Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 23 Sport Skarphéðinn flaug hátt Tilþrifabikar DV-Sport hlaut aö þessu sinni Polaris-ökumaöurinn Skaphéðinn Eymunds- son frá Húsavík. Skarphéöinn sýndi stórkost- leg tilþrif alla keppnina og mætti til leiks meö sérstaklega virkan stuöningshóp sem setti skemmtilegan svip á keppnina. Skarphéðinn sést hér á tveimur myndum, fyrst á flugi hér aö ofan og svo í hörkubaráttu viö þá Helga Reyni Árnason frá Ólafsfiröi og Alexander Kárason frá Akureyri. DV-myndir Myndrún/Bjarni Eiríksson Þriðja umferð 10-11 snjókrossins fór fram á Dalvík um helgina: Það voru risastökk og læti sem einkenndu þriðju umferð 10-11 snjó- krossins sem fram fór síðastliðinn laugardag en keppnin fór fram á hafnarsvæðinu á Dalvík í blíðskap- arveðri. Þetta var mótaröð til ís- landsmeistaratitils en um 1800-2000 áhorfendur fengu sannarlega mikla vélsleðaveislu enda bauð brautin upp á stór stökk og hraða. íslandsmeistarinn, Helgi Reynir Árnason úr Ólafsfirði, varð sigur- vegari í Pro Open flokki á Arctic Cat en þrátt fyrir meiðsl á æfingu fyrir keppnina náði Akureyring- urinn Alexander Kárason á Lynx öðru sætinu og heldur þar með fyrsta sætinu í stigabaráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Nokkuð var um affóll keppenda i æfingum og í byrjun keppninn- ar enda brautin krefjandi fyrir keppendur og sleða. Tjón á sleð- um var þó í flestum tilfellum hægt að laga milli umferða enda keppendur með öflugar sveitir aðstoðarmanna til slíkra verka. 40 keppendur Alls mættu um 40 keppend- ur til leiks á Dalvík en keppt var i fjórum flokkum. I Pro Open flokki hafa þeir Helgi Reynir, Alexander og Ámi Þór Bjamason frá Egilsstöð- um, sem ekur Arctic Cat, ör- uggt forskot á aðra öku- menn í flokknum og virðast þeir þrír ætla að berjast um íslandsmeistaratitilinn þegar þrjár umferðir eru eftir. í Pro Stock-flokki sigraði Ólafs- firðingurinn Halldór Óskarsson á Arctic Cat en næstur honum kom Guðmundur Rafn Jónsson á Polaris. Halldór er efstur að stigum í flokkn- um eftir fyrstu þrjár umferðimar. í minni flokkunum tveimur, Sport Open og Sport 500, urðu úrslit þannig að sigurvegari í Sport Open varð Steinþór Stefánsson á Polaris og næstur kom Sævar Áskelsson á Yamaha. Sævar leiðir stigakeppnina í flokknum. í Sport 500 flokki sigraði Óðinn Þór Baldursson á Lynx en í öðru sæti varð Stefán Dalvíkurbær og fyrirtæki á Dalvík í umtalsverða vinnu við að keyra snjó á brautarstæðið til að gera brautina sem besta. Ekki er óvarlegt að ætla að um 4-5 þúsund tonnum af snjó hafi veriö ekið í brautina til að gera hana sem besta. Margir áhorfenda tóku andköf við mestu stökkin hjá keppendum enda svifið í 5-6 metra hæð og langt eftir því! Svona tilþrif eru orðin fastur liður í íslensku snjókrosskeppnun- um í Vignisson á Arctic Cat. Stefán Vignisson er efstur að stigum í þessum flokki. Snjókrossbrautin var á hafn- arsvæðinu á Dalvík og lögðu dag og miðað við þann gríðarlega áhorfendafjölda sem verið hefur á keppnunum í vetur hefur snjókross- ið stimplað sig rækilega inn í ís- lenskt mótorsport. Næst á Akureyri Næstkomandi laugardag verður svo 4. umferðin í 10-11 snjókrossinu. Nú er röðin komin að Akureyri og er ætlunin að keppnisbrautin verði viö Skautahöllina og að þar verði mikil og góð aðstaða fyrir keppendur, að- stoðarmenn og ekki síst áhorfendur. Brautaræfmgar fara fram á laugar- dagmorgun og hefjast kl. 10 en kynn- ing keppenda verður kl. 13. Keppnin sjálf hefst kl. 14. Brautaræfmgar eru opnar fyrir áhorfendur. -MS Þeir Víðir Garöarsson og Stein- þór Stefánsson sjást hér í miklum háloftasýn- ingu í keppninni á Dalvík um helgina. IVECO Daily Einn með öllu xm Þrjár hurðar í hægri hliö og ein í vinstri. ••• Istraktor Iveco Daily 50C13P Loftfjöðrun að aftan. Skjár til að sjá aftur og innl kassann. 100% driflás. Fjarstýrðar samlæsingar. Vindskeið á topp, samlit. Samlitur kassi frá CityBox. L=4100 H=1970 B=2110 17 rúmmetrar. Foco vörulyfta 1000 kg. Kynningarverð FOCO vörulyfta Burður 2000 kg Rafdrifnar rúður. 120 amp rafall. öryggisloftpúði. ABS hemlar og margt fleira. Smiðsbúö 2 Garðabæ S(mi: 5 400 80Q VJ í li)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.