Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 DV Bill Clinton Bandaríkjaforseti gæddi sér á dýrindis mat á pöbb í London en fór án þess aö greiöa fyrir. Clinton gleymdi að borga reikn- ing á pöbbinum Bill Clinton og foruneyti hans snæddu hádegisverð á pöbbi í tísku- hverfinu Notting Hill i London i gær en gengu svo út án þess að greiða reikninginn. „Þeir borguðu ekki reikninginn," hefur breska blaðið Guardian eftir kráareigandanum Mike Bell. „Ég er hins vegar með heimilisfangið hjá manni í Ameríku sem ég get sent reikninginn til.“ Clinton ræddi við starfsfólk og aðra gesti kráarinnar á meðan hann sporðrenndi góðgætinu og skolaði þvi niður með lifrænum bjór. Reikningur Clintons og félaga hljóðaði upp á tæpar þrjú þúsund krónur. Breska blaðið Mirror tók á sig að greiða hann fyrir forsetann. „Hann stakk ekki beint af. Ég held bara að það hafi ekki hvarflað að honum að borga,“ sagði Bell. ESB boðar stór- felldan niður- skurð í Norðursjó Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins komust í nótt að sam- komulagi um stófelldan niðurskurð fiskveiðikvóta í Norðursjó á næsta ári. Fundur þeirra hafði þá staðið í tólf klukkustundir. Talið er að af- leiðingamar fyrir breskan sjávarút- veg verði hrikalegar. „Þetta er stófelldasti niðurskurð- ur sem við höfum boðað frá því kvótakerfið var tekið upp,“ sagði Franz Fischler, sem fer með fisk- veiðimál í framkvæmdastjórn ESB. Ákvörðunin um niðurskurð var tekin eftir viðvaranir vísindamanna um alvarlegt ástand á þorsk- og lýs- ingsstofnunum við Bretland. Þorskkvótinn verður skorinn nið- ur um nærri helming en niður- skurðurinn verður minni í öðrum tegundum. Formaður breska sjó- mannasambandsins sagði þetta hrikaleg tíðindi. Þorskstofninn í Norðursjó hefur farið minnkandi frá því skráning hófst 1963. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 18. des- ember 2000 kl. 11. Sveinn Rafn SU-050, þingl. eig. Andromeda ehf., gerðarbeiðendur Brim- borg-Þórshamar ehf. og Landsbanki Is- lands hf., Fáskrúðsfirði. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hlíðarendavegur 6b, Eskifirði, þingl. eig. Karl Oskar Jónsson, Barbara Wojtowicz og Anna Wojtowicz, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 18. desem- ber 2000 kl, 13._______________ Sæberg 15, Breiðdalsvík, þingl. eig. Fjóla Ákadóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Eskifirði, mánudaginn 18. desember 2000 kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI George W. Bush þegar byrjaður að græða sárin: Ræðir við framá- menn demókrata George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist staðráðinn í að láta ekki sitja við orðin tóm í sáttaumleitunum sínum við demókrata því hann hefur boðað framámann úr þeirra röðum á sinn fund í dag. Fyrsta opinbera verk Bush í dag verður að hitta öldungadeildarþing- manninn John Breaux frá Louisi- ana. Fundarboðið hefur þegar kom- ið af stað vangaveltum um að Bush kunni að bjóða demókratanum stöðu í stjóm sinni. Bush heldur til Washington í næstu viku til viðræðna við forystu- menn þingsins, A1 Gore, varaforseta og keppinaut sinn um forsetaemb- ættið, og Bill Clinton forseta. Bush mun einnig ræða við menn og kon- ur sem til greina kemur að taki sæti í næstu ríkisstjórn. Heimildarmenn innan þingsins töldu í gær ólíklegt að Breaux myndi gefa eftir sæti sitt í öldunga- deildinni þar sem jafnræði er með Forsetahjónin tilvonandi George W. Bush, veröandi forseti Bandaríkjanna, og Laura eiginkona hans brostu breitt þegar þau komu úr messu í Tarrytown meþódista- kirkjunni í Austin í Texas í gær. flokkunum. Tæki Breaux sæti í stjórninni þýddi það að ríkisstjór- inn í Louisiana myndi skipa mann í hans stað. Ríkisstjórinn er repúblikani og því líklegt að hann myndi skipa flokksbróður sinn. Breaux þessi hefur með starfi sínu í þinginu sýnt að hann á auð- velt með að vinna með fulltrúum beggja flokka. Bush reyndi í gær að ganga fram með góðu fordæmi og ræddi meðal annars við Clinton og blökku- mannaleiðtogann Jesse Jackson sem hvatti hann til að beita sér fyr- ir umbótum á kosningalögunum. Liklegt þykir að Bush greini á morgun frá fyrstu tilnefningunum í stjórn sina. Búist er við að það verði annaðhvort Colin Powell, fyrrum hershöfðingi, i embætti utanríkis- ráðherra eða