Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 14
30 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Sport Skíöa- hring- ekja! Skíðasvæði höfuðborgarinn- ar hafa sett sér það mark- mið að setja uppbamasvæði á skíðasvæðunum til að koma betur til móts við þarfír fjölskyldufólks. Fyrsta vísinn að þessu má nú sjá í Bláfjöllum, en þar hefur verið sett upp skíða- hringekja, en það er tæki sem er sérstaklega ætlað til þess að hjálpa ungum krökkum af stað á skíðum. Þetta er fyrsta skíða- hringekjan sem sett hefur verið upp hér á landi, en víða á skiðasvæðum erlendis hafa þær verið í notkun og notið mikilla vinsælda. Margir for- eldrar þekkja það hversu erfið- ur hjalli það getur verið fyrir bömin að fara í fyrsta skipti af stað efst í brekku, svo ekki sé minnst á toglyfturnar, sem oft reynast erfiður þröskuldur. Skíðahringekjan snýst hins vegar það hægt að krakkar á aldrinum tveggja til sjö ára geta auðveldlega nýtt sér hana þó þeir hafi aldrei stig- ið á skíði áður. Um helgina verður skíða- hringekjan tekin formlega í notkun fyrir almenning, en þeir krakkar sem fengið hafa að prófa hana em mjög ánægð- ir. Undanfama daga hefur verið mjög gott skíðaveður um land allt og hafa fjölmargir skiðamenn nýtt sér tækifær- ið og brugðið sér á skíði. í Bláfjöllum var opnað aftur fyrir tæpum hálfum mánuði og þá um helgina var í fyrsta sinn í vetur opnað í byrj- endalyftur á svæðinu. Gott skíðafæri í Bláfjöllum kemur á óvart og finnst mörgum það ótrúlegt að opið sé í Blá- fjöllum, eftir vorstemninguna sem ráðið hefur ríkjum í höfuð- borginni að undanfórnu. En nú er tækifæri fyrir alla að skella sér á skíði og hringekjan góða ætti að auð- velda allri fjölskyldunni að njóta sín saman í útiverunni um helgina. Skíðafærið er einnig gott á öðrum skíðasvæð- um á landinu svo nú er lag! Starfsmenn DHL hafa leikið saman innanhússknattspyrnu síðustu fimm árin og eru nú á leið til Belgíu á árlegt mót þar í landi. Starfsmenn DHL hafa leikið saman innanhússknattspyrnu í fimm ár: Á leið til Belgíu Vinsælt er meðal starfsmanna- hópa eða annarra hópa að leigja íþróttasal undir ýmiss konar iðk- un, svo sem knattspyrnu, körfu- bolta, blak o.fl. Meðal starfs- mannahópa sem þetta gera er hópur frá DHL sem æfir saman innanhússknattspyrnu á Seltjarn- arnesi einu sinni í viku en þetta stendur þó aðeins til boða fyrir karlmennina í fyrirtækinu. Hópur þaðan hefur æft í fimm ár á þennan hátt og eru yfirleitt 10-12 í hverjum tíma. Menn fá mikið út úr þessu sprikli eins og sjá má á myndinni hér að ofan og oft er ansi hart barist þó að allt falli í ljúfa löð i lok tímans. Tómas Örn Sigurbjömsson er í þessum hóp en hann kom inn um leið og hann hóf störf hjá DHL fyrir fjórum árum. „Það er i raun ákveðin heilsustefna í fyrirtæk- inu og þessar knattspyrnuæfing- ar eru liður í henni. Starfsmenn fyrirtækisins eru almennt öflugir í líkamsræktinni enda fá þeir góða hjálp frá fyrirtækinu til þess. Fyrirtækið borgar árskort í World Class undir alla starfs- menn þannig að hér hugsa menn mikið um heilsuna." Og þeir sem eru að sprikla þarna vikulega fá reyndar aðeins meiri fótbolta en einn tíma í viku. „Alþjóðlega fyrirtækið DHL heldur knattspyrnumót um hvíta- sunnuna á hverju einasta ári í Belgíu. Það hefur alltaf farið hóp- ur héðan á það mót og þessar æf- ingar hafa í raun snúist um að halda mönnum í formi fyrir þetta mót. Æfingarnar spruttu raunar i upphafi út frá þessu móti þar sem mönnum þótti fólk verða að koma sér í form til að standa sig þokka- lega á þessu móti,“ segir Tómas. Það er greinilegt að hér eru öfl- ugir starfsmenn á ferð og við ósk- um þeim góðs gengis á Belgíu- mótinu um hvítasunnuna. -HI Snjóbrettastökk- mót á Arnarhóli Árlegt Snjóbretta- stökkmót Ingólfs á Arnarhóli verður haldið á miðvikudag- inn kemur, 28. mars, ef aðstæður leyfa. Þetta mót var haldið í fyrsta sinn í fyrra og þótti takast mjög vel. Markmiðið með mótinu er að kveikja áhuga á snjóbrettum bæði hjá unglingum og almenningi. Það er íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við fleiri aðila. Undirbúningiu- fyr- ir mótið er nú í full- um gangi. í fyrra var snjó í stökkpallinn keyrt á Amarhól og í ár verður farin sama leið þó sækja þurfi snjóinn lengra að, eða alla leið upp í Bláfjöll. Auk þess á að gera til- raun með að fram- leiða snjó á hólnum, en til þess að það sé framkvæmanlegt þá þarf frostið að vera 3 til 5 stig. Aðstandendur mótsins hafa hannað ennþá stærri stökk- pall en notaður var í fyrra og er það talið gefa fyrirheit um að menn fái að sjá glæsi- leg tilþrif á Arnarhóli á miðvikudaginn, enda gefur þessi óvenjulega staðsetn- ingu í höfuðborginni miðri einstakt tæki- færi til að upplifa þá spennu sem fylgir því að fylgjast með snjó- brettastökkmóti í ná- vígi. Nýjung á þessu móti er að keppt verð- ur sérstaklega i kvennaflokki. Þátttak- endur verða alls 10, þar af 7 strákar og 3 stelpur og má búast við harðri keppni, enda er hér um bestu brettamenn landsins að ræða. Mótið stendur frá kl. 20.00-21.30 en brettafíklar geta tekið daginn snemma og fylgst með keppendum æfa sig frá kl. 14 á keppnisdegi. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.