Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 jólagjöffrá 1928 Þeir sem versla fyrir yfir 5000 krónurfá í gjöf kristalsvasa eða skál í lit meðan birgðir endast Skoðið heimasíðuna okkar og kíkið á tilhoðin .................... /í horni Laugavegar og Kla/iparstigs 1 E 1 1 Ð 1 F A X 1 1 Hestaheilsa eftir Helga Sigurðsson, dýralækni er frábær handbók til gjafa fyrir alla þá sem áhuga hafa af hestum og heilsufari þeirra. Verö 6.900.- / Isaldarhesturinn Margverðlaunað myndband eftir Pál Steingrímsson. Góð gjöf til vina og ættingja heima og erlendis. Meö íslensku og ensku tali. Verö 3.990.- www.eidfaxi.is Sími 588 2525 • eidfaxi@eidfaxi.is vtagasm I>V Foreldrarnir Monique og Jón Sævar meö bömin sín tvö. Stúlkan þeirra hefur veriö nefnd Sólveig - en hún kom í heiminn þann 19. nóvember síöastliöinn. Magasín-mynd Foreldrar i Hafnarfirði meb annað barn sitt: „Það var skemmtileg reynsla að fæða bamið hér heima, í uppblás- inni sundlaug sem ijósmóðirin kom með hingað. í vatninu nær maður vel að slappa af og þegar bamið kemur í heiminn verður grátur þess minni en ella yrði,“ segir Monique Kömer Ólafsson í Hafnarfírði. Hún og maður henn- ar, Jón Sævar Ólafsson, eignuðust annað barn sitt þann 19. nóvem- ber, myndarlega stúlku sem vó 3.340 grömm og var 52 cm á lengd. Fyrir eiga þau soninn Sigurð Detlef sem er tveggja og hálfs árs. Nefnd eftir föðurömmu sinni Jón Sævar segir að alltaf sé það sama ævintýrið að eignast barn. „En auðvitaö hefur maður orðið reynsluna þegar maður eignast annaö bamið sitt - veit um hvað hlutimir snúast og kann að stiga ölduna. En alltaf er það sama æv- intýrið að sjá nýtt líf koma í heim- inn,“ segir faðirinn. Hann og móð- irin kynntust fyrir nokkrum ár- um og Monique, sem er frá Þýska- landi, flutti hingað til lands seint á árinu 1998. Dóttirin litla hefur nú verið nefnd Sólveig, það er í höfuðið á foðurömmu sinni. „Það er afskap- lega kært á milli okkar mæðgin- anna og því fannst okkur vel við hæfi að litla stúlkan yrði nefnd í höfuðið á henni,“ segir Jón Sæv- ar. „En ekki síður em mamma og Monique mikia vinkonur; hún er í rauninni eins og dóttir þeirra." Búa á Bæjarholti Foreldaramir ungu búa í smekklegri íbúð á Bæjarholtinu svonefnda í suðurbæ Hafnarfjarð- ar. Starfar Jón Sævar sem sendi- ferðabílstjóri og Monique hefur unnið í kjötvinnslu en er nú, eins og lög gera ráð fyrir, komin í fæð- ingarorlof til vors. Er óhætt að segja að framtíðin brosi við þess- um ungu foreldrum í Hafnarfirði. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.