Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 25 Sport Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari: Svekktastur - að ná ekki stigi gegn Búlgörum „Mér fannst við vera að berj- ast allan leikinn. Strákamir lögðu sig 100% fram og ég var stoltur af þeim, sérstaklega þann tíma sem við vomm einum færri. Ég er svekktastur yfir því að hafa ekki náð einu stigi hérna í Sofíu,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir landsleik íslendinga og Búlgara í Sofíu á laugardaginn. Byrjuöum vel „Við byrjuöum vel. Við sköp- uðum okkur nokkur færi og náö- um aö skora. Eftir markið hörf- uðum við aðeins, Búlgararnir settu upp nokkuð þunga pressu. Við týndum okkur í stöðum, héldum ekki skipulaginu, misst- um boltann á hættulegum stað og var refsað fyrir. Nokkrum mínútum seinna fær Lárus Orri síöan rauða spjaldið." Get ekki dæmt um rétt- mæti spjaldsins „Ég sá ekki atvikiö nógu vel en eftir því sem Lárus Orri sagði mér þá rétt klappaði hann hon- um á kinnina og gæinn datt með þvilíkum tilburðum. Við skulum vona að dómarinn hafi gert rétt því eftir að við urðum einum færri var á brattann að sækja fyrir okkur. Það væri hræðilegt fyrir knattspyrnuna og ófyrirgef- anlegt af dómaranum ef hann hefur látið Búlgarann komast upp með leikaraskap. Þetta er í annað skiptiö í fjórum leikjum sem við missum mann út af á vafasaman hátt og svo virðist sem stríösgæfan sé ekki okkar megin nú um stundir,“ sagöi Atli Eðvaldsson, svekktur yfir brott- rekstri Lárusar Orra sem var harður, svo milt sé til orða tekið. Stoltur í seinni hálfleik „Við gerðum breytingar í hálf- leik og mér fannst aðdáunarvert hvemig strákamir spiluðu seinni hálfleikinn manni færri. Ég var stoltur af þeim. Við áttum færi til að skora og vamarlega lokuðum við þeim svæðum sem við áttum að loka vel fyrir utan þegar markiö kom. Ég veit ekki hvað gerðist í markinu. Strák- amir töldu vitlaust, færslan var engin og Búlgarinn var allt í einu einn og óvaldaður fyrir framan markið. Búlgararnir mega eiga það aö þeir refsuðu okkur grimmilega fyrir mistökin í leiknum og það er hlutur sem við getum lært af þeim.“ Komu okkur ekki á óvart „Búlgaramir komu okkur ekki á óvart. Viö vissum hvernig þeir myndu spila og það var ekki oft sem þeir ollu okkur vandræðum. Ég held að þeir hafi ekki vanmet- ið okkur en við unnum vel í leik- skipulaginu og gerðum þeim lífið leitt. Árni Gautur var frábær í markinu en þaö sem stendur upp úr er öll vinnan sem liðið lagði á sig í leiknum. Allir leikmenn liösins gáfu allt í leikinn og það var leiöinlegt að við skyldum ekki uppskera í það minnsta eitt stig eftir öll hlaupin og alla bar- áttuna einum færri í fimmtíu mínútur. Núna taka við tveir leikir gegn Möltu og síðan heimaleikur gegn Búlgörum og við þurfum helst að ná níu stigum út úr þeim leikj- um,“ sagði Atli Eðvaldsson í spjalli við DV-Sport eftir leikinn. Áttum skilið að vinna leikinn „íslenska liðið er mjög líkam- lega sterkt, í góöu formi og vel skipulagt. Við voru taugaóstyrk- ir fyrir leikinn því þetta var leik- ur sem við urðum að vinna. Eft- ir að íslenska liðið tapaði einum leikmanni duttu miöjumennimir hjá þeim mjög aftarlega og það geröi okkur erfitt um vik. Mér fannst við eiga skiliö að sigra því við fengum fleiri færi og vorum mun meira með boltann. Við eig- um