Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 29 DV Sport Þess má geta aó Róbert reiö sig upp úr B-úrslitum á leiö sinni á toppinn. Vegleg verölaun voru í boði Barka og aukaverðlaun frá Töltheimum og hlaut sigurvegarinn í eldri flokki kr. 50.000, annar fékk kr. 15.000 og sú þriöja kr. 10.000. Ahugi á hrossakjöti hefur aukist Óljóst er hvort gin- og klaufaveikin muni hafa einhver áhrif á íslenskan landbúnað. Að sögn Kristins Guðnasonar, formanns Félags hrossabænda, hefur orðið vart aukings áhuga á hrossakjöti á íslandi í kjölfar hörmunganna kringum þessa veiki en einnig gæti áhuginn hafa komið til áður en veikinnar varð vart. „íslensk kona sem vann i Þýskalandi hafði samband um daginn og vildi kaupa 1.000 sláturhoss og flytja með skipi til meginlandsins," segir Kristinn. „Við höfum ekki heyrt meira af því dæmi en það hugnast okkur ekki að flytja hross með skipi að vetri til. Við höfum selt 3.000 hross til Ítalíu á ári en nú erum við að skoða áhuga hjá alþjóðlegu matvæladreifingarfyrirtæki í Hollandi. Það lítur vel út. Þeir vilja meira og borga betur. Við erum að senda síðari tilraunasendinguna út núna og ef samningar takast getum við selt þangað afurðir 5.000 hrossa á ári. Kjötið verður unnið allt á íslandi og hér skapast vinna fyrir fjölda manna,“ segir Kristinn. -EJ ' Siguröur Sæmui landsliðseinvaldur I viö mótslok í Þýá^ l en þá fékk íslenska _ íimm gullverö arla ndi 19 dsligið X HESTAmolar Fáksmenn settu nýtt met á vetrar- móti sinu siðastliðinn laugardag. 135 keppendur voru skráðir og hafa þeir aldrei veriö svo margir fyrr. Senni- lega hafa þeir einnig sett met hve varðar flokkaskiptingu því flokkarnir voru tíu. Hjónin Elisabet Reynharósdóttir (Fáki) á Gylli frá Engihlíð og Sig- valdi Ægisson (Fáki) á Skorra frá Efri-Brú sigruðu hvort í sínum flokki, hún í kvennaflokki 2 og hann í karlaflokki 1. Það verður fjör hjá þeim hjónum þegar þau fara að sýna hvort öðru gullin sín. / pollaflokki sigraöi Eyþór Baröa- son (Fáki) á Mána frá KetUsstöðum, í barnaflokki Valdimar Bergstaö (Fáki) á Sóloni frá Sauðárkróki, í unglinga- flokki Þórunn Hannesdóttir (And- vara) á Fáfni frá Skarði, í ungmenna- flokki Unnur B.Vilhjálmsdóttir (Fáki) á Hrafni frá Ríp, í karlaflokki 3 Ómar Rafnsson (Breiöabliki) á Blæ frá Urr- iðaá, í kvennaflokki 2 Þorbjörg Sig- uröardóttir (Fáki) á Erli frá Leifsstöð- um, í karlaflokki 2 Björn Baldursson (Herði) á Gæfu frá Hvítadal og kvennaflokki 1 Þóra Þrastardóttir (Fáki) á Fönix frá Tjamarlandi. Hið árlega Barkamót fór fram síð- astliðið laugardagskvöld i reiðhöll- inni í Kópavogi. Keppt var i tölti í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Þátttaka var mjög góð í flokki 17 ára og eldri og voru yfir fjörtíu knapar skráðir tU leiks. Sigurvegari i flokki 16 ára og yngri var Hekla K. Kristinsdóttir (Geysi) á Töru frá Lækjarbotnum en hún er aðeins tíu ára og var lang- yngst keppenda í þeim flokki. í flokki 17 ára og eldri voru Birgitta D. Krist- insdóttir (Gusti) á Birtu frá Hvols- veUi og Róbert Pedersen (Fáki) á Björmu frá Árbakka hnifjöfn aö lokn- um úrslitum í eldri flokki og ákváðu þau því að kasta upp á sigurinn og sigraði Birgitta í hlutkestinu. - segir Sigurður Sæmundsson, landsliðseinvaldur hestamanna Sigurður Sæmuhdsson hefur sam- þykkt að vera landsliðseinvaldur fyr- ir heimsmeistarakeppnina i hesta- iþróttum í Austurríki í ágúst. Sigurður hefur sjálfur verið að keppa á mótum á stóðhestinum Esj- ari frá Holtsmúla í fyrrasumar og vor og verið sigursæll. Sigurður fékk hæstu einkunn fyrir fimmgang á síö- asta ári, 7,84 á móti á Ingólfshvoli i Ölfusi. Hann var jafnvel að hugsa um að reyna sjálfur við úrtökuna. Sigursæll með landsliöið Nú hefur hann tekið af skarið og mun stjórna landsliðinu einu sinni enn. Undir hans stjórn hefur lands- liðið verið sigursælla á heimsmeist- aramótum og var mikil pressa á hon- um að taka verkið að sér. Sigurður keppti sjálfur á fimm Evrópu- og heimsmelstaramotuni og fékk tvo gullpeninga og tvo bronspeninga. Undir hans stjórn fengu íslendingar fimm guil á heimsmeistaramótinu í Noregi' 1997 og fimm gull á heims- meistaramótinu i Þýskalandi 