Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 21
21 jQ^J^ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 kínversk speki Ein áramótin, meira en fimm öldum áöur en Kristur fœddist, bauö Búdda öllum dýrunum í sköpunarverkinu aö koma til sín og skyldu þau hljóta umbun í samrœmi við vald hans, kœrleika og göfugmennsku. En þar sem dýrin voru upp- tekin af líðandi stundu hunsuðu flest þeirra hinn himneska meistara. Aðeins tólfdýr tóku boði hans. Það voru rottan, uxinn, tígrisdýrið, kanín- an, drekinn, snákurinn, hesturinn, geitin, apinn, haninn, hundurinn og villisvínið. Til að sýna þakklœti sitt bauð Búdda hverju dýri heilt ár sem yrði tileinkað því einu. Þetta ár skyldi bera heiti dýrsins, tákn þess og andlegt at- gervi og marka persónuleika þeirra sem fœddust það árið og þannig skyldi tólfára hringrás dýr- anna verða um alla eilífð. Þannig urðu til hin tólf kínversku stjörnu- merki og eins gott að ekki mœttu fleiri dýr. Ef öll dýr jarðarinnar hefðu mœtt hefði stjörnuspekin orðið mun flóknari en hún er. Á þessari öld hef- ur mannkynið farið rúmlega átta hringi í kín- versku stjörnuspekinni og hófst öldin á ári rott- unnar, 31. janúar árið 1900. Hesturinn 25.01.1906-12.02.1907 11.02.1918-31.01.1919 30.01.1930-16.02.1931 15.02.1942-04.02.1943 03.02.1954-23.01.1955 21.01.1966-08.02.1967 07.02.1978-27.01.1979 27.01.1990-14.02.1991 Geitin 13.02.1907-01.02.1908 01.02.1919-19.02.1920 17.02.1931-05.02.1932 05.02.1943-24.01.1944 24.01.1955-11.02.1956 09.02.1967-28.01.1968 28.01.1979-15.02.1980 15.02.1991-03.02.1992 Apinn 02.02.1908-21.01.1909 20.02.1920-07.02.1921 06.02.1932-25.01.1933 25.01.1944-12.02.1945 12.02-1956-30.01.1957 29.01-1968-16.02.1969 16.02.1980-04.02.1981 04.02.1992-22.01.1993 Haninn 22.01.1909-09.02.1910 08.02.1921-27.01.1922 26.01.1933-13.02.1934 13.02.1945-01.02.1946 31.01.1957-15.02.1958 17.02.1969-05.02.1970 05.02.1981-24.01.1982 23.01.1993-09.02.1994 Hundurinn 10.02.1910-29.01.1911 28.01.1922-15.02.1923 14.02.1934-03.02.1935 02.02.1946-21.01.1947 16.02.1958-07.02.1959 06.02.1970-26.01.1971 25.01.1982-12.02.1983 10.02.1994-30.01.1995 Villisvínið 30.01.1911-17.02.1912 16.02.1923-04.02.1924 04.02.1935-23.01.1936 22.01.1947-09.02.1948 08.02.1959-27.01.1960 27.01.1971-14.02.1972 13.02.1983-01.02.1984 31.01.1995-18.02.1996 ndur. Ákafi hestsins Helstu kostir: Trygglyndur, ákafur, áræðinn. Helstu gallar: Óstöðugur, skapbráður, óþolinmóður og þrasgjarn. Vinna: Metnaðargjam og þol- ir ekki að tapa. Draumahlutverk: Buffalo BilL Versta hlutverk: Bókhaldari. Peningar: Kærulaus og eyðslusamur, en gjafmildur og laus við sjálfselsku. En raunsæi hans sér til þess að hann er ailtaf með báða fætur á jörðinni. Gæfa: Að fæðast að vetri til. Það hjálpar honum að halda hausnum svölum. Getur ekki lifað án: Stuðn- ings, hvatningar, lofs; viil helst láta klappa fyrir sér. Dáir: Svaðilfarir, tilbreyting- ar, mótsagnir. Uppáhaldsstaðir: Allt annað en heima hjá sér. Vill fremur vera heima hjá öðrum. Þolir ekki að láta tjóðra sig. Þolir ekki: Þögn, samskipta- tregðu. Áhugamál: Þar sem hann er óttalaus og kraftmikill sækir hann i íþróttir og alit sem býður upp á keppni og þar sem hann kann að meta heiðarlega keppni tekur hann tapi af reisn. Litir: Eldurinn. Plöntur: Pálmatré og appel- sínutré. Blóm: Þymirunnar, bóndarós og skjaldflétta. Heppileg störf: íþróttahetja, kúreki, verkalýðsleiðtogi, vöm- flutningabílstjóri, málari, skáld, landkönnuður og allt sem hefur