Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 DV Heimili í rúst. Þremur stjórn- stöðvum öryggis- sveitanna lokað ísraelski herinn lokaði í gær þrem- ur stjómstöðvum palestínsku öryggis- sveitanna á Vesturbakkanum og er þá aðeins ein slík stöð eftir opin á svæð- inu sem er síðust þeirra stöðva sem opnaðar voru eftir friðarsamningana árið 1993. Eina stjórnstöðin sem enn er opin er í bænum Jeríkó en þær sem lokað var í gær eru í Nablus, Tulkarm og Qalqilya. „Það var engin þörf fyrir þær leng- ur þar sem engin skipulögð öryggis- gæsla er lengur í gangi og tilkoma vopnaðra manna þar aðeins til að skapa hættu,“ sagði talsmaður hers- ins. Þá réðst ísraelsk hersveit inn í bæinn Beit Wazzin og lagði í rúst íbúðarhús fjölskyldu kvensjálfsmorðs- liðans Darinu Abu Aisheh, en hún sprengdi sjálfa sig í loft upp fyrir tæpu ári við ísraelska eftirlitsstöð með þeim afleiðingum að þrír lög- reglumenn slösuðust. Sex ættingjar hennar eru heimilis- lausir eftir aðgerðimar. Tyrkir bjóða afnot af herstöðvum Tyrknesk stjómvöld hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að þeir geti sent fulltrúa sína til Tryklands til þess að skoða hafnir og herstöðvar meö hugsanlega notkun í aðgerðum gegn Irökum í huga og mun skoð- unin væntanlega heijast á mánu- daginn og standa í tíu daga. Tilkynning Tyrkja barst eftir að leiðtogar ESB höfðu í gær ítrekað vilja sinn um að allra leiða yrði leitað til þess að fmna friðsamlega lausn á íraksdeilunni. Mætlr brosandi til skráningar. Fólk streymir til skráningar í BNA Þúsundir innflytjenda um öll Bandaríkin streyma þess dagana til skráningar, sem fyrirskipuð var með nýjum öryggislögum eftir hryðjuverkaárásimar í Pentagon og New York þann 11. september 2001. í gær rann skráningarfrestur út hjá karlmönnum eldri en sextán ára frá þrettán tilgreindum löndum, aðallega múslimskum, en skráning- in nær til þeirra sem ekki hafa hlotið fullan ríkisborgararétt. Mæti menn ekki til skráningar eða geta ekki framvísað lögmætum vegabréfum eiga þeir á hættu að verða handteknir og vísað úr landi og það sama gildir um þá sem gerst hafa brotlegir við innflytjendalög. Engar sannanir enn fyrir vopnaeign íraka - segir Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ Ari Fleischer, talsmaöur Hvíta hússins, sagði í gær að Bandaríkja- menn væru sannfærðir um að írakar hefðu yfir að ráða gjöreyðingavopnum og að yfirlýsing þeirra þar um breytti engu um afstöðu bandarískra stjórn- valda. Þeir hefðu ekki, eins og vænta mátti, sýnt vopnaeftirlitsmönnum það samstarf sem lofað var og það væri á hreinu að vopnin væru fyrir hendi i írak. Fleischer lýsti þessu yfir eftir að Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, hafði gefið skýrslu um vopnayfir- lýsingu íraka og stöðuna í vopna- eftirlitinu í Öryggisráði SÞ i gær, en þar kom fram í máli Blix að engar sannanir fyrir vopnaeign Iraka hefðu fundist fram að þessu en vissulega væri mörgum spumingum enn ósvar- að. Hann sagði einnig að írakar yrðu að sýna meiri samstarfsvilja og taka Hans Blix Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, segir „engan byssureyk* hafa fundist í írak sem sanni vopnaeign þeirra. upp markvissari vinnubrögð tfl að auðvelda vopnaeftirlitsmönnunum vinnu sína. Fyrir fundinn í Öryggisráðinu í gær sagði Blix í viðtali að „enginn byssureykur" sem sannaði vopnaeign íraka hefði enn þá fundist í írak en Fleischer var fljótur til svara og sagði það vandamálið við faldar byssur að reykurinn úr þeim sæist alls ekki. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir orð Fleis- chers og sagði að reykleysið sannaði ekki að írakar ættu engin gjöreyðing- arvopn. „Það eru hreinar línur að ef Saddam sýnir ekki fulla samvinnu og reynir á einhvern hátt að hindra vopnaeftirlitið við störf sín þá hefur hann brotið gegn ályktun Öryggis- ráðsins og verður að taka afleiðingum af því. Blix hefur tíma tfl 28. janúar tO þess að skOa lokaskýrslu og það er dagurinn sem ákvörðun um fram- haldið verður tekin,“ sagði PoweU. REUTERSMYND Ishögg í Rússlandi Um 2000 starfsmenn rússneska orkumálaráðuneytisins vinna nú hörðum höndum að því að koma hita á hús í tugum bæja og þorpa í landinu eftir kuldakastið að undanförnu. Frostið fór niður fyrir 40 gráður fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að meira en 20 þúsund manns máttu þola hitaleysi í híbýlum sínum víða um land. Áhyggjur vegna ákvörð- unar Norður-Kóreumanna Helstu þjóðarleiðtogar heimsins, og þá sérstaklega í Asíu, hafa keppst við að fordæma ákvörðum