Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 10
10 Neytendur FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 I>V Mikill titringur á matvörumarkaði: Lágt, lægra, lægst Mikil spenna er nú á matvöru- markaðnum eftir að Kaupás opnaði fjórar lágvöruverðsverslanir undir nafninu Krónan um síðustu helgi. Fram að þessu hafa Bónus og Nettó keppt á þessum markaði en með til- komu Krónunnar er farið að hitna undir Bónusmönnum sem hafa ver- ið ósparir á yfirlýsingar þess efnis að þeir hafi ætíð boðið lægsta verð- ið og ætli sér að gera það áfram. Undanfarna daga hafa Krónumenn verið með ýmis tilboð í gangi þar sem vöruverð er langt undir inn- kaupsverði og hefur Bónus svarað af fullum krafti. Eitt áþreifanlegasta dæmið um hörkuna í samkeppninni er að i þessari viku hafa viðskipta- vinir þessara verslana fengið græn- meti og ávexti gefins eða á eina krónu kílóið, auk þess sem aðrar vörur, svo sem kexpakkar, voru því sem næst gefins. Svo virðist sem slagurinn standi aðallega á milli Krónunnar og Bónuss á meðan Nettó einbeitir sér frekar að því að bjóða upp á mun fleiri vörunúmer og „hagstæð heildarinnkaup". Reyndin hefur veriö sú að Nettó hef- ur gjaman verið með í kringum 10 prósent hærra meðalverð á inn- kaupskörfu í könnunum DV. Miklar veröbreytingar Bónus stendur því frammi fyrir nýjum vanda. í stað þess að þurfa eingöngu að vera lægri en Nettó og þurfa svara verði þess er kominn inn á markaðinn annar aðili sem keyrir niður verð og þurfa Bónus- menn líka að taka tillit til verðs á þeim bæ. Þetta veldur því að þeir þurfa að lækka mun fleiri vöruteg- undir til að geta staðið við yfir- lýsingar sínar um lægsta vöruverðið auk þess sem þeir eiga líka frum- kvæði að því að lækka verð til- tekinna vöru- tegunda. Allar þessar verslanir hafa komið sér upp sveitum verð- gæslumanna sem hafa það hlutverk að kanna verð hjá samkeppnisað- ilum og eftir þeim niðurstöð- um er farið þeg- ar verð tiltek- inna vöruteg- unda i verslun- unum er ákveð- ið. Þetta hefur valdið því að miklar verð- breytingar eiga sér stað og er ómögulegt að fylgjast með þeim því verðið getur breyst nokkrum sinn- um yfir daginn. Þetta gerir hin- um almenna “ neytanda erfitt að þróa með sér verðskyn en vænt- anlega er staðan sú í dag að ætli DV-MYND NJÖRÐUR Miklar veröbreytingar Starfsmaöur Krónunnar á Selfossi breytir veröi á græn- meti en lágvöruverösverslanir hafa undanfarna daga veriö iönar við veröbreytingarnar. menn sér að versla i þessum lág- vöruverðsverslunum ættu þeir að gera það seinnipart dags. Verðið j virðist lækka eftir því sem líða tek- f ur á daginn og samkeppnisaðilarnir í hafa farið nokkrar ferðir í búðir í hver annars og lækkað sitt verð til að vera undir hinum. Reglulegar verðkannanir DV hefur um árabil fylgst vel með þróuninni á matvörumarkaðnum, j ekki síst með stöðugum verðkönn- I unum sem neytendasíðan gerir j reglulega. Blaðið mun halda áfram j að þjóna neytendum með regluleg- j um upplýsingum og á það ekki síst við um þessar mundir þegar svo j miklar sviptingar eru á markaðn- um. Útsendarar DV veröa á ferðinni og koma við í verslununum fyrir- varalaust og kanna þaö verð sem í gildi er á hverjum tíma. Blaöið mun síðan koma þeim upplýsingum til j neytenda. Eigi kannanir sem þessar að vera ; marktækar verða öll fyrirtækin að j sitja við sama borð og útkoman ; verður að gefa rétta mynd af því i sem neytandinn þarf að greiða fyrir j vöruna. DV hefur unnið markvisst j að því að gera þessar kannanir vel úr garði og gæta þess að ekki sé f hallað á neinn. Á meðan stríðið geisar inni í verslununum koma neytendur bros- andi út eins og konan sem í fyrra- j dag keypti tvo poka af mandarínum og Qóra pakka af kexi og borgaði j fyrir það sjö krónur. Konan sú tímdi ekki að kaupa innkaupapoka á 10 krónur enda hefði sú fjárfesting hækkað heildarinnkaupin um tæp- lega 150 prósent. -ÓSB Bragðprófun DV á laufabrauði: Kristjáns laufa- brauð best - húrra, sagði Sigmar B. Hauksson um þetta brauð Að borða laufabrauö á jólum er norðlenskur siður sem borist hefur um land ailt undanfama áratugi. Mikil vinna er að búa til laufabrauð, erfitt er að hnoða deigið auk þess sem mikinn tíma tekur að skera það út ef vel á að takast tiL Stemningin í kringum þessa iðju er samt skemmtileg og margar íjölskyldur gefa sér tíma til að koma saman fyrir jólin og baka þetta lostæti sem hjá mörgum er ómissandi partur af jólamáltíðinni. Við fengum bragð- gæðinga DV, þau Drööi Farestveit, Sig- mar B. Hauksson og Úlfar Eysteinsson til að smakka á þeim tegundum laufa- brauðs sem i boði voru í þeim stór- mörkuðum sem farið var í. Þegar upp var staðið fengust aðeins þrjár tegund- ir; Norðlenskt laufabrauð frá Myll- unni, Kristjáns laufabrauð og laufa- brauð frá Ömmubakstri. Flott og gott laufabrauð Bragðgæðingamir voru hrifnastir af Kristjáns laufabrauðinu og fékk það 13 stjömur af 15 mögulegum hjá þeim. