Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 38
42 Helgorbloö 3DV LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 Pílagrímsför Ásdísar Fyrir nokkrum vikum komu út hjá Hinu íslenska fornritafélagi Biskupa sögur II. Ritstjóri verksins erJónas Kristjánsson en útgáfuna annaðist Ásdís Egilsdóttir. Helgarblað DV ræddi við Ásdísi um hina íslensku dgrlinga, alþjóðlega strauma í miðaldabókmenntum og Ijósið á hinum mgrku miðöldum. rangar. Nútímamenn eru sífellt að skapa miðaldirnar, fræðimenn eða skapandi rithöfundar - hvort sem þær eru rangar eða ekki. Hver kynslóð beinir ljósinu því að mismunandi stöðum á þessum „myrku“ miðöldum og birtir nýjar áherslur. í þessu ljósi finnst mér það mjög áhugavert sem íslenskir rithöfundar eru að fást við um þessar mundir. Þeir skapa fyrir okkur heim miðalda og gera það á mjög ólíkan hátt.“ ísland í alþjóðlegu samhengi Bókmenntirnar hafa átt stóran þátt í að skapa ímynd þjóðarinnar. Hvernig finnst þér staða arfsins vera í dag? „Við notum arfinn ekki í sjálfstæðisbaráttu eins og gert var áður fyrr. Það er mjög áhugavert að skoða hvernig við tókum inn alþjóðlega menningu á miðöldum og löguð- um að okkar menningu. Þetta er ekki síst forvitnilegt fyr- höfðingja vegna staða- og siðferðismála. Mér fannst spaugilegt að sjá að þegar íjallað var um útgáfuna i Morg- unblaöinu var fyrirsögnin: Biskupasögur á frilluöld. Ég legg alls ekki áherslu á þessi mál í verkinu en tveir ís- lenskir sagnfræðingar hafa nýlega gert þeim prýðileg skil, Magnús Stefánsson og Auður Magnúsdóttir. Ég hef hins vegar rannsakað þessar sögur með hliðsjón af helgi- sqguritum og því sem kalla má helgar ævisögur og eru ævisögur manna sem urðu ekki dýrlingar en eru ævin- lega mótaðar af helgisögunni. í þessum sögum er persónu- leiki manna aukaatriði. Áhersla er lögð á að sýna þessa menn sem hluta af fyrir fram þekktri heild: þannig verð- ur hver öörum líkur. Að sögn eru þetta lítillátir menn sem voru námfúsir í æsku, svo mjög að þeir léku sér helst ekki. Þegar kom að þvi að kjósa biskup báðust þeir und- an af litillæti. Öll ævi þeirra verður síöan mótuð af þess- ari hefð. Um þetta fjalla ég nánar i sérstökum inn- gangskafla í I. bindi Biskupa sagna sem kemur út á þessu ári. En það kemur líka fyrir venjulegt fólk og það er aðal- lega í jarteinunum. Ég held að hvergi sé hægt að komast eins nálægt venjulegu íslensku fólki á miðöldum og í þessum sögum. Jarteinasögur snúast um kraftaverk og í þeim er aðalatriðið að greina frá því hvemig fólk hafi fengið bót meina sinna fyrir tilstilli guðs en fyrir meðal- göngu dýrlings. í gegnum kraftaverkin kynnumst við að- stæðum fólks; sjáum það við vinnu sína og á heimilum. Flestar segja frá veikindum eða slysum en einnig skiptir veður miklu máli. Við tuðum enn yfir veðrinu en þá skipti það meira máli því öll lífsafkoma var háð því að vel viðraði. Þá kemur dýrlingurinn til hjálpar viö að vinna nauðsynleg verk. í nærmyndum af körlum, konum og börnum fáum við góða mynd af daglegu lífi og hugsunar- hætti." Blindir fá sýn og daufir heyra „Fyrsti íslenski dýrlingurinn gerir kraftaverk sem staðfesta að hann sé sporgöngumaður Krists. Jarteinir hans tengjast spádómum urn Messías og fyrstu krafta- verkum hans: haltir munu ganga, blindir fá sýn og dauf- ir heyra. Það er sagt frá kraftaverkum