norður- kóreskra stjómvalda síðan í gær um að segja upp aðOd að alþjóðlega NPT- samkomulaginu um takmarkanir á útbreiðslu kjamavopna og hafa ná- grannarnir í suðri skorað á norðan- menn að draga ákvörðunina tO baka og segja hana alvarlega ógn við heimsfriðinn. Allur heimurinn hefur áhyggjur og á móti því að Norður- Kóreumenn komi sér upp kjamavopn- um. Þess vegna er nauðsynlegt að finna sem fyrst diplómatíska lausn á málinu," sagði Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu. í sameiginlegri yfirlýsingu frá Rússum og Japönum er lýst miklum vonbrigðum og þungum áhyggjum vegna ákvörðunarinnar þó svo að það sé yfirlýst ætlun Norður-Kóreumanna að framleiða ekki kjarnavopn heldur Kim Jong-il Kim Jong-il, forseti Norður-Kóreu, heldur áfram að valda helms- byggðinni áhyggum. aðeins raforku. Um það efast vestrænir sérfræðing- ar og segja kjamakljúfinn sem ætlað- ur sé til framleiðslunnar allt of lítinn þannig að framleiðslan yrði smávægi- leg og myndi engan veginn borga sig. Plútoníumframleiðslan gæti hins veg- ar verið næg tO þess að framleiða aflt að sex kjamaprengjur fram í maí. Kinverjar, nánustu bandamenn Norður-Kóreumanna, lýstu emnig áhyggjum sínum og hvöttu tO þess að aflra leiða yrði leitað tfl þess að leysa defluna á friðsamlegan hátt eftir diplómatískum leiðum. Bandarísk stjórnvöld, sem hafa átt í orðaskaki við Norður-Kóreumennn, lýstu einnig áhyggjum sínum en spör- uðu stóru orðin og sögðu ákvörðunina ekki koma beint á óvart. „Hingað tO hafa þeir ekki farið eftir NTP-sam- komulaginu," sagði John Bolton að- stoðarutanríkisráðherra. Sögulegur viðburður ísraelska yfirkjörstjórnin hefur verið boðuð tfl fundar í dag tfl að ræða ákvörðun Mishaels Cheshins, formanns nefndarinnar, frá því í 'fyrradag um að rjúfa útsendingu ísraelskra sjónvarps- og útvarps- stöðva í miðri ræðu Ariels Sharons forsætisráðherra, sem þótti brjóta í bága við ísraelsk kosningalög, en þau banna allan einhliða kosninga- áróður síðasta mánuðinn fyrir kosningar. ísraelskir stjórnmálaskýrendur segja þetta sögulegan viðburð þar sem aldrei áður hefur verið lokað á ísraelskan forsætisráðherra í miðri ræðu. Auk þess verði ræðunnar minnst sem ræðunnar sem enginn heyrði. Allt þeim að kenna Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem þau kenna bandarískum stjóm- völdum um þá ákvörðun sína að segja upp aðOd að alþjóðlega NPT- samkomulaginu um takmarkanir á útbreiðslu kjamavopna. Pak GO-yon, sendherra Norður- Kóreumanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði að ákvörðunin væri afleið- ing fjandsamlegrar steöiu Bandaríkja- manna í garð Norður-Kóreumanna. Ef þeir létu af þeirri stefhu myndu norð- ur-kóresk stjómvöld örugglega hug- leiöa að leyfa Bandaríkjamönnum að sannreyna það að framleiðsla kjarna- vopna sé ekki á dagskrá. Palestínska aðferðin -----1 Abdel Aziz Rant- I issi, einn helsti for- fHKj J ingi vopnaðra sveita RvJji Hamas-samtakanna, I hefur skorað á íraka I að beita sjálfs- R morðsárásum gegn U Bandaríkjamönnum geri þeir árás á land- ið. „Undirbúið ykkur í tíma og kom- ið ykkur upp fjölmennri sveit sjálfs- morðsliða og komið ykkur upp birgðum sprengjubelta í þúsunda tali. Ég lofa ykkur að það mun virka vel og skfla árangri eins og í okkar baráttu gegn ísraelsmönnum,“ sagði Rantissi. Laus allra mála Að sögn talsmanns franskra lög- regluyfirvalda var flugvallarstarfs- maðurinn, sem handtekinn var í Par- ís í lok síðasta mánaðar eftir að skot- vopn og sprengiefni fundust í bflreið hans utan við Charles de-Gaulle-flug- völl, fómarlamb sviðsetningar. Maðurinn, sem heitir Abderazak Besseghir og er franskur ríkisborgari af alsírskum uppruna, neitaði ítrekað að vita nokkuð um vopnin, sem voru tvær byssur og fimm sprengjur, en vitni sem gaf sig fram hélt því fram að hann hefði séð Besseghir handleika vopnin á bflastæði flugstöðvarinnar. Vitnið, sem er fyrrverandi liðs- maður frönsku útlendingahersveit- arinnar, viðurkenndi í gær að hafa logið og að Besseghir væri aðeins fómarlamb sviðssetningar. AI-Qaeda-liðar handteknir Lögreglan í Frankfurt í Þýska- landi handtók í gær tvo grunaða liðsmenn al-Qaeda- samtakanna á flug- vellinum í borg- inni eftir beiðni bandarískra starfs- bræðra. Að sögn tals- manns þýsku lögreglunnar eru þeir ekki grunaðir um beina aðfld að hryðjuverkum heldur frekar um stuðning við samtökin og leikur grunur á að annar þeirra sé mikfl- vægur hlekkur í starfsemi al-Qaeda í Evrópu og jafnvel einn helsti fjár- málastjórnandi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.