Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 I>V Fréttir 15 íl kvö HÚSGAGNAHÖLUN Krónustríö færir Sunnlending- um hagstæöara matvöruverö PV, SELFOSSI:_____________________ Þó að á Suðurlandi sé engin Bón- usverslun njóta íbúarnir góðs af samkeppni Krónunnar og Bónuss á Reykjavíkursvæöinu, því sama verð er í ölium Krónuverslununum. Þeg- ar DV var í Krónunni á Selfossi í gær var Sævar Birgisson starfsmað- ur að setja inn nýjasta „Krónuverð" á grænmetinu, „Verð þennan klukkutímann," sagði Sævar. DVWYND NH Verðlö klukkan 17 Sævar Birgisson setur inn nýjasta veröiö á grænmetinu í Krónunni. ' • Sjónvarpssófinn fæst í mörgum litum. • Sjónvarpssófinn fæst í mörgum útfærslum. • Sjónvarpssófinn er frábærlega vel hannaður. • Sjónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. • Sjónvarpssófinn er með niðurfellantegu baki í miðjunni sem breytist í borð með einu handtaki. • Sjónvarpssófinn er framleiddur í USA. • Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur. Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði Bolvíkingar óttast fólksflótta í kjölfar gjaldþrots Nasco: Straumurinn mun liggja í appelsínufjóröunginn - ef þetta ástand varir lengi, segir bæjarstjóri JÓIðbækur 10-30% afsláttur Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síóari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútimans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu vellíðan og afslöppun á nýjan hátt. BHdshöfða, 110 Reykjavik, s.510 8000 www.husgagnahoU1n.is „Það er afskap- lega dapurlegt að svona áfall skuli dynja yfir nú rétt fyrir jólin,“ segir Ólafur Kristjáns- son, bæjarstjóri í Bolungarvík, um gjaldþrot rækju- verksmiðju Nasco. „Þetta setur óhug í fólk og við Olafur Kristjánsson. - bæjarstjóri erum orðin afskaplega þreytt á að fá svona síendurtekin gjaldþrot. Það hefur auðvitað áhrif á einstaklinga, verslun, þjónustu og tekjur bæjar- sjóðs. Sárast er þó að vita um fólkið sem átti ekki von á þessu. Ef þetta ástand varir í lengri tíma er auðvit- að sú hætta fyrir hendi að fólk verði að leita atvinnu utan sveitarfélags- ins. Mér sýnist þá straumurinn liggja í appelsínufjórðunginn fyrir sunnan." Bæjarstjóri segir mikla bjartsýni hafa ríkt í upphafi árs þegar Burða- rás og Skagstrendingur komu þarna inn, bæði virt og gætin fyrirtæki. Það hafi því komið mikið á óvart þegar svo kom í ljós að eins illa væri komið og raun varð á. „Ég veit ekki betur, þrátt fyrir erfiðleika í rækjuvinnslu, en að framlegðin hafi verið sæmilega góð í verksmiðjunni hér í Bolungarvík. Því miður tókst ekki hjá þeim aðil- um sem ætluðu að kaupa að ganga frá þeim málum. Ég vænti þess að stjórnvöld, og Byggðastofnun sem hluti þeirra, reyni að flýta fyrir og greiði götu nýrra eigenda. Þá myndi ég kjósa að einhverjir heimaaðilar Rækjuvinnsla Nasco Bæjarstjóri vill fá heimamenn aö rekstrinum. kæmu næst að málinu. Þá væri jafn- vel betra að vera með minna fyrir- tæki í höndum heimamanna en stærra sem væri í eigu aðkomu- manna sem eru fljótir að kippa að sér hendinni. Það þarf auðvitað að vernda þá miklu fjárfestingu sem hér er bæði í atvinnuhúsnæði, þjón- ustustofnunum og íbúðarhúsnæði. Ég held að það sé verið að skoða þetta í mikilli vinsemd, bæði hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og Byggðastofnun, hvað hægt er að gera. Bæjarsjóður Bolungarvíkur er samt engan veginn í stakk búinn til að leggja fram fjármuni til að endur- reisa svo stórt fyrirtæki." -HKr. Moulinex blandari fylgir hverri bók. HÚSASMIOJAN Sími 525 3000 • Skútuvogi 16 Fylgir ekki með barnabókum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.