Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 16
16 Menning Er meira og stœrra betra? Hugmyndin að baki bókinni ísland í ald- DV-MYND E.ÓL. Illugi Jökulsson rithöfundur Bókin veröur í framtíöinni náma fyrir nemendur sem heyja sér efni í ritgeröir um íslandssögu. inn um bókmenntir á fyrstu áratugum aldarinnar heitir svo dæmi sé tekið Ljóðlist í öndvegi en rétt- nefni væri Skáldsagan ryður sér til rúms eða eitt- hvað í þá áttina. Sama er að segja um kaflann Frið- rik VIII látinn Kristján X tekur við völdum en hann fjallar aðeins að hluta um konungaskiptin en því meir um upphafið að uppkastsdeilunni illskeyttu. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þó fleira í þessari bók sem vel er gert en það sem kallar á að- finnslur og margt er til fyrirmyndar. í því sam- bandi má benda á kortin sem greina frá niðurstöö- um alþingiskosninga. Þar sér lesandinn í sjónhend- ing nöfn þingmanna, fyrir hvaða kjördæmi þeir sátu og hvemig flokkaskiptingin var á þingi hverju sinni. Hér að framan var varpað fram þeirri spumingu hver væri markhópur þessa rits. Því verður ekki svarað í þessum pistli en þó er augljóst að bókin verður í framtíðinni náma fyrir þá nemendur sem þurfa að heyja sér efni í ritgerðir um íslandssögu. Markvissara val og niðurskurður á efni hefði hins vegar skilað hinum almenna lesanda betri bók. Guðmundur J. Guðmundsson Island í aldanna rás 1900-1950. Saga lands og þjóðar ár frá ári. Aðalhöfundur: lllugi Jokulsson anna rás er sú sama og í hinum vinsæla bóka- flokki Öldunum, að gefa yfirlit yfir helstu atburði hvers árs. En ritið er miklu meira að vöxtum en Aldirnar og raunar vandséð hvaða markhópi það er ætlað. Bókin er um 400 siður og í stóra broti, letrið er smátt og mikið les- mál á hverri síðu auk ríkulegs myndefnis. Um- brotið er í fjórum mjóum dálkum, einna likast því sem tíðkaðist í blöðunum um aldamótin 1900 og gefur það ritinu skemmtilegan svip. Stofninn í lesefninu eru samtíma blaðagreinar og hefur sú leið verið farin að halda ekki bara orðfæri og orðmyndum heldur einnig að nokkru stafsetn- ingu og verður hverjum manni augljóst við lestur sumra þessara greina hversu miklum breytingum íslenskt mál hefur tekið á öldinni sem nú er að líða. Inn á milli er skotið yfirlitsköflum um þætti eins og efnahagsmál, menningu og stjómmál. Þessir kaflar eru greinargóðir og gefa gott yfirlit yfir þróun mála en yfirleitt eru þeir enginn skemmtilestur enda varla hægt að ætlast til þess. Þó er rétt að benda á kaflann um blöö og blaðamenn á fyrstu áratugum aldarinnar sem er bráðskemmtilegur. Með reglu- legu millibili eru svo síður þar sem birt eru lista- verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar og laus- lega gerð grein fyrir þeim og er það vel til fundið. Einnig eru nýttir kaflar úr endurminningum og ævisögum sem varpa ljósi á atburði. í riti sem þessu er vandamálið auðvitað hvað á að birta og hverju að sleppa og orkar það ávallt tvi- mælis. Á að birta það sem mönnum þótti fréttnæmt á hverjum tíma eða það sem okkur nútímamönnum þykir standa upp úr? Svo virðist sem hér sé reynt að fara bil beggja og niðurstaðan verður stundum hálfgerður hrærigrautur. Of oft ræður áhugi höf- undar á ýmis konar „kúríósu" ferðinni. Gott dæmi um þetta er kafli á bls. 99, Þingmann dreymir Njálu, sem tekur yfir hálfa blaðsíðu. Hitt er svo annað mál að stuttir bútar af þessu tagi gera sig vel innanum annað efni svo sem klausan Að bifa (bls.105) sem gefur smellna mynd af umræðum um nýyrðasmíð í byrjun aldarinnar. Kaflafyrirsagnir eru á stundum misvísandi. Kafl- Bókmenntir Póstmódem óhugnaður Baudelaire-systkinin missa foreldra sína og heimili sitt, eru sett í fóstur hjá fjarskyld- um frænda sínum en hann reynist hræðilegur og líf þeirra verður ein sorgarsaga, fullt af hryllingi og hættu. Svona hljóðar í stuttu máli söguþráður bókarinnar Illa byrjar það sem tekin er