Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 M agasm Bíómolar Jackson grætur og grætur Meira um Hringadrótt- inssögu. Leik- stjórinn Peter Jackson er nú að vinna að klippa saman þriðju og sið- ustu mynd- ina, Retum of the King, og getur ekki hætt að gráta þegar hann sér lokaatriðið. Hann segir að síðasta myndin fái hann til að gráta mun meira en fyrstu tvær. „Sagan um Fróða og Sám verður saga um ótrúlegt hugrekki og ást og stuðning í garð hvor annars. Ég vil ekki gefa upp hvað gerist í lok mynd- arinnar en það er ótrúlega sorg- legt,“ segir Jackson í samtali við vefritið cinescape.com. Að sögn framleið- anda Gladia- tor 2, Walter Parkes, mun myndin fjalla fyrst og fremst um Lucius. Hann kom fram í fyrstu myndinni sem litli frændi Commodusar Rómarkeis- ara, sem Joaquin Phoenix lék, en myndin gerist 11 árum seinna en sú fyrsta. „Lucius er síðasti erfmgi Marcusar Aureliusar,“ segir Parkes. „Hann kemst að því hver er raunverulega faðir hans, getið þið hver þaö gæti verið...“ Connery í Indiana Jones Steven Spielberg hefur stað- fest að skoski leikarinn Sean Conn- ery mun taka þátt í fjórðu myndinni um fomieifa- fræðinginn ógurlega, Indiana Jo- nes, sem Harrison Ford leikur. Connery leikur faðir Indiana í nokkrum atriöum. Spi- elberg segir einnig að hann sé að reyna að fa allar þær konur sem Indiana átti í sambandi við til að leika í myndinni, þeirra á meðal Karen Allen sem lék Marion í Raiders of the Lost Ark. Hann er þó ekki viss hvort Kate Capes- haw, sem lék Willie Scott í Temple of Doom, fái hlutverk þar sem handritshöfundurinn er ekki viss um að koma henni neins staöar að. Áætlað er að tökur hefjist árið 2004. Arnold launmorbingi Austur- ríska tröllið, Arnold Schwarzen- egger, mun víst leika launmorð- ingja i sinni næstu mynd, Joe’s Last Chance. Upphaflega átti John Travolta að taka að sér hlutverk- ið en hann hætti við. Myndin fjallar um launmorðingja sem ferðast til suðrænnar paradísar til að ráða manni einum bana en eftir að hann bjargar lífi Schwarzenegger myndast með þeim vinskapur sem gerir þeim síöamefnda erfitt fyrir. Aðstand- endur myndarinnar munu eiga í viðræðum við Cedric The Entertainer um hlutverk „skot- marksins“. -esá Gladiator 2 Um 90 þúsund íslendingar flykkt- ust í kvikmyndahús landsins fyrir um ári til að berja fyrstu myndina í Lord of the Rings þríleiknum aug- um - og er óhætt að segja að ekki var hægt að kvarta yfir útkomunni. Það var í sjálfu sér ekki á hvers manns færi að koma einu allra vin- sælasta skáldverki allra tima á tjaldið en Peter Jackson fórst það afar vel úr hendi. Og nú, eftir árs- bið, getum við Frónbúar upplifað næsta kafla sögunnar, The Two Towers, sem verður frumsýnd 26. desember næstkomandi. 8 óra meb myndatökuvél Jackson er frá Nýja-Sjálandi, fæddur árið 1961 i Wellington, höf- uðborg landsins. Hann ólst upp í smábænum Pukerua Bay, rétt vest- ur af höfuðstaðnum, og var einung- is 8 ára gamall þegar hann fór að fást við leikstjórn. Foreldrar keyptu þá á heimilið 8mm myndatökuvél og fékk Jackson vini sína og félaga til að leika í stuttmyndum eftir sig. Strax þá fóru aö gera vart við sig hæfileikar á sviði sjónrænna brellna en þegar hann gerði heim- ildamynd um síðari heimsstyrjöld- ina á táningsaldri gerði hann smá- göt á kvikmyndafilmuna til að líkja eftir byssuskotum þegar myndinni var varpað á tjald. 