Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 M agasm DV Kvennablaðib Nýtt líf er 25 ára og Gullveig Sæmundsdóttir hefur verió ritstjóri í 17 ár: „Við höfum með skýrum hætti skil- greint okkur sem kvennablað og fjöllum um þau mál sem konum standa næst. Á þessum tuttugu og fimm árum sem liðin eru síðan fyrsta blaðið kom hefur það líka breyst mikið, í samræmi við breytta sjálfsmynd íslenskra kvenna. í dag eru konur kröfuharðari en áður og sjálfsmynd þeirra sterkari. Það hef- ur jafnframt breytt áhugasviðum þeirra,“ segir Gullveig Sæmunds- dóttir, ritstjóri Nýs lífs. Manneskjuleg pólitík Um þessar mundir heldur blaðið upp á 25 ára afmæli sitt. í upphafi hét blaðið Líf og var sagt tískublað. Síðar var nafninu breytt í Nýtt líf vegna málaferla er vörðuðu nafnið Líf. Og þegar Gullveig tók við rit- stjóm þess fyrir sautján árum vildi hún ekki að blaðið væri skilgreint sem blað um tísku. „Mér fannst það of einföld skilgreining sem jafn- framt þrengdi möguleika okkar," segir Gullveig. Hún segir ritstjómarstefnu sína alla tíð hafa verið þá að fjalla um fólk sem hafi sögur að segja; bæði frægt fólk og alþýðufólk sem sitt- hvaö hafi reynt og gert. Eitthvað sem geti vakið aðra til umhugsunar. „Ég hef stundum kallað þetta mann- eskjulega pólitík, það er hvemig þjóðfélagið virkar í raun. Hins veg- ar höfum við alltaf forðast flokkspólitík og sé farið inn á það svið fjöllum við um fólk í öllum flokkum." Eigum vonir og þrár Þegar Lif hóf göngu sína árið 1977 var íslenska tímaritaflóran næsta fátækleg. „Það var að vísu fyrir mína tíð hér en ég hygg að blaðið hafi á sínum tíma helst verið að keppa við dönsku vikublöðin. Á þessum tíma nutu þau mikilla vin- sælda hér á landi og gera raunar enn. Mér hefur alla tíð þótt mikil- vægt að fylgjast með erlendum tímaritum og helstu gerjun í efnis- tökum þeirra. Taka mið af hug- myndum þeirra og flytja hingað inn en þó með íslenskri skírskotun," segir Gullveig Sæmundsdóttir. Þótt konur séu skilgreindur markhópur Nýs lífs séu karlar drjúgir sem lesendur. „Stundum segja karlar við mig að þeir hafi nú lesið hitt og þetta í blaðinu. Hafi séð það hjá konunni eða á biðstofu þeg- ar þeir fóru í fótsnyrtingu," segir Gullveig. „Hins vegar lit ég svo á að ekki „Stundum hafa þó komlö tll okkar grelnar eftir karla. Ég fagna því alltaf og nú í seinni tíð koma æ oftar fram á rit- völlinn karlar sem þora að skrifa á mjúkum og mannlegum nótum. Að því leyti hafa viðhorf í blaðamennsku breyst," seglr Gullveig Sæmundsdótlr m.a. hér í vlðtallnu. Magasín-mynd E.OI. úr í þjóðfélaginu; verið brautryðj- andi annarra kvenna á íslandi. Árið 1991 þegar tilnefning þessi fór fram í fyrsta sinn varð Vigdís Finnboga- dóttir, þáverandi forseti íslands, fyr- ir valinu enda ruddi hún brautina á heimsvisu fyrir konur og baráttu þeirra. Kona ársins 2002 er Berglind Ásgeirsdóttir, áður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún tók nýlega við aðstoðarframkvæmda- stjórastöðu hjá OECD sem er á al- þjóðavisu eitt valdamesta embætti sem íslendingur hefur komist í. „Af mörgum minnisstæðum við- tölum sem ég hef tekið þá kemur fyrst upp í hugann viðtal sem ég tók fyrir tæpum áratug við unga móður á Akureyri sem var fómarlamb nauðgara; þess sem löngum var nefndur sólbaðsstofuræninginn. Þetta viðtal vakti þjóðarathygli og hvemig þessi unga kona lýsti reynslu sinni veit ég að mörgum þótti athyglisvert. Frásögn hennar í þessu viðtali var meðal annars not- uð sem kennsluefni við háskóla. Þá fjölluðum við einnig á sínum tíma um málefni minnisbOaðra og Alzheimer-sjúklinga. Ég veit að sú frásögn gekk á milli aðstandenda sem ljósrit þegar loka átti deild fyr- ir þessa sjúklinga á Landakoti sl. sumar. Ef til vill hefur frásögnin því haft einhver áhrif í þá veru að fall- ið var frá lokun - og ef svo er þá tel ég að til nokkurs hafi verið unnið." Viðmælandinn í jákvæðu Ijósi Gullveig Sæmundsdóttir starfaði sem grunnskólakennari um fimmt- án ára skeið. Þá venti hún sínu kvæði í kross og fór í íslenskunám við Háskóla íslands. „Ég hélt að kennslan yrði ævistarf mitt og ætl- aði að halda áfram í því þegar mér bauðst að gerast ritstjóri Nýs lífs. Ég ákvað að slá til og vera hér í eitt ár. Fara síðan aftur í kennsluna sem ég geri þó líklega ekki úr þessu.