úr Bálki hrakfalla. Hér er á ferð hrollvekja fyrir böm og full þörf á að vara viðkvæmar sálir við henni. Börnin missa foreldra sína, þurfa að þola ofbeldi og morðhótanir af hálfu frænda síns, Ólafs greifa, en sá stjórnar allófrýnilegum leikhópi. Ekki er sagan þó einskær óhugnaður en hún minnir um margt á nútímahollvekjur og er til dæmis fyndin á afar kaldhæðinn hátt. Nefna má að einkar vel tekst að þýða ýmiss konar orðaleiki og eru orð- skýringar bókarinnar oft skemmtilegar: „Þau höfðu vonað að heimsókn þeirra hefði verið trún- aðarmál, hugtak sem þýðir hér leyndarmál á milli þeirra og herra Poe sem ekki væri blaðrað í Ólaf greifa.“ (77) Persónusköpun er ekki margbrotin; börnin era góð, Ólafur og kumpánar hans eru vondir og síðan koma við sögu nokkrir nytsamir sakleys- ingjar, eins og herra Poe og Strauss dómari, sem ekki eru vondir en geta lítið gert til að koma í veg fyrir alla þá hræðilegu atburði sem dynja á börnunum. Bömin eru mjög snjöll af börnum að vera, Fjóla er uppflnningamaður og Kláus bróðir hennar er mikill lestrarhestur. Sunna, sú yngsta, er enn smábarn en persónur þeirra allra vekja samúð lesanda. Helsta einkenni og um leið kostur sögunnar er sú kalda og kímilega aðferð sem beitt er til að nálgast hræðilega atburði. í þessari nálgun felst einnig tvöfalt ávarp þannig að fullorðnir ættu ekki síður að hafa gaman af sögunni en börn. Fyrir börn og unglinga sem hafa yndi af óhugn- aði má enn fremur mæla með þessari nýstárlegu nálgun. Hins vegar er um leið klæmst nokkuð á mannlegum tilfinningum á borð við sorg og ótta, og ef til vill má segja sem svo að þetta sé ný út- gáfa af gömlu hryllingsævintýri sem endurspegli að nokkru leyti þá póstmódernísku upplausnar- tíma sem við nú lifum. Hugsanlega er Illa byrjar það upphaf nýrrar tegundar barnabóka, sem slík er hún vel heppnuð og mjög áhugaverð tilraun sem vert er að gefa gaum. Katrin Jakobsdóttir Lemony Snicket: llla byrjar þaö. Snorri Hergill Kristjáns- son þýddi. Mál og menning 2000. Fimm leiötogor Ásdís Halla Bragadóttir hefur sett saman athyglis- verða bók um íslenska leið- toga. Grunnur bókarinnar er viðtöl við tvær konur og þrjá karla. Öll njóta mikillar virð- ingar en era ólíkar tegundir leiðtoga. Viðtölin era mark- viss og er ætlað að veita inn- sýn í eðli leiðtogahlutverks- ins. Ásdís bendir á að á íslandi telji menn leið- togahæfileika oft meðfædda en í Bandarikjun- um sé talið að hægt sé að kenna þetta. Hún hall- ast á sveif með því síðarnefnda. LokakEtflinn, „Listin að vera leiðtogi", er greining á viðtölun- um þar sem dregnar eru ýmsar ályktanir um æskilega eiginleika leiðtoga, reynslu og stoðir. Margt af því sem Ásdís Halla telur mikilvægt fyrir góða leiðtoga er hliðstætt því sem íslensk- ir sagnaritarar á 12. og 13. öld töldu skipta máli fyrir höfðingja. Um það má finna vísbendingar í íslenskum konungasögum og þrátt fyrir ólíka samfélagsgerð viröast margar hugmyndir um eiginleika forystumanna gamlar í hettunni. Óleystur vandi er hversu miklu máli leiðtog- ar skipta. Ásdís telur að mikilvægi þeirra sé vanmetið en ræðir málið ekki ítarlega og ekki kemur skýrt fram hvert mikilvægi þeirra sé. Ásdís nefnir að „góðir leiðtogar veita okkur mikilvægan innblástur, þeir hafa ákveöna sýn og setja markmið" (10). Þetta er þó allt nokkuð málum blandið. Kannski væri ráð að skoða málið betur neðan frá: hver er þörf manna fyr- ir leiðtoga og hvað veldur því að fólk fylkir sér um einn en ekki annan? Hvort er lykUinn að því að Davíð Oddsson er hér leiðtogi að frnna í fari hans eða í íslensku samfélagi? Bók Ásdísar kafar því ekki mjög á dýpið að þessu leyti en úttektin á leiðtogaeiginleikum út frá viðtölunum í lokin er gagnleg og skynsam- leg. Viðtölin sjálf eru skemmtUeg aflestrar og þar kemur margt fram sem ég man ekki eftir að hafa séð á prenti áður. Meöal annars kemur fram að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur