Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti_______________________________________ Umsjón: Vidskiptablaölð ^ Tap SIF í Noregi um 114 milljónir Samkvæmt 10 mánaða uppgjöri fyrir starfsemi SÍF hf. í Noregi var rekstrartap fyrstu 10 mánuði ársins um 114 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 103 milljóna króna tapi. Þá hafa um 25 milljónir króna verið afskrifaðar vegna sölu á tveimur fiskvinnslufyrirtækjum og bátum félagsins í Noregi. Viðræður standa yfir um breyt- ingar og/eða sölu á rekstri Loppa Fisk AS og er ekki ljóst hvort koma þurfi til afskrifta vegna þess, að því er fram kemur í frétt frá SÍF hf. SÍF hf. vísar hins vegar á bug vangaveltum sem fram hafa komið í íslenskum og norskum fjölmiðlum um að tap af starfsemi félagins í Noregi í ár sé sambærilegt og í fyrra en þá nam rekstrartapið um 290 milljónum króna. SÍF lýsti því yfir síðastliðinn þriðjudag að fyrirtækið hefði ákveð- ið að draga verulega úr þátttöku sinni í fiskvinnslu í Noregi í ljósi erfiðra starfsskilyrða og viðverandi tapreksturs. í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær, sagði Friðrik Pálsson, stjómarformaður SÍF, ástæðu þess vera að fyrirtækið hygðist einbeita sér að markaðs- og sölumálum en draga sig út úr frum- framleiðslu og útgerð. SÍF hefur stöðvaö framleiðslu í fiskvinnslufyrirtækinu Nykvag Fisk AS í Vesteralen og selt hús og tæki þess. Sömuleiðis hefur SÍF selt fiskvinnslufyrirtækið Eidet Fisk AS til Ágústs Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, og sterkra útgerðaraðila á svæðinu. SlF mun þó áfram annast sölu allra afurða Eidet Fisk á komandi árum. Enn fremur standa yfir viöræöur um sölu á fjórum bátum sem SÍF hefur verið aðili að og dregið hefur verið úr rekstri fiskvinnslufyrir- tækisins Loppa Fisk AS í Finn- mörku. SÍF hyggst leita eftir sölu á Loppa Fisk eða samstarfi við aðila á svæðinu um breytingar á rekstri þess. í kjölfar þessara breytinga seg- ir SÍF mögulegt að skerpa áherslur innkaupaskrifstofu SÍF í Tromsö og efla starfsemi innkaupaskrifstof- unnar í Álasundi en hún sérhæfir sig í innkaupum á laxi. Hátt í 500 milljóna króna tap hjá SR-mjöli - áframhaldandi taprekstur síðustu mánuði ársins SR-mjöl hf. var rekið með 468 milljóna króna rekstrartapi fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt óendurskoðuðu bráðbirgðauppgjöri. Að teknu tilliti til reiknaðra breyt- inga á tekjuskattskuldbindingu, af- komu hlutdeildarfélaga og 65 millj- óna króna óreglulegri gjaldfærslu er tap félagsins á tímabilinu um 465 miiljónir króna. Heildarvelta tímabilsins nam 3.349 milljónum króna. Rekstargjöld fyrir afskriftir og íjármagnskostnað námu 3.056 milljónum króna. Af- skriftir nema um 513 milljónum króna og fjármagnskostnaður um 248 milljónum króna, þar af er geng- istap um 144 milljónir króna og reiknaöar tekjur vegna verðlags- breytinga um 48 milljónir króna. Tap fyrir eigna- og tekjuskatt nam 468 milljónum króna en aö teknu til- Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Fiest bendir til þess að ytri aöstæöur félagsins muni fara batnandi á næsta ári. Reiknað er með að olíuverð lækkl þegar líða tekur á árið. liti til reiknaðra breytinga á tekju- skattsskuldbindingu og afkomu hlutdeildarfélaga verður tap félags- ins um 400 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt frá SR-mjöli. EVrir skömmu hnekkti Hæstirétt- ur íslands dómi undirréttar á Sauð- arkróki í máli Fiskiðjunar Skagfirð- ings hf. á Sauðarkróki og SR-mjöls hf. vegna samnings um kaup á úr- 1. flokki 1. flokki 2. flokki 2. flokki 3. flokki 2. flokki 2. flokki 3. flokki 1989 1990 1990 1991 1992 1993 1994 1994 41. útdráttur 38. útdráttur 37. útdráttur 35 útdráttur 30. útdráttur 26. útdráttur 23. útdráttur 22. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 2001. ÖLL númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaóinu föstudaginn 15. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf Liggja frammi hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 | Fax 569 6800 eldingarrétti en undirréttur hafði dæmt SR-mjöl hf til að greiða samn- ingsfjárhæðina að fullu. Dómur Hæstaréttar kvað á um að sú fjár- hæð sem SR-mjöl hf var búin að greiða Fiskiðjunni Skagfirðingi, eða um 65 milljónir króna. yrði ekki endurgreidd. Félagið mun því þurfa að færa fjárhæðina sem óregluleg gjöld og fyrrgreint tap hækkar því sem henni nemur. Heildartap SR- mjöls fyrstu níu mánuði ársins er því um 465 milljónir króna. Á því tímabili sem liðið er frá lok- um septembermánaðar hefur verið áframhaldandi taprekstur hjá félag- inu. Lítið sem ekkert af hráefni hef- ur borist á þessu tímabili. Olíuverð hefur verið í hámarki