Þorláks í lifanda lífi en samkvæmt hefðinni er ekki gert mikið úr þeim. Það er ekki fyrr en dýrlingurinn er allur og hefur fengið meðalgönguhlutverk milli manna og guðs að óhætt er að tala um jarteinir. Þær fyrstu verða við beinaupptöku og þegar jarteinir eru lesnar upp. Við beinaupptöku Þorláks biskups læknast maður með tréfót og þegar jarteinir eru lesnar upp fær blindur sýn og heyrnarlaus heyrn. Það er gaman að því að í Hungurvöku gerir ísleifur biskup líka kraftaverk. Hann læknar óða og svo er sagt að hann hafi blessað öl: ef ölgerð misheppnaöist þá lagaðist ölið við blessun hans. Það gerði Þorlákur lika. Krafta- verkin enduróma því lækningar Krists og má hugsa sér að ölblessunin geti minnt á frásögnina af brúðkaupinu í Kana. Hungurvaka, Þorláks saga og Páls saga mynda sam- fellda sögu Skálholts. Þegar staður eignaðist dýrling var það ekkert smáræöi: strax var hafist handa við ritun sögu hans á latínu og móðurmáiinu. Þessir stóratburðir höfðu í för með sér að saga biskupsstólsins var rituð frá upphafi líkt og gert var í Evrópu á þessum tíma. Þannig var upp- hafið helgað. Og hvernig er hægt að helga upphafið betur en með því að sýna að fyrsti biskupinn, ísleifur, gerði kraftaverk hliðstæð fyrstu kraftaverkum Krists. Þekktar eru sagnir af pílagrímum á þessum tímum sem leituðu sér lækninga á biskupsstólunum eða þökkuðu fyr- ir veitta hjálp. Sögumar voru því mikilvægar fyrir ímynd staðanna og kannski má sjá þarna upphafið að menning- artengdri ferðaþjónustu. Það er kannski svolítið verald- legt að kalla pilagrímaferðir þessu nafni en trúin og menningin eru þó alltaf systur." Skemmtilegra að vera á leiðinni Hver eru svo næstu verkefni? „Þegar einu verki er lokið þýðir ekkert annað en setja á fulla ferð áfram. Ég er reyndar byrjuð á því að setja saman efni í bók á ensku um íslenska dýrlinginn með inn- gangi um kristnitökuna, kristna landnámsmenn og siðan biskupana þrjá: Þorlák, Jón og Guðmund. í Jóns sögu hef ég meðal annars verið að rannsaka myndmál sem byggt er á aðferðum í minnistækni miðalda. Einnig mun ég fjalla um einsetumanninn Ásólf alskik sem segir frá í Landnámu og einsetukonuna Hildi á Hólum sem er eina kvendýrlingsefnið sem finnst í okkar textum. Þá fjalla ég um Hrafn Sveinbjarnarson en saga hans hefur mörg ein- kenni helgisögunnar svo það gæti hafa verið áhugi á að gera hann að dýrlingi. Menn lögðu oft mikið á sig til að markaðssetja sinn dýrling og glæsilegasta dæmið um það er heilagur Jakob í Santiago de Compostela en leiðin til hans var ein fjölfarnasta pílagrímaleið á miðöldum. Þá leið fór Hrafn Sveinbjarnarson." Þannig að þú ert að leggja upp í pílagrímafór með dýr- lingum íslands? „Já. Og það er oft miklu skemmtilegra að vera á leið- inni en vera komin á áfangastað." -sm Þú segir frá því í formála að áhugi þinn á Þorláki helga hafl fyrst kviknað í gegnum sönginn. „Já, það er nú oft svo að fólk fær á unga aldri skila- boð sem það skilur ekki strax eða skilja má nýjum skilningi siöar. Var ekki sagt við rithöfundinn Balzac þegar hann fór í fyrsta sinn að heiman að hann ætti að muna að vera duglegur að skrifa. Hann var það svo um munaði. I mínu tilfelli var það Róbert A. Ottósson sem vakti hjá mér áhuga á heilögum Þorláki og efni kring- um hann en sem menntaskólastúlka söng ég í kór sem Róbert stjórnaði. Löngu síðar, þegar Þorlák bar á góma í framhaldsnámi mínu, rifjuðust þessi kynni upp fyrir mér.