Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 21 DV Sport Njarðvik-KR 89-84 Jes Hansen, Daninn í liði Njarðvík- ur, lék vel fyrir sitt liö í fyrsta leik undanúrslitanna gegn KR í gær. Hansen skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Hér sést hann keyra að körfunni í gær en KR-ingurinn Arn- ar Kárason er til varnar. DV-mynd PÖK Njarðvíkingar tóku forystu I einvíg- inu gegn KR í undanúrslitum er þeir sigruðu 89-84 í Ljónagryfjunni. Heimamenn leiddu í hálfleik, 55-44. „Ég er ánægður með hvað vömin small aftur í 4. leikhluta. Það er erfitt að halda stóru forskoti eins og í byrj- un en mikilvægt að brjóta ísinn. Við komum með sjálfstraust í næsta leik og stefnum á 2-0. Varðandi byrjunina þá vissum við að þeir kæmu til baka, enda gott lið, en við hættum aldrei og uppskárum eftir því,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvík- inga, að leik loknum. 18-0 eftir 4 mínútur Heimamenn byrjuöu leikinn af miklum krafti og vöm þeirra var frá- bær. Eftir 4 mínútur var staðan 18-0 fyrir heimamenn en Keith Vassel kom gestunum inn í leikinn og var öflugur í fráköstum og skoraði einnig mikið. Teitur fékk sína 3. villu eftir rúmlega 6 mínútur og fór af velli og leikur heimamanna hikstaði aðeins og KR náði að minnka muninn niður í 8 stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrj- aði svo annan leikhluta af krafti og staðan var skyndilega 36-31. Njarð- víkingar komu þá til baka og Teitur skoraði 3ja stiga körfu langt fyrir utan sem setti þá í 13 stiga forskot en það var Jónatan Bow sem átti lokaorðið í fyrri hálfleik með tveimur 3ja stiga körfum. Bow byrjaði svo seinni hálf- leik eins og hann endaði þann fyrri, með 3ja stiga körfu, og Jes Hansen fékk 2 villur með stuttu millibili og var með 4 villur og 7 minútur eftir af 3. leikhluta. KR komst svo í forystu í fyrsta sinn er tæpar 6 mínútur voru eftir af leikhlutanum, 59-60. Magni gerði svo 3ja stiga körfu sem kom KR í 66-71 en þaö voru Njarðvíkingar sem áttu lokaorðið í þriðja leikhluta og staðan var jöfn, 71-71. Það var svo jafnræði með liðunum í síðasta leikhlutanum en KR-ingar voru þó yfirleitt á undan að skora en þeir misstu Jón Arnór út af með 5 vill- ur er tæpar 6 mínútur voru eftir. Jón- atan Bow fékk svo á sig sóknarvillu og Logi jafnaði með 3ja stiga körfu, 80-80. Lokamínútumar voru svo barningur einn. Logi stal boltanum er heima- menn höfðu þriggja stiga forskot og þeir hittu úr vítunum í lokin og komust í 88-81. Amar Kárason skor- aði 3ja stiga körfu og minnkaði muninn í 4 stig, Brenton fór á vítalín- una og hitti úr fyrra vítinu og eftir baráttu um frákast náði Hansen að vinna boltann fyrir heimamenn sem héldu knettinum út leiktímann, loka- tölur 89-84. Heimamenn léku frábæra vörn í upphafi og náðu 18 stiga forskoti en það er erfiðara að halda en sækja. Þeir sýndu þó karakter og komu upp aftur í íjórða leikhluta með sterka vöm og héldu KR í 13 stigum i leik- hlutanum. Það var fyrst og fremst sterk liðs- heild Njarðvíkinga sem skóp þennan sigur. Logi skoraði mikið í fyrri hálf- leik, Brenton var einnig að leika mjög vel og þá áttu stóm strákarnir þrír all- ir finan leik. Hansen var drjúgur í lokin og skilaði góðum körfum og frá- kastaði einnig vel og Friðrik lék vel í seinni hálfleik. Þá áttu