leiðist þegar menn taka henni sem gefinni, t.d. sem leiðtoga Samfylkingarinnar, Davíð Oddsson leggur áherslu á að menn undirbúi sig, Hörður Sigurgestsson telur greind vanmetna á íslandi, Vigdís Finnbogadóttir lagði áherslu á varúð í embætti. Best tekst upp í viðtölunum við Dav- íð, Hörð og Vigdísi, en allir leiðtogarnir segja margt gáfulegt og öU átta þau sig að einhverju leyti á eigin göUum. Þau hafa öU velt leiðtoga- hlutverkinu eitthvað fyrir sér og Ásdís Halla er lagin að draga það fram og reifa málin á skýr- an hátt. Þó að þessi úttekt á leiðtogahlutverkinu sé snöggsoðin er hún ágætlega samin og mun ef- laust nýtast vel þeim sem vilja læra leiðtoga- hlutverkið með gömlu aðferðinni, að fylgja góð- um fordæmum. Ármann Jakobsson Ásdís Halla Bragadóttir: I hlutverki leiötogans: Líf fimm forystumanna í nýju Ijósi. Vaka-Helgafell 2000. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 r>v Umsjón: Silja Aöalsteinsdótiir í minningu Nínu Bjarkar Dagskrá Listaklúbbs Leikhús- kjallarans á mánudagskvöldið er helguð minningu skáldkonunnar Nínu Bjarkar Árnadóttur, sem lést í aprU á þessu ári. Nina Björk var mikilvæg rödd í íslenskum skáld- skap á seinni hluta 20. aldar. Einlæg og nær- göngul ljóð henn- ar tjá sterkar til- finningar og áhrifamikla sýn á ástina, óttann, samfélagið og hlutskipti kvenna. Fyrsta ljóðabók Nínu, Ung ljóð, kom út 1965, en fyrir utan ljóðlistina skrifaði hún skáldsögur, viðtalsbæk- ur og leikrit. Hún var einnig mikU- virkur þýðandi fagurbókmennta. Fjöldi listamanna tekur þátt í dag- skránni. Lesin verða Ijóð undir stjórn Jóns Proppé og í seinni hiuta dagskrárinnar verða meðal annars leiklesin brot úr áður óbirtu leikriti eftir Ninu, „Reikistjörnum“ (1998), undir stjórn Tinnu Gunnlaugsdótt- ur. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Fjalla-Eyvindur FjaUa-Eyvindur eftir Jóhann Sig- urjónsson, frægasta leikrit sem samið hefur ver- iö á íslensku, er komið út hjá JPV forlagi í nýrri gerð sem Jón Viðar Jónsson sér um. Fíalla-Eyvind- ur var saminn jöfnum höndum á dönsku og íslensku og kom fyrst út á dönsku 1911. íslenska gerðin kom út árið eftir og var að lang- mestu leyti samhljóða þeirri dönsku og sú gerð hefur verið endurprentuð nánast óbreytt síðan. En á dönsku kom verkið út tvisvar enn um daga höfundar, 1913 og 1917, og er textinn þá verulega frábrugðinn texta frum- útgáfunnar - enda tekið fram að hann sé endurskoðaður. Hefur hann verið styttur rækilega og bylt hér og þar auk þess sem atburðarás hefur verið breytt á tveimur stöðum. Tel- ur Jón Viðar að endurskoðunin eigi rætur sínar í fyrstu uppsetningu leikritsins á dönsku í Dagmarleik- húsinu árið 1912, en sú uppsetning var byrjunin á frægðarferli verksins í Evrópu. Nú fá islenskir lesendur loksins tækifæri til að kynnast þessu stór- virki í bókmenntum okkar eins og höfundur gekk siðast frá því. Auk hins endurskoðaða leiktexta á is- lensku birtir Jón Viðar í bókinni ritgerð sína um tilurö verksins frá varðveittum frumdrögum til end- anlegrar myndar. Viðaukar eru texti íslensku útgáfunnar frá 1912 með breytingum dönsku lokagerð- arinnar, fyrri gerð leikslokanna sem Jóhann Sigurjónsson hafnaði og þjóðsagan sem skáldið sótti efn- ið I. Bókasveifla Á morgun kl. 14 veröur dagskrá fyrir börn og unglinga í Borgarbóka- safninu í Grófar- húsi. Hún hefst með sýningu Sögusvuntunnar, Átta sögur og einni betur, þar sem Hallveig Thorlacius flytur sögur frá menn- ingarborgum Eyrópu árið 2000 við hörpuleik. Kl. 15 flytur Andri Snær Magnason er- indi um barna- og unglingabækur og kynnir upplestur úr fjölda nýrra bóka fyrir börn og unglinga. Jóla- sveinar verða á sveimi í safninu. Þeir munu skemmta gestum, að- stoða börn við aö velja sér bækur í barnadeildinni og afhenda verðlaun i jólagetraun safnsins sem verið hef- ur í gangi í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.