Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 • «> kvikmyndir v5 Sýnd kl. 12.30, 3, 4, 6.30, I"'" MIIMWT” ' . ..HMmHW Sýnd kl. 5, 9 og 11.30. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11. Sýnd Id. kl. 5, 7, 9,11 og 1 eftir miðnætti. Sýnd sud. kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. \i h 1 H Búðu þig undir að úreldas: : Hasar í tonnatali og magnaóur 1 spreng'&’aft’jr. T% UNIVERSAL SOLDIER í /j Sýnd Id. kl. 5, 7, 9,11 og 1 eftir miðnætti. Sýnd sud. kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. iliPiiteil Sími 551 9000 !★★★ Synd Id. kl. 12.30,3,5.30,9,11.30 og 2 eftir miðnætti. Sunnud. synd kl. 12,30,; ” Sprenghlegile, gamamynd fri höfundi Beavis and Butthead med hirrni funheitu Jeamiíer Aniston tír Priends* 90 af tOð J.G. Tvíhöfði Sýnd kl. 5,7 Sýnd kl. 5,7,9 og 11. in 1 DOLUY 1 Q 1 X A t URROUND.EX Sýndkl. 4.45,6.50,9 og 11.15. JDDJ hljóðkerfj > % y Gere í nýrri kvikmynd Altmans Richard Gere hefur verið óvenjuaf- kastamikill undanfarin misseri, yf- irleitt leikur hann ekki nema í einni kvikmynd á ári en nú er út- lit fyrir að hann leiki í þremur í röð. í síðustu viku var frumsýnd í Bandaríkjunum Runaway Bride þar sem hann leikur á móti Juliu Roberts. Hefur myndin fengið góða dóma og þykja þau ekki hafa tapað neitt af þeim sjarma sem gerðu þau svo vin- sæl eftir samleik þeirra í Pretty Woman. Þessa dagana er Gere að leika í rómantískri gamanmynd, Autumn in New York, þar sem mótleikari hans er Winona Ryder og í kjölfarið mun hann leika í Dr. T and the Woman sem Robert Altman mun leikstýra. Verður þetta dýrasta kvik- mynd Altmans frá því hann gerði The Player árið 1992. Meðal mótleikara Gere í Dr T eru Claire Danes og Liv Tyler. Stone sem spillt þokkagyðja Leikarinn og leikstjórinn Albert Brooks er um næstu helgi að frumsýna nýjustu kvikmynd sína.The Muse, sem flallar um lítt þekktan handritshöfund og spillta í Hollywood sem hefur allt á homum sér og lítur ekki við karlmönnum nema þeir færi henni dýrar gjafir. í hlut- verki þokkagyðjunnar er Shar- on Stone sem í undanfomum kvikmyndum hefur verið að leika niður fyrir sig hvað útlitið snertir en í þessu hlutverki ættu persónutöfrar hennar að nýtast. Brooks sem einnig skrifar hand- ritið segir að hugmyndina að The Muse hafi hann fengið eftir að hafa séð The Breakfast at Tiffanys og er persóna Stones byggð á Holly Goolittle sem Audrey Hepbum lék svo eftirminnilega. Mótleikarar Stone era Jeff Bridges, Al- bert Brooks og Andie MacDowell. Þá koma fram undir eigin nafni nokkrir þekktir leikarar og leikstjóranir James Cameron, Martin Scorsese og Rob Reiner. Ströndin ekki fyrr en árið 2000 Eins og kunnugt er hefur goðið Leonardo DiCaprio ver- ið að leika í The Beach sem er fyrsta aðalhlutverk hans eftir Titanic og hefur gengið á ýmsu við gerð myndarinnar og óhöppin mörg. Upprunalega átti að frumsýna myndina rétt fyrir jólin og láta hana vera með í slagnum um óskarsverðlaunin en nú er ljóst að svo getur ekki orðið og nú er talað um að hún verði frumsýnd á vormánuð- um. The Beach er byggð á þekktri skáldsögu eftir Alex Garland sem fjallar um ungan Bandaríkjamanna sem lendir í miklum vandræðum á paradísareyju Kyrrahafinu. Helstu mótleikarar DiCaprio í The Beach eru Robert Carlyle og Tilda Swinton. Leikstjóri er Danny Boyle (Trainspotting). Væntanleg í bíó - The Thomas Crown Affair: Þrjátíu ár era síðan The Thomas Crown Affair var gerð með Steve McQueen og Faye Dunaway í aðalhlutverkum í leik- stjóm Normans Jewison. Mynd þessi þótti vel heppnuð sakamálamynd með rómantísku ívafi og varð mjög vinsæl. Nú er búið að endurgera hana með góðum ár- angri og var hún framsýnd fyrir tveimur vikum í Bandarikjunum og nýtur ágætrar aðsóknar. Verður myndin tekin til sýn- inga hér á landi á haustmánuðum. I aðal- hlutverkum nú era Pierce Brosnan og Rene Russo og meðal annarra leikara er Faye Dunaway. Önnur aðalpersóna myndarinnar Thomas Crown er milljónamæringur sem engin kona getur staðist og hann getur í raun leyft sér allt sem hann vill nema það sem hann þráir mest, spennu. Þegar rán er framið í listaverka- safni og málverki eft- ir Monet stolið dettur engum í hug að bendla Thomas Crown við ránið nema Catherine Banning sem ráðin er af tryggingar- fyrirtæki til að hafa uppi á þjófnum, Banning þrífst á spennu eins og Crown og hún er ákveðin í að hafa uppi á málverkinu og er ekkert að fela fyrir Crown hvað hún hefur í huga. Hefst nú leikur þar sem aðeins annar getur unnið. Leikstjóri er John McTi- ernan en hann hef- ur leikstýrt mörg- um stórmyndun- um, meðal ann- ars Die Hard og The Hunt for Red Oct- Leikstjórinn John McTiernan sést hér é tali við Rene Russo meðan á tökum stóð. ber. McTiernan er New York-búi sem snemma ákvað að leggja listagyðjunni lið sitt og eftir að framhaldsskóla lauk innrit- aðist hann í Julliard-listaskólann til að nema leikhúsfræði en sneri fljótt við blað- inu og fór að nema kvikmyndafræðina. Frá New York lá leiðin í American Film Institude þar sem hann einbeitti sér að leikstjóm. 1986 skrifaði hann handritið og leikstýrði lítilli kvikmynd Noads þar sem aðalhlutverkið lék ungur sjónvarpsleik- ari, Pierce Brosnan. Það var síðan Amold Schwarzenegger sen valdi McTieman til að leikstýra Predator og síðan hefur hann ekki þurft að kvarta yfir verkefnaskorti. Þess má geta að t The Thomas Crown Af- fair má heyra lagið The Windmills on Your Mind en þetta lag samdi Michel Legrand fyrir fyrri myndina um Thomas Crown og fékk það óskarsverðlaun. Pierce Brosnan og Rene Russo í hlutverkum milljónmæringsins og einkaspæjarans. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.