Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 Helgorbloö 33 V 3 Herðubreið er stundum kölluð drottning örœf- anna og það var staðfest í kosn- ingu uin fjall þjóð arinnar í sumar þegar hún fékk 48% greiddra at- kvæða. Það var fyrst gengið á fjallið 13. ágúst 1908. í fótspor Recks og Sigurðar Enn í dag feta fjölmargir ferðalangar í fótspor þeirra Recks og Sigurðar því algengast er að göngugarpar hefji för sína á tind fjallsins af tjaldstæði í Herðubreiðarlindum. Þaðan liggur skýr stikuð leið að fjallinu og síðan norður fyrir það og rakleitt að þeim eina stað á vesturhlið fjallsins sem fær er venju- legum göngumönnum. Þar liggur stígur upp bratta skriðu en eftir að komið er í miðja hlíð verður venju- lega fönn fyrir fótum, misjafnlega víðáttumikil eftir árum. Helmingur brattans er oft farinn á þessari fónn og er það ágætt færi ef ekki er mjög kalt en þá verð- ur fönnin hörð og hún er nógu brött til þess að ef ekki markar spor í hana verður hún ófær. Hér verður ferðalangur að hafa varann á því stöðugt hrynja stein- ar úr klettum fyrir ofan fönnina og skoppa sumir nið- ur á talsverðri ferð en oftast er auðvelt að forðast þá. Fyrir ofan fönnina er síðan stutt pril gegnum skörð- ótt klettabelti efst í fjaliinu. Þaðan er síðan um hálf- tíma gangur eftir flatlendi sem þekur mestallt fjallið að ofan uns komið er að gíg einum en þar rís fjallið hæst, nánar tiltekið á tind sem er á norðurbarmi gígs- ins. Sú varða sem þar stendur nú er væntanleg reist á grunni þeirrrar sem Reck og Sigurður reistu 13. ágúst 1908, roggnir í sólskini. Þá eins og nú hefur blasað við þeim útsýni yfir stórbrotið landslag öræfa Austurlands og Vatnajökuls í suðri meðan fjallgarðar teygja sig i norður frá Herðubreið allt til Mývatns- sveitar. Líkt og forðum ætti þetta að vera um 12 stunda gangur fram og til baka frá tjaldstæðinu og fært flestum sem eru sæmilega brattgengir og ekki lofthræddir. Af leiðangri Recks og Inu mætti rekja hér lengri sögu þótt það verði ekki gert að sinni. Þessi sorgar- leiðangur virðist hafa fært þau nær hvort öðru því þau urðu hjón eftir þennan leiðangur en ekki er vit- að til þess að þau hafi komið til íslands síðar. -PÁÁ í grafarþögn Öskju Ódáðahraun, Askja og öræfin norðan Vatnajökuls eru eitt eyðilegasta svæði á íslandi. Þessi harðneskjulegu öræfi voru sögusvið dularfulls harmleiks á fyrsta áratug aldarinnar. Eins og kemur fram hér að framan var höfuðverk- efni Inu von Grumbkov og Hans Reck á íslandi að reyna aö grafast fyrir um orsakir slyssins í Öskju þegar Walther von Knebel og Max Rudloff drukkn- uðu. Eftir að hafa sigrað Herðubreið komust þau loksins í Öskju og þar dvaldi leiðangur þeirra í ellefu daga. Hans Reck stundaði einkum mælingar og rannsóknir í nágrenni Öskju og einnig með bátsferðum út á vatn- ið. Leiðangurinn reisti vörðu á bakka Öskjuvatns til minningar um mennina tvo og stendur hún enn, rétt innan við Víti og í fótstalli hennar má enn sjá stein sem er nokkurs konar grafsteinn yfir þeim en í hann hjó Hans Reck nöfn þeirra beggja þótt eitt homiö sé reyndar sprungið frá. Það er ljóst af frásögn Inu i bókinni sem hér er vitnað til að fljótlega eftir komuna verður þeim ljóst að engar líkur eru á að þau verði neins vísari um af- drif ungu mannanna tveggja. Harðneskjuleg