Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 19 DV Deildabikar karla í knattspyrnu: Breiðablik - á toppi B-riðils efri deildar Framarar mættu Tindastóli i A- riðli efri deildar deildabikars karla í knattspyrnu í gær. Framarar unnu öruggan sigur, 3-0, og komust í þriðja sæti riðilsins. Ás- mundur Arnarson skoraði fyrsta markið fyrir Fram á 7. mínútu. Ás- mundur var síðan aftur á ferðinni á 77. mínútu með sitt annað mark og Andri Fannar Ottósson gull- tryggði sigur Framara með marki á síðustu mínútu leiksins. Fylkir og Víkingur skildu jöfn, 4-4, í Reykjaneshöllinni í leik lið- anna i A-riðli i gærkvöldi. Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk fyr- ir Fylki og Þórhallur Dan Jóhanns- son og Pétur Björn Jónsson eitt mark hvor. Sumarliði Árnason skoraði tvö mörk fyrir Víking og Daniel Hjaltason og Ágúst Guð- mundsson skoruðu eitt mark hvor. Breiðablik á toppinn Breiðablik hefur byrjað undir- búningstímabilið mjög vel og i gær vann það sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði Val, 1-0. Kristján Brooks skoraði sigurmark Blika sem eru á toppi B-riðils með 13 stig. 19 ára gamall Bolvíkingur, Pétur Runólfsson, kom, sá og sigraði *1 leik ÍBV og KA á laugardaginn. Pétur kom inn á sem varamaður hjá ÍBV þegar tuttugu mínútur voru eftir og skoraði sigurmarkið skömmu seinna. KR-ingar unnu auðveldan sigur á ÍR-ingum, 3-0, í nepjunni á Gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Frakkinn Moussa Dag- nogo, sem er til reynslu í vikutíma hjá KR, skoraði fyrsta markið, Þor- steinn Jónsson skoraði annað markið og Sigurvin Ólafsson skor- aði síðasta mark íslandsmeistar- anna sem eru í.öðru sæti B-riðils með 12 stig. -ósk Dýri Kristjánsson varð að láta sér lynda annað sætið í fjölþrautinni á laugardaginn eftir mikla baráttu við Viktor Kristmannsson. Dýri náði sér hins vegar vel á strik á sunnudaginn á einstökum áhöldum og vann þá þrjú gull, á gólfi, í hringjum og í stökki, eitt silfur á tvíslá og tvö brons, á bogahesti og svifrá. DV-mynd ÞÖK íslandsmótið í kata fór fram um helgina: Sex ár í röð - Edda Blöndal ósigrandi í kata kvenna íslandsmótið í kata fór fram í Hagaskóla um helgina. Aldrei hafa fleiri keppendur mætt til leiks og var keppn- in gífurlega hörð, bæði i karla- og kvennaflokki. Kepp- endur frá Karatefélaginu Þórshamri voru sigursælir á mótinu. Þeir áttu sigurvegarana í einstaklingskata karla og kvenna, unnu tvöfalt i hópkata karla og sigruðu í hóp- kata kvenna. Ásmundur ísak endurheimti titilinn í einstaklingskeppni karla tókst Ásmundi ísak Jónssyni að endurheimta titilinn frá Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni, Karatefélagi Reykjavíkur, eftir mikla baráttu. Ásmundur hefur verið gífurlega sterkur í kata á undanfomum árum og unnið til margra einstaklingsverðiauna og vann sjötta katatitil sinn á ferlinum. Ásmundur fékk 26,2 stig en Vilhjálmur 26,0 stig. í þriöja sæti varð Bjarni Kærnested, Þórshamri, með 25,4 stig en aöeins munaði 0,1 stigi á honum og Halldóri Svavarssyni, Fylki, sem hafnaði í fjórða sæti. Edda Lúvísa Blöndal vann sigur i einstaklingskata kvenna sjötta árið í röð. Hún fékk 26,1 stig, hálfu stigi meira heldur en stalla hennar úr Þórshamri, Sólveig Sig- urðardóttir. Sif Grétarsdóttir úr Fylki varð þriðja með 25,1 stig. Erfiöara hvert ár Edda var hæstánægð eftir mótið en hún sigraði bæöi í einstaklingskeppni kvenna og hópkata kvenna með A- sveit Þórshamars. „Þetta var erfíð keppni. Hún