Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 27 Sport unglinga Spennandi leikir - alvöru bikarstemning í bikarkeppni yngri flokka þar sem úrslit réöust ekki fyrr en í lokin Njarðvík og ÍR mættust í 9. flokki en þessi tvö lið hafa verið að beijast um ís- landsmeistaratitilinn undanfarin ár. Njarðvikingar hafa haft betur síðustu tvö ár og virtust vera komnir með tak á ÍR-ingunum. ÍR-ingar hafa ekki verið að spila vel í vetur og féllu mjög óvænt nið- ur í B-riðil í síðasta fjölliðamóti og því var þetta síöasti leikur þeirra í vetur. Þeir komu vel stemmdir til leiks og léku vel enda býr margt í þessum strák- um þegar þeir halda einbeitingu. Þeir höfði frumkvæðið í leiknum og voru sex stigum yfir í hálfleik, 26-20. Njarðvik var að spila mjög illa í fyrri hálfleik þai- sem einstaklingsframtakið var mikiö. Til marks um það þá var liðið með eina stoðsendingu í öllum hálfleiknum. Njarðvík var einnig að hitta illa og ÍR var á góðri leið með að vinna leikinn. ÍR komst 12 stigum yfir seint í seinni hálfleik en þá tók Jóhann Ólafsson í Njarövik sig tfl og átti frábæran lokakafla sem tryggði Njarðvík sigur. Jakob Egilsson átti góðan leik og er þar mikið efni á ferð. Halldór Gíslason átti einnig mjög góðan leik og spilaði af yfirvegun. Hjá Njarðvík voru þeir félag- arnir Jóhann Ólafsson og Kristján Sig- urðsson allt í öllu enda tveir bestu leik- mennirnir í þessum árgangi. Það virðist vera ómögulegt fyrir andstæðinga Njarðvíkinga aö stöðva þessa tvo frá- bæru leikmenn og á meðan svo er þá vinnur Njarðvík líklegast íslandsmeist- aratitilinn þriðja árið í röð. Stig ÍR: Jakob Egilsson 16 (14 frá- köst), Halldór Gíslason 12 (6 fráköst, 5 stoðs.), Haraldur Matthíasson 10 (8 frá- köst), Sveinbjörn Claesson 7, Haraldur Sigurðsson 4, Helgi Gylfason 2. Stig Njarðvíkur: Jóhann Ólafsson 30 (22 fráköst, 6 stoðs., 3 varin, 3 stolnir), Kristján Sigurðsson 19 (8 fráköst), Rún- ar Erlingsson 2, Daníel Guðmundsson 2. Maður leiksins: Jóhann Ólafsson, Njarðvík. Sigruðu annað árið í röð ÍR-ingar gerðu sér litið fyrir og sigruðu KR, 83-80, í bikarúrslitaleiknum í drengjaflokki. KR hefur í gegnum tíðina borið höfuð og herðar yfir önnur lið í ‘82 árganginum og mátt sætta sig við annað sætið ansi oft. ÍR varð einnig bikarmeistari í drengjaflokki í fyrra. Leikurinn var æsispennandi. Seinka þurfti leiknum um 20 mínútur þar sem annar dómarinn mætti of seint í leikinn. Það var mikið skoraö í byrjun leiks og hittni beggja liða með afbrigðum góð. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem margir leikmenn í báðum liðum vita nákvæmlega hvar karfan er. ÍR 9. flokkur Njarðvíkur var bikarmeistari eftir að hafa sigrað IR í jöfnum og spennandi leik þar sem Njarðvík reyndist sterkari í lokin. Umsjón reyndist sterkara á lokasprettinum og misnotuðu KR-ingar mikilvæg vitaskot í lokin og því fór sem fór. KR reyndi mikið að fá leiknum frestað þar sem leikurinn var nánast á sama tíma og meistaraflokkurinn var að spila en var synjað. Þar af leiðandi var Jón Arnór Stefánsson ekki með KR í leiknum og munar um minna. Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 29 (14 fráköst, 8 stoðs., 4 varin skot, 12/20 í skotum), Ólafur Þórisson 22 (9/15 í skotum, 4/7 3ja), Ólafur Sigurðsson 12 (7 fráköst, 8 stoðs.), Sigurður Tómasson 11, Ólafur Long 4, Ágúst Eysteinsson 3, Sigurður Erlendsson 2. Stig KR: Níels Dungal 23 (8 fráköst, 6 stoðs.), Hjalti Kristinsson 22 (9 fráköst), Steinar Magnússon 13, Valdimar Helgason 11, Björgvin Bjömsson 5, Sverrir Gunnarsson 4, Jón Öskarsson 2. -BG Maður leiksins: Hreggviður Magnússon, ÍR. Uppbygging Hmnamenn gerðu sér lítiö fyrir og sigraðu í 9. flokki kvenna og hafa á að skipa mjög sterku liði. Það er mikil gróska á Flúðum í körfunni og þessi bikar afrakstur- inn af góðu starfi sem þar er unn- Þær unnu Hauka, 36-37, í miklum spennuleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum. Stig Hrunamanna: Ösp Jóhanns- dóttir 22, Eva D. Ólafsdóttir 13 (11 frá- köst, 6 varin skot, 5 stolnir), Ragn- heiður Georgsdóttir 2 (8 fráköst, 5 varin). Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 19 (15 fráköst, 4 stolnir, 5/13 3ja stiga), Pálína M. Gunnlaugsdóttir 12, Bára Sigurjónsdóttir 5. Maður leiksins: Ösp Jóhannsdóttir, Flúðum. -f , 7 J ! 7 — r ■l^ 1 Langar út aftur „Þetta er fyrsti titiilinn minn í yngri flokkunum og alltaf gaman að vinna. Við spiluðuð vel framan af en siðan kom bakslag i þetta hjá okkur. Vörnin var grunnurinn að sigrinum. Við höfum verið að æfa stíft og þetta small sam- an hjá okkur i þessum leik. Þetta var einungis annar leikurinn minn í vetur með drengjaflokki. Ég spilaði undanúrslita- leikinn þar sem við unn- um Stjörnuna létt og því má segja að sé eini al- vöru leikurinn minn með drengjaflokki í vet- ur. Veróur þú hérna á ís- landi nœsta vetur eöa stefnir hugur þinn út til Ameríku eins og hjá mörgum drengjum á þín- um aldri? Ég veit ekki hvar ég verð á næsta ári. Ég stefni að því að fara út aftur en það er ekkert ráðið í þeim málum. Ég var eitt ár úti í grunnskóla og það gaf mér ákveðinn grunn. Mig langar að fara aftur út í háskóla. Nokkrir skólar hafa verið í sambandi við mig í Alabama þar sem ég var í grunnskóla en ég myndi vilja fara i skóla sem er á austurströndinni. Námið skiptir máli og þarf skólinn ekki bara að hafa gott körfuboltalið heldur þarf námið líka að vera gott,“ sagði Hreggviður Magnússon, fyrir- liði drengjaflokks ÍR. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.