Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 UV %atgæðingur vikunnar Nykaup Þar \f‘>n ff'r.kleikínn býr Vanilluís með karamellumöndl- um og ávöxtum Fyrir 4 8 stk. vanilluískúlur (tvær á I mann) Möndlur og ávextir í kara- mellu 50 g smjör 5 msk. sykur 8-10 stk. döðlur 6 msk. möndluflögur 4 msk. furuhnetur 4 msk. rúsínur 1 stk. epli, flysjað og sneitt 8 stk. gráfíkjur, þurrkaðar Skiptið rjómaísnum í skálar. Setjið heita karamellubráð með ávöxtum yflr og beriö fram strax. Möndlur og ávextir í kara- mellu Smjörið léttbrúnað á pönnu. Setjið sykurinn út á og blandiö vel saman við, setjið síðan ávext- ina á pönnuna. Steikið þar til sykurinn fer að brúnast. Setjið heitt yflr ísinn. Hollráð Mjög gott er að bæta líkjör á pönnuna og blanda saman við ávextina og möndlumar. Bakaðir bananar með pipar- myntusúkkulaði - góðir með framandi ávöxtum Fyrir fjóra skal hafa fjóra þroskaða banana og 100 g gott piparmyntusúkkulaði. Skerið bananana með hníf eft- ir endilöngu, þó ekki í gegn og notið helminginn af hýðinu. Pressið hliðarnar út á við. Brjótið súkkulaöið í bita og raðið í bananann, 4-5 bitar í hvern. Bakið á miðlungsheitu grilli í u.þ.b. fimmtán mínútur. Gott er að hafa sem meðlæti rjómaís með ferskum berjum og ástríðualdinum, eða passion fruit. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þaer fæst. Bryndís Blöndal og Stefán Máni Sigþórsson elda rómantískan kvöldverð: Kirsuber með Ellu Fitzgerald Bryndís Blöndal flugfreyja og Stefán Máni Sigþórsson, maður hennar, gefa uppskrift að þríréttaðri sælkeramáltíð. Meðal annars nýta þau sér fslenska saltfiskinn í matargerð sinni. Þessir réttir henta sérstaklega vel þegar tekið er á móti gestum þar sem hægt er að undirbúa þá með nokkrum fyrirvara og geta þannig sinnt gestunum til fulls í stað þess að vera bundinn við eldavélina. Forréttur: Risarækjur í fínum fálagsskap (fyrir 4-6) Risarækjur, 2-4 á mann Avocado, 2 stk. Súrar gúrkur, eftir smekk Tómatar, 3 stk. Sítrónusafi og bátar til skauts Mulinn svartur pipar Kljúfið rækjurnar eftir endilöngu, afhýðið avocadoið og skerið í hálf- mána. Raðið ásamt tómatsneiðum á forréttadiska, kreistið sítrónusafa yfir rækjur og avocado og piprið tómatana. Raðið að lokum súrum gúrkum í „turn“ ofan á tómatsneið- amar. Diskana má síðan geyma til- búna í kæli. Aðalréttur: Spænskur Breiðfirðingur (saltfiskur í ofni með tómötum og chili að hætti húsbóndans) Húsbóndinn á heimilinu á algjör- lega heiðurinn af aðalréttinum. Eft- ir að hafa fengið saltfiskinn í hús og ákveðið dag fyrir matarboðið fór að bera á því að hann var óvenju ann- ars hugar og sífellt að skrifa hjá sér einhverja punkta. Það má því segja að uppskriftin hafi vitrast honum smám saman og þetta er niöurstað- an (fyrir 4-6). 600 g af fyrsta flokks beinhreins- uðum, roðflettum og útvötnuðum saltfiski. Ólífuolía. Ein dós af tómat-teningum frá Ora. Ein krukka af Hunt¥s tómatjukki. 400 g af gróft söxuðum rauðlauk. 100 g af gróft saxaðri púrru. 4-5 hvítlauksrif. Ein stór eða tvær litlar grænar paprikur, gróft saxaðar. 200 g af sólþurrkuðum tómötum sem búið er að leggja í bleyti. 3-5 rauðir chilipiparar, saxaðir. %íkert vesen 1/2 sítróna til að kreista. Ein sítrónusneið, fint söxuð. Nokkrir tómatar í sneiðum. Ein matskeið af capers. 12 svartar ólífur. Heil svört piparkorn. Oregano, majoram og timian. Smyrjið eldfast mót með ólifuolíu, skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og raðið honum í mótið. Merjið hvítlaukinn jafnt yfir fiskinn.Krydd- ið með heilum svörtum piparkorn- um og kreistið dálitið af sítrónusafa yfir fiskinn. Dreifið rauðlauknum, púrrunni, paprikunni, sólþmrkuðu tómötunum, chilipiparnum og söx- uðu sítrónusneiðinni í mótið.Krydd- ið vel með oregano, majoram og síð- ast en ekki síst timian. Hellið tómatteningunum yfir allt saman. Dreifið capers og svörtum ólífum í mótið. Helliö tómatjukkinu yfir allt saman. Þekið allt yfirborð réttarins með þunnum tómatsneiðum. Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í um það bil 45-60 mínútur. Sem meðlæti stingum við upp á tilbrigðum við hrísgrjón Sjóðið Uncle Bens hrísgrjón. Sax- ið hálfa græna og hálfa rauða papriku og púrrulauk í litla fern- inga. Gljáið grænmetið í olíu og bætið svo grjónunum á pönnuna og hrærið vel. Passið að hafa ekki of háan hita, ef til er wok-panna á heimilinu er hún upplögð. Auk þessa er gott að hafa bagu- ette brauð, með blöndu af olíu og balsamikediki til að dýfa í. Eftirréttur: Sælustund með Ellu Rótsterkt nýmalað Vínarkaffi frá Kaffitári, 1-2 bollar á mann Súkkulaðihúðuð kirsuber (fást einnig í Kaffitári) „Ev¥ry Time We Say Goodbye" með Ellu Fitzgerald. Hellið upp á kaffið, setjið Ellu á fóninn, hallið ykkur aftur í sófanum og látið súkkulaðihúðuð kirsuberin bráðna í munninum. í framhaldi af kaffitali viljum við að lokum skora á vinkonu okkar og heiðurshúsfrú, einnig í vesturbæ, Sonju Grant, verslunarstýru i Kafli- tári, og Hjalta Svein Einarsson, hennar góða mann, að vera næstu sælkerar blaðsins. Þjóðarréttir þurfa ekki alltaf að vera búnir til úr innyflum: Súkkulaðimús að hætti Frakka Þessi góði réttur (sem enginn treystir sér til þess að útbúa vegna þess að allir halda að hann sé svo erfiður) er til í einfaldri útgáfu sem letingjarnir í Ekkert vesen tóku feg- ins hendi á dögunum. Að útbúa franska súkkulaðimús tekur nú ein- ungis tíu mínútur. Réttinn er gott að borða meö kaffi og koníaki eftir máltíð, hvort sem hún er fin eða ekki. 2 tsk. mjúkur púðursykur 2 tsk. kakó 300 g rjómaostur 6 tsk. dökkt súkkulaðikrem (hægt að kaupa í dósum) 1/2 peli léttþeyttur rjómi 15 ml brandí 2 eggjahvítur 2 tsk. súkkulaðispænir 1. Setjið sykur og kakó í mat- vinnsluvél og blandið þar til verður að finu dufti. 2. Bætiö við súkkulaöikreminu og rjómaostinum og vinnið saman þar til það verður að mjúku kremi. 3. Setjið kremið í skál og hrærið rjómanum og brandíinu saman viö. Takið fram aðra skál og þeytið eggjahvitumar áður en þær eru Súkkulaðimúsin á ekkert skylt við nagdýr þó að vér íslendingar höfum þýtt franska orðlð „mousse" svo skemmtllega. Hér er ábætlsglöðum kennt að búa til gómsæta mús á tíu mínútum. settar út í kremið. hálftíma. Stráið súkkulaðispæni Setjið meö skeið í bolla, glös eða yfir þegar borið er fram. ábætisskálar og kælið í ísskáp í Nykaup Þarsem fersldeikinn býr Kjúklinga- og grænmetissúpa með pestó og fennikkufræjum Fyrir 4-6 1 stk. rauðlaukur 1 stk. gulrót, mbðalstór 1/2 stk. seljurót 8 stk. hvítlauksrif 1 stk. kúrbítur (zucchini) 2 stk. paprika, t.d. rauð og græn 1/2 dl ólífuolía til steikingar 4 msk. tómatmauk (puré) 400 g tómatar, miðursoðnir 4 stk. lárviðarlauf 4 msk. fennikkufræ 1 msk. timian 1 dl pestó 2 stk. kjúklingateningar (Knorr) 11 vatn 400 g kjúklingabringur 4 msk. ólífuolía til steikingar Skerið grænmetið í teninga, j léttbrúniö á pönnu (í skömmtum ef þarf), bragðbætið með salti og pipar. Skerið það svo í teninga og bætið út í súpuna ásamt öðrum efnum. Sjóðið við hæga suðu í 30 mínútur. Fleytið ofan af súpunni meðan á suðunni stendur og látið hana svo standa í 5-10 mín. áður en hún er borin fram. Hollráð Berið gjarnan fram með grófu brauði. Með því að auka örlítið við uppskriftina getur þetta sem best verið prýðilegur aðalréttur. Lambasteik með appelsínuhjúp - reynið þennan - hann kemur á óvart. Fyrir fjóra þarf að hafa: 800 g innanlærisvöðva skorinn í fjórar 200 g steikur 1 dl appelsínumarmelaði !! salt og pipar 4 stk. bökunarkartöflur Grænmetisblanda 1 stk. spergilkál, skorið í bita 1/2 stk. blaðlaukur, skorinn í sneiðar 1/4 stk. hvítkál, skorið í strimla 16 stk. snjóbaunir, skornar í strimla örlítill sykur matarolía Steikumar eru kryddaðar með salti og pipar og grillaðar í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Síðan er appelsínumarmelaðinu smurt Iyfir steikurnar og þær grillaðar í 1-2 mínútur til viðbótar. Grænmetið er steikt á pönnu í matarolíu í 3-4 mínútur, kryddað með salti, pipar og örlitlum sykri. Meðlætið er bakaðar kartöflur og grænmetisblandan. .... ■ ---------------■--—-- Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.