Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 DV UV~lVI I INL/lr\ UVU Eldvarnaeftirlitsmenn á landsbyggðinni eiga oft erfitt uppdráttar. Fyrirtækjum er sjaldnast lokað vegna ófulinægjandi brunavarna, en dæmi eru um aö sýslumenn hafi látið loka fyrirtækjum þegar lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Brunavörnum fjölmargra bygginga á Akranesi mjög ábótavant: Slökkvilið án brunavarna Ovarin Ekkert brunavarnakerfi er í slökkvistöðinni á Akranesi. Hið sama er aö segja um Héraðsskjala- og bókasafnið, sem og Bíóhöllina. Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri ríkisins, sagði í samtali við DV I gær: „Ég vonast til þess að þessi bruni í Vest- mannaeyjum verði til þess að fyrirtækin taki við sér og fari að loka betur brunahólfunum. Aöalmálið er að brunahólfunin sé í lagi því slökkvitæki og -slöngur duga ekkert ef allt er opið.“ Sem dæmi um húsnæði þar sem brunavörnum er ábótavant er slökkvistöðin á Akranesi sem ekki er varin með brunavarna- kerfi. Með öðrum orðum; ef kviknar í henni er ekki víst að takast myndi að slökkva eldinn þar sem öll tæki, ætluð til þess að slökkva elda, myndu brenna með. Brunavarnakerfi lætur vita ef eitthvað gerist og er ómetanlegt öryggistæki í húsnæði sem oft er mannlaust, eins og er með slökkvistöðina. Á næsta ári á að verja um 9 milljónum í endurbæt- ur á stöðinni en engu af þeirri fjárhæð á að eyða í að verja hana. Jóhannes Karl Engilbertsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, er eldvarnaeftirlitsmaður og um- sjónarmaður slökkvistöðvarinn- ar. Jafnframt er hann eini fasti starfsmaður slökkviliðsins á Akranesi. „Þótt gerð sé krafa á endur- bættar brunavarnir þá gerist það ekki einn, tveir og þrír þvi við höfum svo ákaflega lítið vald til þess að loka húsum,“ sagði Jó- hannes Karl. Eftirlitið ekkí nógu míkið „Það eru gerðar á þetta skýrslur og fleiri skýrslur en svo gerist ekkert meira með þessi gömlu hús. Þetta er einhvern veginn svona, ákaflega seinvirkt. Maður reynir þá meira að halda sig að nýjum byggingum og hafa það í lagi ef tök eru á og er það nógu erfitt samt,“ sagði Jóhannes Karl sem er eini maðurinn sem sinnir eldvarnaeftirliti á Akranesi. Al- gengt er í smærri bæjarfélögum að einn maður sjái um þessi störf og eru sumir eldvarnaeftirlits- menn og slökkviliðsstjórar í öðru starfi. „Það segir sig náttúrlega alveg sjálft að eftirlitið í þessu er ekki nógu mikið,“ sagði Jóhannes Karl. Samkvæmt heimildum DV er ekkert brunavarnakerfi í bóka- og héraðsskjalasafninu á Akranesi. Einnig er þar hvorki þjófavörn né kerfi sem lætur vita ef vatnsleki verður. Ef kviknaði þar í án þess að fólk yrði vart við myndu ómet- anleg gögn og heimildir eyðileggj- ast sem ekki er hægt að endur- heimta. Eins er engin brunavörn í Bíóhöllinni á Akranesi. „Samkvæmt lögum eiga að vera brunavarnakerfi í nýjum húsum en Bíóhöllin er byggð árið 1942 og það er svolítið erfitt að eiga við þessi hús,“ sagði Jóhannes Karl. Svona um alit land En Akranes er ekki verra en flest önnur sveitarfélög, bruna- varnir ótal margra fyrirtækja um allt land eru í ólagi. Eigendur fyr- irtækja bera ábyrgð á brunavörn- um