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík Laufásvegur Miðstræti ivnoöiraeu m Blesugróf Jöldugróf Hjallavegur Kambsvegur Gnoðarvogur Lindargata Klapparstígur Garðabær Hegranes Blikanes Haukanes Mávanes Sendlar óskast á blaðadr. DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5000 Bragöaö á laufabrauöi Matgæöingar DV prófuöu laufabrauö á dögunum og voru nokkuö sammála um hvaö væri best. DV-MYND HILMAR ÞÓR Sigmar gaf því 5 stjömur með umsögn- inni „Húrra, flott og gott laufabrauð". Dröfn og Úlfar gáfu því 4 stjömur hvort og sagði Dröfn það vera „stökkt og vel steikt" en að það „mætti vera örlítið saltara" og Úlfari fannst það vera „bragð- lítið í fyrstu en styrktist i rest- ina“ og með „góðri áferð“. Hinar tegund- imar tvær sem prófaðar vora fengu 10 stjömur hvor. Um laufa- brauðið frá Ömmubakstri sagði Sigmar „allt í lagi, stökkt og fallegt", Dröfh fannst það „of þykkt flatt út“ og sagði að það væri „ekkert spennandi við þetta brauð“. Úlfar sagði það „hlutlaust, hvorki vont né gott“. Norðlenska laufabrauðið frá Myllunni fékk umsögnina „lítið í þetta brauð varið“ frá Dröfn en Úlfari fannst það „bragðmikið" en sagði jafnframt að „munstrið mætti vera vandaðra". Sigmar gaf þessu laufabrauði 3 stig með orðumnn , já, já, allt í lagi en þó nánast bragðlaust og með leiöin- legu fitubragði". -ÓSB Dröfn Laufabrauð Slgmar Samt. j Ulfar ■frfrfrír trírfrtrfc Ömmubakstur frírír •trírír frírírít iMylliHwifabrauft •trírir -irírírír irírír Mjöe .ont * it-iWr ifínWr SottiWrirír Mjðe gottiririnWr BÓ3 : I I Frá Kaupmannahöfn Mun ódýrara er aö kaupa í matinn þar en í Reykjavík eins og í sumum tiivikum munar 100-300% á veröi vörunnar. Verðkönnun Neytenda- samtakanna á matvöru í Reykjavík og Kaup- mannahöfn: Karfan 44% dýrari í Reykjavík - allt að 478% mun- ur á vörutegundum Fyrr í þessum mánuði gerðu Neytendasamtökin könnun á verði matvöru í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þessi könnun var eins og sú sem samtökin gerðu í fimm borgum Evrópu í júní. Niðurstaða könnunarinnar er að af 57 vörutegundum sem fást í báðum borgunum er hæsta verð- ið að finna í Reykjavík í 41 tilviki og í 16 tilvikum í Kaupmanna- höfn. Matarkarfa með þessum 57 tegundum kostaði 22.684 kr í Reykjavík en 15.739 kr í Kaup- mannahöfn. Munurinn er 44% og er þá tekið verð án virðisauka- skatts sem er mishár i löndunum. Borið var saman verð á algengum matvörum, svo sem mjólkurvör- um, fiski, kjöti, brauði, ávöxtum, grænmeti, morgunverðarkorni, drykkjarvörum o.fl. Athygli skal vakin á því að könnunin var ekki gerð í svo- nefndum lágvöruverðsverslunum og því var ekki um að ræða lægsta verð sem neytendum stóð til boða. Hér var eingöngu um verðsaman- burð að ræða en ekki var tekið til- lit til gæða eða þjónustu í verslun- unum. Þó var lögð áhersla á að bera saman verð á sambærilegum vörum í sambærilegum verslun- um. Alltaf var valin ódýrasta var- an sem í boði var. Mesti verðmunurinn var á sveppum eða 478% og frosnum kjúklingum sem voru 400% dýrari i Reykjavík en í Kaupmannahöfh. Frosin kjúklingalæri og bringur voru líka mun dýrari í Reykjavík eða allt frá 239% upp í 400 % eins og áöur sagði. Aðrar vörutegundir sem voru mikið dýrari i Reykja- vík voru t.d. franskbrauð sem var 302% dýrara , heilhveitibrauð 220%, blaðlaukur 220%, hvít- mygluostur 202%, fersk kjúklinga- læri 165%, appelsínur 113%, hlóm- kál 107% og svínalæri 100% dýr- ara í Reykjavík en Kaupmanna- höfn. í Kaupmannahöfn voru perur 91% dýrari en í Reykjavík og 2 kg af hveiti 82% dýrari. Aðrar vörur sem kostuðu meira í Kaupmanna- höfn voru t.d. Kiwi, Iceberg, syk- ur, smjör, roðflett ýsuflök, 21 Coca Cola og 65 g Snickers. Minnsti verðmunurinn var á tómötmn og lambakótilettum eða 3%. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.