17 ára gamall LOTR: The Two Towers veróur frumsýnd á annan í jólum: Konungur hringsins ■ leikstjórinn Peter Jackson hefur skráó nafn sitt stórum stöfum i kvikmyndasöguna hætti hann í skóla og hóf störf á dagblaði í Wellington og keypti fyr- ir launin 16 mm myndatökuvél til að geta haldið áfram að taka mynd- ir. Árið 1983 hóf hann svo að vinna við kvikmynd eftir hugmynd sem hafði kviknað i vinahópi hans og átti upphaflega að vera meira grín en alvara. Kvikmyndin sem um ræðir er Bad Taste og fjallar hún um geimverur sem koma til jarðar í þeim tilgangi að klófesta íbúa henn- ar og nota sem hráefni í matargerð skyndibitastaðar í geimnum. Það er vægt til orða tekið að flokka mynd- ina sem hryllingsmynd enda yfir- drifið magn af blóði, ælu og limlest- ingum í henni. Jackson lék sjálfur aðalhetjuna í myndinni, ásamt því að leikstýra og framleiða auk þess að sjá um allar tæknilegu hliðar hennar upp á sitt eindæmi. Hann fékk vini og nágranna til að leika á móti sér í myndinni, sem var alls Qögur ár í framleiðslu, enda aðeins hægt að vinna um helgar. Þó svo að hafa staðið mestmegnis sjálfur að fjármögnun myndarinnar hlaut hann þó fyrir rest náð fyrir augum formanns nýsjálensku kvikmynda- akademíunnar sem veitti honum styrk og það sem meira var, kom hann myndinni að á kvikmyndahá- tíðinni á Cannes. Þar var myndinni vel tekið af flestum gagnrýnendum og sýningarréttur á henni seldur til 30 landa auk þess sem hún fékk þó nokkuð af viðurkenningum. Prúðu leikararnir á dópi Þar með var kvikmyndaferill Jacksons kominn á skrið og gat hann þvi hætt í vinnunni sinni til að einbeita sér að fullu að kvik- myndagerðinni. Næsta mynd hans, Meet the Feebles, kom út 1989 og var í takt við þá fyrri. Henni hefur oft verið lýst sem prúðu leikurun- um á hörðum eiturlyfjum en the Feebles eru brúður sem koma fram í vinsælum sjónvarpsþætti, The Fabulous Feebles Variety Hour, en þurfa þó þess á milli að kljást við ýmis vandamál sín á milli, svo sem eiturlyfjanotkun, mútur, þjófnað, eyðni og morð, svo eitthvað sé nefnt. Jackson hafði með þessum tveim- ur myndum komið sér á stall sem einn af athyglisverðustu kvik- myndaleikstjórum heimsins. Báðar þessar myndir slógu í gegn hjá hryll- ingsmyndaunnendum enda hæfileg blanda af húmor og limlestingum, eins og hans næsta mynd, Braindead, frá árinu 1992. Hún segir frá ungum manni sem býr heima hjá móður sinni sem er afbrýðisöm út i allar þær stúlkur sem sýna syni hennar áhuga. Einn daginn er hún bitin af frumskógarapa sem verður hennar banamein en hún rís þó upp sem lifandi dauð og svipuð örlög bíða þeirra sem hún bítur sjálf. Það er því undir syninum, Lionel, komið að bjarga samfélaginu frá ógn móð- ur sinnar, sem og sambandinu sínu. Stefnubreyting Það þarf varla að taka það fram að þama er hugmyndaflugið á fullri ferð og virtist honum engin mörk sett. í sinni næstu mynd tók hann hins vegar krappa beygju og kom með sína fyrstu „venjulegu" mynd, Heavenly Creatures. Hún sagði frá frægu morðmáli í Nýja-Sjálandi á 6. áratugnum þar sem tvær vinkonur ákveða