Frankie sem henni finnst fá- ránleg hugmynd. Hún hefur mætt meiri vonbrigðum en gleði í sam- skiptum sinum við karlmenn og hjónabandssaga Johnnys er ekkert sérlega gæfuleg. Frankie og Johnny er í leikstjórn Viðars Eggertssonar, þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson en í hlut- verkum Frankie og Johnnys eru Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Jórunn Ragnarsdóttir hannar leikmynd og búninga en lýs- ing er í höndum Kjartans Þórisson- ar. Frumsýning verður í Iðnó 24. september. -sús Halldóra og Kjartan eru í hlutverkum Frankie og Johnnys. Frankie og Johnny eru tvær einmana sálir sem hafa látið reka á reiðanum. . 7vnt NOTTIN I NOTT hefst kl. 15:45 MENNINGARNÓTL/ 4 midtro ] Dagskrá liggur frammi hjá '' Upplýsingaþjónustu Ráóhúss, Upplýsingamióstöó feróamáta i Bankastræti, á bensinstöóvum Esso á Reykjavíkursvæðinu, á áfanga- stöóum Flugfélags ístands og í fjötda verstana og stofnana. J www.reykjavik.is/menningarnott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.