Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 45
LAUGARÐAGUR II. J AN Ú AR /2003, i HelqarblaGÍ X>V 4<3 „Jú,“ segir Jóhannes, „vissulega rákumst viö á ákveðinn vegg. Menn tóku sér þá svolítinn tíma og ákváðu hvemig væri best að haga næstu skrefúm. Vom þessir atburðir dauðadómur yfir ferðamennsku eða myndi heimurinn risa undir þessum áföllum? Fljótlega kom í ljós að áhrifin vom mest í ferðalögum til og frá Bandaríkjunum og innan þeirra en minni í Evrópu. Við ákváðum að halda ótrauðir áfram eftir nokkurra vikna vangaveltur. Nú er svo komið að ferða- mennska í Evrópu hefur náð fyrri stærð og er í vexti.“ Flugdraumur bamsms Það er orðið nokkuð síðan Jóhannes hætti að fljúga. „Ég hef ekki haldið flugskírteininu við í mjög langan tíma. Markmiðið hjá mér er þó alltaf að endumýja skírteinið þannig að ég geti allavega flogið einkaflugvél." Yfirleitt er því haldið frarn að flugmennskan sé baktería og menn gefi flugréttindin ekki svo auðveldlega frá sér. „Auðvitað var ég með flugbakteríuna," segir Jóhannes. „Kannski ég hafi flogið yfir mig. Hugurinn beindist að öðm og ég þurfti að velja á milli þess að snúa mér að viðskiptum eða fluginu. Það var aldrei ætlun mín að læra að fljúga og gera flugmennsku að ævistarfi. Það var draumur minn þeg- ar ég var fimm til tíu ára en alls ekki þegar ég byijaði að fljúga. Ég lærði einungis til að mega fljúga þótt ég hafi unn- ið við það líka. En það situr alltaf í mér að byija aftur að fljúga, ég get ekki neitað því.“ íhaldssamur varðandi ferðalög Jóhannes hefúr verið dag og nótt í vinnunni síðustu vik- umar. „Hér er ég og get ekki annað,“ segir hann. „Hópur- inn sem ég vinn með er frábær og við höfum stutt hvert annað gífúrlega og hvatt. Þetta heföi aldrei hafst nema með sameiginlegu átaki. Ég dáist sérstaklega að samstarfsmönn- um mínurn." Jóhannes viðurkennir að þessi mikla töm hafi komið niður á fjölskyldulíftnu. „Það er alltaf rými fyrir fiölskyld- una en kannski ekki eins mikið og það ætti að vera,“ segir Jóhannes. Þegar Jóhannes er spurður um áhugamál em viðbrögð hans: „hobbí! Þar fórstu nú alveg með það. Ég held að áhugamálin hafi bókstaflega farið fyrir ofan garð og neðan á undanfömum árum. En ef ég ætti að nefna eitthvað þá væri það ferðalög. Ég held líka að enginn gæti unnið í svona umhverfi ef ekki væri fyrir áhuginn á ferðalögum: þörfm að fá að sjá eitthvað annað á morgun en í dag. Samt er ég mjög íhaldssamur varðandi ferðalög og mér líður aldrei betur en þegar ég fer í frí til Flórída. Ég er eins og þeir sem vilja vera í sömu borginni og á sama hótelinu þótt ég gangi ekki svo :------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- langt að vilja vera í sama herberginu. Síðan finnst mér gam- an að fara á nýja staöi inn á mflli.“ Flugferðin er ekki viðburður Jóhannes segir að íslendingar séu góðir ferðamenn. „Mjög góðir," ítrekar hann, „og áhugasamir um ferðalög. Vegna aðstæðna okkar í miðju Atlantshafi em ferðalög okk- ar lika raunverulegur atburður. Útlendingar em líka mjög góðir ferðamenn því flestir koma þeir hingað með eitthvað ákveðið í huga. Þeir koma ekki bara hingað af því þeim datt það sisona í hug.“ En skyldi það alltaf vera sami viðburðurinn fyrir Jó- hannes sjálfan að stíga um borð í flugvél? „Nei, það er mjög mismunandi eftir því hvort um er að ræða viðskiptaferð eða leyfisferð. Og í sjálfu sér lít ég ekki svo á að flugferðin sé at- burður heldur er flugferðin eingöngu tæki til aö komast þangað sem mann langar að fara. Hugmyndafræði Iceland Express byggist lika á því að uppfylla þarfir fólks og flytja það þangað sem það vill fara. Flugferðin er því ekki við- burðurinn þótt henni tengist alltaf eftirvæntingin eftir því að komast á nýjan stað. Það hefur fátt breyst varðandi það síðan víkingar stigu á skipsfiöl og héldu til íslands. Sigling- in sjálf var ekki markmiðið, hún var hræðileg, en menn lögðu þetta á sig til að komast á leiðarenda. Við erum alltaf að fmna upp einfaldari og þægilegri fararmáta til að brúa bil milli landa. Flugvélin er ákaflega þægilegur kostur. Ég legg áherslu á að gera þennan þátt þægilegan og ódýr- an til þess að mönnum geti liðið vel á áfangastað og eigi eitt- hvað eftir af þeim peningum sem þeir ætla í ferðalagið því það getur ekki verið markmið fólks að eyða þeim í flugsæti. Því minna sem flugfariö kostar þeim mun meira er aflögu til þess að njóta lífsins." -sm „Vegna aðstæðna okkar í miðju At- lantshafi eru ferðalög okkar líka raunverulegur atburður," segir Jóhannes Georgsson sem hér á inyndinni tekur í hönd fyrsta viðskiptavinar Iceland Express. DV-mynd Sigurður Jökull .Það eru margir sem spyrja mig hver galdurinn sé að léttast um 55 kíló? Ég fann Ifkamsræktarstöð þar sem mér fannst gott að vera og mætti svo reglulega. Ég missti bara eitt kiló í einu...“ Gunnar Hrafn Gunnarsson Nemi og fyrírmynd annara... Garöartorgi - Garðabx - Simi 565 8898 - www.betrunarhusid.1s ÁtaksnámskEið karla ug kvenna - Spinning BBX fgrir unglinga og fuliorðna - AFRÚ Power Pump - Vaxtarmótun Hádegispúi - Betrunarvist EO% afsláttur af ölíum knrtum til Þjálfarar batrunarhússins Ellen Anna Beta Anna Borg Gaui Valdís Sigrún Guðrún Darius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.