hins vegar mikið verk fyrir höndum við að byggja upp öflugt landslið og þessi sigur á sterku liði íslands er skref í átt aö því markmiöi," sagði Stoicho Mladenov, landsliðsþjálfari Búlgara, á blaðamannafundi eftir landsleik Búlgaríu og íslands í Sofiu á laugardaginn. -ósk £#}UNDANKEPPNI HM 1. riðill Lúxemborg-Færeyjar........0-2 0-1 Jacobsen (75.), 0-2 Mörkere (82.). Rússland-Slóvenía.........1-1 1-0 Khlestov (8.), 1-1 Knavs (23.). Júgóslavía-Sviss .........1-1 1-0 Mihajlovic (68.), 1-1 Chapuisat (84.). Rússland 3 2 1 0 5-1 7 Slóvenía 4 1 3 0 7-6 6 Sviss 4 1 2 1 8-5 5 Júgóslavía 2 1 1 0 3-1 4 Færeyjar 3 1 1 1 5-7 4 Lúxemborg 4 0 0 4 1-9 0 2. riðill Andorra-Holland..............0-5 0-1 Patrick Kluivert (9.), 0-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (36.), 0-3 Pierre Van Hooijdonk (61.), 0-4 Pierre Van Hooijdonk (71.), 0-5 Mark Van Bommel (85.). Kýpur-írland.................0-4 0-1 Roy Keane (32.), 0-2 Harte, viti (43.), 0-3 Kelly (80.), 0-4 Roy Keane (89.). Portúgal 4 3 1 0 9-2 10 Irland 4 2 2 0 9-3 8 HoUand 4 2 11 11-4 7 Kýpur 4 2 0 2 8-10 6 Eistland 4 2 0 2 4-6 6 Andorra 6 0 0 6 3-19 0 3. riðill Búlgaría-lsland...............2-1 0-1 Hermann Hreiðarsson (25.), 1-1 Tchomakov (36.), 2-1 Berbatov (78.). Malta-Danmörk.................0-5 0-1 Sand (8.), 0-2 Heintze (50.), 0-3 Sand (63.), 0-4 Jensen (76.), 0-5 Sand (79.). N-írland-Tékkland.............0-1 0-1 Nedved (12.). Tékkland 4 3 1 0 6-0 10 Danmörk 4 2 2 0 9-3 8 Búlgaría 4 2 116-3 7 N-írland 4 112 2-3 4 ísland 4 1 0 3 3-8 3 Malta 4 0 1 3 0-9 1 Lárus Orri Sigurösson sést hér í bar- áttu viö Martin Petrov, leikmann búlgarska liösins, í Sofíu á laugardag- inn. Petta var ekki eina viöureign þeirra félaga í leiknum því Lárus Orri var rek- inn af velli eftir viöskipti við Petrov. Reuters, - aftur setti undarlegt rautt spjald Varamaöurinn Dimitri Berbatov tryggir Búlgörum sigurinn gegn íslandi meö góöu skoti eftir aö hafa gleymst inni á miöjum vítateig íslenska liösins. Hermann Hreiöarsson reynir aö komast fyrir boltann. Reuters DV, Sófinn, Þverholti: íslenska landsliðið tapað fyrir Búl- görum, 1-2, í undankeppni HM í knatt- spymu í Sofíu á laugardag og missti Búlgara við það fjórum stigum fram úr sér en íslenska liðið skipar í framhaldinu næstneðsta sæti þessa sex liða riðils. Endurkoma Lámsar Orra Sigurðs- sonar í íslenska landsliðið í knatt- spyrnu fékk undarlegan og snöggan endi. Eftir 39 mínútur fékk Lárus að líta rauða spjaldið frá enskum dómara leiksins. Lárus Orri klappaði einum kappa búlgarska liösins, sem lá kylli- flatur, á kinn og sá enski þóttist merkja bolabrögð Lárasar Orra og dró upp rauða spjaldið. Einum færri í rúma 51 mínútu varð verkefni íslenska liðsins erfitt en það var þó bara sofandaháttur i smástund í vörninni í seinni hálfleik sem hrifsaði stigið af íslenska landsliðinu. íslenska liðið á að vera komið upp á sama stall og Búlgarir og það mátti merkja á þessum leik. Til þess að íslenska liðið nái enn lengra þarf frammistaða þess þó að vera betri en á laugardag og stigin fleiri úr leikjum sem þessum. Föstu leikatriöin skila vei Fram að rauða spjaldinu hafði leik- urinn þróast nokkuð vel fyrir íslenska liðið sem hafði náð forustunni 16 mín- útum áður og sett þá mikla pressu á heimamenn. Likt og með hin tvö mörk íslenska