Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 32
4 40 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JLj"V imm Ingólfur Geir Gissurarson: Stefnir að þátttöku í hálfu maraþoni Ingólfur Geir Gissurarson hefur um árabil verið einn besti hlaupari íslendinga á lengri vegalengdum. Hann hefur síðastliðin 6 ár hlaupið 42 km í Reykjavíkur maraþoni en í ár ætlar hann að hlaupa 21 km (hálft maraþon). „Ég er ekkert að gefa eftir í hlaupunum en ég er bú- Nýverið var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur Reykjavíkur mara- þons og Contact línuskauta en nú verður í fyrsta sinn keppt í 10 km línu- skautahlaupi í Reykjavíkur maraþoni. Ágúst Þorsteinsson framkvæmda- stjóri undirritaði samninginn af hálfu Reykjavíkur maraþons og Magnús Jónasson fyrir hönd Contact línuskauta. inn að taka þátt í tveimur erfiðum maraþonhlaupum frá því í apríl. Það fyrra var Lund- úna-maraþon þar sem ég náði mín- um besta persónu- lega tíma þrátt fyrir að hafa meiðst í því hlaupi,“ segir Ingólfur. þar á 2.39 klst. „Síðan var ég með í Mývatns-mara- þoni þar sem voru saman komnir margir af bestu hlaupurum lands- ins. Þar háði ég harða baráttu við Lárus Thorlacius og Sigurð Pétur Sigmundsson um sigurinn. Ég hljóp þar á tímanum 2.43 klst. Þó að ég hafi verið í fríi í Frakk- landi þá reyndi ég að gefa ekkert eft- ir í hlaupunum. Ég æfði 5 sinnum í viku en það gat verið erfitt í þeim miklu hitum sem voru þar þessa daga. Hitinn var yfirleitt um og yfir 35" C og það tekur á að hlaupa við þannig aðstæður. Annars gerði ég mikið af því að þramma á söfn í París og í því felst ágætis æf- ing. Ég varð saipt að passa mig vel á því hvað ég borð- aði þar því að Frakkar eru frægir fyrir matargerð og freistingamar eru þar alls staðar.“ Ingólf stefnir aö því að taka þátt í 21 km hlaupi í Reykjavíkur maraþoni. Hann á best tímann 1.14 á þeirri vega- lengd sem hann setti fyr- ir tveimur árum. „Ég hef aldrei hlaupið áður 21 km í Reykjavíkur maraþoni og því verður gaman að takast á við þá vegalengd i ár. Það verður ágæt til- breyting að hlaupa nú aðeins einn hring í staðinn fyrir tvo. Gallinn við Reykjavíkur maraþon er að þurfa hlaupa tvisvar sinnum sama hring- inn. Það er sálfræðilega erfitt að fara nákvæmlega sömu leiðina tvsi- var sinnum,“ segir Ingólfur. -ÍS Ingólfur Geir Gissurarson ætlar að hlaupa 21 km í Reykjavfkur mara- þoni og verður örugglega með í bar- áttunni um sigurinn á þeirri vega- lengd. Mikil aukning á notkun orkugels Mikil aukning hefur orðið á notk- un á orkugeli hérlendis á þessu ári. Orkugel er kolvetnablanda í gel- formi og er sagt sérstaklega hentugt fyrir langhlaupara, hjólreiðafólk, í fjallgöngu eða lengri göngutúrum, í skotveiði, boltaíþróttum og mörgum fleiri íþróttum og fyrir hjálparsveit- ir. Til að viðhalda orku eða koma í veg fyrir að orkubirgðir líkamans klárist er orkugel tekið reglulega á meðan á átökum stendur, allt frá þvi að maraþonhlaupari fær sér orkugel á um 30 mínútna fresti og niður í 1-2 gel á lengri tíma fyrir göngumann. Gelpakkinn er opnaður og innihaldið kreist upp í munninn. Síðan er gelinu skolað niður með vatni. Áríðandi er að byrja ekki á að fá sér orkugel i keppni eins og t.d. Reykjavíkur maraþoni, nema að hafa prófað það 1-2 sinnum á æf- ingu. Engin trygging er fyrir því að hlaupari fái ekki i magann ef orkugel er tekið í keppni án þess að hann hafi vanist því. Einnig er best að fá sér bolla af vatni strax eftir að hafa kyngt gelinu. Þarna gildir sama reglan og að best er að hlaupa ekki í nýjum skóm í keppni heldur þarf að vera búið að nota þá nokkrum sinnum áður. Þeir bestu nota gel Þekktasta gelið hérlendis er Squeezy-gelið frá Leppin. Vitað er að okkar fremstu langhlauparar fara ekki í keppni eða langar æfingar án þess að taka nokkra gelpakka með sér. Svo vitnað sé í nokkra þá má nefna Eið Aðalgeirsson, Sigurð Gunn- steinsson og Ágúst Kvaran ofurmara- þonhlaupara sem allir hafa lokið yfir 100 km hlaupum á árinu. „Gelið virk- ar mjög vel og er einfóld og sérstak- lega góð lausn fyrir langhlaupara og aðra sem þurfa orku sem virkar rétt.