Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Sport Fjölþraut karla: 1. Viktor Kristmannsson, Gerplu . 44,800 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu..44,550 3. Jónas Valgeirsson, Ármanni .. 36,400 4. Grétar K. Sigþórsson, Ármanni 36,250 5. Anton H. Þórólfsson, Ármanni . 36,500 Gólfæfingar karla: 1. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..8,000 2. Grétar K. Sigþórsson, Ármanni . 7,700 3. Viktor Kristmannsson, Gerplu .. 7,500 Bogahestur 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .. 9,150 2. Viktor Kristmannsson, Gerplu .. 8,250 3. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..8,100 Hringir 1. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..7,700 2. Viktor Kristmannsson, Gerplu .. 7,300 3. Jónas Valgeirsson, Ármanni ... 5,800 Stökk karla 1. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..7,850 2. Þórir A. Garðarsson, Ármanni . 7,825 3. Grétar K. Sigþórsson, Ármanni . 7,800 Tvíslá karla 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .. 8,350 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..7,800 3. Viktor Kristmannsson, Gerplu .. 7,650 Svifrá 1. Viktor Kristmannsson, Gerplu .. 6,800 2. Anton H. Þórólfsson, Ármanni.. 6,350 3. Dýri Kristjánsson, Gerplu ..6,200 Fjölþraut kvenna: 1. Sif Pálsdóttir, Ármanni . . . 30,250 2. Birta Benónýsdóttir, Ármanni . 26,700 3. Svava B. Örlygsdóttir, Árm. ... 26,050 4. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu .... 25,800 5. Auður Guðmundsdóttir, Árm. . 25,400 Stökk kvenna: 1. Sif Pálsdóttir, Ármanni .... 8,225 2. Tanja B. Jónsdóttir.Björk . . . 8,025 3. Birta Benónýsdóttir, Ármanni .. 8,000 Tvíslá kvenna: 1. Svava B. örlygsdóttir, Árm..6,300 1. Birta Benónýsdóttir, Ármanni .. 6,300 3. Sif Pálsdóttir, Ármanni .... 6,250 Jafnvægislá: 1. Sif Pálsdóttir, Ármanni .... 7,775 2. Sigurlaug H. Ámadóttir, Gerplu 6,900 3. Svava B. Örlygsdóttir, Árm..6,650 úrslit á einstökum áhöldum. Keppendur á mótinu voru 25, 13 í kvennaflokki og 12 í karlaflokki. Ármann sendi ríflega helming keppenda á mótið, sjö stúlkur og sjö stráka. Gerpla sendi fjórar stúlkur og fimm stráka og svo áttu Björk og Stjaman hvort sinn keppanda í kvennaflokki. Yfirburöir hjá Sif í kvennaflokki báru Ármanns- stúlkur höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Fremst i flokki var Sif Pálsdóttir, 14 ára stúlka sem varði fjölþrautartitil sinn frá því í fyrra en þá varð hún yngst alíra til þess að vinna íslandsmeistaratitil í fjölþraut kvenna. Sif var hæst á þremur áhöldum af fjórum í keppninni og hafði töluverða yfir- burði á mótinu. Hún hlaut sam- tals 30.250 stig fyrir æfingar sínar. Æfingar Sifjar voru mjög glæsi- legar og mikill kraftur og útgeisl- un einkenndi æfingar hennar um helgina. Keppnin um annað til fimmta sætið á mótinu var hins vegar mjög hörð og fá stig skildu keppendur í þessum sætum að. Birta stóð sig vel Birta Benónýsdóttir, stalla Sifj- ar úr Ármanni, stóð sig best og hlaut 26.700 stig fyrir æfingar sín- ar og því silfurverðlaunin. Birta kom töluvert á óvart á mótinu. Á undanfórnum mótum hefur hún þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum stúlkum en hún hefur greinilega æft mjög vel undan- famar vikur og mánuði og það er svo sannarlega að skila sér, því hún sýndi miklar framfarir og átti annað sætið fyllilega skilið. Þriðja varð svo hin 13 ára Svava B. ör- lygsdóttir, einnig úr Ármanni. Svava hlaut 26.050 stig fyrir æfmg- ar sínar. Svava, sem er nýstigin upp úr veikindum, stóð