Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 31 Sport Veiðivon Á heimasiðu Handknattleiks- deildar Hauka kemur fram að margir leikmenn og aðstand- endur félagsins hafa mikinn áhuga á veiði. Eftirfarandi klausa birtist á síðunni: „Stangveiði er áhugamál Qölda Haukamanna. Mokveiði- deild Bumbuvinafélagsins er ein af mörgum deildum Hand- knattleiksdeildar Hauka. Hún var stofnuð árið 1984 og var far- ið í fyrstu „alvöru" Haukaveiði- ferðina sumarið 1985 og síðan hvert sumar eftir það.“ Veiðimennirnir Lúther Einarsson og Rögnvaldur Guðmundsson við Víðidalsá í Húnavatnssýslu með vænan lax. DV-mynd G.Bender Undirskriftir - Landssamband stangaveiðifélaga hleypir af stokkunum undirskriftasöfnun til að mótmæla stórauknu sjókviaeldi „Veiðimönnum blöskrar það auð- vitað hvernig vaðið er áfram með þetta sjókvíaeldi á norskum fiski hér við íslandsstrendur og þetta gæti mjög auðveldlega allt farið á hinn versta veg,“ sagði Ragnar Hólm Ragnarsson, formaður Lands- sambands Stangaveiðifélaga, í sam- tali við DV-Sport. Landssambandið hefur hleypt af stað undirskriftasöfnun til að mót- mæla sjókvíaeldi á erfðabreyttum laxi við íslandsstrendur. „Við höfum miklar áhyggjur af þeim fjárhagsskaða sem frumkvöðl- ar í þessari grein gætu átt yfir höfði sér vegna sýkingahættu og hættu á að fiskur sleppi í íslenskum ofsa- veðrum. Þar fyrir utan höfum við auðvitað gríðarlegar áhyggjur af lif- ríkinu íslenska og þá ekki síst hin- um villtu, islensku laxastofnum. Nú er komin upp þessi ÍSA-veirusýking í Færeyjum sem er stórhættuleg fyr- ir villta fiska og dreifist óðfluga út. Síðan berast fréttir af því að tugþús- undir fiska hafi sloppið í Noregi fyrr á þessu ári og eiturgusan sem drap fiskana í Kelduhverfi segir líka sína sögu. Þar var ekkert nátt- úrulegt fyrirbæri á ferðinni, heldur bara mengun og aftur mengun. - Þið eruð sem sagt ekki hress- ir með landbúnaðarráðherra og veiðimálastjóra? „Landbúnaðarráðherra og veiði- málastjóri hafa verið að gefa út rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi til fyr- irtækja sem jafnvel er ekki vitað al- mennilega hverjir eiga. Guðni Ágústsson sagði reyndar á ráð- stefnu fyrir áramót að menn yrðu látnir borga fyrir þessi leyfi, þannig að það hlýtur bara að eiga eftir að koma fram. Hann hefur sagt að leyf- in verði ekki ókeypis." - Síðan gáfu þeir út hvar mætti stunda kvíaeldi og hvar ekki. Þér finnst það eitthvað skrítið plagg? „Það nýjasta er síðan þetta yfirlit þeirra um hvar má stunda sjókvía- eldi og hvar ekki. Veiðimenn og þeir sem til þekkja eru náttúrlega forviða yfir þvi. Það má ekki stunda sjókviaeldi í Húnaflóa, það má í Eyjafirði, það má ekki í Skjálfanda, það má hins vegar í Öxarfirði. Við erum að tala um villta flska en ekki búfénað í girðingum á þurru landi. Við erum að tala um það sem kallað hefur verið sporðfénaður, sem sagt laxflska sem eru frægir fyrir að synda. Þeir snara sér hálfa leiðina i kringum landið á smátíma. Halda þessir menn að norskættaður eldis- fiskur sem sleppur í Öxarfirði eða Eyjafirði, viti upp á hár að hann má ekki synda inn í Skjálfanda og upp i Laxá í Aðaldal? Það er margt fárán- legt í þessu dæmi og engin ástæða til að sitja þegjandi hjá. Þess vegna hefur Landssamband stangaveiðifé- laga hrundið af stað þessari undir- skriftasöfnun ef hún mætti verða að einhverju gagni. Ég skora á alla veiðimenn, veiðibændur, náttúru- unnendur og yflr höfuð allt skyn- samt fólk, að láta í sér heyra og byrja á þvi að skrá sig á undir- skriftalistann á lina.is," sagði Ragn- ar í lokin. -G. Bender Biðin er morgum ótrúlega erfiö „Það hefur sjaldan verið hnýtt eins mikið af flugurn og núna í vetur enda á að veiða mikið í sumar og svo