Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 '*0ikhús Leikstjórinn, Viðar Eggertsson, Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Nýtt leikár að hefjast: Frankie og Johnny í Iðnó - gamanleikur um samskipti karls og kcnu sem gefið hafa upp vonina Senn líður að hausti og leikhúsin því að hefja æfingar á fyrstu verk- um leikársins. í Iðnó eru hafnar æf- ingar á Frankie og Johnny, súrsæt- um gamanleik eftir Terence McNally en verk hans hafa verið sýnd um allan heim. Meðal þeirra er Master Class sem sýnt var hér fyrir nokkrum árum. Frankie og Johnny kannast marg- ir við því verkið hefur verið fest á filmu með þeim A1 Pacino og Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki. Verkið fjallar um einmana sálir, karl og konu, sem hafa látið reka á reiðanum í Iífinu og hittast þegar konan fær sér vinnu á grillhúsi þar sem hann stendur við steikarpönn- una. Það verður varla sagt að þar kvikni gagnkvæm ást við fyrstu sýn en smám saman fléttast örlög þeirra saman á óvæntan og gamansaman hátt, þrátt fyrir varnir, uppgjöf og vonleysi í lífinu. Leikurinn hefst á því að þau Frankie og Johnny eru saman í rúminu í fyrsta sinn eftir að hafa unnið saman í nokkrar vikur. Frankie bíður þess að Johnny komi sér í spjarirnar og hypji sig svo hún geti snúið sér að sínu helsta áhuga- máli: horfa á sjónvarp og borða ís. En Johnny er meira en lítið málgef- inn maður og hefur aðrar hugmynd- ir. Hann er þess fullviss að hann elski Frankie sem henni finnst fá- ránleg hugmynd. Hún hefur mætt meiri vonbrigðum en gleði í sam- skiptum sinum við karlmenn og hjónabandssaga Johnnys er ekkert sérlega gæfuleg. Frankie og Johnny er í leikstjórn Viðars Eggertssonar, þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson en í hlut- verkum Frankie og Johnnys eru Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Jórunn Ragnarsdóttir hannar leikmynd og búninga en lýs- ing er í höndum Kjartans Þórisson- ar. Frumsýning verður í Iðnó 24. september. -sús Halldóra og Kjartan eru í hlutverkum Frankie og Johnnys. Frankie og Johnny eru tvær einmana sálir sem hafa látið reka á reiðanum. . 7vnt NOTTIN I NOTT hefst kl. 15:45 MENNINGARNÓTL/ 4 midtro ] Dagskrá liggur frammi hjá '' Upplýsingaþjónustu Ráóhúss, Upplýsingamióstöó feróamáta i Bankastræti, á bensinstöóvum Esso á Reykjavíkursvæðinu, á áfanga- stöóum Flugfélags ístands og í fjötda verstana og stofnana. J www.reykjavik.is/menningarnott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.