að myrða móður eins þeirra. Hún skartaði meðal annars þá óþekktri Kate Winslet, sem átti síð- ar eftir að leika aðalhlutverkið í tekjuhæstu mynd allra tíma, Titan- ic. En Jackson fékk mikið lof fyrir þá mynd og sýndi hún svo ekki var um villst að þarna væri á ferð gæða- leikstjóri sem væri síður en svo ein- skorðaður við ákveðna tegund af kvikmyndum. Þó var hans næsta mynd, The Frighteners með Mich- ael J. Fox í aðalhlutverki, háifgert „flopp“ og þótti valda nokkrum von- brigðum þar sem væntingar voru miklar eftir Heavenly Creatures. Á sama ári skrifaði hann og leikstýrði heimildamynd um nýsjálenska kvikmyndaleikstjórann Colin Mc- Kenzie, Forgotten Silver, en eftir það heyrðist ekkert frá honum í nokkur ár. Það var ekki fyrr en í ágúst 1998 sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ráðast í það verkefni að koma Hringadróttinssögu á hvíta tjaldið. Otrúlegar tölur Að eigin sögn datt honum og eig- inkonu hans, Fran Walsh, einfald- lega í hug einn daginn að kvik- mynda Hringadróttinssögu en hún hefur ávallt unnið að handrita- skriftum með eiginmanni sínum að flestum hans myndum. Sagan hafði auðvitað verið gríðarlega vinsæl í fjöldamörg ár og selst í um 100 millj- ónum eintaka en höfundur hennar, J.R.R. Tolkien, skrifaði hana á sín- um tíma þar sem Bretland hefur aldrei átt ríka goðafræði og goðsagnir úr sögunni, líkt og til að mynda Norðurlöndin. Þó svo að það hafi verið mikið verk að kvikmynda söguna var ef til vill helsta afrekið að sannfæra kvik- myndaframleiðanda í Hollywood til að fjármagna gerð hennar. Það tókst og sér New Line Cinema varla eftir þeim 210 milljónum dollara sem það eyddi í gerð hennar en á þeim 8 mánuðum sem fyrsta myndin, The Fellowship of the Ring, var í kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum þénaði hún 313 milljónir dollara og 860 milljónir á heimsvísu, auk þess að sópa að sér verðlaunum og viður- kenningum, þar af fernum ósk- arsverðlaunum, en myndin var til- nefnd til 13 slíkra - sem er metjöfn- un. -esá Dómar Die Another Day ★★★ „Þrátt fyrir aö vera of löng er hún miklu betri en síöasta Bond-mynd og sýnir aö á nýju árþúsundi er enn pláss fyrir ofurnjósnara hennar hátignar." -HK Harry Potter og leyniklefinn ★★★ „Önnur myndin um galdrastrákinn knáa, Harry Potter, er betri en sú fyrsta." -SG Hlemmur ★★★ „Hefur honum (Ólafi Sveinssyni) fariö fram meö hverri mynd og Hlemmur er tvímœlalaust best. “ -HK The Importance of being... ★★★ „Vel heppnuö kvikmynd eftir leikriti sem hefur staðist tímans tönn." -HK Possession „Alls ekki leiöinleg kvikmyrtd þrátt fyrir augljósa galla." -HK Ghost Ship ★★ „Skyndibiti framreiddur sem eöalmat- ur." -HK Knockaround Guys „Lraftlaus mynd um óáhugaveröa stráka sem manni er nokk sama hvori geta drepiö mann eöur ei. “ -SG The Santa Clause 2 „Myndin er gjörsneydd öllu sem heitir jólastemning, fyrst og fremst vegna þess aó glansmyndin er gegnsœ. “ -HK Væntanlegt 20. desember Stella í framboði.........Ýmsir 26. desember LOTR: The Two Towers .... Ýmsir Treasure Planet ..........Ýmsir 1. ianúar The Hot Chick......Rob Schneider Peter Jackson seglr nokkrum lelkurum til í The Two Towers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.