Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Sport Þaö er mikil gróska í bocciaíþróttinni á íslandi. Metþátttaka var á íslandsmótinu nú fyrir skömmu og eins og sést á þessari mynd var stemmningin góð. DV-mynd: AKV Breytingar á íslandsmótum hjá fötluöum: - hefur gert það að verkum að endurskoða þarf fyrirkomulag íslandsmótanna Islandsmót ÍF 1 ólíkum greinum eru haldin á hverju ári. Vegna sí- aukinnar þátttöku hefur þurft að endurskoða fyrirkomulag Islands- móta ÍF og mótunum er nú skipt á fleiri helgar en áður. Fram til ársins 1994 var haldið sameiginlegt íslandsmót í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borð- tennis, lyftingum, sundi og bogfimi. íslandsmót í frjálsum íþróttum inn- anhúss og utanhúss voru haldin sér að vori og hausti. íslandsmót í heimabyggö mikilvæg Árið 1994 var íslandsmóti ÍF í boccia skipt í einstaklings- og sveitakeppni þar sem ákveðið var að sveitakeppni yrði áfram hluti af sameiginlegu íslandsmóti ÍF í fimm greinum, en einstaklingskeppni skyldi fara fram að hausti í umsjá aðildarfélaga ÍF þannig að mótin færöust í auknum mæli út um land. Fyrsta íslandsmótið í einstak- lingskeppni í boccia fór fram á Ak- ureyri í nóvember 1994 í umsjón Lionsklúbbsins Hængs og íþróttafé- lagsins Akurs. Aukin ábyrgö Hið nýja fyrirkomulag varð til þess að aðildarfélög ÍF tóku aukna ábyrgð á mótahaldi og íslandsmót i heimabyggð aöildarfélaga ÍF hafa vakið athygii á starfsemi félaganna og hlutverki þeirra á hverjum stað. Framkvæmd íslandsmóta ÍF í bæjarfélögum víða um land hefur einnig í mörgum tilvikum orðiö hvati að úrbótum í aðgengismálum í bæjarfélaginu. Fleiri keppendur í öllum greinum Á sambandsþingi ÍF1998 var sam- þykkt að íslandsmót ÍF í boccia skyldi alfarið skilið frá íslandsmót- um í öðrum greinum og haldið sér að vori og hausti. Samþykkt var að íslandsmót í frjálsum íþróttum inn- anhúss skyldi tengjast íslandsmóti í öðrum greinum sem haldið yrði síðla vetrar. Boccia vinsælt Ein meginástæða þessa var síauk- in þátttaka i boccia og ekki síður var stefnt að því að auka þátttöku í fleiri greinum. Með því að skipta upp íslandsmótum ÍF var keppend- um gert auðveldara að taka þátt í fleiri greinum. Greinilegur árangur hefur náðst varðandi þetta markmið og á fslandsmótunum sem farið hafa fram undanfamar helgar hefur þátttaka verið meiri en áður í öllum greinum. Það sýnir að vel virðist ganga að ná til iðkenda og ljóst að mikill uppgangur er í íþróttum fatlaðra nú um stundir. Ánægjuleg þróun Þetta er mjög ánægjuleg þróun og staðfestir aukna fjölbreytni í íþróttastarfi aðildarfélaga ÍF. í framhaldi af breytingum á fyrir- komulagi íslandsmótanna er ÍF i samráði við aðildarfélög sín að vinna að endurskipulagi varðandi lokahóf íslandsmóta sem hafa alltaf verið mjög stór þáttur í keppnisferl- inu. -AKV íþróttasamband fatlaðra íþróttamiöstöðinni Laugardal Sími: 568 6301 Fax: 568 6315 Netfang: if@isisport.is www.isisport.is/sersamb/if Athyglisverð umræða Athyglisverðar umræður hafa farið fram í Danmörku undan- farið um viðhorf til sjónvarps- efnis sem