Condoleezza Rice í embætti þjóðaröryggisráðgjafa. Powell hefur heimsótt Bush á búgarð hans í Texas og vist þykir að þingið staðfesti hann auðveldlega. Mótmæli í búri tígrisdýrs Marcus Mischler, eigandi sirkussins Euro Flying Circus, lokaöi sig inni í búri hjá tígrisdýri þegar yfirvöld í Brussel í Belgíu geröu eignir sirkussins upptækar i gær vegna gjaldþrots. Tvíburarnir vilja ekki flytja í Hvíta húsið Það eru ekki allir í Bush-fjölskyld- unni hamingjusamir þessa dagana. Sagt er að tvíburarnir Barbara og Jenna Bush hafi í raun vonast til þess að faðir þeirra, George Bush, tapaði í forsetakosningunum. Þær vilja nefnilega ekki hafa lífverði með sér á stefnumótin. Víst þykir að stúlkurnar, sem eru 19 ára, séu ánægðar með að biðinni sé lokið. Og þær voru að vísu vanar op- inberu lífi í Austin í Texas, þar sem faðir þeirra hefur verið ríkisstjóri í sex ár, en nú gilda allt aðrar reglur. Barbara og Jenna forðast báðar sviðsljósið og foreldrar þeirra hafa gert allt sem hægt er til að vernda þær. Það hefur tekist ágætlega. Það eru ekki margir Bandaríkjamenn sem myndu þekkja stúlkurnar á mynd. Þær tóku að vísu þátt í lands- fundi repúblikana síðastliðið sumar Á tali vió afa Jenna Bush, önnur tviburadóttir Ge- orge W. Bush, veröandi forseta, á tali viö afa sinn, George Bush. en annars hafa þær ekki sést í kosn- ingabaráttunni. Þær stunda nám í háskóla og munu halda þvi áfram. Vinur fjölskyldunnar greindi frá því í viðtali við New York Times að Jenna hefði verið með tárin í aug- unum um jólin 1998 þegar rætt var um forsetaframboð föðurins. „Þá þýðir þetta að við verðum alltaf með lífverði með okkur.“ Sagt er að Bush hafi sjálfum vöknað um augu. Hann hugsaði sig lengi og vel um áður en hann tók ákvörðun um að bjóða sig fram. Einn ráðgjafa hans benti á að embættið hefði kosti í för með sér fyrir dæturnar þó svo að þær gerðu sér ekki grein fyrir því. Þeirra yrði vandlega gætt og þær myndu ekki fá tækifæri til flkni- efna- og áfengisneyslu áður en þær væru nógu þroskaðar til að standast freistingarnar. Stuttar fréttir Chirac kveðst saklaus Jacques Chirac Frakklandsforseti kvaðst í gær í sjón- varpsviðtali ekkert vita um ólöglega fjármögnun flokks hans i upphafi síð- asta áratugar. Kvaðst hann ekkert hafa haft með fjármál flokksins að gera. Stóru stjórnmálaflokkamir í Frakklandi eru sakaðir um að hafa tekið við milljörðum íslenskra króna frá verktökum gegn samning- um um verkefni við skóla Parísar á meðan Chirac var borgarstjóri. Þagað um sannleikann Rússneskur vísindamaður, Aleksej Jablokov, segir bæði yflr- völd í A- og V-Evrópu þegja um raunverulegar afleiðingar Tjsemo- bylsslyssins 1986. Segir hann þær miklu hræðilegri en fullyrt sé. Kjarnorkuverinu í Úkraínu verður lokað í dag. Hvítir eru óvinirnir Forseti Simbabve, Robert Muga- be, lýsti í gær yfir stríði við hvíta menn. Sagði hann Afríku vera fyrir blökkumenn. Hvítur bóndi var drepinn á þriðjudaginn á býli sínu. Sonur hans særðist i árásinni. NATO og ESB ósammála Utanríkisráðherrar NATO og ESB náðu ekki í gærkvöld sam- komulagi um samvinnu. Viðræður halda áfram í Brussel í dag. ítalir mótmæla Haider Mörg þúsund manns mótmæltu í Róm í gærkvöld væntanlegri heim- sókn austurríska þjóðernissinnans Jörgs Haiders í Páfagarð á morg- un. Þingmenn, borgarstjóri og ráðherra tóku þátt í göngunni. Haider ætlar að færa páfa jólatré frá Austurríki. Efasemdir um sáttmála Búist er við að bandarísk yfirvöld muni draga á langinn að staðfesta Kyotosáttmálann eða hafna honum eftir að George Bush er sestur á for- setastól. Fær ekki hæli á Kostaríku Yfirvöld á Kosta- ríku sögðu í gær að þau myndu neita njósnaforingjanum Montesinos frá Perú um hæli færi hann fram á það. ígær var strax hafin rannsókn á þvi hvort fréttin um að Montesinos hefði komið til Kosta- ríku á skútu í októberlok væri sönn. Áfram friðarferli Bill Clinton Bandaríkjaforseti vis- aði á bug vangaveltum um að friðar- ferlið á N-írlandi myndi stöðvast þegar hann léti af embætti. í sama bíl og Brezhnev Þegar Vladímír Pútín Rússlands- forseti kom til Kúbu á miðvikudags- kvöld var hann sóttur í sama bíl og Sovétleiðtoginn Brezhnev var sóttur í 1974. Fidel Castro Kúbuforseti seg- ir heimsókn Pútíns mikilvæga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.