Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Sport Fórum illa aö ráði okkar - sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur eftir leikinn: „Við fórum illa að ráði okkar. Við hefðum auðveldlega getað farið með gott 5-6 marka forskot inn í seinni leikinn. Mér fannst liðið vera að spila frá- bæran handbolta. Við vorum í raun að spila bá sundur og saman í sókn- inni og við áttum í fullu tré við þá í vöminni þar sem þeir voru í miklum vandræðum með að spila á móti okk- ur. Við færðum þeim sigurinn hins vegar á silfurfati með því að brenna af um sextán dauðafærum í leiknum og var oft refsað með hraðupphlaup- um. Þetta var lykill. Ég held hins vegar að við höfum sýnt og sannað að við eigum fullt er- indi í 4 liða úrslit þessarar keppni. Það var hins vegar stór brotalöm á liðinu og ég vU að hluta til kenna um mikUli þreytu og álagi sem hefur verið á liðinu. LykUmenn í liðinu eru ekki að leika eins og þeir geta. HaUdór var t.d. ekki svipur hjá sjón og hann og Óskar voru að gera slæm mistök í góðum færum. En þegar upp er staðið þá er sorglegt að þurfa að fara með tvö mörk í mínus inn í leikinn þegar við hefðum auðveld- lega getað farið með gott forskot." Enn ein rósin til HSI Viggó er eins og áður ósáttur við hvernig íslandsmótið kemur síðan inn í þessa miklu hrinu Haukanna. „Við þurfum að fara til Vestmanna- eyja á þriðjudaginn, og þá líklega með Herjólfl því aUir leikirnir verða að fara fram á sama tíma. Þetta er enn ein rósin í hnappagat HSÍ. I þetta fer heUl sólarhringur hjá okk- ur og síðan þurfum við að halda á fimmtudaginn í 18 tíma ferðalag tU Króatíu sem samanstendur af þrem- ur flugferðum og þriggja tíma rútu- ferð. Það þarf náttúrulega ekki að spyrja að því að liðið er ekki undir- búið eins og best verður á kosið.“ Þrátt fyrir tapið er ekkert uppgjaf- arhljóð í Viggó. „Liðið er búið að sýna feikUega mikinn karakter í vet- ur og við höfum átt frábært tímabil þó að við höfum eiginlega klúðrað deUdinni vegna þessa gífurlega álags. Við erum ekkert búnir að gef- ast upp. Við ætlum í seinni leikinn af fullum krafti og munum gefa aUt sem við eigum í hann.“ -HI Halldór Ingólfsson og Einar Gunn- arsson búa sig undir aö taka aukakast og síöasta kast leiks Hauka og Metkovic á Ásvöllum í gær. Einar Gunnarsson skoraöi beint úr aukakastinu og sá til þess aö munurinn á liöunum varö aöeins tvö mörk DV-mynd ÞÖK Haukar-Metkovic 20-22 1-0, 2-4, 3-6, 6-7, 6-9, 10-10 (11-11), 11-12, 13-12, 13-14, 15-15, 16-20, 18-20, 18-22, 20-22. Haukar Mörk/viti (Skot/viti): Rúnar Sigtryggsson 5 (9), Aliaksandr Shamkuts 4 (6), Einar ÖnWónsson 3 (7), Jón Karl Bjömsson 2 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3), Einar Gunnarsson 1 (2), Þorvarður Tjörvi Ólafsson 1 (5), Halldór Ingólfsson 1 (6/1), Óskar Ármannsson 1 (8). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Einar Örn 2, Jón Karl 2, Ásgeir, Shamkuts, Halldór, Rúnar). Vitanýting: Skorað úr 0 af 1. Varin skot/viti (skot á sig): Bjarni Frostason 17/2 (39/3, 44%). Brottvisanir: 10 mínútur RK Metkovic Jambo Mörk/viti (skot/viti): Niska Kaleb 7 (13), Ivan Markovski 4/1 (7/2), Petar Metlicic 4 (11), Mario Bjelis 2 (3), Gyorgy Zsigmond 2 (4), Davor Dominikovic 2 (10), Valter Matosevic 1 (1), Zdradko Medic (1), Goran Jerkovic (2), Slavko Goluza (4/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 9 (Kaleb 3, Bjelis 2, Makovski 2, Dominikovic, Metlicic). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Varin skot/víti (skot ú sig): Valter Matosevic 20/1 (40/1, 50%) Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Migas og Bavas frá Grikklandi, (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 1000. Maöur leiksins: Calter Matosevic, Metkovic. Öruggt hjá Magdeburg Magdeburg, lið Alfreðs Gísla- sonar og Ólafs Stefánssonar, vann öruggan sigur á spænska liðinu Bidasoa Irun, 32-24, á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í und- anúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Magdeburg hafði yfirhöndina allan leikinn og tryggði sér góða stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Spáni um næstu helgi. Stefan Kretzschmar var marka- hæstur hjá Magdeburg með sjö mörk og þeir Joe Abati og Oleg Kulischow skoruðu sex mörk hvor. Ólafur Stefánsson átti róleg- an dag, skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr víti. -ósk Haukar töpuðu með tveimur mörkum fyrir Metkovic Jambo, 20-22, á heimavelli á Ásvöllum Það verður þungur róðurinn hjá Haukum í seinni leiknum gegn RK Metkovic Jambo í Króatíu um næstu helgi. Og það sem er kannski mest svekkjandi fyrir Haukana er að þeir hefðu ekki þurft mikla heppni til að ná mun hagstæðari úrslitum. Tæki- færin til þess voru til staðar en því miður voru þau ekki nýtt og það gæti reynst Haukum dýrkeypt í seinni leiknum. Haukarnir byrjuðu ekki nógu vel. Reyndar var 3-3 vörnin frábær hjá liðinu allan leikinn og Króatamir voru í bullandi vandræðum í sóknar- leiknum hjá sér. Það sama var reynd- ar uppi á teningnum hjá Haukum. Skytturnar og leikstjórnandinn Esig lítið í frammi enda vörn anna sterk en þó tókst oft að koma boltanum á línumanninn Shamkuts, enda fór hann mikinn í byrjun leiks. 14 skot varin á 22 mínútum Leikmönnum Hauka gekk hins vegar illa að finna leiðina fram hjá hinum sterka markverði þeirra, Valt- er Matosevic, en á fyrstu 22 mínútun- um varði hann 14 skot, mörg hver úr dauðafærum, og æði oft fengu Hauk- arnir síðan hraðaupphlaup 1 kjölfar- iö á meðan þeir nýttu ekki tækifæri sín, á slíkum upphlaupum, að minnsta kosti til að byrja með. Þetta breyttist reyndar þegar leið á fyrri hálfleikinn. Bjarni Frostason hrökk þá aðeins í gang og hraðaupp- hlaupip fóru að koma hjá Haukunum og við það unnu þeír úpþ þetta 2-3‘ marka forskot sem Metkovic Jambo náði í byrjun leiks. Og jafnt var í leikhléi, 11-11. Haukarnir komu sterkir inn i síð- ari hálfleikinn og í upphafi hans lentu Króatamir síðan í því að missa tvo menn út af i brottvísanir. Þetta nýttu Haukarnir sér til að komast yf- ir í eina skiptið í leiknum fyrir utan stöðuna 1-0 og það var þegar Einar Örn kom þeim yfir með marki úr hraðupphlaupi, 13-12. Eftir þetta upp- hófst töluverður baráttukafli þar sem lítið var skorað og mikið um mistök í sóknarleiknum. En vendipunktur- inn var um miðjan hálfleikinn þegar Rúnar Sigtryggsson fékk tveggja mínútna brottvísun og það nýttu Króatarnir sér vel ,og skprpðu þrjú mörk ’í röð meðari 'hann vár után vallar. Eftir þetta var alltaf á bratt- ann að sækja hjá Haukum og Kröat- arnir létu þetta forskot ekki af hendi. Geta verið súrir Haukarnir geta verið súrir með að hafa ekki náð hagstæðari úrslitum. Mörg dauðafæri fóru í súginn, bæði úr hornum og hraðaupphlaupum, og skytturnar, Haildór og Rúnar, virk- uðu þreyttar þó að Rúnar hafi reynd- ar stundum sýnt góð tilþrif. Mest bar á Bjarna Frostasyni, sem varði vel, og Shamkuts á línunni sem nýttu sin færi ágætlega auk þess sem hinn bráðefnilegi Ásgeir Örn Hallgríms- son sýndi skemmtileg tiiþrif. Það er hætt við að erfitt verði að komast lengra í Evrópukeppninni en þetta en Háukar ’getá þö' bórið höfuðið hátt ög' verið stoltir af framgöngu sinni í keppninni í vetur. Ekki gallalaus leikur Lið Metkovic Jambo er sterkt en leikur liðsins var langt frá því að vera gallalaus. Það var i töluverðum vandræðum í sóknarleiknum og skytturnar Dominikovic (nr. 10), Markovski (nr. 13) og Metlicic (nr. 19) fengu ekki mikinn frið til að at- hafna sig þó að sá síðamefndi læddi inn nokkrum góðum mörkum. Vörn- in var hins vegar sterk þó að liðið ætti stundum í vandræðum með að loka á línuna. Bestu leikmenn liðsins voru markvörðurinn Matosevic og hornamaðurinn Kaleb (nr. 2) sem bókstaflega raðaði inn mörkunum á tímabili i sídari hálfléik. ' ' ‘ ‘‘ -HIi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.