með samskipti við aðra að gera, t.d. fyrirlesari, stjórnmálamað- ur, hárgreiðslumeistari eða krá- areigandi. Kyrrláta geitin Helstu kostir: Kyrrlát og sveigjanleg. Hún er blíðlynd og það er auðvelt að umgangast hana. Helstu gallar: AUt sem byij- ar á neikvæðum forskeytum; óá- byrg, óáreiðanleg, ófúilnægð, óöguð, óyfirveguð. Vinna: Ömurleg tiihugsun! Geitin elskar listir, en finnur að- eins sanna gleði í að vinna ekki. Draumahlutverk: Gestur. Hún hleypir trukki í allar veislur. Versta hlutverk: Deildar- stjóri eða verðbréfamiðlari. Peningar: Vildi helst geta komist af án þeirra. Gæfa: Að fæðast á rigningar- degi - þá verða örlög hennar kyrrlátari og hún hamingjusam- ari. Getur ekki lifað án: Fegurðar. Dáir: Kyrrð. Þolir ekki: Að þurfa að velja og vera látin axla ábyrgð sem hún sækist ekki eftir. Áhugamál: Heimsækja lista- söfn, ráfa um úti í náttúrunni og fara í eftirlit hjá heimilislæknin- um. Geitin er mjög upptekin af heilsufari sínu. Uppáhaldsstaðir: Garðar með gosbrunnum og marmara- styttum. Litur: Himinblár. Plöntiu-: Anísjurt og malurt. Blóm: Geitatoppur. Heppileg störf: Leikari, myndlistarmaður, tónlistarmað- ur, landslagsarkitekt, gleðikona, fylgdarsveinn, dansari og flæk- ingur. svín Raunsæi apinn Helstu kostir: Greind, raun- sæi og eldfljótur að hugsa. Helstu gallar: Dálitlir mikil- mennsku-komplexar og hefur oft lítið álit á öðrum. Vinna: Metnaðargjam og hef- ur hæfni til flestra hluta. Allar dyr standa honum opnar. Draumahlutverk: Yfirstétt- arþjófur. Versta hlutverk: Ekkert, vegna þess að hann getur orðið bestur í öllu sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur. Peningar: Stundum ríkur, vegna heppni eða kænsku - en er of mikil eyðslukló til að halda i peninga. Gæfa: Apinn er það dýr sem á auðveldast með að aðlaga sig líf- inu á jörðinni og ef hann fæðist að sumri til er gæfa hans bara enn meiri. Getur ekki lifað án: Þess að hafa aðra undir sinni vemd, vegna þess að í honum blundar dálítill riddari. Þolir ekki: Að vera útilokað- ur eða hunsaður. Skeytingar- leysi annarra grefur undan sjálfsöryggi hans. Áhugamál: Hann er félags- lyndur og unir sér best í kokk- teilboðum, veislum með finu eða frægu fólki og gerir allt til að láta dást að sér. Uppáhaldsstaðir: Alls staðar þar sem er stuð og þar sem honum leiðist ekki. Litur: Fjólublár. Plöntur: Sandelviður og sedmsviður. Blóm: Yfliberjarunni. Heppileg störf: Stjómmála- maður, diplómat, sendiherra, rit- höfundur, ræðuskörungur, sölu- maður, leikari - og þjófur. Opinskái haninn Helstu kostir: Heiðarlegur, opinskár, hugaður, með þjón- ustulund. Helstu gallar: Hégómlegur og of upptekinn af útliti sínu. Vinna: Gefúr sig fullkomlega í það sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er sagt að hann gæti fundið tijámaðk í eyði- mörkinni. Draumahlutverk: Stríðs- hetja eða teiknimyndapersóna. Versta hlutverk: Njósnari. Peningar: Alger eyðslukló; hann stenst ekki freistingar. Tékkareikningurinn hans er ör- ugglega oft í mínus. Gæfa: Hefur ekki mikið af henni. Hann eyðir mestum hluta ævinnar í að krafsa í jörðina til að leita að mat. En ef hann fæð- ist að vori til verður hann ekki eins mikifl raupari. Getur ekki lifað án: Þess að tæla aðra. Aðdáun annarra er honum fikn, jafnvel þótt hann viðurkenni það ekki. Dáir: Að taka sér stundum frí langt í burtu frá heimsins glaumi. Þolir ekki: Tilraunir annarra til að hnýsast í hans hagi. Áhugamál: Veislur og mann- fagnaðir eða lesa góða