Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 33
 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 ■Fimmta herdeildin í Nvló 5ta herdeildln treður upp kl. 21 á Jólabasar Nýlistasafnsins. Þar er að finna fullt af þrusu- góöum jólagjöfum á hlægilegu verði. Frítt inn á tónleikana. • Krár ■Nialli á Kaffi strætó Njalli í Holtl verður á Kaffi Strætó í Mjódd þessa helgina. ■Sváfnir á Café Catalínu Trúbadorinn Sváfnir Siguröarson leikur fýrir gesti Café Catalínu í kvöld. ■Sólon á Amsterdam Það verður hörkustemning á Amsterdam í kvöld þegar hljómsveitin Sólon leikur langt fram undir morgun. ■Doddi og Atli á 22 Doddi litli verður á efri hæð 22 og Atli á neðri hæð. Miöaverð: 500 kr. Fritt inn til klukkan 1.30. Ath. Handhafar stúdentaskírteina fá fritt inn. ■Valíum á Ara i Ödri Hinir óborganlegu Hjörtur og Halli sem skipa Valíum skemmta á Ara í ðgrl í Ingólfsstræti I kvöld. ■DJ Rampage á Vegamótum Hinn óviðjafnanlegi DJ Rampage mun þeyta skífur á Vegamótum I kvöld. Hörkustuð. í dag, frá 18 til 21. munu hins vegar strákarnir í Sunshinebrothers (úr Jagúar) spila léttan jóla- djass og -sveiflu. ■Stuð á Gullöldinni Þaö eru hinir sívinsælu Svensen og Hallfunkel sem sjá um stuðið á Gullöldinnitil kl. 3. Miss- ið ekki af þessu tækifæri fyrir jólin. Fritt inn og tilboö á ölinu til kl. 23.30. ■Jóhannes Ólafsson á Chamuions Trúbadorinn Jóhann Ólafsson skemmtir á Champions í kvöld. ■Karma á Plavers Hljómsveitin Karma spilar á Players í Kópa- vogi í kvöld. Hörkuskemmtun. ■PÍJyiix Master Hlynur á Leikhús- kjallaranum Dj. Mix Master Hlynur verður með .næntís-fíl- ing" í Leikhúskjallaranum i kvöld. Húsið opn- að kl. 23.30. ■Di Benni á Hverfisbarnum Dj Bennl er alltaf jafn hress og því fá gestir Hverfisbarsins aö kynnast í kvöld. • T ónleikar ■Kór Langholtsskirkiu Tuttugustu og fjóröu jólasöngvar kór Lang- holtskirkju verða kl. 23. Auk Kórs Langholts- kirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju á tónleikunum. Kórinn þýður tónleikagestum upp á jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Ein- söngvarar verða Ólafur Kjartan Sigurðarson og Ólöf Kolbrún Haröardóttir. Einnig koma fram einsöngvarar úr röðum kórfélaga og hljóðfæra- leikarar leika með kórunum. Stjórnandi er Jón Stefánsson. ■Lúðrasveitin Svanur Jólatónlelkar Lúðrasveitarinnar Svans verða haldnir í dag kl. 16 í Ými tónleikahúsi. Hutt verða ýmis þekkt og óþekkt jóla- og hátíðar- tónlist. Aðgangseyrir er 1000 krónur. 37 M agasm Wónleikar í Fríkirkiunni Nú fagna hlmlns englar er yfirskrift tónleika sem fram fara í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 17. Þar koma fram söngvararnir Margrét Sigurðar- dóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Hafsteinn Þórólfsson og Þorbjörn Sigurðsson sem einnig leikur á gítar en Anna Rún Atladóttir leikur á píanó. í sumum lögum mega gestir gjarnan taka undir og boðið er upp á léttar veitingar I hléi. ■15:15 að kvóldi til Kl. 22 verða áttundu og síðustu tónleikar 15:15 syrpunnar á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins undir yfirskriftinni Næturtónleikar á vetrar- sólstööum. Slagverkshópurinn