verð ég einnig leiðsögumað- ur í Vatnsdalnum," sagði Björn K. Rúnarsson veiði- maður, er við heyrðum í honum hljóöið. Veiðimenn eru eðlilega orðnir mjög spenntir enda styttist óðum í nýtt veiði- tímabil 1 stangaveiðinni. Fyrst er sjóbirtingsveiðin en hún byrjar að venju í apríl. Síðan gerast hlutirnir hratt. Vötnin opna flest í maí og svo byrjar laxveið- in 1. júní er fyrstu veiði- menn renna fyrir laxa í Norðurá og Laxá á Ásum. „Fyrsti veiðitúrinn er á dagskrá hjá mér í Grenlæk- inn í mai og svo verður einnig farið í Minnivallar- lækinn í þeim mánuði. Svo verður farið í laxinn í Rangánum og síðan verður stefnan tekin í Vatnsdalinn. Þar verður maður að vinna við leiðsögn stóran hluta sumarsins og veiðin verður vonandi góð þar,“ segir Björn og bætir við: „Ég held að maður hafi sjaldan verið eins spenntur að byrja veiðina og biðin hefur sjaldan eða aldrei verið erfiðari. En þetta líð- ur allt saman og það verður gaman að taka fram stang- irnar að nýju,“ sagði Björn í lokin. -G. Bender Björn K. Rúnarsson með 7 punda urriöa úr Minnivallarlæk. Hann á, eins og margir fleiri veiöimenn, i erfiðleikum meö aö bíöa eftir aö tímabil stangaveiðimanna hefjist en rennt verður fyrir fyrstu fiskana næsta sunnudag. „Þegar handboltaverðtíðinni líkur þá hefst stangaveiðitima- bilið. Mjög misjafnt er hvað fé- lagar Mokveiðideildarinnar leggja upp úr veiðiferðunum, flestir njóta náttúrunnar og góðs félagskapar Haukafélaga og eru ánægðir með meðal afla, meðan aðrir leggja allt kapp á aflamagn og keppast við að veiða meira en skoruð mörk Haukanna voru keppnistímabil- ið á undan.“ Og áframfrá Haukasíðunni: „Aðalsprauta Mokveiðideildar- innar er að sjálfsögðu formaður- inn (Þorgeir Haraldssort). Þeg- ar hann byrjar að anda með tálknunum þá vita allir hvaða árstími er kominn og fara að huga að veiðigræjunum. Þá hitt- ast menn og spjafla um komandi veiðisumar, hnýta flugur og segja grobbsögur.“ Þann 1. april hefst vorveiði á nokkrum svæða Stangaveiði- félag Reykjavíkur. En svæðin eru: Hítará á Mýrum, Sogið, Eldvatn og Hörgsá. Undanfarin ár hefur gengið ágætlega í Hít- ará og í a.m.k. Bíldsfells- og Ás- garðssvæðunum í Soginu. Eld- vatnið og Hörgsá hafa gefið ágætlega fyrstu dagana eftir opnun. „Það er eitthvað laust af stöngum í vorveiðina, en þeim fækkar," sagði Bergur Stein- grimsson, framkvæmdastjóri félagsins. Nýjasta veiðisvæðið sem er markaðssett fyrir er- lenda veiðimenn er Vatnasvæði Lýsu í stangveiðigeiranum, en það er Veiðifélagið Lax-á sem leigir svæðið, eins og við höfum greint frá. En stærstur hluti þeirra veiðileyfa sem Lax-á sel- ur er fyrir erlenda veiðimenn. Á fóstudaginn verður næsta opna hús haldið hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Þar mun stíga á stokk KJartan Guðmundsson, fyrrverandi for- maður Stangaveiðifélags Akra- nes, og fara með okkur í gegn- um veiðistaði í Fáskrúð í Döl- um, en sú veiðiá hefur staðið sig með mikilli prýöi undanfarin ár. Síðan munu Pálmi Gunnars- son og Sigurður Pálsson koma og kynna fyrir okkur Eldvatns- botna, en til fróöleiks má geta þess að einn þáttur úr seríunni „Á Veiðislóð" var einmitt um þetta svæði. Happahylurinn verður náttúrulega á sínum stað og verða vinningarnir ekki af verri endanum, frekar en fyrri daginn. DV-Sport hefur frétt af mörg- um veiðimanninum sem er hreint titrandi af eftirvæntingu eftir veiðitimabilinu. Reyndar er mjög spennandi tímabil framundan en þó gæti vægast sagt brugðið til beggja vona. Eitt af því sem gæti klikkað" gersamlega í sumar er vatnsmagnið í ánum. Afar lítifl snjór er á hálendinu og ef ekki koma tfl vænar rigningar í sumar gæti víða illa fariö. _G_ Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.