Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 9
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 DV Fréttir 9 A flugi yfir íslandi 1200 vélar fljúga yfir Atlantshafið á degi hverjum. Gífurleg aukning á íslenska flugstjórnarsvæðinu: 22 milljónir farþega á ári — yfir höfðum landsmanna „Gallinn er sá að það vilja allir fljúga á sama tíma og á sömu flugleið til að nýta sér háloftavinda," sagði Hallgrímur Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmda- stjóri flugumferðarstjórn- arsviðs Flugmálastjórnar, um gríðarlega aukningu sem orðið hefur á flugi í gegnum íslenska flugstjóm- arsvæðið. Talið er að um 1200 flugvélar fljúgi yfir Atl- antshafið á degi hverjum og þar af fer þriðjungur í gegn- um íslenska flugstjórnarsvæðið. Hallgrímur segir að ekki sé óal- gengt að hundrað þúsund manns Hallgrímur Sigurösson , Við erum góðir.' fljúgi hér yfir á degi hverj- um og áætlaður fjöldi far- þega á þessu ári sé ekki undir 22 milljónum. - Erum við ekki í hættu með allar þessar milljónir yflr höfðinu? „Nei, við erum svo góðir og í raun er þetta hið besta mál því við höfum af þessu auknar tekjur," sagði Hall- grímur um flugumferðina í íslenska flugstjómarkerfinu sem hefur aukist um hund- rað prósent á siðustu átta árum. Til að sinna þesari umferð og stjórna á jörðu jörðu niðri starfa á annað hundrað manns. 1000 tonn af rækju úr Jökuldjúpinu: Hafró hafði af- skrifað svæðið DV, AKRANESI:_______ Alls er búið að veiða um þúsund tonn af góðri rækju í Jökuldjúpinu á síðustu fimm til sex vikum og er það ekki slæmur árangur þegar haft er í huga að fiskifræðingar voru gjörsamlega búnir að afskrifa svæð- ið. Trú þeirra á rækjuveiðar í Jök- uldjúpinu var ekki meiri en svo að ekki þótti ástæða til þess að rann- saka svæðið i vor, eins og þó hefur verið gert reglulega mörg undanfar- in ár. Það voru bátamir Mánatind- ur SU og Erling KE sem hófu veið- arnar um miðjan október og voru þessi skip ein um hituna fyrstu tvær vikurnar. Síðan hefur fjölgað á miðunum og þar eru nú fimm sæmi- lega stórir rækjubátar og tveir til þrír smærri. -DVÓ DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON. Hresst upp á brimvarnir Stórgrýtiö flutt í Brjðtinn sem var farinn að láta talsvert á sjá eftirglímuna viö Ægi konung. Brjóturinn styrktur - þörfin brýn þegar síaukinn afli berst á land DV, SUDUREYRI:____________________ Undanfarið hefur verið unnið að því aö styrkja brimvarnir hér í Súg- andafirði. Brimbrjóturinn við inn- siglinguna í Suðureyrarhöfn var farinn að láta á sjá og er verið að styrkja hann verulega með stórgrýti sem er tekið í grjótnámi í Dagverð- ardal. Einnig er styrktur vegurinn frá brjótnum inn að þorpinu. Brýn þörf er á þessum framkvæmdum. Fyrir- tækið Norðurtak á Sauðárkróki vinnur verkið og notar til þess stór- virkar vinnuvélar. Verkið hefur gengið vel og sér brátt fyrir endann á því. Mikill og síaukinn afli berst á land í Suðureyrarhöfn og hefur fiöldi landana aldrei verið meiri en á síðasta ári. -VH Stafrænt heimabíó -nýjar víddir Heimabíókerfið í þessari auglýsingu kr. Spilarinn: 119.9 m stgr DV-535, DVD spilari. Dolby Digital, DTS spilar alla diska, DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD NTSC/Pal spilun/ Magnarinn VSX-609, Heimabíómagnari m/ útvarpi 5X80W RMS, Dolby Digital, DTS Hátalararnir: Jamo Apollo hátalarakerfi sem styður 25-100 W magnara 5 fyrirferðalitlir (smáir) + djúpbassi, jamo; Tæknin: Dolby Digital (AC-3) er þekktasta heimabíóhljóðkerfið frá Dolby og samanstendur af fimm aðskildum rásum og einni fyrir djúpbassa (5.1). „Djúpbassinn" er aðskilinn í boxi til að keyra upp dýpstu tónana, sem litlu hátalararnir ná ekki og er þess vegna með innbyggðum magnara. Með þessu kerfi nást fram bestu hugsanlegu gæði í hljóði. Uttu cið í qloesileqri MjómteektaáeiUMmr og rœddu við söiumenn. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.