Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 lögregluþjónar brautskróðir: Björtu hliöarnar bæta annað upp Slagarar sungnir. Magnús Einarsson útvarpsmaö- ur, til vinstri, og Valgeir Guöjónsson komu meó gítarana og sungu Bítlaslagara. PP-forlag kynnir útgáfubækur sínar: Undir teki& i Fjölmenni mætti í Eymundsson í Austurstræti á laugardag þegar þar voru kynntar þær bækur sem fyrir þessi jól koma út á vegum PP-forlags. Fríða Sophia Böðvarsdóttir kynnti bók sína Bakað úr spelti og einnig var kynnt bók Ingólfs Margeirssonar, Bylt- ing Bíltanna. Var höfundur á staðnum og áritaði. Bókin góða ber sama nafn og þættir sem höfundur- inn var með í útvarpi fyrir nokkrum árum. Þeír nutu mikilla vinsælda en þar og í bókinni nú fjallar Ingólf- ur um fjórmenningana sem heldur betur urðu til þess að bylta heiminum og þeim viðhorfum sem viö- tekin voru. Það var Magnús Einarsson útvarpsmað- ur sem las upp úr bókinni - en síðan léku hann og Valgeir Guðjónsson saman og sungu Bítlaslagara svo undir var tekið i Eymundsson. -sbs Bókln Bylting Bítlanna er eftir Ingólf Margeirsson en höfundur var á staön- um og áritaöi. Magasín-myndir hh „Það er mun skemmtilegra að starfa í lögreglunni en ég reiknaði með. Maður fmnur sannarlega að maður er að gera gagn. Kannski eru dökku punktarnir í starfmu fleiri en hinir, en þá er um að gera að nota björtu hlið- arnar til að bæta þá upp,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýútskrifaður lögreglumaður. Hún er dúx Lögregluskóla ríkisins sem var slitið sl. fostudag. Alls voru 46 nemar brautskráðir, þar af tólf konur. Er þess vænst að nú verði allir lögreglumenn á Reykjavíkursvæðinu orðnir faglærðir. Raunar er stað- an sú að þeir nemar sem útskrifuðust á föstudaginn hafa ekki allir fengið vinnu i lögreglunni. Þeirra á með- al er Aldís, en hún hefur þó verið sumarmaður við að gæta landsins laga. Meðaleinkunn hennar úr lögregluskólanum var 9,38, en sá sem næstur kom var með 9,0 í einkunn. „Þetta er vissulega talsvert erfitt nám, svo sem lögfræðifógin í bóklegu greinunum. Einnig veröur maður að vera í góðu formi, enda er líkamsþjálfun stór hluti námsins," segir Aldís. Meðal annarra sem brautskráðust úr lögregluskólan- um voru sambýlisfólkið Aníta Rut Harðardóttir og Ei- ríkur Beck. Þau störfuðu bæði á sínum tima sem af- leysingafólk í lögreglunni og kynntust þannig. í dag starfar Eiríkur hjá Lögreglunni í Kópavogi en Aníta er enn ekki komin með vinnu. „Þegar sambýlisfólk er í lögreglunni þarf að láta vaktimar stemma þannig að fólk eigi stundir saman. Þétta er vissulega ekki fjölskylduvænt starf,“ segir Ei- ríkur. Hann segir að draumurinn um að gerast lög- reglumaður hafi lengi blundað í sér, enda sé starfiö skemmtilegt. Einkum hin mannlegu samskipti sem starfið allt gangi í raun út á. -sbs Sambýlisfólkiö Aníta Rut Haröardóttir og Eiríkur Beck. Þau kynntust í lögreglunnl þegar þau störfuöu saman um hríö. Dúxlnn tilbúinn aö gæta landsins laga. „Mun skemmtilegra aö starfa lögreglunnl en ég reiknaöi meö,“ segir Aldís Hllmarsdóttir. Magasín-myndir E.ÓI. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráöherra og Bjarki Elíasson, fyrrverandi yfirlógregluþjónn í Reykjavík, voru mætt vlö útskriftina. Fongulegur hopur brautskraöra logreglumanna setur hufu a hofuöiö - en síðastur til var sjálfur dúxinn. i s k i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.