bók. Uppáhaldsstaðir: Hann vill eiga eitthvert hom út af fyrir sig, sem hann innréttar sjálfur, og aðrir geta aðeins heimsótt ef þeim er boðið; eins konar leynigarður. Litur: Gulur. Plöntur: Appelsínutré og pálmatré. Blóm: Sólblóm og þymijurtir. Heppileg störf: Hvað sem er í viðskiptalifinu, allt frá sölu- manni til verðbréfamiðlara, her- foringi, veitingahúsaeigandi, hárgreiðslumeistari, við al- mannatengsl, bóndi, kennari - og þorpshaninn. Kostir og gallar, einkenni og möguleikar dýrahringsins í kínversku stjörnuspekinni Heiðarlegi hundurinn Helstu kostir: Trygglyndur og laus við sjálfselsku. Helstu gallar: Órólegur, svartsýnn og efast um allt; líf hans getur verið táradalur. Vinna: Mjög viljugur og heið- arlegur, vinsæll bæði meðal yfir- og undirmanna, góður sfjóm- andi og ber sameiginlega hags- muni flöldans fyrir bijósti. Draumahlutverk: Spámaður hörmunga. Versta hlutverk: Leikari. Peningar: Hann vinnur fyrir þeim, vegna þess að fjölskyldan þarfnast þeirra. Sjálfur lítur hann á þá sem ómerkilegan pappír. Honum hefði liðið betur á tímum sjálfsþurftarbúskapar. Gæfa: Að fæðast að degi til. Hundur sem fæðist að nóttu til er afltaf á verði. Getur ekki lifað án: Bliðu. Dáir: Allt yfirskilvitlegt, leyndardómsfullt, sérviskulegt, dulsálarfræði, dul- hvað sem er! Þolir ekki: Rök sem hann er ekki tilbúinn að samþykkja. Áhugamál: Kvikmyndir, einkum hroflvekjur. Einnig ró- leg kvöld fyrir framan arininn, langt frá heimsins glaumi. Litir: Svartur, dimmblár; litir næturinnar. Plöntur: Vatnaliljur. Blóm: Blóm appelsínuöjáa. Heppileg störf: Fram- kvæmdastjóri eða verkalýðsleið- togi, prestur, trúboði, kennari þroskaheftra bama, hjúkrunar- fræðingur, dómai'i, lögfræðing- ur, læknir, vísindamaður og gagnrýnandi. | -’ C ■ ■•.V ® JWÍé Umburðariynda villisvínið Helstu kostir: Heiðarlegt, staðfast og umbuburðarlynt. Helstu gallar: Óviðjafnan- lega sjálfmiðað þrátt fyrir að vera rausnarlegt. Ber fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti. Vinna: Úthaldsgott og stað- fast, en skortir keppnisanda. Draumahlutverk: Yfirstétt- ar-bóndi. Versta hlutverk: Flokksleið- togi í stjómarandstöðu. Peningar: Hefur gaman af þeim en eyðir þeim um leið og það fær útborgað. Samt tekst því alltaf að lifa ágætislífi. Gæfa: Hefur nóg af henni, en nýtur hennar best ef það er ekki fætt á gamlárskvöld, því þá á það á hættu að vera étið. Dáir: Fegurð, frelsi, ferskt loft og gróður. Þolir ekki: Hræsni, þá sem reyna að klifra upp metorðastig- ann, óvild, lygar og óréttlæti. Getur ekki lifað án: Líkam- legrar ástar. Áhugamál: Finnst best að ráfa um á ströndinni eða í skóg- inum með ljóðabók, hlusta á tón- list náttúrunnar og fylgjast með dýrunum. Uppáhaldsstaðir: Hús úti í sveit með {jallasýn eða útsýni yftr hafið, með þeim sem það elskar. Litir: Blár og fólgrænn. Plöntur: Akasíutré og hesli- viður. Blóm: Lofnarblóm. Heppileg störf: Læknir, málamiðlari, dómari, skrifta- prestur, skáld, málari, velgjörða- maður - og mifljónari. Hestar Einar Már Guðmundsson, Ingibjörg Sólrún, Vigdís Finnbogadóttir. Geitur Ólafur Ragnar Grímsson, Guðmundur Árni Stefáns- son, Einar Kárason. Apar Hildur Helga Sigurðardóttir, Árni Johnsen, Ásdís Halla Bragadóttlr. Hanar Linda Pétursdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Megas. Hundar Páll Óskar, Dóra Takefusa, Sindri Freysson. Villlsvín Davíð Oddsson, Þórarinn TVrfingsson, Ingóifur Guðbrandsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.