Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 UV %atgæðingur vikunnar Nykaup Þar \f‘>n ff'r.kleikínn býr Vanilluís með karamellumöndl- um og ávöxtum Fyrir 4 8 stk. vanilluískúlur (tvær á I mann) Möndlur og ávextir í kara- mellu 50 g smjör 5 msk. sykur 8-10 stk. döðlur 6 msk. möndluflögur 4 msk. furuhnetur 4 msk. rúsínur 1 stk. epli, flysjað og sneitt 8 stk. gráfíkjur, þurrkaðar Skiptið rjómaísnum í skálar. Setjið heita karamellubráð með ávöxtum yflr og beriö fram strax. Möndlur og ávextir í kara- mellu Smjörið léttbrúnað á pönnu. Setjið sykurinn út á og blandiö vel saman við, setjið síðan ávext- ina á pönnuna. Steikið þar til sykurinn fer að brúnast. Setjið heitt yflr ísinn. Hollráð Mjög gott er að bæta líkjör á pönnuna og blanda saman við ávextina og möndlumar. Bakaðir bananar með pipar- myntusúkkulaði - góðir með framandi ávöxtum Fyrir fjóra skal hafa fjóra þroskaða banana og 100 g gott piparmyntusúkkulaði. Skerið bananana með hníf eft- ir endilöngu, þó ekki í gegn og notið helminginn af hýðinu. Pressið hliðarnar út á við. Brjótið súkkulaöið í bita og raðið í bananann, 4-5 bitar í hvern. Bakið á miðlungsheitu grilli í u.þ.b. fimmtán mínútur. Gott er að hafa sem meðlæti rjómaís með ferskum berjum og ástríðualdinum, eða passion fruit. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þaer fæst. Bryndís Blöndal og Stefán Máni Sigþórsson elda rómantískan kvöldverð: Kirsuber með Ellu Fitzgerald Bryndís Blöndal flugfreyja og Stefán Máni Sigþórsson, maður hennar, gefa uppskrift að þríréttaðri sælkeramáltíð. Meðal annars nýta þau sér fslenska saltfiskinn í matargerð sinni. Þessir réttir henta sérstaklega vel þegar tekið er á móti gestum þar sem hægt er að undirbúa þá með nokkrum fyrirvara og geta þannig sinnt gestunum til fulls í stað þess að vera bundinn við eldavélina. Forréttur: Risarækjur í fínum fálagsskap (fyrir 4-6) Risarækjur, 2-4 á mann Avocado, 2 stk. Súrar gúrkur, eftir smekk Tómatar, 3 stk. Sítrónusafi og bátar til skauts Mulinn svartur pipar Kljúfið rækjurnar eftir endilöngu, afhýðið avocadoið og skerið í hálf- mána. Raðið ásamt tómatsneiðum á forréttadiska, kreistið sítrónusafa yfir rækjur og avocado og piprið tómatana. Raðið að lokum súrum gúrkum í „turn“ ofan á tómatsneið- amar. Diskana má síðan geyma til- búna í kæli. Aðalréttur: Spænskur Breiðfirðingur (saltfiskur í ofni með tómötum og chili að hætti húsbóndans) Húsbóndinn á heimilinu á algjör- lega heiðurinn af aðalréttinum. Eft- ir að hafa fengið saltfiskinn í hús og ákveðið dag fyrir matarboðið fór að bera á því að hann var óvenju ann- ars hugar og sífellt að skrifa hjá sér einhverja punkta. Það má því segja að uppskriftin hafi vitrast honum smám saman og þetta er niöurstað- an (fyrir 4-6). 600 g af fyrsta flokks beinhreins- uðum, roðflettum og útvötnuðum saltfiski. Ólífuolía. Ein dós af tómat-teningum frá Ora. Ein krukka af Hunt¥s tómatjukki. 400 g af gróft söxuðum rauðlauk. 100 g af gróft saxaðri púrru. 4-5 hvítlauksrif. Ein stór eða tvær litlar grænar paprikur, gróft saxaðar. 200 g af sólþurrkuðum tómötum sem búið er að leggja í bleyti. 3-5 rauðir chilipiparar, saxaðir. %íkert vesen 1/2 sítróna til að kreista. Ein sítrónusneið, fint söxuð. Nokkrir tómatar í sneiðum. Ein matskeið af capers. 12 svartar ólífur. Heil svört piparkorn. Oregano, majoram og timian. Smyrjið eldfast mót með ólifuolíu, skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og raðið honum í mótið. Merjið hvítlaukinn jafnt yfir fiskinn.Krydd- ið með heilum svörtum piparkorn- um og kreistið dálitið af sítrónusafa yfir fiskinn. Dreifið rauðlauknum, púrrunni, paprikunni, sólþmrkuðu tómötunum, chilipiparnum og söx- uðu sítrónusneiðinni í mótið.Krydd- ið vel með oregano, majoram og síð- ast en ekki síst timian. Hellið tómatteningunum yfir allt saman. Dreifið capers og svörtum ólífum í mótið. Helliö tómatjukkinu yfir allt saman. Þekið allt yfirborð réttarins með þunnum tómatsneiðum. Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í um það bil 45-60 mínútur. Sem meðlæti stingum við upp á tilbrigðum við hrísgrjón Sjóðið Uncle Bens hrísgrjón. Sax- ið hálfa græna og hálfa rauða papriku og púrrulauk í litla fern- inga. Gljáið grænmetið í olíu og bætið svo grjónunum á pönnuna og hrærið vel. Passið að hafa ekki of háan hita, ef til er wok-panna á heimilinu er hún upplögð. Auk þessa er gott að hafa bagu- ette brauð, með blöndu af olíu og balsamikediki til að dýfa í. Eftirréttur: Sælustund með Ellu Rótsterkt nýmalað Vínarkaffi frá Kaffitári, 1-2 bollar á mann Súkkulaðihúðuð kirsuber (fást einnig í Kaffitári) „Ev¥ry Time We Say Goodbye" með Ellu Fitzgerald. Hellið upp á kaffið, setjið Ellu á fóninn, hallið ykkur aftur í sófanum og látið súkkulaðihúðuð kirsuberin bráðna í munninum. í framhaldi af kaffitali viljum við að lokum skora á vinkonu okkar og heiðurshúsfrú, einnig í vesturbæ, Sonju Grant, verslunarstýru i Kafli- tári, og Hjalta Svein Einarsson, hennar góða mann, að vera næstu sælkerar blaðsins. Þjóðarréttir þurfa ekki alltaf að vera búnir til úr innyflum: Súkkulaðimús að hætti Frakka Þessi góði réttur (sem enginn treystir sér til þess að útbúa vegna þess að allir halda að hann sé svo erfiður) er til í einfaldri útgáfu sem letingjarnir í Ekkert vesen tóku feg- ins hendi á dögunum. Að útbúa franska súkkulaðimús tekur nú ein- ungis tíu mínútur. Réttinn er gott að borða meö kaffi og koníaki eftir máltíð, hvort sem hún er fin eða ekki. 2 tsk. mjúkur púðursykur 2 tsk. kakó 300 g rjómaostur 6 tsk. dökkt súkkulaðikrem (hægt að kaupa í dósum) 1/2 peli léttþeyttur rjómi 15 ml brandí 2 eggjahvítur 2 tsk. súkkulaðispænir 1. Setjið sykur og kakó í mat- vinnsluvél og blandið þar til verður að finu dufti. 2. Bætiö við súkkulaöikreminu og rjómaostinum og vinnið saman þar til það verður að mjúku kremi. 3. Setjið kremið í skál og hrærið rjómanum og brandíinu saman viö. Takið fram aðra skál og þeytið eggjahvitumar áður en þær eru Súkkulaðimúsin á ekkert skylt við nagdýr þó að vér íslendingar höfum þýtt franska orðlð „mousse" svo skemmtllega. Hér er ábætlsglöðum kennt að búa til gómsæta mús á tíu mínútum. settar út í kremið. hálftíma. Stráið súkkulaðispæni Setjið meö skeið í bolla, glös eða yfir þegar borið er fram. ábætisskálar og kælið í ísskáp í Nykaup Þarsem fersldeikinn býr Kjúklinga- og grænmetissúpa með pestó og fennikkufræjum Fyrir 4-6 1 stk. rauðlaukur 1 stk. gulrót, mbðalstór 1/2 stk. seljurót 8 stk. hvítlauksrif 1 stk. kúrbítur (zucchini) 2 stk. paprika, t.d. rauð og græn 1/2 dl ólífuolía til steikingar 4 msk. tómatmauk (puré) 400 g tómatar, miðursoðnir 4 stk. lárviðarlauf 4 msk. fennikkufræ 1 msk. timian 1 dl pestó 2 stk. kjúklingateningar (Knorr) 11 vatn 400 g kjúklingabringur 4 msk. ólífuolía til steikingar Skerið grænmetið í teninga, j léttbrúniö á pönnu (í skömmtum ef þarf), bragðbætið með salti og pipar. Skerið það svo í teninga og bætið út í súpuna ásamt öðrum efnum. Sjóðið við hæga suðu í 30 mínútur. Fleytið ofan af súpunni meðan á suðunni stendur og látið hana svo standa í 5-10 mín. áður en hún er borin fram. Hollráð Berið gjarnan fram með grófu brauði. Með því að auka örlítið við uppskriftina getur þetta sem best verið prýðilegur aðalréttur. Lambasteik með appelsínuhjúp - reynið þennan - hann kemur á óvart. Fyrir fjóra þarf að hafa: 800 g innanlærisvöðva skorinn í fjórar 200 g steikur 1 dl appelsínumarmelaði !! salt og pipar 4 stk. bökunarkartöflur Grænmetisblanda 1 stk. spergilkál, skorið í bita 1/2 stk. blaðlaukur, skorinn í sneiðar 1/4 stk. hvítkál, skorið í strimla 16 stk. snjóbaunir, skornar í strimla örlítill sykur matarolía Steikumar eru kryddaðar með salti og pipar og grillaðar í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Síðan er appelsínumarmelaðinu smurt Iyfir steikurnar og þær grillaðar í 1-2 mínútur til viðbótar. Grænmetið er steikt á pönnu í matarolíu í 3-4 mínútur, kryddað með salti, pipar og örlitlum sykri. Meðlætið er bakaðar kartöflur og grænmetisblandan. .... ■ ---------------■--—-- Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.