reynslubolt- amir Teitur og Friðrik einnig góðan dag þó þeir lentu báðir í villuvandræð- um. Gestirnir mættu hreinlega 4 mínút- um of seint í leikinn og það tók mikla orku frá þeim að vinna upp það for- skot. Vassel yfirburöamaöur Keith Vassel var yfirburðamaður í liði KR. Hann var allt í öllu í fyrri hálfleik og hann og Jónatan Bow, sem lék eflaust sinn besta leik í vetur, virt- ust einir um að geta skorað fyrir KR. Ólafur Jón er greinilega ekki heill heilsu og munar um minna og þá hef- ur Jón Amór oft leikið betur og Magni komst I raun aldrei í takt við leikinn. Teitur Örlygsson, annar af þjálfur- um Njarðvíkur, var ánægður í leiks- lok. „Mér er illa við svona stór forskot þvf þau fara ansi oft jafnhratt og þau koma. Við settum mikla orku í byrj- un leiksins og lentum í smá villuvand- ræðum en leikurinn er í 40 mínútur og við komum til baka. Það sýndi styrk vamarinnar að þeir voru að renna út á skotklukku í 4. leikhluta. En úr því við eram búnir að brjóta ísinn þá er að fjölmenna í KR-húsið á þriðjudag. Við leggjum allt í sölurnar." Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við leik sinna manna í leikslok. „Við létum þá hlaupa yfir okkur í byrjun en Keith bjargaði and- liti okkar en er æfmgalítill og hélt ekki út leikinn. Við voram búnir að vinna okkur inn í leikinn en kláruð- um sóknimar ekki nægilega vel í lok- in. Við erum staðráðnir í að jafna metin í vesturbænum, þetta verður taugastríð allt til enda en við erum ekki hættir. En þetta var góður körfu- bolti með fullt af tilþrifum og næsti leikur er á þriöjudagskvöld." Sannfærandi - sigur hjá Stólunum gegn Keflavík „Ég er stoltur af þvf að strákarn- ir sýndu að við erum ekki orðnir saddir og þeir voru í kvöld að spila sinn besta leik í vetur. Liðið var allt að leika vel, bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að fara til Keflavíkur en við fórum þangað fullir sjálfs- trausts. Það er engin pressa á okk- ur og við ætlum að taka þetta á gleðinni og ánægjunni áfram,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari, ánægður að leik loknum í gærkveldi þar sem Tindastóll vann mjög sannfærandi sigur, 109-87, á Keflvík í fyrsta leiknum í undanúr- slitunum. Hátt spennustig Spennustigið var hátt í leiknum í gærkvöldi, mikil barátta en samt mikið skorað. Lengi vel máttu skytturnar í báðum liðum ekki fá neitt svigrúm þá settu þær boltann ofan í körfuna. Heimamenn vora ákveðnari strax í byrjun, unnu villur á stóru mennina fljótlega, Birgir Örn og Fannar, auk þess sem Calvin Davis fékk snemma þrjár villur og þurfti að hvlla megnið af fyrri hálfleik. Þetta taldi fyrir Tindastól og Keflvíkingar voru í því hlutverki að elta en voru aldrei langt undan í fyrri hálfleiknum, munurinn fór aldrei yfir tíu stig. Staðan í leikhléi var 58-49 fyrir Tindastól. Þegar skyttulið eins og Keflvík- inga á í hlut má aldrei slaka á. Tindastólsmenn virtust hafa þetta hugfast og komu ákveðnir til seinni hálfleiks, náðu strax að rjúfa 10 stiga muninn og auk þess að spila stifa vörn á skytturnar þannig að nú hættu þriggja stiga skotin að detta. Heimamenn voru komnir með öflugri tök á leiknum og gáfu aldrei eftir að ráði. Keflvíkingum tókst að minnka muninn í sjö stig þegar um fjórar minútur vora eftir, 89-82, en þá gripu þeir Adonis Pomones