liðsins í undankeppninni kom markið eftir fast leikatriði, góða horn- spyrnu frá Þórði Guðjónssyni. Eiður Smári Guðjohnsen náði þá góðu skoti á markið en vörnin varði aðeins til að boltinn hrykki fyrir fætur Hermanns Hreiðarssonar sem skoraði rétt utan markteigs. Óþarfur en óverjandi þrumufleygur Rauða spjaldið var ekki það fyrsta sem íslensku strákamir máttu svekkja sig yfir í leiknum því jöfnunarmark Búlgara kom eftir klaufagang Heiðars Helgusonar og Amars Þórs Viðarsson- ar í vörninni en Heiðar missti boltann frá sér við vítateigslínu og Krassimir Tchomakov nýtti sér það meö óverj- andi þrumuskoti. íslenska vömin hafði rétt áður staðið af sér stórsókn og því var óþarfi að gefa Búlgörum kost á draumaskotfæri en umræddur Tchomakov var duglegur að láta vaða á íslenska markið. Varamennimir gleymdust Rauða spjaldið hafði mikil áhrif á gang leiksins en íslenska liðið hafði þó góð tök á því að verjast Búlgörum ein- um manni færri. Sigurmark Búlgara var samvinna varamannanna Svetoslavs Todorovs og Dimitris Ber- batovs sem nýttu sér sofandahátt í is- lensku vöminni. Berbatov fékk boltann frá Todorov dauðafrír á markteig og tryggði Búlgörum mikilvægan sigur. íslenska liðið beit aöeins frá sér í lokin og hefði vel með smáheppni getað jafn- að en það tókst þó ekki og stigin eru að- eins þrjú í fyrstu fjórum leikjum und- ankeppni HM. 49 aukaspyrnur Alls dæmdi enski dómarinn Michael Riley 49 aukaspymur í leiknum, 23 á íslendinga og 26 á Búlgara, og leikur- inn var ekki vel leikinn þar sem boltinn gekk stutt og illa milli manna. Búlgarar áttu ágæta leikkafla en í heildina voru fæstar sóknaraðgerðir þeirra tfl að hafa áhyggjur af. íslenska liðið var aftur á móti nokkuð frá sínu besta í þessum leik en þó voru leik- menn inni á milli að leika vel. Árni Gautur Arason varði vel í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Eiður Smári Guðjohnsen gerði oft mjög vel í að létta pressunni af ís- lensku vöminni og vann vel fyrir liðið. Eiður er greinilega í frábæra formi og í raun óheppnin að frábær aukaspyrna hans fór vitlausu megin á slána undir lok fyrri hálfleiks. Brynjar Bjöm Gunnarsson barðist líka vel að vanda, Ríkharður var ógnandi í loftinu og að allan tímann. Rúnar sinnti sínum skyldum líka vel, bæði á miðjunni og í bakverðinum, þó oft áður hafi fleiri boltar gengið í gegn um hann en á laug- ardag. Vörnin óörugg Vörnin virkaði óöragg og vamar- samvinna Eyjólfs og Hermanns var oft á tíðum mistæk og í raun áhyggjuefni að þeir ná ekki betur saman en raun ber vitni. Kant- menn liðsins, þeir Þórður Guð- jónsson og Heiðar Helguson, nýtt- ust heldur ekki nógu vel og það er ekki nógu gott að íslenska liðið fær ekki fleiri fyrirgjafir inn í teig þar sem Ríkharður er mjög sterkur í loftinu. Varamenn íslenska liðsins voru einnig vonbrigði. Enginn þeirra fann sig á vellinum eða náði að skila ein- hverjum aukakrafti inn i liðið en Amar Grétarsson fékk þó gott færi undir lokin sem hefði getað tryggt stigið en markvörður Búlgara varði vel. Þegar upp er staðið frá þessum leik er ljóst að tap er mikil vonbrigði. Það má vissulega hrósa íslensku strákunum fyrir að halda velli þó þeir lentu manni undir en einnig gagnrýna þá fyrir slæm varnarmistök sem kostuðu bæði stigin að þessu sinni. Búlgaría-Ísland 2-1 (1-1) 0-1 Hermann Hreiðarsson ........23. 