sinna fyrirtækja en hvert sveitarfélag ber ábyrgð á bruna- vörnum síns svæðis og slökkvi- liðsstjórinn á eldvarnaeftirlitinu. Bergsteinn tók það fram að slökkviliðsstjórinn er starfsmaður sveitarfélagsins, svo aðalábyrgðin liggur á sveitarfélögunum og eig- endum fyrirtækja. Sýslumenn hafa vald til þess að loka fyrirtækjum vegna ónógra eða ófullnægjandi brunavarna og geta slökkviliðsstjórar farið fram á lokun við sýslumenn ef þeir telja nauðsyn á. Að sögn Bergsteins er það mjög sjaldan gert, jafnvel þótt viðkomandi fyrirtæki fái einkunn- ina óviðeigandi frá Brunamála- stofnun ríkisins. „Fyrirtækjum hefur verið lokað en það hafa þá verið skemmtistað- ir og annað slíkt, þar sem fólk er í lífshættu og sýslumenn hafa þá séð um það,“ sagði Bergsteinn. Ný lög taka gildi Ný lagasetning varðandi bruna- varnir tekur gildi um áramótin. Bergsteinn sagði að þessi lög mundu minnka aðstöðu Bruna- málastofnunar til þess að hafa áhrif á brunavarnir en hlutverk sveitarstjórnanna eykst i sam- ræmi við það. Sveitarstjórnir í litlum sveitarfélögum eiga erfitt með að láta gera staðlaða, vel unna úttekt á brunamálum at- vinnufyrirtækja og annarra staða þar sem fólk safnast saman en Brunamálastofnun hefur látið gera þessar úttektir kerfisbundið í meira en áratug og er með 3000 byggingar á skrá hjá sér. Sem dæmi um mikilvægi þessara út- tekta Brunamálastofnunar nefndi hann Réttarhálsbrunann árið 1988 en þá var engin skýrsla til frá Eld- varnaeftirliti Reykjavikur. Hins vegar var til fjögurra ára gömul skýrsla um ísfélagið í Vestmanna- eyjum sem kom að góðum notum þegar eldur braust þar út síðast- liðið laugardagskvöld. „Spurning- in er sú að ef Brunamálastofnun hefði ekki gert úttekt á ísfélaginu hefði þá nokkur sambærileg út- tekt verið til? Ég efast um það,“ sagði brunamálastjóri. -SMK Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri ríkisins. Veörið í kvöid Stormur á miðhálendinu Búist er viö stormi á miðhálendinu. Gert er ráö fyrir suðaustanátt, 15-20 m/s og slyddu eöa rigningu sunnan- og vestanlands, 8-13 m/s á Norðausturlandi. Vestan til veröur suð- vestanátt, 5-10 m/s, meö slydduéljum. Á Noröurlandi er gert ráð fyrir suðaustan 8-13 m/s og snjókomu norðaustan til. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 15.30 16.18 Sólarupprás á morgun 11.17 11.32 Síódegisflóó 21.42 01.15 Árdegisflóö á morgun 10.05 14.38 Skýtwgar 4 veðtvfeakflum K-vindatt 10°—hit. -10“ v ViNDSTYRKUR \roncT í metruin & sekúmiu 1 HEIÐSKÍRT o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ © © © RIGNING SKÚRÍR SIYDDA SNJÓKOMA : W. ¥ ÉUAGANGUR ÞRÚMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR t>OKA Víðast allgóð vetrarfærð Um landið er víðast allgóð vetrar- færð, hálka eða hálkublettir en snjó- þekja á stöku stað. Óveður er á sunnan- verðum Vestfjörðum og skafrenningur. Snjóþekja og snjókoma á Steingríms- fjaröarheiði. Talsverður vindur er á Vestur- og Suðvesturlandi og þurfa ökumenn að sýna aðgæslu. Hálka er og snjókoma á Hellisheiði og í Þrengslum. aSNJÓR bÞUNGFÆRT mm ÓFÆRT Suövestanátt og él Á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir suð- vestanátt, 8-13 m/s, og éljum sunnan- og vestanlands. Þaö léttir til á Norður- og Austurlandi. Frost verður víða 0 til 5 stig en sums staöar frost- laust meö Suövesturströndinni. Swniudií vuinur: "n 13—18 m/a ' Hiti 0° til 6° A sunnudag er gert ráð fyrir suðaustanátt og rlgnlngu sunnanlands. Úrkomul'rtlð verður norðan tll og mlldast syðst. 