“ Aðspurð segir Gullveig að starf kennarans sé um margt svipað starfi ritstjórans. Bæði störfm gangi út á skipulagningu og að leiða hóp- inn áfram og leiðsegja honum. Út- gangspunktur í báðum störfum séu hins vegar hin mannlegu samskipti. Það að virða viðmælandann og setja sig í hans spor. „Slíkt verður líka að vera þegar maður er að taka per- sónuleg viðtöl. Oftast ganga þau út á að varpa jákvæöu ljósi á viðmæl- andann." Annað líf fyrir utan Nýtt líf Þótt ritstjórastarfið sé erilsamt og vinnudagurinn oft langur segist Gullveig kappkosta að eiga sér líf utan vinnunnar. „Ég vil eiga mér annað líf fyrir utan Nýtt líf,“ segir hún og hlær. Hún segist njóta sín í hlutverki húsmóður og ömmu fyrir Ekki bara tíska, snyrting og tertur séu ýkja skörp skil milli þess efnis sem konur og karlar vilja. öll erum við manneskjur sem eigum okkar vonir og þrár. Eigum fjölskyldur og eitthvað það sem stendur nærri hjarta okkar. Um slíkt fjallar Nýtt líf og efnistök kvennablaðs eru ekki bara tíska, snyrting og tertur." Karlar á mjúkum og mannlegum nótum Sem áður segir hefur Gullveig verið ritstjóri Nýs lífs í 17 ár. Lung- ann af þeim tíma hefur Jónína Leós- dóttir verið hennar hægri hönd sem rit- stjórnarfulltrúi. / Blaðamennimir hafa flestir hverjir staldrað skemur við. „Þetta hafa þá í flestum tilvikum verið ungar blaðakonur sem hafa verið hér í einhver ár eða misseri. Kannski flust siðan til útlanda eða farið í barneignarleyfi. En að hópurinn sem skrifar blaðið endurnýist reglu- lega tel ég vera til bóta. Þannig fáum við gegnum nýja blaðamenn breytta sýn á tilveruna og það þjóð- félag sem við erum að fjalla um á hverjum tíma.“ í dag eru það einvörðungu konur sem koma að blaðinu, fyrir utan ljósmyndarann. „Stundum hafa þó komið til okkar greinar eftir karla. Ég fagna því alltaf og nú í seinni tíð koma æ oftar fram á ritvöllinn karl- ar sem þora að skrifa á mjúkum og mannlegum nótum. Að því leyti hafa viðhorf i blaðamennsku breyst, góðu heilli," segir Gullveig. Líftíminn er langur Nýtt líf kemur út ellefu sinnum á ári og að jafnaði er blaðið 140 blað- síður að stærð. Sum blaðanna eru hins vegar stærri og viðameiri; jóla- blaðið sem kom út fyrir skemmstu er 274 síður. Hefur síðufjöldi ís- lensks tímarits aldrei orðið meiri en í þessum einstaka blaði. „Mér finnst,“ segir Gullveig Sími 550-5000 Útgefandl: Útgáfufélagiö DV ehf., Skaftahlíð 24. Ábyrgðarmenn: Óli Bjöm Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaður: Stefán Kristjánsson. sk@magasln.ls Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. slgbogl@magasln.ls Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreifing: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæöinu, á Akureyri og til áskrifenda DV úti á landi. „gaman að sjá hvað fólk geymir þessi blöð lengi; hvað líftími þeirra er óskaplega langur, Ég kem stund- um í sumarhús eða á læknastofu og sé þar kannski tíu ára gamalt ein- tak af Nýju lífi sem fólk er að blaða í. Mér finnst þetta sýna vel hvað áhrifamáttur tímarita getur veriö mikill - og þegar allt er saman lagt síst minni en dægurmiðlanna." Brautryöjendur og minnisstæð viðtöl Hápunkturinn í útgáfu Nýs lífs á ári hverju er tilnefningin á konu ársins. Þann sæmdartitil fær ein- hver sú kona sem skarað hefur fram utan að spila bridds, badminton og golf og sé um þessar mundir að skipuleggja golfferð sextán vin- kvenna til útlanda. ,íýrir fólk sem starfar í fjölmiðl- un er afskaplega mikilvægt að eiga sér athvarf utan vinnunnar. Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur hreinlega brunnið út í þessu starfi og margir hætta í störfum á þessum vettvangi. Mér finnst það undir- strika mikilvægi þess að huga að hinum mannlega þætti í eigin til- veru - til þess að geta notið lífsins og afls þess sem það býður.“ -sbs Næsta Magasín 9. janúar Þetta 15. tölublaö af DV-Magasín er síðasta blaö órsins. Næsta Magasín kemur út þann 9. janúar á nýju ári. Um leiö og við þökkum frábærar viðtökur óskum við lesend- um gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.