1- 1 Krassimir Tchomakov ....... 34. 2- 1 Dimitri Berbatov ..........77. Lið íslands: Ámi Gautur Arason - Lárus Orri Sigurðsson, Eyjólfur Sverrisson, Her- mann Hreiðarsson, Arnar Þór Viðarsson - Þórður Guðjónsson (Amar Grétarsson 57.), Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnars- son, Heiðar Helguson (Tryggvi Guðmunds- son‘73.) - Eiður Smári Guðjohnsen (Andri Sigþórsson 60.), Rikharður Daðason. Gul spjöld: Heiðar Helguson og Brynjar Bjöm Gunnarsson. Rauö spjöld: Láms Orri Sigurðsson (39.). -ÓÓJ -------------------------h- lenska knattspyrnulands- liðinu hefur ekki gengið vel í heimsóknum sinum til Aust- ur-Evrópu i undankeppni HM og EM. Þessi um helgina varð sú 24. í röðinni, aldrei hefur sigur komist í hús og leikur- inn í Sofiu var sá 21. sem tapaðist. íslenska liðiö hefur alls leik- ið 46 landsleiki gegn þjóðum frá Austur-Evrópu, 35 þeirra hafa tapast, átta hafa endað með jafntefli og aðeins þrír sigrar hafa unnist hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn þessum þjóðum. Undir stjórn Atla Eðvaldssonar lék islenska knattspyrnulandsliðið fyrstu fimm leikina án taps. Af síðustu átta leikjum hafa aftur á móti sex tapast, þar af þrir af fjóram landsleikjum á þessu ári. -ÓÓJ |X 9/UNDANKEPPNI HM 4. riðill Aserbaídsjan-Moldavía 0-0 Svíþjóð-Makedónia . . . 1-0 1-0 Svensson (43.). Tyrkland-Slóvakía .... 1-1 1-0 Sukur, víti (53.), 1-1 Tomaschek (68.). Tyrkland 4 2 2 0 5-2 8 Slóvakía 4 2 2 0 4-1 8 Svíþjóð 4 2 2 0 3-1 8 Makedónia 4 112 3-3 4 Moldavía 4 0 2 2 0-3 2 Aserbaídsjan 4 0 13 0-5 1 5. riðiH Armenía-Wales .... 2-2 1-0 Minasyan (32.), 1-1 Hartson (40.), 1-2 Hartson (49.), 2-2 Movsesyan (66.). Noregur-Pólland .... 2-3 0-1 Olizadebe (23.), 0-2 Olizadebe (30.), 1-2 Carew (59.), 2-2 Solskjær (66.), 2-3 Karwan (80.). Úkraína-Hvíta-Rússland .... 0-0 Pólland 4 3 10 94 10 Úkraína 4 2 11 5-5 7 Hv.-Rússland 4 2 11 5-5 7 Wales 4 0 3 1 4-5 3 Armenía 4 0 2 2 5-7 2 Noregur 4 0 2 2 3-5 2 6. riðiH Króatía-Lettland .... 4-1 1-0 Balaban (7.), 2-0 Balaban (42.), 3-0 Balaban (44.), 3-1 Stolcers (60.), 4-1 Vugrenic (89.). Skotland-Belgía .... 2-2 1-0 Dodds (1.), 2-0 Dodds, víti (28.), 2-1 Wilmots (58.), 2-2 Van Buyten (90.). Belgía 4 2 2 0 16-3 8 Skotland 4 2 2 0 6-3 8 Króatía 3 12 0 5-2 5 Lettland 4 10 3 2-9 3 San Marínó 3 0 0 3 1-13 0 7. riðill Bosnía-Austurríki .... 1-1 1-0 Barbarez (43.), 1-1 Baur (61.). Spánn-Liechtenstein . . .... 5-0 1-0 Helguera (20.), 2-0 Mendieta (36.), 3-0 Hierro, víti (54.), 4-0 Raul (68.), 5-0 Mendieta (81.). Fernando Hierro skoraði sitt 26. mark fyrir Spán og jafnaði þar með met Emilio Butragueno sem mesta markaskorara spænska landsliðsins frá upphafi. Spánn 4 3 10 10-2 10 ísrael 3201 5-3 6 Austurríki 3 12 0 3-2 5 Bosnía 3 0 12 3-6 1 Liechtenst. 2 0 0 3 0-8 0 8. riðiU Ungverjaland-Litháen . . .... 1-1 1-0 Sebok, víti (70.), 1-1 Razanauskas (74.). Rúmenia-ftalía .... 0-2 0-1 F. Inzaghi (28.), 0-2 F. Inzaghi (32.). Ítalía 4 3 10 9-2 10 Ungverjal. 3 12 0 94 5 Georgía 2 10 1 4-2 3 Rúmenía 3 10 2 1-5 3 Litháen 4 0 13 2-12 1 9. riðiU England-Finnland .... 2-1 0-1 G. Neville, sjálfsm. (27.), 1-1 Owen (43.), 2-1 Beckham (50.). Þýskaland-Albanía . . .. .... 