sig mjög vel og höfðu margir á orði hve glæsilega stúlkan framkvæmdi æfingar sínar, erfiðar en samt með reisn. Nýju reglurnar erfiöar Þær stöllur úr Ármanni voru sammála um að hinar nýju reglur alþjóða fimleikasambandsins væru svolítið strangar en þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í þeim á íslandsmóti. Nýjar reglur koma alltaf í kjölfar Ólympíu- leika. „Það er miklu erfiðara að fá bónusa fyrir erfiðar æfingar og samtengingar núna,“ sögðu þær og það skýrir að miklu leyti hve einkunnir á þessu móti eru lægri heldur en undanfarin ár því að án þessara bónusstiga verður upp- hafseinkunn stúknanna lægri og því lokaeinkunnin líka. „En það er líka gaman að kljást við þær og reyna að gera eitthvaö nýtt og erfitt." Þær voru allar ánægðar að mótslokum en hefðu allar viljað gera hitt og þetta aðeins betur, semsagt kröfuharðar ungar stúlk- ur sem vita hvað þær vilja og eiga að geta. Viktor kom á óvart 1 karlaflokki var búist við spennandi keppni því að Dýri Kristjánsson og Rúnar Alexand- ersson komu heim til þess að vera með á mótinu. Dýri stundar nám og æfmgar í Bandaríkjunum og Rúnar býr í Svíþjóð og stundar þar æfingar með þjálfara sínum Mata Kirmes. En það var litli hnokkinn Viktor Kristmannsson, 16 ára félagi þeirra Dýra og Rún- ars úr Gerplu, sem gekk út sem sigurvegari dagsins. Viktor kom öllum á óvart og vann fjölþrautarkeppnina með 44.800 stig eftir harða keppni við Dýra. Rúnar var ekki í baráttunni í fjölþrautinni þar sem hann tók aðeins þátt á tveimur áhöldum, bogahesti og tvíslá. Þegar ein um- ferð var eftir munaði aðeins 0,15 á Dýra og Viktori og spennan 1 al- gleymingi. Viktori tókst betur upp á svifránni, síðasta áhaldinu, hlaut 6.850 en Dýri hlaut 6.700 og því stóð Viktor á efsta palli í lok dagsins. Dýri, sem var íslands- meistari í fjölþraut í fyrra, varð því að játa sig sigraðan að þessu sinni en fékk silfrið með 44.550 stig. í þriðja sæti varð svo Jónas Valgeirsson úr Ármanni með 36.400 stig. Gaman aö vinna Dýra Viktor var himinlifandi yfir ár- angrinum, enda haföi hann ekki búist við þessum góða árangri fyr- ir mótið. „Ég veit ekki eiginlega hvað ég á að segja, þetta kemur mér svo á óvart. Ég vissi aö ég væri alveg á hælunum á Dýra en ég hef aldrei unnið hann áður á svona stóru móti svo það er gam- an að það skyldi gerast í dag,“ sagði Viktor með bros á vör. Geröi fullt af litlum mistökum Dýri var ekki alveg nógu sáttur. „Mér gekk svo sem alveg stórá- fallalaust en ég gerði samt fullt af litlum mistökum og margt smátt gerir eitt stórt þannig að svo fór sem fór,“ sagði Dýri. Báðum fannst þeim hinar nýju reglur al- þjóða fimleikasambandsins nokk- uð strembnar en þær ættu að verða viðráðanlegar, það tæki bara smátíma að venjast þeim. -AIÞ Sif Pálsdóttir, 14 ára fimleikadrottning úr Ármanni, haföi mikla yfirburöi í kvennaflokki. Hún vann fern gullverölaun á mótinu. DV-mynd PÖK Gólfæfingar: 1. Sif Pálsdóttir, Ármanni .... 8,000 2. Auður Guðmundsdóttir, Árm. .. 7,000 2. Birta Benónýsdóttir, Ármanni.. 7,000 íslandsmót i áhaldafimleikum karla og kvenna fór fram um helg- ina i Laugardalshöll. Á laugardegi voru íslandsmeistarar í fjölþraut krýndir en á sunnudegi fóru fram Hér sjást allir verðlaunahafar á íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var um helgina. DV-mynd ÞÖK íslandsmót í áhaldafimleikum í Höllinni: Yfirburðir - hjá Sif Pálsdóttur í Qölþraut kvenna en Viktor Kristmannsson vann óvænt hjá körlum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.