náttúran sýnir sitt rétta andlit með þvi að það snjóar þótt há- sumar sé og stöðugt hrynur úr bröttum hlíðum vatns- ins með miklum undirgangi. Það falla einnig smá- skriður úr bröttum vatnsbökkunum rétt við tjaldstað þeirra þegar snjór sem grófst niður í gosinu 1875 læt- ur undan þunga jarðlaganna. Enn í dag má viða sjá í Öskju þetta undarlega fyrirbæri þar sem þykkir snjó- skaílar liggja grafnir undir enn þykkari vikurlögum. Þarna hefur snjórinn varðveist síðan 1875 þegar Öskjuvatn myndaðist í miklu gosi og það umhverfi sem blasir við nútímamanni i heimsókn í Öskju varð í meginatriðum til. Það var ekki fyrr en skömmu fyrir brottfor þeirra úr Öskju sem veður varð nógu stillt tO þess að óhætt þætti að fara með bát út á vatnið. Það voru þeir Reck og Sigurður sem fóru i mælingaleiðangur út á vatnið. Farkostur þeirra var bátur sem fluttur hafði verið inn eftir árið áður tO að leita að mönnunum týndu. Bát- urinn var í Öskju árum saman en hvarf loks undir hraun í litlu gosi. Hraunið rann út í Öskjuvatn rétt vestan Vítis og er kallað Bátshraun. Á meðan sýslaði Ina við myndgerð í landi. Við skul- um grípa niður í lýsingu hennar á þessum degi. „Reck og Sigurður voru i fimm stundir úti á vatn- inu og mældu það vitt og breitt. Ég lauk við nokkrar myndir. Um kvöldið þegar við sátum að máltíð í stóra tjaldinu hrukkum við upp við dunandi gný. Við þut- um út og í hálfrökkrinu sáum við hvítan rykmökk stíga yfir vatnsbakkann skammt frá tjaldinu. Stórefl- is fylla hafði faUið í vatnið. Nóttin sem fylgdi þessum sólskinsdegi var ógleym- anlega fögur. Við unnum tO klukkan eUefu um kvöld- ið og tunglið var komið upp þegar ég fór inn í tjaldið. í mOdri birtu þess skein á þétta reykjarstrókana upp af brennisteinshverunum við suðurbakkann. Héðan og þaðan bárust framandleg hljóö. Mikið af leysinga- vatni nagaði sér hægt og hægt farveg undir yflrborðinu. Kyn- legt hljóð barst mér að eyrum - eins og regluleg áratog frá austanverðu vatninu. Það var svo glöggt að á næsta andar- taki bjóst ég við að heyra kall- að og sjá bátinn. Hvað eftir annað alla nóttina heyrði ég þetta sama hljóð eins og jöfn og sterkleg áratog, stundum nálæg, stundum í meiri fjarska - kveðja frá fortíðinni.“ Daginn eftir fór Ina með þeim félögum út á vatnið og þar sannfærðist hún endanlega um að skriður úr hlíðum hefðu grandað báti félaganna. Hún grét hljóðlega og úr fór- um sínum dró hún nokkra muni sem hún sökkti í vatnið á þeim slóðum sem líklegt var að unnusti hennar hefði seinast lifað. Enginn veit hvað það var sem hún sökkti í vatnið en útsaumaöur dúkur með skjaldarmerki Knebel-fjölskyldunnar, sem var skilinn eftir í vörðunni, er ekki glataður þótt hann sé horfinn þaðan. Hann mun vera í öruggri vörslu. Síðustu orð Inu von Grumbkov sem hér verður vitnað til skrifar hún í bókina eftir að hafa kvatt leg- stað unnusta síns. „Fáum dauðlegum mönnum er búin jafn konungleg gröf og þeim báðum sem hér hvOa í þessu tígulega, bjarta fjallavatni. Konungar einir þarfnast eOífðar að- seturs í gröf sinni þar sem þeir eru bornir til jarð- neskrar hvOdar. Skyldu þeir eftir mannlegum skOn- ingi njóta meira næðis sem hvOa í gullnum steinþróm Escorial hallarinnar eða grafhýsum egypskra faraóa." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.