Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 M agasm DV „Gæöi jaröar eru ekki ótakmörkuö og vöxtur í stærö er ekki það ákjósanlegasta. Rlsaeðlurnar uxu og uxu en vlö vitum hvernlg þaö fór. Kannskí erum vlö í dag risaeölur lífríkislns. Viö hrifsum til okkar æ melra af gæöum jarðar. Hvaö eru lífsgæðl? Þau felast ekki endilega í því aö eiga stærri og flottari bíla, íburöarmeíra húsnæöi eöa meira úrval neysluvöru. Lífsgæöi eru allt annaö. Kærleikurinn er dýrmætastur alls.“ Kærleikuri ni n er dýrmætastu - Karl Slgurbjörnsson biskup ræöir i ralls um jólahald, boöskap jólanna, trúna og vonleysi hinna snauöu huga fjölskyldunnar er þaö jólamessan sem kemur meö Jólin,“ segir Kari Sigurbjörnsson. A heimlli hans og Kristínar konu hans eru fastir Jólasiölr. Biskup íslands, Karl Sigur- bjömsson, er fyrst spurður um jólahald á heimili hans og eigin- konu hans, Kristínar Guðjónsdótt- ur. Hann segir að þar riki fastir siðir eins og á allflestum íslensk- um heimilum um jól. „Jólahald okkar hefur mótast mjög af því að ég hef verið í störfum öll jólin sem prestur en eftir að ég varð biskup eru messumar og athafnirnar ekki jafn margar og áður,“ segir Karl. „í huga fjölskyldunnar er það jóla- messan sem kemur með jólin.“ Á aðfangadag borðar fjölskyld- an sænska jólaskinku. Sá siður var tekinn upp eftir að hjónin dvöldu í Svíþjóð ein jól og komust þá á bragðið. „Annars er maður alinn upp við hangikjötið og möndlugrautinn,“ segir Karl. „Eft- ir matinn les eitthvert barnanna jólaguðspjallið og við syngjum „Heims um ból“ saman og hugsun til ástvina okkar, sérstaklega þeirra sem fjarstaddir eru. „Það er líka ríkur partur af okkar jól- um að á jóladag hittist öll stórfjöl- skyldan og þá er mannmargt. í áratugi var þetta boð haldið hjá foreldrum mínum en við hjónin búum nú í býsna stóru húsnæði og getum tekið á móti öllum þess- um skara. Þetta boð er ómissandi hluti af jólahaldinu. Foreldrar mínir eru þar heiðursgestir og alltaf eru nýir meðlimir að bætast í þennan stóra hóp. Við gleðjumst saman og syngjum, og stundum kemur jafnvel jólasveinn í heim- sókn!“ Boðskapur óháður umbúðum Finnuröu aö trúhneigö fólks sé meiri á jólum en á öörum tímum? „Á jólum gefur fólk trúhneigðinni rúm. Það leyfir sér að syngja sálma og tala um Guð og Jesú sem það myndi kannski ekki gera annars. Hins vegar er greinilegt að jólahald- ið er alltaf að verða fyrirferðar- rneira." Er þaó slœmt? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Svo margir góðir kraftar sem virkjaðir eru á jólum, allt sem fólk leggur á sig til að greiöa jólagleði og friði veg. En það er slæmt þegar fólk gerir óraunsæjar væntingar til jólanna. Jólin eru dásamleg hátíð þar sem fólk treystir vináttu- og fjölskyldu- bönd og góðvild og gjafmildi fær að ráða ferðinni. En hættan er sú að fólk geri of miklar væntingar til þess að umbúðir jólanna skapi þann full- komleika sem alla dreymir um en við náum aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að gefa gaum að innihald- inu og boðskapnum en ekki bara umbúðunum sem eru alltaf að verða íburðarmeiri. Boðskapur jólanna er alveg óháður umbúðunum. Hann á ekki síður erindi í jólasorginni eins og jólagleðinni." Magasín-myndir Sigurður J „Grundvallarþættlr í persónu mannsin: Við þurfum á kærleikanum aö halda. Ekki bara neytendur Er til trúlaus maöur? „Það er til trúlaus maður og það er ekki gott. Það eru líka til sið- lausir menn. En trú er manninum eðlislæg og trúlaus maður er sá sem hefur slitið á það sem er manninum helgast." Hefur þú aldrei efast um tilvist Guös? „Ég hef ekki efast um tilvist Guðs en ég hef efast um margt ann- að. „Það er tómarúm í sál manns sem er í laginu eins og Guð,“ sagði vitur maður. Það eru líka mikil sannindi fólgin í orðum Chesterton, sem var enskur hugs- uður á öldinni sem var að líða: „Það er ekki satt að sá sem trúir ekki á Guð trúi engu. Hann trúir öllu.“ Sá sem snýr baki við guðstrú leitar sér gjarna uppbótar og verð- ur upptekinn af alls konar hégilju. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að orðið trú er ekki samheiti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.