2-1 1-1 Deisler (50.), 1-1 Kola (65.), 2-1 Klose (88.). Sóknarmaóurinn Miroslav Klose, sem leikur með Kaiserslautem, kom heldur betur sterkur inn á í sínum fyrsta landsleik fyrir Þýskaland og skoraði sigurmarkið með skalla tveimur mínútum fyrir leikslok. Þýskaland 3 3 0 0 5-1 9 England 3 111 2-2 4 Finnland 4 112 3-4 4 Albanía 3 10 2 4-4 3 Grikkland 3 10 2 1-4 3 V ináttulandsleikur Frakkland-Japan . ... 5-0 1-0 Zidane, viti (9.), 2-0 Henry (14.), 3-0 Wiltord (56.), 4-0 Trezeguet (63.), 5-0 Trezeguet (69.). -ósk Sport David Beckham, sem var fyrirliöi enska landsliösins gegn Finnum, fagnar hér glæsilegu marki sínu sem tryggöi Englendingum mikilvægan sigur. Reuters Undankeppni HM1 knattspyrnu: Beckham - bjargaði Englendingum gegn Finnum David Beckham reif sig upp úr lá- deyðu undanfarinna vikna, lagði upp mark fyrir Michael Owen og skoraði sigurmarkið í mikilvægum sigri Englendinga á Finnum, 2-1, á heimavelli Liverpool, Anfield Road, á laugardaginn. Megum ekki gleyma okkur „Við megum ekki gleyma okkur. Við björguðum okkur fyrir hom, sýndum mikinn karakter og blésum lífi í vonir okkar um að komast í úr- slitakeppni HM. Ef við töpum hins vegar fyrir Albaníu á miðvikudag- inn þá gefur þessi sigur harla lítið,“ sagði David Beckham, fyrirliði Eng- lendinga, eftir leikinn. Stórsigur Dana Danir unnu auðveldan sigur á Möltu í Valletta, 5-0, og skoraði framherjinn Ebbe Sand þrennu. Danir léku Maltverja sundur og saman í hitanum í Valletta og þurfti markvörður Dana, Thomas Sören- sen, sjaldan að hafa sig í frammi. Danir eru í öðru sæti riðilsins með átta stig, tveimur stigum á eftir Tékkum sem unnu sigur á N-írum í Belfast, 1-0, þökk sé marki frá hin- um frábæra Pavel Nedved. Danir og Tékkar mætast í Prag á miðviku- daginn og Búlgarar taka á móti N- írum. Þægilegt hjá ítölum ítalir unnu mikilvægan sigur á Rúmenum í Búkarest, 2-0, með tveimur mörkum frá Filippo Inzag- hi og til að fullkomna daginn fyrir ítali þá náðu Ungverjar, þeirra helstu keppinautar, aðeins jafntefli gegn Litháen á heimavelli. Ekkert gengur hjá Noregi Norðmenn töpuðu fyrir Pólverj- um í Ósló og eru á botni 5. riðils með tvö stig eftir fjóra leiki. Pólverj- ar eru hins vegar í góðu formi þessa dagana og leiða riðilinn. Framherj- inn Emmanuel Olizadebe skoraði tvö mörk fyrir Pólverja. -ósk íslenska U-21 árs landsliðið: Tap i Vratza - þýðir að Island íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri lék gegn Búlgörum í Vratzky á fóstudaginn. Búlgaría fór með sigur af hólmi í leiknum, 1-0, og er ekki hægt að segja annað en sá sigur hafi verið sanngjarn. Búlgarar skoruðu sigur- markið á 13. mínútu og höfðu tögl og hagldir allan fyrri hálfleikinn. Islenska liðið hresstist í seinni hálf- leik og var þrívegis nálægt því að jafna leikinn. Enn án sigurs Þetta tap þýðir að íslenska liðið er enn án sigurs er enn án sigurs í riðlinum. Liðið gerði jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik en síðan hefur það tapað þrem- ur leikjum i röð, gegn Tékkum, N- írum og Búlgörum. Lið íslands: Ómar Jóhannsson, Páll Almarsson, Bjarni G. Viðars- son (Ámi K. Gunnarsson, 61.), Ind- riði Sigurðsson, Grétar Steinsson, Baldur Aðalsteinsson (Ray Ant- hony Jónsson, 89.), Jóhannes K. Guðjónsson, Helgi V. Daníelsson, Þórarinn Kristjánsson, Guðmundur Steinarsson (Orri Freyr Hjaltalín, 77.), Veigar Páll Gunnarsson. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.