1999 en alls hafa íslenskir knapar fengið 38 gullverðlaun á Evrópu- og heims- meistaramótum. Haft mikla ánægju „Ég hef haft mikla ánægju af því að vera liðsstjóri og tel mig háfa stað- ið mig vel,“ segir Sigurður. „Lands- liðsnefnd og stjórn Landssambands hestamannafélaga gengu þungt á mig að taka þetta að mér og ég varð að vega og meta stöðuna. Ég mat það svo að ég gæti verið með Esjar í keppni hér heima og gæti þá farið síðar í úrtöku ef verða vildi. Er að skoða árið Ég var hyrjaður að'kikja'á þetta, skoða árið mótalega séð, hvaða hest- ar og knapar voru að gera það gott í fyrra, hvar eru þeir, ekki síður knap- ar og hestar erlendis? Núna byrjar þetta svo með ístöltinu en einnig þarf að skoða hverjir eru í framvarðar- sveitinni í meistaradeildinni. Nú eru fleiri mót í gangi en undan- farm ár og um leið fleiri hross. Þetta er hörð samkeppni og knapar eru fljótir að skipta út hrossum sem þeim fmnst ekki samkeppnishæf. En mín reynsla segir að innanhússmót segi ekki alla söguna. Það er annað þegar hross koma á stóru vellina. Þá geta forsendur gjörbreyst. Ég hef margoft séð að lítið er hægt að byggja á inn- anhússmótum. Þau gefa þó svolítið. Glæsilegur hestur er alltaf glæsi- legur hestur, maður velur ekkert i vor en skoðar hverjir eru að gera hvað. Lykillinn er svo til óbreyttur frá því 1 fyrra. Fyrsti'knapi'flandslið" er samanlagður sigurvegari í tveim- ur úrtökum í júni, anna¥;knapi stiga- hæsti fimmgangsknapinn, þriðji knapi stigahæsti fjórgángsknapinn, fjórði knapinn sigurvegari i tölti, fimmti knapi sigurvegari í 250 metra skeiði á úrtöku en hestur hans verð- ur að hafa skeiðað á 23,0 á árinu fyr- ir úrtöku og lágmarksárangur á úr- töku 22,8, annars velur einvaldur sjálfur knapa. Sjötta og sjöunda knapa velur einvaldurinn. Enginn bilbugur Nú vofir Gin- og klaufaveikifarald- ur yfir Evrópu. Verið er að fresta öll- um hestamótum í Hollandi og banna alla dýraflutninga þar. Við keyrum þrátt fyrir það grimma stefnu áfram og látum engan bilbug á okkur finna en þurfum samt að fylgjast grannt með því sem er að gerast í Evrópu," íegir' Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur. -EJ Laugardaginn 31. mars verður haldið námskeið í járningum á veg- um Mustad að Ingólfshvoli í Ölfusi og hefst kl. 10.00. Grant Moon, margfald- ur heimsmeistari í járningum, verð- ur með sýnikennslu í járningum og hóíhirðu. Með honum verða Sigurður Sæmundsson, Stefán Steinþórsson og Sigurður Torft Sigurðarson. Mustad hefur á undanfornum árum sérhæft sig í smíöum á gæðaskeifum fyrir allar tegundir hesta og eru með verksmiðjur sínar í Hollandi en höf- uöstöðvar fyrirtækisins eru í Svíþjóð. Á þessu námskeiði verður kynnt nýtt módel af skeifum sem kemur á mark- að um mánaörmótin mars-apríl næstkomandi. Félagar i smá i Hreppum og á Skeiðum héldu punktamót nýlega i Vorsabæ á Skeiðum. í flokki fullorð- inna sigraði Bjarni Birgisson á Gosa og í barnaflokki Guðríður Eva Þórar- insdóttir á Funa. Fram undan er punktamót 7. april og firmakeppni 1. maí í Torfdal við Flúðir. Félagar i Mána i Keflavík héldu Matarlystarmót nýlega. I pollaflokki sigraði Ásmundur Ernir Snorrason á Glóð frá Keflavík, í barnaflokki Camilla Petra Sigurðardóttir á Takti frá Stóra-Hofi, i unglingaflokki Rut Skúladóttir á Klerki frá Laufási og í ungmennaflokki Rúnar Óli Einarsson á Halifax frá Breiðabólstað. í kvennaflokki sigraöi Maria Guö- mundsdóttir á Mósa frá Múlakoti, í karlaflokki Jón B. Olssen á Glanna frá Skógum og í 100 metra skeiöi með fljúgandi starti Sigurður Kolbeinsson á Fölva frá Hafsteinsstöðum en þeir fóru á 9,4 sek. Haldiö var annaó af þremur tölt- mótum í mótaröð í reiðhöllinni að Gauksmýri í Húnavatnssýslu um helgina. Keppendur voru um fjörutíu og var keppt í þremur flokkum. I áhugamannaflokki sigraði Gundula Volmer á Alí frá Þórukoti, í flokki 16 ára og yngri Fanney D. Indriöadóttir á Ásjónu frá Hofi og í atvinnumanna- flokki móöir Fanneyjar, Herdís Ein- arsdóttir á Röst frá Grafarkoti. Einnig-sýndi hópur krakka í sveit- inni hestaíþróttir, ftmleika á hestum og hindrunarstökk. --------------- EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.