og afurðaverö með því lægsta um árabil. Gengis- lækkun krónunar á seinnihluta þessa árs kemur fram í auknum gengismun en hækkar verðmæti þeirra birgða félagsins sem enn eru ógreidda eða óseldar. Flest bendir til þess að ytri að- stæður félagsins muni fara batn- andi á næsta ári. Reiknað er með að olíuverð lækki þegar líða tekur á árið og þegar eru merki um að af- urðaverð kunni að rétta við á næstu mánuðum. Samherji selur 65% hlut í Samherja GmbH í Þýskalandi - nettóskuldir Samherja lækka um helming við söluna Stjóm Sam- herja hefur sam- þykkt að selja 65% eignarhlut í dótt- urfyrirtæki félags- ins í Þýskalandi, Samherja GmbH, sem á og rekur út- gerðarfyrirtækið DFFU í Cuxhaven. Heildarsöluverð nemur 864 millj- ónum króna. Kaupendur eru nokkrir af stærstu hluthöfum Sam- herja hf. Samhliða sölunni mun Samherji GmbH endurgreiða móðurfélaginu vaxtalaust hluthafalán að upphæð 1.140 milljónir króna. Samtals nema þessar greiðslur um tveimur millj- öröum króna og verður helmingur þeirrar fjárhæðar nýttur til kaupa á eigin hlutabréfum í Samherja í tengslum við fyrirhugaða samein- ingu við BGB-Snæfell hf. Kaupendur að 65% eignarhlutn- um í Samherja GmbH eru nokkrir af stærstu hluthöfum í Samherja hf„ þ.e. Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson, Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupþing hf. og Finn- bogi A. Baldvinsson. Við mat á verðmæti selds eignar- hluta í Samherja GmbH var gengið út frá sama heild- arverðmæti hluta- bréfa í því félagi og miðað var við í samkomulagi við KEA um skipti á hlutabréfum í BGB-Snæfelli fyrir hlutabréf í Sam- herja. Á fundinum samþykkti stjómin enn fremur að Samherji GmbH gengi inn í kaup Finnboga A. Baldvinssonar á þýska fiskvinnslufyrirtækinu Hussmann & Hahn. í framhaldi af þessu verða DFFU og önnur dótturfyrirtæki Samherja GmbH og Hussmann & Hahn, rekin sem ein fyrirtækjasam- stæða undir sameiginlegri yfir- stjórn. Með sölu á 65% af eignarhluta Samherja hf. í Samherja GmbH lækka nettóskuldir Samherja hf. um helming. Þær era nú um 6 milljarð- ar en fara í um 3 milljarða fyrir kaup á eigin bréfum og sameiningu við BGB-Snæfell hf. Af þessum þremur milljörðum króna nemur vaxtalaus skattskuldbinding rúm- um einum milljarði króna. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 2.501 m.kr. Hlutabréf 765 m.kr. Húsbréf 605 m.kr. MEST VIÐSKIPTI i Q Islandsbanki-FBA 276 m.kr. | Q Pharmaco 190 m.kr. j 0 Opin kerfi 41 m.kr. MESTA HÆKKUN ■ 0 Eimskip 4,2% 0 Samheiji 4,0% ©SÍF 3,7% MESTA LÆKKUN i 0 Skýrr 4,0% 1 © Landsbanki 2,9% © Auölind 2,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1.297 stig - Breyting O 0,6 % Vonbrigöi b|á Chase Man- hattan og JP Morgan Bandarísku fjárfestingarbankarn- ir Chase Manhattan og JP Morgan, sem sameinuðust í september, hafa sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði „verulega“ lakari en væntingar hafa verið um. Tele Danmark veröur TDC Danska fjarskiptafyrirtækiö Tele Danmark hefur ákveðið að breyta nafni sínu i TDC.sem stendur fyrir Tele Danmark Communications. Nafnabreytingin tekur gildi á næsta aðalfundi félagsins, sem verður haldinn 26. apríl 2001. Hlutafjáraukning Baugs að mestu nýtt I erlend verkefni Áætlað er að hlutafjárútboö Baugs skili 1.128 milljónum króna í íjárstreymi til félagsins. Um 600 milljónir verða notaöar til að auka hlutafé í Baugi Sverige AB, um 300 milljónum verður varið til hluta- fjáraukningar Bónus Dollar Stores Inc. og um 230 milljónum króna verður varið tO uppbyggingar á verslunum félagsins á íslandi. Hlutafjárútboð hjá Baugi hf. til forgangsréttarhafa fer fram dagana 18. til 22. desember 2000. Fjárhæð út- boðsins er 100.000.000 kr. að nafn- verði og gengi hlutabréfanna er 11,6. FBA er umsjónaraðili útboðsins og skráningar hlutcifjáraukningar á VÞÍ. Íslandsbanki-FBA hf. sölu- tryggir 40% af útboðinu á útboðs- gengi. Fyrir liggur staðfesting frá hluthöfum, sem samtals áttu 59,34% hlutafjár þann 29. nóvember, þess efnis að þeir muni nýta forgangsrétt sinn að fullu í útboðinu. KAUP SALA PHl Dollar 86,060 86,500 Osj Pund 126,980 127,630 1*1 Kan. dollar 56,730 57,080 SSI Dönsk kr. 10,3580 10,4150 HHi Norsk kr 9,4780 9,5300 GH Sænsk kr. 8,9810 9,0300 I4H Fl. mark 12,9811 13,0591 j§ | Fra. franki 11,7663 11,8370 Ifftl Belg. franki 1,9133 1,9248 3] Sviss. franki 51,2600 51,5400 Holl. gyllini 35,0237 35,2342 | - '4 j Þýskt mark 39,4626 39,6997 T] ít- Hra 0,03986 0,04010 i Aust. sch. 5,6090 5,6428 | Port. escudo 0,3850 0,3873 jSpá. peseti 0,4639 0,4667 | © | Jap. yen 0,76440 0,76900 1 1 írskt pund 98,001 98,590 SDR 111,3500 112,0200 ElECU 77,1822 77,6459 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.