8—13 in/s ' Hiti 1° til 6° Suöaustanátt veröur ríkjandi og dálítil rigning eöa skúrir, einkum suöaustan til. ÞriðjiLKí Vindun 8-13 mAt’ Hiti 1° til G° ö msf Á þrlðjudag verður enn suðaustanátt. Rigning eða skúrir verða viða, einkum suðaustan tll. Hlti verður 1 tll 6 stlg. jr-' -i.''iiv*" , ... ,i,i | |.. j Brotist inn í Keiluhöllina Brotist var inn í Keduhöllina í Öskjuhlíð í Reykjavík í nótt. Lögregl- unni barst tilkynning um innbrotið skömmu fyrir klukkan flögur í morg- un. Að sögn aðalvarðstjóra lögreglunn- ar í Reykjavík er ekki vitað hvernig þjófurinn eða þjófamir komust inn í húsnæðið, en stolið var um 40.000 krónum úr peningakassa. Lögreglan er með málið í rannsókn. -SMK Samherjar kaupa í þýsk- um Samherja Nokkrir stærstu hluthafar i Sam- herja hf., Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson, KEA, Kaupþing og Finnbogi Baldvinsson, hafa keypt 65% hlut í dótturfyrirtæki félagsins í Þýskalandi, Samherja GmbH. Heildar- söluverð er 864 milljónir króna. Sam- hliða sölunni mun Samheiji GmbH endurgreiða móðurfélaginu vaxtalaust hluthafalán að upphæð 1140 milljónir króna. -GK Dettifoss: Fékk á sig hnút Nokkrar skemmdir urðu á farmi Dettifoss á leiðinni milli Færeyja og íslands. Fékk skipið á sig hnút og kastaðist til í lest. Samkvæmt heim- ildum DV mun farmurinn m.a. hafa verið bílar. Skipið kom til Reykja- víkur í fyrrakvöld og var farminum skipað í land í gær. Ekki varð tjón á skipinu að öðru leyti og enginn skipverja slasaðist. -HKr. Orkuverð lækkar Stjóm veitustofnana i Reykjavík hefúr samþykkt tillögu um lækkun á verði raforku til almennings á veitu- svæði Orkuveitu Reykjavíkur, en það nær yfir Reykjavík, Kópavog, Mosfells- bæ, Seltjamames og hluta Garðabæj- ar. Á þessu svæði er um helmingur allra heimila í landinu og íjöldi fyrir- tækja. Verðið á hveija kílóvattstund lækkar úr 6,34 kr. í 5,71 kr. án virðis- aukaskatts. Lækkunin nemur 10% og tekur gildi 1. mars á næsta ári þegar rafmagn frá Nesjavöllum kemur inn á markað á svæði Orkuveitunnar. -DVÓ AKUREYRI alskýjaö -2 BERGSSTAÐIR B0LUNGARVÍK EGILSSTAÐIR alskýjaö 0 KIRKJUBÆJARKL. snjókoma -2 KEFLAVÍK rigning 4 RAUFARHÖFN léttskýjaö -6 REYKJAVÍK slydda 2 STÓRHÖFÐI rigning 3 BERGEN skúrir 5 HELSINKI alskýjað 6 KAUPMANNAHÖFN skúrir 6 ÓSLÓ skýjaö 5 STOKKHÓLMUR 5 ÞÓRSHÖFN skýjaö -1 ÞRÁNDHEIMUR rigning 1 ALGARVE hálfskýjaö 12 AMSTERDAM skúrir 7 BARCELONA skýjað 11 BERLÍN rigning 5 CHICAGO þokumóöa -14 DUBLIN léttskýjaö 0 HALIFAX súld 1 FRANKFURT rigning 5 HAMBORG skýjaö 6 JAN MAYEN snjóél -8 LONDON léttskýjaö 4 LÚXEMBORG skýjaö 3 MALLORCA léttskýjaö 8 MONTREAL heiöskírt -12 NARSSARSSUAQ skýjaö -6 NEW YORK hálfskýjað .4 ORLANDO þokumóöa 22 PARÍS rigning 5 VÍN skýjaö 3 WASHINGTON skýjaö 2 WINNIPEG skýjaö -22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.