Benda ásamt gestum mun þá flytja þrjú tónverk: .Rain Tree“ fyrir þrjá slagverksleikara og ,Litany“ fyrir pi- anó eftir japanska tónskáldið Toru Takemitsu (1930-1996) og „Dream Sequence (Images ll)“ eftir Bandarikjamanninn George Crumb (1929). Flytjendur verða Steef van Ooster- hout, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson og gestir. ■Jólasóngvar í Langholtskirkiu Tuttugustu og fjóröu jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju verða haldnir kl. 23. Auk Kórs Langholtskirkju syngur Gradualekór Langholts- kirkju á tónleikunum. Kórinn býður tónleika- gestum upp á jólasúkkulaði og piparkökur í hléi og finnst mörgum gott að koma í Lang- holtskirkju og hlusta á falleg jólalög eftir búð- aráp kvöldsins. ■Megasukk á Grand Rokk Nú situr enginn heima í kvöld því það er boðiö upp á stórfenglega tónleika á Grand Rokk. Megas og Súkkat mætast enn og aftur undir nafninu Megasukk. 1.200 kr. inn og léttar veitingar í boði. Tðnleikarnir hefjast á mið- nætti. ■Mozart við kertaliós Kammerhópurlnn Camerarctlca heldur nú sína tíundu kertaljósatónleika en hópurinn hefur frá árinu 1993 haldið slíka tónleika síð- ustu dagana fyrir jól. Leikin er Ijúf tónlist við kertaljós í Dómkirkjunnl í Reykjavík í kvöld, kl. 21, og eru þeir um klukkustundar langir. í lok tónleikanna verður að venju leikinn jóla- sálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum" sem einnig er eftir Mozart. •Klúbbar ■Jóladrag á Spotlight Jólin á Spotlight halda áfram en þar veröur í kvöld boðið upp á helgileikinn “The Cristmas crue drag show“. Þetta er miðnætursýning. Dj Baddi rugl í búrinu. Happy hour milli 21 og 24, þar sem þú færð 2 fyrir einn á barnum. •Sveitin ■Jólatónleikar á Flúðum Jólakvartett Kristjönu Stefánsdóttur heldur tvenna tónleika nú fýrir jólin. Fyrri tónleikarnir veröa á Sólstöðuhátiðlnni á Flúðum á Útlag- anum en á morgun á Selfossi. ■Mát í Keflav.k Hljómsveitin Mát er á Kaffi Dús í Keflavík í kvöld. ■Karoke á Akurevri Á Oddvitanum á Akureyri er karoke-kvöld þar sem sungin verða vinsælustu lög Abba, Elvis, Bítlanna og svo framvegis. ■Skugga-Baldur á Hólmavík Hinn víðförli plötusnúður, Skugga-Baldur, er enn á fartinni og spilar í kvöld á Café Riis á Hólmavlk. Góða skemmtun. ■Soútnik á Króknum Hljómsveitin Spútnik mun spila á Kaffi Króki á Sauðárkróki í kvöld. ■Buff á Eskifirði Stórsveitin Buff skemmtir í Valhöll á Eskifirði í kvöld. •Leikhús ■Hversdagslegt kraftaverk Leikfélag Akureyrar sýnir Hversdagslegt kraftaverk í kvöld, kl. 19, eftir Évgení Schwarz. Miðasala í síma 462 1400. •Opnanir ■Keramik i Gallerí Fold í dag verður opnuö sýning I Rauðu stofu Gall- eri Foldar en þar sýnir Rannveig Tryggvadótt- ir keramik. Sýningin stendur í eina viku. •Uppákomur ■Stærsta blót ásatrúarmanna Jólablót ásatrúarmanna verður haldið I hús- næði félagsins að Grandagaröi 81 kvöld. Jóla- blótið er stærsta hátíð ásatrúarmanna og verður mikið um dýrðir á blótinu. Blótið hefst meö Ijósaathöfn sem sérstaklega er ætluð börnunum og undir borðhaldi verður skemmt meö rímum, rappi og frásögnum. Meöal þeirra sem koma fram eru kvæðamaðurinn Steindór Andersen, rappararnir