verður erflðari og erfiðari með hverju árinu sem líður og það er frábært að sjá allar þessar framfarir hjá stelpunum. Þátt- tökufjöldinn hjá okkur konunum hefur aukist með ári hverju og það er gleðilegt. Annars er karateíþróttin sem slík í mikilli uppsveiflu og sést það best í karlaflokknum. Þar er hörð barátta um að komast í sex manna úrslit, gæðin eru mikill og margir frábærir karatemenn, sagði Edda Lúvisa Blöndal sem hefur undanfarin ár borið ægishjálm yfir aðrar karatestúlkur á íslandi. Þórshamar meö yfirburöi í hópkata Þórshamar hafði mikla yfirburði I hópkata. í kvennaflokki sigraði A-sveit Þórshamars, með Eddu Blöndal, Sólveigu Sigurðardóttur og Auði Skúladóttur innanborðs, A-sveit Karatefélags Reykjavíkúr hafnaöi í öðru sæti og B-sveit Þórshamars varð í þriðja sæti. I karlaflokki vann Þórshamar tvöfalt. A-sveitin, sem var skipuð Ásmundi Isak Jónssyni, Helga Jóhannessyni og Bjarna Kæmested, hafnaði í fyrsta sæti, B-sveit Þórshamars varö í öðru sæti og A-sveit Fylkis í þvf þriðja. Þetta er tólfta árið í röð sem Þórshamar sigrar í hópkata karla og hefur Ásmundur ísak verið með í ellefu skipti af þessum tólf. -ósk KARATEFÉLAGIÐ ÞORSHAMAR Asmundur Isak Jónsson og Edda Blöndal úr Þórshamri voru sigursæl á Islandsmótinu í kata um helgina. Mynd: Jón Ingi Þorvaldsson Sport ÞÝSKALAND B. Dormagen-Gummersbach 25-23 Róbert Sighvatsson skoraöi sex mörk fyrir Bayer Dormagen sem vann annan leik sinn í röö. Nettelstedt-Nordhorn.....28-25 Julian Róbert Duranona var markahæstur hjá Nettelstedt meö sjö mörk. Willistátt-Hameln .......35-22 Bad Schwartau-Wetzlar . . . 23-19 Essen-Wuppertal .........29-27 Patrekur Jóhannesson skoraöi tvö mörk fyrir Essen en Heiðmar Felixson var markahæstur hjá Wuppertal með sjö mörk. Flensburg 28 21 Lemgo 28 20 Magdeburg 26 18 Wallau 28 18 Bad Schw. 27 17 Grosswalls. 28 16 Kiel 28 17 Essen 27 15 Gummersb. 28 13 Minden 27 13 Solingen 28 12 3 4 770-675 45 2 6 707-644 42 4 4 685-550 40 4 6 740-677 40 3 7 660-626 37 3 9 689-671 35 0 11 744-688 34 3 9 672-658 33 2 13 717-696 28 2 12 697-695 28 2 14 722-736 26 íslands- mót í kata Einstaklingskeppni karla: 1. Ásmundur ísak Jónsson, Þórshamri 2. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, KFR 3. Bjarni Kærnested, Þórshamri 4. Halldór Svavarsson, Fylki 5. Helgi Jóhannesson, Þórshamri 6. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri Einstaklingskeppni kvenna: 1. Edda L. Blöndal, Þórshamri 2. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri 3. Sif Grétarsdóttir, Fylki 4. Karen Ósk Sigþórsdóttir, KFR 5. Eydís Líndal, Akranesi 6. Heiða B. Ingadóttir, KFR Hópkata karla: 1. A-sveit Þórshamars 2. B-sveit Þórshamars 3. A-sveit Fylkis 4. C-sveit Þórshamars Hópkata kvenna: 1. A-sveit Þórshamars 2. A-sveit KFR 3. B-sveit Þórshamars 4. C-sveit Þórshamars Þárshamar hafði mikla yftrburði á þessu móti. Félagið vann til átta verð- launa, 4 gull, 2 silfur og tvö brons. Karatefélag Reykjavíkur vann til tvennra silfurverðlauna og Karate- deild Fylkis vann til tvennra brons- verðlauna. Beint áSýn 26. mars - 1. apríi “ fim Njarðvik - KR Epson-úrslitakeppnin kl. 19.45 lau Liverpool - Man. Utd Enskiboltinnkl. 10:30 lau Spænski boltinn kl. 18:50 SW> Roma - Verona Italski boltinn kl. 12:45 sun Charlton - Lelcester Enski boltinn kl. 14:50 PhHadeÍphla 76ers - Indiana Pacers NBAkl. 174X1__________ sun Úrslítakeppnin Epson-deildin kl. 1940

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.