Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Varnargaröar fyrir ofan Bolungarvík: Kosta hálfa milljon á hvern bæjarbúa - eftir sem áður þarf að rýma húsin við Dísarland Til stóð að kynna nýja frumathugun vegna snjóflóðamannvirkja fyrir ofan byggðina i Bolungarvík fyrir sveitar- stjórnarmönnum vestra nk. þriðjudag en þeim fundi hefur verið frestað. Til- laga sem bæjaryfirvöld í Bolungarvík völdu var f frumdrögum talin kosta um 521 milljón króna, eða um 500 þús- und krónur á hvern íbúa í plássinu. Þórir Þórisson hjá Forverki ehf. vinnur nú að gerð verkfræðiteikninga samkvæmt tillögum Árna Jónssonar og Orion-ráðgjöf ehf. Áætlað er að bjóöa verkið út í febrúar. Varnargarð- ar sem rætt er um að koma upp í hlíð- inni neðan Ufsa í Traðarhymu munu verða allveigamiklir, eða um 250-300 þúsund rúmmetrar og 16 til 20 metrar að hæð. Jarðvegur í hlíðinni er talinn henta betur en raunin varð í varnar- görðum fyrir ofan Flateyri. Árni Jónsson verkfræðingur lagði fram fjölmargar hugmyndir að vamar- mannvirkjum og vom leið 4, sem nú er unnið eftir, og leið 6 taldar hag- stæðastar. Tillaga númer 5, sem gerir ráð fyrir að öll hús við Dísarland, auk tveggja húsa við Traðarland, fari und- ir varnargarða, hefur þó að mati snjó- flóðasérfræðinga verið talin betri þar sem snjóflóð lenti þá á minni hraða á vamargarðinum en í tillögu 4. Sú til- laga var talin kosta rúmar 620 milljón- ir króna. Vilja ekki leggja lífið að veði íbúar við Dísarland munu áfram þurfa að rýma hús sln verði þær áætl- anir sem nú er unnið eftir að veru- leika. Samkvæmt tillögunni á leiði- garður að taka við flóðum úr Traðar- P021 P03 F031 . Tillaga 4 ~ f'!? ? jít 111« í f , GL1 V ’o , f ♦ I * i t 9 JL Tilaga númer 4 Veriö er aö gera verkfræöiútreikninga vegna útboös samkvæmt þessari til- lögu. v. •• *,/*/># ; P021 Tillaga 5 v V r ,f 111 * * ■ J JLi. I iT'ft f 11' % *• % J y* i , r * ♦ ■ ** m - I /* ♦ / > i ík_______*—Æ____♦__£_1____Jb__*- d>l i t *'/ V » Tiiaga númer 5 Þessi tillaga er talin gefa öruggari vörn gegn snjóflóöum en öll hús viö Dísar- land og tvö aö auki lentu þá undir varnargörðum. gili og leiða þau til vesturs. Þvergarð- ur skammt fyrir ofan Dísarland á að taka við flóðurn úr Ytragili og er ætlað að stöðva minni flóð. Gert er ráð fyrir að stærri flóð fari yfir garðinn en nokkuð dragi úr afli þeirra. Þetta gangrýnir Olgeir Hávarðarson sem býr að Dísarlandi 10 og vill fá hús sitt keypt upp og er ósáttur við að leggja líf fjölskyldu sinnar að veði. Smári Þorvaldsson hjá umhverfis- ráðuneytinu segir Ofanflóðasjóð ekki hafa heimild til að fjármagna uppkaup á húsum samhliða varnaraðgerðum og hefur Magnús Jóhannesson ráðuneyt- isstjóri staðfest það og við það situr. Á döfinni er að gera nýtt hættumat, m.a. fyrir Bolungarvík, á gmndvelli nýrrar reglugerðar sem sett var í sum- ar, en fyrir er bráðabirgðamat sem gert var fyrir um tveim árum. I reglu- gerðinni er kveðið á um með hvaða hætti slíkt mat skuli gert og hvemig skilgreina skuli hættusvæði. Sam- kvæmt reglugerðinni á að vera búið að ljúka gerð hættumats fyrir helstu snjóflóöahættusvæði landsins á næsta ári. í fyrstu hugmyndum varðandi snjó- flóðavamir í Bolungarvík var gert ráð fyrir að