Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JL? V Terrence Malick: Árið 1973 var myndin Badlands frumsýnd og vakti mikið umtal. Hún fjallaöi um uppreisn ungs pars sem braust út i brjálæðislegu morð- ^ æði. Forvera þeirra Mickey og Mall- ory léku Martin Sheen og Sissy Spacek af mikilli snilld en myndin vakti ekki síður athygli fyrir magn- að útlit og vangaveltur um eðli góðs og ills. Þetta var frumraun leikstjór- ans Terrence Malicks, sem einnig skrifaði handrit og framleiddi. Þótt hann væri með öllu óþekktur hafði hann fengist við skrif handrita auk þess sem hann hafði stundað blaða- mennsku hjá Newsweek, Life og New Yorker. Dagar í himnaríki Það liðu fimm ár þar til önnur mynd Malicks, Days of Heaven, var frumsýnd. Þá hafði hún verið heil tvö ár í klippiherberginu, og reyndi fullkomnunarárátta leikstjórans á þolrif framleiðenda myndarinnar. Þá átti hann einnig í sögufrægum árekstrum við aðalstjörnuna, Ric- hard Gere. Enginn gat aftur á móti neitað því að árangurinn væri magnaður, ekki síst kvikmyndataka Néstor Almendros sem hlaut ósk- arsverðlaun fyrir vikið. Sjálfur hlaut Malick verðlaun á Cannes fyr- ir bestu leikstjórn. Kvikmynda GAGNRÝNI The Thin Red Line Ljóðrænn árekstur stríðs og náttúru ★★★á Þetta magnaða stríðsdrama fjallar um baráttu Japana og Bandaríkjamanna um Kyrrahafseyjuna Guadalcanal í seinni heimsstyrjöld. Myndin er áhrifarík blanda bestu kosta Hollywood og eig- inleika listrænni kvikmyndahefða. Hún lýsir á magnaðan máta árekstr- um fagurrar náttúru og hryllingi styrjalda, án þess þó að slíta andstæð- umar með öllu í sundur. The Thin Red Line er með öllu laus við þann þjóðemisrembing sem fer langt með að eyðileggja „keppinautinn" Sav- ing Private Ryan. Þungamiðja þeirrar myndar er barátta Þjóðverja og Kana en í The Thin Red Line eru árekstrar Kana og Japana aukaatriði. Hún fjallar fyrst og fremst um stöðu einstaklingsins, tilfinningar hans, þrár og hugleiðingar í margræðri vitfirringu stríðs. Hún er margradda, lýsir ólíkum skoðunum fjölmargra sögumanna. Frammistaða leikaranna er slík að langt er síðan annað eins hefur sést. Stjörnuskarinn nær einkar vel saman og erfitt er að gera upp á milli einstakra leikara. Nick Nolte, Ben Chaplin, Woody Harrelson, John Cusack og Sean Penn fara á kostum en Jim (James) Caviezel stel- ur senunni sem Jesú-figúran Witt. Stórfengleg kvikmyndataka Johns Tolls og áhrifarík tónlist Hans Zimmers eru fullkomlega í takt við drama og inntak myndarinnar. Sjaldan hefur HoUywood komið jafn skemmtilega á óvart. Engu að síður er ekki hægt að óska HoUywood til hamingju með The Thin Red Line því myndbandsútgáfan lýsir óþolandi lítUsvirðingu á listrænu formi kvikmyndarinnar. Það er neyðarlegt að horfa upp á þetta stórvirki þegar búið er sníða af stóran hluta breið- myndarinnar. Þetta er jafnvel verra en ef bókaútgefendur tækju upp á því e.ð sleppa fyrsta og síðasta kafla úrvalsskáldsagna því þá væri hið minnsta hægt að njóta hrynjandi annarra kafla. í The Thin Red Line mynda útlit, hljóð og inntak listræna heild sem er ekki lengur til staðar þegar breiðmyndinni hefur verið eytt. Maður sker ekki í Kjarval þótt hann passi ekki í rammann. Skífan. Leikstjóri: Terrence Malick. Aðalhlutverk: Sean Penn, Jim Caviezel, Nick Nolte, Elias Koteas, Woody Harrelson og John Cusack. Bandarísk, 1998. Lengd: 170 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Baseketball Sannur íþróttaandi Þetta er alls ekki svo vitlaus blanda. ★★★ Annars vegar höfum við David Zucker, einn þeirra sem eru ábyrgir fyrir klass- ískum grinmyndum eins og Top Secret, Airpla- ne og Naked Gun, og hins vegar höfum við Matt Stone og Trey Parker, geðsjúklingana sem sköp- uðu South Park. Þeir leika reyndar aðeins í myndinni og eru ekki skrifaðir fyrir handritinu en húmorinn er samt eiginlega nær þeirra teg- und af gríni heldur en þessu klassíska