Erpur og Eyjólfur Ey- vlndarsynlr, Hilmar Örn Hilmarsson, Þorrl Jó- hannsson, Jóhanna Harðardóttlr og Eyvindur Eyþórsson. Húsið verðuropnað klukkan sjö en borðhald hefst klukkan átta. Aögangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna en 750 krónur fyrir börn eldri en 12 ára. ■Listamenn á Laugavegi Það verður þéttskipuð dagskrá valinkunnra listamanna i Bankastræti 5 (áður íslands- banki) I allan dag. Þar stendur nú yfir mynd- listasýning Bryndísar Brynjarsdóttur, Elsu Soffíu Jómsdóttur, Hilmars Bjarnasonar og Þórdísar Þorleiksdóttur. Myndlistasýningunni lýkur 23. desember og er opin mánud. til laug- ard. kl. 13.00-18.00. Kl. 14 mun iris Antonía Hafsteinsdóttir árita og kynna bók sína, „Ekki segia frá“. Hún mun lesa upp úr 1 kafla bók- arinnar sem er byggð á sannsögulegum heim- ildum um kynferðis- og heimilisofbeldi. Kl. 15 mun Björn Thoroddsen leika lög af nýútkomn- um diski sínum, Djass í Reykjavík. Einnig mun Tómas R. Einarsson tónlistarmaður leika lög af disk sínum, Kúbanska. Báðir munu svo tón- listamennirnir leika samna djass af fingrum fram. Kl. 17 er það Hörður Torfason sem leik- ur lög af nýútkomnum diski sínum, Bergmáli 71/02. Kl. 20.30 ætlar Thor Vilhjálmsson að árita nýútkomna skáldsögu sína, Sveig, og lesa vel valinn kafla úr bókinni. Kl.21 munu Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason enda þessa dagskrá. Þeir kalla sig „Duo de mano" og flytja lög af samnefndum diski, suður-amer- íska tónlist á gítara. Dagskráin verður svo tæmd kl.22. ■Fólk og fiöll. óður til örfafa Hópur listamanna býöur til sólstöðuhátíðar á Austurvelli. Hátíðin hefst kl. 17 og stendur fram eftir kvöldi.Rithöfundar, tónllstarmenn, fræðimenn, leikarar, Ijósmyndarar, myndlist- armenn og fleiri leggja dagskránni llð. Ávörp, tónlistaruppákomur, hugvekjur, stuðvekjur og óvæntir gjörningar. Myndbönd listamanna og Ijósmyndir af náttúruperlum hálendisins lýsa upp Austurvöll. Bliðfinnur kemur í heimsókn, trúðar skemmta og hin eina og sanna Grýla kynnir atriðin að sínum hætti. Myndlistarmenn tjalda á elsta tjaldstæði borgarinnar. Mynd- bandasýningar i gluggum viö Laugaveginn frá Hlemmi niður á Austurvöll. „FÓLK og FJÖLL* - skapandi orka i boði hinna fjölmörgu aðila sem tjá sig og leika listir sínar á Austurvelli á laugardaginn kemur. Wónlist á iólabasar Nvló KippiKanlnus , Gímaldin og Varðl kíkja viö á annarri hæð Nýlistasafnsins við Vatnsstíg þar sem er i gangi þrusugóður jólabasar með fullt af skemmtilegum jólagjöfum. Tónleikarnir byrja kl. 21. Frítt inn. • F yrir börn ■Aðventudagskrá i Listasafni íslands I Listasafnl fslands er aöventudagskrá I hverrri viku I tengslum við sýninguna “íslensk myndlist 1980-2000“. Milli kl. 11 og 12 er þar myndlistarleiðangur I fylgd ævintýraper- sóna og Höllu Margrétar Jóhannesdóttur leik- ara. Stórglœsi Hílmar Einarsson gullsmiður Hverafold 46 112 Reykjavík s:567 5226 e- gold@simnetis SKÍÐAHANSKAR FRÁ: 1.995 SKÍÐAGLERAUGU FRÁ: 1.995 GÖNGUSTAFIR SETTU EXTTHVAÐ * SPENNANDX UNDXR TRÉÐ 1 ** SJÓNAUKAR FRÁ: M 3.995 NANOQ> KRINGLAN 1. HÆÐ ' SIMI 575 5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.