grafa um 30 metra djúpan og mikinn skurð þvert í fjallshlíðina fyr- ir ofan byggðina. Var áætlað að mann- virkið myndi kosta um einn milljarð króna, eða um eina milljón á hvern ibúa í plássinu. Bolvíkingum leist illa á þessi áform og var því fallið frá þeim en ákveðið að hanna leiðigarða og þvergarða til að verja hluta byggðar- innar. -HKr. ^Bruninn í Eyjum: ísfélagið gefur starfsmönnum 1 milljón Stjórn Isfélags Vestmannaeyja hefur samþykkt að leggja eina milljón króna í sjóð sem er í vörslu sóknarpresta Vestmannaeyja og er ætlað aö hjálpa þeim starfsmönnum frystihússins sem eru verst staddir. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkakvennafélagið Snót og tsfélag Vestmannaeyja reyndu að koma því til leiðar að þeir starfsmenn frystihússins sem misstu vinnu sína í brunanum í Eyjum á laugardaginn fengju bætur samkvæmt kauptryggingarákvæðum i stað atvinnuleysisbóta. I tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær segir að í ljós hafi komið að lagaheimild skorti til þessa. Sameiginlegt markmið ísfélagsins og verkalýðsfélaganna tveggja, sem munu sameinast i Verkalýðsfélagið Drífandi um áramót, er að draga eins mikið og mögulegt er úr félagslegu og fjárhags- legu áfalli sem starfsmenn verða fyrir vegna brunans. Eins og kunnugt er brann ísfélag Vestmannaeyja að mestu leyti til grunna síðastliðið laugardagskvöld. Á annað hundrað manns missti vinnu sina við það og er það mikið áfall fyrir Eyjamenn. Ef starfsmennimir hefðu fengið bæt- ur samkvæmt kauptryggingarákvæð- um í stað atvinnuleysisbóta, hefðu þeir bæöi fengið hærri bætur og ekki þurft að skrá sig atvinnulausa rétt fyrir jól- in. ísfélagið var tilbúið að láta starfs- mann á skrifstofu sinni annast útreikn- ing á kauptryggingunni og greiða hana út, og siðar hefði full endurgreiðsla á kauptryggingunni komið frá Vinnu- málastofnun. En nú hefur komið í ljós að lagaheimild skortir til þess að þetta geti gerst, og lýsa félögin yflr vonbrigð- um sínum með það. -SMK Færeysk fjarskipti TeleF, dótturfyrirtæki Íslandssíma í Færeyjum, hóf starfsemi í gær. Bjarne Djurholm, fjarskiptaráöherra Færeyja, hringdi fyrsta símtalið um kerfi TeleF, en hann sést hér viö hliö Billy Hansen, framkvæmdastjóra TeleF. Símtaliö var á sögulegum nótum en Bjarne hringdi í bæjarstjórann í Vestmanna. Íslandssími í fjarskiptaslag í Færeyjum íslenska íjarskiptafyrirtækiö Is- landssími og færeyska fjarskiptafyr- irtækið TeleTænasten tilkynntu í gær um stofnun nýs fjarskiptafyrir- tækis í Færeyjum, TeleF. Fyrirtæk- ið mun veita þjónustu strax á þessu ári en það mun bjóða upp á talsíma- þjónustu í Færeyjum, millilanda- símtöl, intemetþjónustu og gagna- flutninga. Stefnt er að útvíkkun á starfseminni innan tiðar, þar með talinn rekstur á GSM-þjónustu. TeleF er í jafnri eigu Íslandssíma og TeleTænasten. Stjórnarmenn eru fimm. Fulltrúar færeyska fyrirtæk- isins skipa þrjú sæti en fulltrúar ís- landssíma tvö. Greint var frá stofn- un fyrirtækisins í Norræna húsinu í Færeyjum í gær en við sama tæki- færi var skrifað undir samkomulag við alþjóðafyrirtækið Ericsson um kaup á tækjabúnaði til rekstrarins. Þar er um að ræöa símstöð og síma- og internetlausnir. Hafist verður handa við