Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 52
56 H6 lCj O t~b / Ct c) JDV LAUGARÐAGUR II. JANLJAR 2003 Skákþátturinn Umsjón Sœvar Bjamason > S Nielsen sigraði í Hastings Skáklífið er að fara í gang núna þessa helgi eftir áramótin. Það verð- ur því lítið um nýjar fréttir en þó ekki svo gamlar heldur þvi ég ætla að fjalla aðeins um hið hefðbundana skákmót i Hastings Englandi. Þar varö stigahæsti norræni skákmað- urinn efstur eftir mikla keppni við Indverja, Englendinga og skákmenn frá fyrrum Ráðstjórnarríkjunum. Lokastaðan varð þessi: 1. Peter Heine Nielsen (2620) Danmörku 6 v. 2.-3. Keith C. Arkell Englandi (2521) og Pentala Harikrishna Indlandi (2551) 5,5 v. 4.-5. Alexei Barsov Úz- bekistan (2525) og Sergey Karjakin Úkraínu (2527) 5 v. 6.-7. Luke J. McShane Englandi (2546) og Krishn- an Sasikiran Indlandi (2670) 4,5 v. 8. Glenn C. Flear Englandi (2527) 4 v. 9. Alexandra Kosteniuk Rússlandi (2455) 3 v. 10. Vitaly Tseshkovsky Rússlandi (2545) 2 v. Hin 12 ára stórmeistari Sergey Karjakin Úkraínu (2527) stóð sig vel og var með stigaárangur upp á um 2590 Elo-stig. Við eigum örugglega eftir að heyra meira um þann stutta. Peter Heine vann 5 skákir, gerði 2 jafntefli og tapaði tveimur skákum, á nýársdag og daginn eftir, hm! En Daninn er algjör bindindismaður og frekar hæglátur persónuleiki svo ekki er hægt að kenna áramótafagn- aðinum um! Nema að hann hafi byrjað í vitleysunni þá. Peter Heine er 29 ára gamall og hefur lagt mikla rækt við skákina undanfarin ár. Hann er þó algjör andstæða landa síns Bent Larsen en svoleiðis menn fæðast ekki á hverj- um degi! Pentala Harikrishna Ind- landi (2551) er aðeins 16 ára þannig að næstum helmingur keppenda var unglingar! En þannig er skákin í dag, umhugsunartíminn hefur verið styttur verulega og skákmenn und- irbúa sig flestir vel í skákgagna- bönkum í tölvum og nota sterk tölvuforrit til að athuga hvort hug- myndir þeirra standist. Tímarnir hafa greinilega breyst, núna vinna vélar og menn saman í skákinni. Nýlega var í Þýskalandi keppandi nappaður með litla vasatölvu á skákmóti en hann fór víst óeðlilega oft á klósettið. Þar sat hann og rann- sakaði stöður sínar. Það verður að fara að setja upp vopnaleitartæki á skákstöðum! í fyrstu umferð tefldi Peter Heine við undrabarnið Sergey Karjakin og gerði langa sögu stutta gegn hinum stutta. En barnið lét þetta áfall ekki á sig fá! Hvitt: Peter Heine Nielsen (2620) Svart: Sergey Karjakin (2527) Drottningarbragð. Hastings (1), 28.12. 2002 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 c5 4. d5 Rf6 í gamla daga léku menn oftast 4. -e6 5. Bxc4 exd5 6. Bxd5 Bd6 7. Db3 De7 8. Rf3 Rc6 9. 0-0 Rb4 10. e5 Rxd5 11. Rxd5 Bc7 12. Bg5 De6 13. Dxc5 Bb6 14. Da3 h6 15. Be3 eins og í gam- alli skák á milli Kortsnojs og Keres 5. Rc3 b5?! Djarfur leikur og hvítur verður að vera vel á varðbergi. Ben- óný heitinn var hrifinn af svona peðsránum. 6. Bf4 Ba6 7. Rf3 b4 I gamla daga kölluðum við strák- arnir í taflfélaginu svona afbrigði rúlluskautaafbrigði, ekki má mikið út af bera! Hér byrja lætin fyrir al- vöru. Og þetta hefur verið teflt áður. 8. Bxb8 bxc3 9. Da4+ Dd7 10. Dxa6 cxb2 11. Hbl Hxb8 12. Bxc4! Þetta mun vera nýjung en í Heims- meistarakeppni FIDE fyrir rúmu ári síðan lék Shirov 12. Re5 gegn Mo- tylev sem gekk beint í gildruna og lék 12. -Dxb7?? og gafst upp eftir 13. Hxb2! En 12. Dc7 var betri leikur sem sá stutti e.t.v. lumaöi á? 12. - Hb6 13. Da3 Rxe4? Betra er 13. - Db7 þó að eftir 14. Re5 standi hvítur vel. Eða jafnvel að leika 14. Dxc5 og reyna að hanga á umframpeðunum. 14. Hxb2 Db7 15. Hxb6 Dxb6 16. 0- 0 f6 17.Da4+ Kd8 Þetta virðist allt vera þvingað og hvítur á hér marga góða leiki. En Peter Heine leikur Peter Heine Nielsen Hefur lagt iniltla rækt við skákina að undanförnu. hvassasta framhaldinu! 