“ Systurnar Martha Ernstsdóttir og Bryndís Emstsdóttir fara aldrei í keppni í hálfu eða heilu maraþoni án þess að taka með sér gel og fá sér einn skammt á 5 km fresti (t.d. 2 stk. í hálft maraþon en 4-8 stk. i heilt maraþon). „Ég byrjaði á því í júní í fyrra, þegar ég hljóp hálft maraþon, að nota orkugel. Ég féll strax fyrir gelinu því það virkaði rosalega vel á mig,“ segir Bryndís Ernstsdóttir. „Ég fer nú aldrei í hlaup án þess að nota orkugel. Ef ég hleyp 10 km eða styttra læt ég mér nægja að taka orkugel fyrir hlaup en ef ég fer í hálft maraþon eða lengra þá nota ég klemmur til að halda fyr- ir mig gel- inu sem ég nærist á á leiðinni. Ég hef tvisvar notað orkugelið á Laugavegin- um og það er enginn vafi á því að gel- ið gerði gæfumuninn fyrir mig, ekki síst hvað and- legu hliðina varðar,“ seg- ir Bryndís. Þess má geta að Bryndís á metið í kvenna- flokki á Laugavegin- um. Sniðugar klemmur og belti em fáan- leg sem halda gelinu með riflás í buxnastreng. Allt að 3 gelpokar komast í eina klemmu og er eindregið mælt með að tómum gelpoka sé komið fyrir í klemmunni aftur í stað þess að henda pokanum á jörðina. Þegar á leiðarenda er komið ætti að henda tómum gelpok- um í ruslafótu. -ÍS Fram undan... Ágúst 22. Reykjavíkur maraþon (***) Hefst í Lækjargötu kl. 12.30, vegalengdir: 3 km og 7 km skemmtiskokk án tímatöku og flokkaskiptingar. 10 km, hálf- maraþon og maraþon með tíma- | töku hefst kl. 10.00. Meistaramót íslands í hálfmaraþoni. Flokka- skipting bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km og maraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 50 ára og eldri konur (hálf- maraþon og maraþon), 50-59 ára, 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T- bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í j hverjum flokki. Útdráttarverð- laun. Sveitakeppni. ATH. for- j skráningu lýkur 19. ágúst, eftir þann tíma hækkar skráningar- gjald á öllum vegalengdum um 300 kr. nema í skemmtiskokki, þar verður engin hækkun á þátt- tökugjaldi. Upplýsingar á skrif- stofu Reykjavíkur maraþons í j Laugardal í síma 588 3399. 26. Víðavangshlaup UMSE (*) Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. September 4. Brúarhlaup UMF Seifoss (***) Hefst kl. 14.00 við Ölfusár- brú, hálfmaraþon hefst kl. 13.30. | Vegalengdir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn. 12 ára | og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39 j ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, ? 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og 1 eldri. Einnig er keppt í 12 km hjólreiðum og hefst sú keppni kl. ■ 13.00. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol. Úrslit send í pósti. Upplýsingar gefur Kári Jónsson í sima 482 3758 og skrifstofa UMFÍ, Fellsmúla 26, 1 Reykjavík. 11. Grafarvogshlaup Fjölnis (**) Hefst kl. 14.00 við verslunar- miðstöðina Torgið og skráning frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 2,5 km | án tímatöku og flokkaskiptingar og j 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing bæði kyn. 39 ára og yngri, 40 ára og eldri. Sveitakeppni. Upplýs- ingar gefa Jónína Ómarsdóttir í síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 8152. 25. Öskjuhlíðarhlaup ÍR (***) Hefst kl. 11.00 við Perluna og skráning frá kl. 09.30. Vega- j lengd 5 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn. 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 1 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefa Ólafur I. Ólafs- son í síma 557 9059 og Jóhann Úlf- arsson í síma 587 2853. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10, Kópavogi,sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:__________ Álfhólsvegur 51, 0201, þingl. eig. Guðný Hulda Lúðvíksdóttir, gerðarbeiðandi Sala vamarliðseigna, miðvikudaginn 25. ágúst 1999 kl. 10.00.__________________ Bakkasmári 17, þingl. eig. Guðmundur A. Kristinsson, gerðarbeiðendur Samein- aði lífeyrissjóðurinn, Sýslumaðurinn í Kópavogi og Tollstjóraskrifstofa, mið- vikudaginn 25. ágúst 1999 kl. 10.00. Lækjasmári 2, 0702, þingl. eig. Lárus Hallbjömsson og Hrafnhildur Þórðardótt- ir, gerðarbeiðandi P. Samúelsson ehf., miðvikudaginn 25. ágúst 1999 kl. 10.00. Skólatröð 11, þingl. eig. Magnús Alfons- son og Hauður Kristinsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, miðvikudaginn 25. ágúst 1999 kl. 10.00. SjSUJMAðURlNmKÓ^OGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.