hríðskotaháði sem Zucker er van- ur að gera. Brandararnir koma sem sagt ekki alveg eins hratt og vana- lega hjá honum en á móti kemur að margir þeirra eru alveg hreint óborganlegir og, merkilegt nokk: naumur minnihluti þeirra hefur eitt- hvað með búkhljóð eða kynlif að gera. Stone og Parker fara á kostum í hlutverkum aulanna sem finna upp þessa íþrótt, baseketball, sem er nokkurs konar blanda af körfubolta og hafnabolta. Ófáir brandarar skapast í kringum örverpið Dian Bachar (sem lék aðstoðarmann Orgazmo í samnefndri mynd þeirra), að ekki sé talað um allar frægu persónurnar sem koma fram í myndinni. Þá eru tvær ofurskutlur í myndinni, Yasmine Bleeth og Jenny McCarthy, og þar hefur McCarthy vinninginn, enda þarf hún nánast ekkert að leika. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: David Zucker. Aðalhlutverk: Matt Stone og Trey Parker. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. Öllum leyfð. -PJ Days of Heaven. Stund milli stríða. Þrátt fyrir að myndirnar tvær hefðu ekki skilað inn peningum bauð Paramount Malick draumasamning hvers leikstjóra. Það ætlaði hann að nýta sér til hins ýtrasta og eyddi hann næstu fjórum árum í tökur á myndefni um heim allan. Þær voru þó einungis hugsaðar sem inngangur myndarinnar en hann átti að sýna upphaf lífsins. Ekki varð meira úr þeirri mynd, hvort sem það var vegna árekstra við Paramount eða uppgjöf leikstjórans sem hreinlega gufaði upp. Dagar í helvíti Þótt Malick væri ekki lengur sjáan- legur í Hollywood vann hann að nokkrum handritsverkefn- um meðan hann bjó í Par- ís og Texas. Seint á ní- unda áratugnum báðu framleiðendurnir John Roberdeau og Robert Geisler hann að gera handrit eftir skáldsögu D.M. Thomasar, The White Hotel. Hann hafnaði því en sagðist reiðubúihn að gera handrit eftir farsa Moliére Tartuffe eða skáldsögu James Jones frá árinu 1962: The Thin Red Line. Þegar hann loksins skilaði þeim handriti að síðarnefnda verkinu sann- færðu þeir hann um að leikstýra því. Árið 1999 voru Roberdeau og Geisler tilnefndir til óskarsverð- launa fyrir bestu mynd en Malick fyrir bestu leik- stjórn. Þótt Hollywood tæki froðuna á endanum frarn yfir ljóðræna daga Malicks í helvíti seinni heimsstyrjaldar hlaut myndin gull- björninn í Berlín. Þrátt fyrir að endurkoma leikstjór- ans hafi verið mikil í sniðum virðist hann fullur orku og er stefnt að þvi að frumsýna næstu mynd hans, The Moviegoer, á næsta ári. Svo segir mér þó hugur að einhver töf verði nú á þvi. Bjöm Æ. Norðfjörð Myndbandalisti vikunnar SÆTI ] FYRRI J VIKA j VIKUR ; iÁ LISTAj j j TITILL j ÚTGEF. j j TEG. j 1 ! i ) 3 1 i 3 ) Waterboy j SflM Myndbönd j Gaman 2 j ! 5 ) ) ) 2 J i ) Blast From The Past J j Myndform j J j Gaman DHBH 3 NÝ J , J j 1 ) Soldier j Wamer Myndir j Spenna 4 j 1 2 J L j J ! 4 ! American History X J j Myndform J ' Drama J 5 j J 3 ! 3 ! Stepmom J j Skrfan J j Drama 6 j ! 4 raHMMOl j j j C J ) 5 J J J i 1 ! Practical Magic J Wamer Myndir j J ! Gaman í J M ■ 7 NÝ Night At The Roxbuiy J CIC Myndbönd | J Gaman | 8 j j 6 j j j i 6 ! j j Meet Joe Black J i CIC Myndbönd J J J Drama J 9 ! io j o J j L J EverAfter j Skrfan j Gaman 10 j ! 7 j J J 7 ! j j Very Bad Things J J Myndform j J Spenna J 11 ! 9 ' n 1 j 4 j Elisabeth Háskólabíó j Drama 12 ! 12 j J j 4 J ) 4 J Bullworth j j Skffan J J Gaman J 13 J j 13 J c ! j 6 J Almost Heros J j Wamer Myndir J j Gaman 14 j ! 8 1 j ' ) O J J 8 J Enemy Of The State J j SAM Myndbönd j MHH ] Spenna tmm i 15 11 J 1 Vampires J Skrfan 1 J Spenna J 16 J NÝ J J J ! i ! j j Belly J ! SAM Myndbönd J ! Spenna J 17 ! 18 J 3 J i ó J Psycho j CIC Myndbönd j Spenna 18 1 NÝ j j J J i1 i From Dusk Tlll Dawn 2 J J Skrfan j J J Spenna J 19 ! 16 ] 9 1 Saving Private Ryan ! CIC Myndbönd J Drama 20 J NÝ ) ' J 1 J J 1 > Matchmaker J j Háskólabíó J 1 Gaman j ■y>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.