18. d6 e5? Hér var sennilega 18. -Rd6 eini leik- urinn til að lengja skákina, en eftir 19. Be6 Db5 20. Dxa7 er útlitið ekki fagurt! 19. Be6 Db7 En nú kemur sá danski með af- drifaríka skák! Ætli nokkur fáist til að reyna þetta afbrigöi aftur? Jú sennilega, áhættuflklar eru víða. 20. Da5+ 1-0 Eftir 20. -Db6 vinnur hvítur laglega með 21. Hbl! Krishnan Sasikiran Indlandi (2670) var stigahæstur keppenda og Englandsmeistari að auki. Flestir bjuggust við að hann myndi gera góða hluti. En hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit og Luke J. McShane Englandi (2546) og Hrókn- um tefldi góða skák. Hvítt: Luke McShane (2546) Svart: Krishnan Sasikiran (2670) Sikileyjarvörn. Hastings (8), 4.1. 2003 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Rc6 5. 0-0 Bg4 6. Rbd2 e6 7. h3 Bh5 8. c3 Be7 9. Bb3 d5 10. Hel 0- 0 11. De2 b5 12. Bc2 Hc8 13. g4 Bg6 14. Rh4 d4 15. c4 Rd7 16. Rg2 bxc4 17. Rxc4 e5 Skákin hefur teflst afskaplega rólega og keppend- ur forðast troðnar slóðir. En nú skal láta til skarar skríða! 18. f4 exf4 19. Rxf4 Rce5 20. Bb3 Rxc4 21. Bxc4 Rb6 22. b3 Rxc4 23. bxc4 Hb8 m ■ lé ■ JB Jl 111 9, WM, Wé, A A 1 A&& A W/, ' ' A & A W B fi' ■ fi' Eitthvað aðeins stendur hvítur betur. Og riddarinn er á leið á óskareitinn þar sem er útsýni til allra átta. Frumkvæðið er í höndum hvíts. 24. Rd5 Bd6 25. e5 He8 26. Bf4 Bf8 Þessi var nauðsynlegur áður en drottningin víkur sér úr leppuninni og hvítur hótar þá e6 með eyðileggingu í huga. 27. Bg3 Hb7 28. h4! h6 29. Hfl Kh8 30. Hael Dc8 31. Df3 Bh7 En nú nær hvítur að opna línur að svarta kónginum! 32. g5! hxg5 33. hxg5 Hb2?? Hér var 33. Dc6 nauðsynlegur leikur. En eitthvað hefur svartur misskilið stöðuna. 34. Dh5 De6 35. Hxf7 Kg8 Á Englandsmeistaramótinu í fyrra mátti Luke tapa úrslitaskák um efsta sætið gegn Indverjanum. Stund hefndarinnar er runnin upp! 36.Rf6+ 1-0 Allt hrynur einhvern tfmann, líka breska heimsveldið! Wijk aan Zee 2003 1 dag hefst eitursterkt skákmót í Wijk aan Zee í Hollandi kennt við fyrirtækið Corus. Meðal keppenda eru Kramnik (2807), Anand (2753), Topalov (2743), Ponomariov (2734), auk sigurvegara síðasta árs, Bareev (2729). Alls taka 14 skák- menn þátt og eru meðalstigin 2701 skákstig! Ég mun reyna að fylgjast með því og væntanlega sjáum við ferskar skákir þaðan strax i næstu viku. Kasparov er ekki með því miður en annars eru flestir „sótraftar“ á sjó dregnir! FIDE- heimsmeistarinn Ponomariov og Kramnik heimsmeistari í skák þar sem hefðbundin eða gömlu tíma- mörkin voru notuð. Judit Polgar er með og hefur sennilega aldrei ver- ið jafn stigahá eða (2681). Þetta verður virkilega spennandi mót. Kasparov-Deep Junior Eftir rúm 5 ár ætlar Gary Kasparov að reyna sig við tölvuforrit í New York. Fyrra einvígið fór fram í World Trade Center sem stendur ekki lengur uppi eins og alþjóð veit. j Kasparov tapaði þá fyrir Dimmblá forritinu og hyggur ugglaust á hefnd- ir gegn afkvæmi hennar Deep Juni- or. Einvígið hefst 26. janúar og verð- ur 6. skákir eins og hið fyrra. Kramnik náði ekki nema jafntefli gegn tölvuforritinu Fritz I lok síð- asta ár svo það er ljóst að Kaspi á eft- ir að svitna og gretta sig mikið. Ég spái tölvuskrattanum sigri! Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur 2003 hefst á morgun sunnudaginn 12. janúar kl. 14. Að venju verða tefldar 11 um- ferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt verður í húsnæði T.R. í Faxafeni 12 og er útlit fyrir að mótið verði mjög sterkt og fjölmennt. Tímamörkin eru nú 1,5 klst. á 30 leiki + 30 mín að ljúka skákinni þannig að hver skák tekur mest 4 tíma. Einnig hefjast j umferðir á virkum dögum kl. 19 en teflt verður á sunnudögum, mið- vikudögum og föstudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.