uppsetningu búnaðarins á næstu dögum. Til þessa hefur TeleTænastan rekið takmarkaða íjarskiptaþjón- ustu og færeyski Landssíminn verið markaðsráðandi. TeleF mun fyrst og fremst einblína á að veita fær- eyskum heimilum og fyrirtækjum meiri þjónustu en staðið hefur til boða til þessa. Jafnramt er búist við að með tilkomu nýs fyrirtækis fylgi lægra verð á fjarskiptaþjónustu. -rt Ráðherra gagnrýndur Jón Bjarnason, þingmaður VG og fulltrúi í íjárlaga- nefnd, gagnrýndi Björn Bjarnason menntamálaráðherra harðlega á Alþingi í gær fyrir vinnubrögð hans við hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Hækk- un hafi verið ákveðin tveimur dögum eftir afgreiðslu fjárlaga. Hörgárbyggð skal það heita Um næstu áramót tekur gfldi sam- eining sveitarfélaganna Glæsibæjar- hrepps, Skriðuhrepps og Öxnadals- hrepps. Sjálfkjörið var í stjóm hins nýja sveitarfélags, en aðeins einn listi barst, listi fráfarandi þriggja sveitar- stjórna. Kosningar hefðu að öðrum kosti farið fram 9. desember síðastlið- inn. - Dagur greinir frá. Islenska kýrin skal vernduð Nokfcrir bændur, víðs vegar að af landihfi, vinna nú að stofnun félags áhugamanna um islensku kúna og hef- ur félagið hlotið nafnið BúkoUa, sam- tök áhugamanna um íslensku kúna. Uppsagnir hjá Genealogia Tryggvi Pálsson hjá Genealogia Is- landomm segir alrangt að erfiðleikar séu orsök uppsagna innan fyrirtækis- ins. ÖUu starísfólki gen.is hefur verið sagt upp og þar á meðal eru starfs- menn JPV-forlagsins. Tryggvi segir al- rangt að Jóhann Páll Vaidimarsson sé á leiðinni út og vísar því á bug að of metnaðarfull og kostnaöarsöm bókaút- gáfa fyrir þessi jól hjá JPV-útgáfúnni sé að reynast félaginu dýrkeypt. Engir snjótroðarar Bæjarráð Akureyrar hafnaði í dag tilboðum um kaup á snjótroðara fyrir Skíðastaði í Hlíðarfjalli. Lögð voru fram tvö tilboð frá seljendum. Annars vegarfrá Doppelmayr v/Kássbohrer í nýjánfsrijðtroðara og hins vegar frá Istraktor v/Leitner í notaðan snjótroð- ara. i Reiðubúnir í langt verkfall Riflegar fjárhæðir i bættust í gær við | verkfaUssjóð fram- haldsskólakennara. 11 verkfallsmiðstöð kennaranna í félags-1 heimilinu Drangey I við Stakkahlíð af- T henti Félag íslenskra I náttúrufræðinga Elnu Katrínu Jóns- dóttur, formanni Félags framhalds- skólakennara, 3 mUljóna króna fram- lag félagsins í sjóðinn. Aukið hlutafé í H-G Hluthafafundur í Hraðfrystihúsinu- Gunnvöm á ísafirði samþykkti í gær að auka hlutafé félagins um 24,6 mUlj- ónir króna. Núverandi hluthafar féllu frá forkaupsrétti. Nokkrar breytingar eru á starfsmannahaldi H-G. Ingimar Halldórsson er farinn til Fjórðungs- sambands Vestfirðinga og fyrrverandi framkvæmdastjóri, Konráð Jakobs- son, lætur af störfum hjá H-G í dag. Reynt að hagræða Þingmenn Vest- firðinga eru sam- mála um að staða sveitarfélaga og at- vinnulífsins á Vest- flörðum sé alvarleg, m.a. vegna fólks- fækkun og samdrátt- ur í atvinnulifi. Ein- ar K. Guðfinnsson, alþingismaöur Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi um hugsanlega sölu Orkubúsins að stjórn- endur sveitarfélaga á Vestflörðum hefðu verið að reyna að taka tU í sin- um rekstri og hagræða eins og hægt væri. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.