“ Ekkert sérlega myrkar miðaldir Skrásetjari Hungurvöku nefnir hana svo þar sem til- gangur ritunarinnar er að vekja hjá lesandanum hung- ur eftir meiri fróðleik. Hefur Hungurvaka vakið hung- ur hjá þér? „Hún hefur gert það og líklega helst þegar ég var að hefja framhaldsnám að nýju eftir svolítið hlé. Mig langaði þá að kynnast bókmenntum sem höfðu ekki verið miðsvæðis í mínu námi. Ég var fyrst og fremst forvitin að kynna mér betur bókmenntir eins og heil- agra manna sögur og biskupasögur. Reyndar fjallaði fyrsta námskeiðið sem ég sat í framhaldsnámi um biskupasögur og því má segja að nú fyrst sé ég að klára - og kominn tími til.“ Það er oft talað um hinar myrku miðaldir en þú hef- ur verið þar með annan fótinn í nokkum tíma. „Ég ánetjaðist þessum tíma strax og hef ekki litið mikið þaðan síðan. Mér finnst þessar aldir heldur ekk- ert sérlega myrkar. Margar líflegar og skemmtilegar bókmenntir urðu til á þessum tímum. Það er endalaust hægt að skoða miðaldir í nýju ljósi; maður þarf aö sjá ljósið, taka eftir skininu og hvert má beina þvi. Það er líka gaman að sjá hversu mikil vakn- ing er hjá ýmsum bestu rithöfundum þjóðarinnar til að endurskapa eða skapa ný verk úr þessum efnivið. Umberto Eco mun hafa sagt að hver og einn geri sér sínar hugmyndir um miðaldir og þær séu venjulega „Ég held að hvergi sé hægt að komast eins nálægt venjulegu íslensku fólki á miðöldum og í þessum sögum. Jarteinasögur snúast um kraftaverk og í þeim er aðalatriðið að greina frá því hvernig fólk hafi fengið bót rneina sinna fyrir tilstilli guðs en fyr- ir meðalgöngu dýrlings. f gegnum kraftaverkiu kynnumst við aðstæðum fólks; sjáum það við vinnu sína og á heimilum,“ segir Ásdís Egilsdóttir dósent en hún annaðist útgáfu á öðru bindi Biskupa sagna. DV-mynd Hari ir okkur nú á tímum alþjóðavæðingar. Ég hef áhuga á að fjalla um ísland í alþjóðlegu samhengi." Er það ekki svo að í rannsóknum á íslenskum miðalda- bókmenntum var lengi horft á ísland sem einangrað svæði? „Þegar ég hóf nám var fyrst og fremst fjallað um íslend- inga- og konungasögur, Eddukvæði og dróttkvæði en öðru var þokað til hliðar. Ég var hins vegar forvitin að kynn- ast öðrum bókmenntum frá þessum tíma og við það öðl- ast maður skemmtilegri heildarsýn á þetta tímabil. Ég skoðaði því þýöingarbókmenntir og þær bókmenntir sem skapaðar voru hér á landi fyrir áhrif af því sem flutt var inn. Þar á meðal er það verkefni sem ég hef nú lokið við og langar að halda áfram með.“ Samband við venjulega íslendinga Hvernig skera biskupasögur sig úr þegar þær eru born- ar saman við þau fomrit sem þekktari eru? „Það hefur aldrei verið auðvelt fyrir venjulega íslend- inga að samsama sig aðalpersónum biskupasagnanna, biskupunum sjálfum sem eru. heilagir menn. Markmið sagnanna var engu aö síður að skapa góða fyrirmynd til eftirbreytni. Mikilvægt er í þessu sambandi að minnast þess að flestar biskupasögur eru skrifaðar inn í fyrir fram mótaða hefð. Þær sem segja frá helgum mönnum fylgja fóstu frásagnarmynstri sem þekkt var um allan hinn kristna heim. Sagnfræðilegur áhugi hefur lengi verið á Þorláks sögu en aðallega á þeim hlutum sem greina frá deilum hans við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.