tengist íþróttum fatl- aðra og um að slíkt sjónvarps- efni valdi vanlíðan hjá fólki. í blaði íþróttasambands fatlaðra í Danmörku í mars er þetta mál tekið fyrir og vitnað orðrétt í ýmsa aðila sem komið hafa að umræðunni, s.s.: Mér líður illa við að horfa á fatlaða íþróttafólk- ið á ólympíumótinu í sjónvarp- inu? Hvað með fötluð börn og unglinga? Eiga þau ekki að eiga möguleika á að velja sér fyrir- myndir til að horfa upp til af því að ákveðin hluti ófatlaðs fólks fær kvöldkaffið upp í háls við að horfa á einfættan mann? Á maður ekki að hafa leyfi til að dreyma um eigin heppni og sigra, af því maður er fæddur eða hefur orðið fatlaður? ÍF mun fylgjast með frændum vorum Dönum og þeirri umræðu sem þarna er í gangi. Styrkir ÍF Samningur ÍF við Rúm- fatalagerinn ehf. vegna uppbygg- ingar afreksíþrótta er stærsti samstarfssamningur sem ÍF hef- ur gert til þessa. Samningurinn var kynntur i tengslum við kyriningu á afreksstefnu ÍF á Hótel Sögu, miðvikudaginn 21. mars. Rúmfatalagerinn í Dan- mörku hefur verið stærsti styrktaraðili íþróttasambands fatlaðra í Danmörku í fjölda ára og samstarf þessara aðila hefur verið mjög farsælt. Án efa mun sama gilda um þann samstarfs- samning sem hér hefur verið komið á en þessi samningur hef- ur ómetanlega þýðingu fyrir starfsemi ÍF og íþróttahreyfingu fatlaðra á íslandi. -AKV Fatlaöur bandarískur sundkappi í heimsókn á íslandi: Minnir Olaf Rudy Tolson þykir mjög efnilegur í lauginni Eins og komið hefur fram í DV áð- ur var Rudy Garcia Tolson sérstakur heiöursgestur á íslandsmóti ÍF í sundi helgina 9.-10. mars sl. Það er óhætt að fuilyrða að þessi 12 ára drengur hafi vakið mikla athygli á sundmótinu. Ófeiminn viö aö sýna fötlun sína Hann var algjörlega ófeiminn við að sýna fötlun sína, tók af sér báða gervifæturna í upphafi mótsins og lét engan bilbug á sér finna þegar hann gekk á milli fólksins sem hann náöi í mittishæð. Það er öllum erfitt að fara í fyrsta skipti á íslandsmót, ekki síst ef fötlun er sýnileg og viðkvæmt mál fyrir ungar sálir. Mikiö sjálfstraust Að sjá sjálfstraust þessa mikið fatl- aða drengs og gleði hans yfir að fá að taka þátt í mótinu skapaði sérstaka stemningu sem án efa hefur haft áhrif á marga sem þarna voru. Þá var ekki síður gaman að fylgjast með því hve hann er stoltur af gervifótunum sínum sem eru gjöf frá össuri hf. Ólafur aöstoöaöi Rudy Á mótinu sýndi hann og sannaði að hann er í mjög góðu formi og ætlai sér langt í sundinu en hann sett: nýlega bandarískt met í 200 m fjór sundi fatlaðra í sínum aldursflokki Nokkrum varð á orði, þegar hanr sýndi yfirburði í 400 m skriðsundi að hann minnti mjög á Ólaf Eiríks son, sundkappann snjalla, sem vai aðstoðarmaður hans á mótinu. Stefnir á Aþenu 2004 Rudy stefnir að því að fara til Aþ enu 2004 og það er aldrei að vita nemr það geti orðið að veruleika fái hanr þá þjálfun og umgjörð sem til þarf. -AKV Rudy Garcia Tolson missti báða fætur á unga aldri en lætur þaö ekki stoppa sig.DV-mynd: AKV i j órvr ,6S8 jyol r< ! i íjíi3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.