og Shawn Myers til sinna ráða og gerðu út um leikinn á skömmum tíma. Þessi tveir leikmenn voru í aðal- hlutverki hjá Tindastóli i leiknum í gærkveldi. Pomones var drjúgur í því að taka af skarið, keyrði vel að körfunni og nýtti færin og Mayers var líka með enn einn stórleikinn. Þá voru Kristinn, Lárus og Andropov einnig atkvæðamiklir og Ómar drjúg- ur í vöminni. Birgir örn Birgisson var besti maður Keflvíkinga, Gunnar Einarsson átti einnig mjög góðan leik og Guðjón og Jón Norðdal drjúgm-. Villuvandræðin gerðu leik Calvins Davis ansi köflóttan. Keflvíkingar mega gjarnan til- einka sér þann sjálfsagða íþrótta- anda að þakka fyrir að leik loknum, þótt tap sé í úrslitakeppni. Það gerði þó Sigurður Ingimundarsson þjálfari þrátt fyrir að hafa sitthvað að segja um dómgæsluna á lokamínútunum og var ekki sáttur að leik loknum. -ÞÁ Tindastóll-Keflavík 109-87 4-0, 6-5, 12-5, 15-9, 15-15, 21-15 (27-21), 32-24, 37-29, 4845, (58-49), 62-51, 67-57, 72-59, 78-65, (81-67), 83-73, 87-78, 89-82, 97-82, 109-87. Stig Tindastóls: Shawn Myers 32, Adonis Pomones 24, Kristinn Friðriksson 18, Lárus Dagur Pálsson 10, Mikhail Andropov 10, Svavar Birgisson 6, Ómar Sigmarsson 4, Axel Kárason 3 og Friðrik Hreinsson 2. Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 19, Kalvin Davis 19, Birgir Öm Birgisson 14, Guðjón Skúlason 10, Magnús Gunnarsson 10, Falur Harðarson 5, Gunnar Steingrímsson 5, Hjörtur Harðarson 2 , Jón Nordal Hafsteinsson 2 og Fannar Ólafsson 1. Fráköst: Tindastóll 36 (13 í sókn, 23 í vörn, Myers 17), Keflavik 31 (9 í sókn, 22 í vörn, Birgir, Jón 6). Stoösmdingar: Tindastóll 28 (Pomones 10), Keflavík 1 (Gunnar S. 1). Stolnir boltar: Tindastóll 10 (Pomones, Kristinn 3), Keflavík 9 (Birgir, Guðjón 2). Tapaöir boltar: Tindastóll 8, Keflavík 14. Varin skot: Tindastóll 9 (Myers, Antropov 4), Keflavík 4 (Davis, Jón 2). 3ja stiga: Tindastóll 16/9, Keflavík 24/8. Víti: Tindastóll 30/23, Keflavík 15/12. Dómarar (1-10): Sigmundur Már Herbertsson og Jón Bender (8). Gœöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 538. Maður leiksins: Adonis Pomones, Tindastóli 18-0, 23-4, 28-15, (30-22), 36-25,40-31, 48-38, (55-44), 57-51, 59-60, 65-68, (71-71), 75-78, 80-80, 86-81, 89-84. Stig Njarðvíkur: Brenton Birming- ham 22, Logi Gunnarsson 21, Jes Han- sen 20, Friðrik Stefánsson 13, Teitur Örlygsson 9, Halldór Karlsson 4. Stig KR: Keith Vassel 33, Jónatan Bow 16, Hermann Hauksson 11, Jón Arnór Stefánsson 8, Ólafur Jón Orms- son 6, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5, Arnar Kárason 5. Frákösf Njarövík 36 (12 í sókn, 24 í vöm, Hansen 13), KR 31 (14 í sókn, 17 í vörn, Vassel 11). Stoðsendingar: Njarðvík 20 (Brent- on 8), KR 16 (Bow 5). Stolnir boltar: Njarðvik 12 (Teitur, Friðrik S. 4), KR 10 (Vassel 4). Tapaðir boltar: Njarðvik 15, KR 12. Varin skot: Njarðvík 3 (Friðrik 2), KR 5 (Vassel 3). 3ja stiga: Njarövik 18/6, KR 21/9. Víti: Njarðvík 23/16, KR 21/16. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Helgi Bragason (8). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 600. Maður leiksins: Brenton Birmingham, Njarðvík eildin - hjá Njarðvík náði að brjóta ísinn eftir 5 tapleiki gegn KR í röð og taka 1-0 forustu í einvíginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.